Vikan


Vikan - 20.03.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 20.03.1958, Blaðsíða 12
HAMMOND INNES SÖGULDK EG hef verið um það bil hálftíma á leiðinni nið- ur fjallshlíðina. Mér fannst ég vera óratíma að komast alla leið niður, því að föt min voru rennvot og það var níztingskuldi. En þegar ég !eit á kíukkuna, þegar ég fór fram hjá kofan- um hans Emilio, þá var klukkan aðeins þrjú korter gengin í eitt. Ég leit upp eftir togbraut- inni, sem glóði í tunglsljósinu. Efst uppi virtist snjórinn umhverfast í ólgandi eldhaf. Það var ekki lenguf hægt að greina einstaka hluta skál- ans. Hann var eitt logandi hrúgald, kjarninn hvítur, síðan tók við veikur í'oði og reykjar- mökktir íeið til himins. Logatungurnar læstu sig upp í himininn eins og halastjörnur. Þegar; ég kom að gistihúsinu, voru þar allir vakandi' óg voru að búa sig undir að senda hjálparflokk upp til skálans. Ég var þegar um- kringdur" fólki, klæddu skíðafötum. Ég spurði eftir hótelstjóranum. Hann kom askvaðandi til mín, harth var kubbslegur regingslegur maður, með inrtfallið andlit og olíuborið hár. „Eruð þér meiddur, signore. Er nokkur meiddur ?“ Ég sagði honum, að eldurinn hefði ekki orðið nekium að meini, og það yrði ekkert við eldinn ráðið. Síðan bað ég hann að lána mér símann. „Auðvitað, signore. Ég skal reyna að gera allt sem í mínu valdi stendur." Ég fór inn á skrif- stofu hans. Hann náði í tvo rafmagnsofna, lét þjón færa mér drykk og innan stundar var mér færð heit máltíð. Þetta var hans stóra augnablik. Hann var að sýna gestum sínum, hversu örlátur og góður hann var. Hann ætlaði mig alveg að æra með sífelldum spurningum um það hvernig mér liðiv Og allan tímann var ég með heyrnar- tólið í hendinni. Ég talaði við Bologna, Mestre og Milano. Einu sinni fékk ég Róm af misgán- , ,f Ó . . : 1. Hvaða höfuðborg í Evrópu liggur á sömu ; breiddargráðu og New York? 2. Ungi bandaríski kvikmyndaleikarinn Ja- ! mes Dean, lék í þremur frægum myndum | áður en hann dó. Veiztu hvað þær heita? ; ■ S. Undir venjulegum kringumstæðum svitnar ; wrrr^v” — ■ hundurinn ekki. Hvernig losnar hann vio ■ rakann úr líkamanum? 4. Hvers vegna er Breiðabólstaður f Vestur- ! hópi frægur sögustaður? ■ 5. Hverjar eru fjórar undirstöðuaðferðir ! reikningslistarinnar ? 6. 7. 8. 9. i 5 : I 1«. Hvar í mannslíkamanum eru þjóbeinin? j Hvers vegna siíur riddarinn ekki á hest- • inum ? ■ : ■ Nlflungahringurinn eftir Wagner saman- ! stendur af fjórum sjálfstæðum óporum. 5 Hvað heita þær? Hvaða íþróttaafrek keppast menn enn ; við að vinna, sem Grikki nokkur leysti af ; hendi árið 490? Og liér er nafnagáta: Logn á milli iands j <>g eyja? : ■ Sjá svör á bls. lJf. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■" I OLPUNUIVI ingi. En, það var ekki hægt að ná í Trieste. Held- ur ekki Udine. Joe kom másandi inn, þegar ég var að tala við Bologna í þriðja skiptið. Hann var rennblautur, og lét fallast í hægindastól. Hann var ennþá með litlu myndavélina um hálsinn. Litli hótelstjórinn fékk nú nóg að gera. Það var þegar komið með koniak. Hann var klæddur úr skíðafötunum og dúðaður í geysimiklum slopp með fjólubláum og rauðum röndum. t>að var náð í meiri mat. Og meðan á öllu þessu stóð, meðan ég beið eftir símanum, reyndi ég að gefa honum nokkra hug- mynd um það, sem hafði verið að gerast uppi í Col da Varda. Ég minntist ekki á gullið, en það gerði það að verkum að saga mín varð harla ó- trúleg. En þegar spurningahríð hans var í fullum gangi, spurði Trieste skyndilega hversvegna ég svaraði ekki. Ég bað um bækistöðvar hersins og Musgrave majór svaraði í símann. Hann muldr- aði eitthvað syfjulega í símann. En hann var ekk- ert nema áhuginn, þegar ég minntist á Engles og sagði honum, hvað hann vildi láta gera. ,,Ágætt,“ svaraði hann og mér fannst hann vera í órafjarlægð. „Ég skal hringja á Udine og láta þá fara af stað undir eins. Skotliðastöðin hjá Cortina segið þér? Ágætt. "Segið Derek, að þeir ættu að vera komnir um níuleytið ef allt fer samkvæmt áætlun.“ Þessu var lokið á nokkrum mínútum, og ég iagði frá mér tólið og andvarp- aði. Litli hótelstjórinn var að þrotum kominn. Allir voru farnir í í'úmið aftur. Ég leit út í anddyrið. Þar var allt hljótt. Húsvöi'ðurinn svaf í einum stólnum við arininn. Stór klukka tifaði í sifeliu við stigann. Klukkan var tíu mínútur yfir fjögur. : Ég fór aftur inn á skrífstofuna. Joe lá steinsof- andi í hægindastólnum og hraut lágt. Ég dró gluggatjöldin frá og leit út. Tunglið v.ai' að hverfa bak við Monte Crístallo. Stjörnurnar voru skærari og himinninn myrkur. Það sást aðeins bregða fyrir bjarma efst hjá togbrautinni. Það logaði enn í rústunum. Ég dró stól upp að ein- um rafmagnsofninum og lét fara vel um mig, meðan.ég beið eftir því að Engles hringdi. Mér hlýtur að hafa runnið í brjóst, því að klukkan var um sex, þegar ég vaknaði við radd- ir í salnum. Þá var hurðinni lirundið upp og Engles staulaðist inn. Ég man að ég stökk á fætur. Ég hafði ekki búizt við honum. Andlit hans var fölt og tekið. Föt hans voru öll rifin. Það voru blóðblettir á úlpunni hans og stór rauður blettur fyrir ofan nárann. „Náðirðu í Trieste?" spurði hann. Rödd hans var mjög veikluleg. ,Já,“ sagði ég. „Þeir koma að skotliðastöð- inni um niu leytið." Engles brosti biturt. „Það verðui' óþarfi.“ Hann lét sig falla ofan í leðurklæddan stól við skrif- borðið. „Keramikos er dauður,“ bætti hann við. „Hvað kom fyrir?" spurði ég. Hann starði sljóum augum á ritvélina, sem stóð á gijáfægðu mahogniborðinu. Hann fálmaði eftir hlífðarpokanum ofan á rltvélinni. Síðan dró hann rltvélina að sér og setti í hana blað. „Gefðu mér sígarettu," sagði hann. Ég stakk henni upp í hann og kveikti í henni. Hann sagði ekki neitt. Hann sat bara þarna með sígarettuni lafandi uppi i sér og starði á auðan pappirinn í ritvélinni. „Guð minn góður,“ sagði hann hægt. „Þvílík saga. Hún verður í minnum höfð. Hrollvekja, sem átti sér raunverulega stað. Það hefur aldrei verið gert áður — ekki svona.“ Augu hans loguðu af ákafa. Hann lét fingurna fara yfir leturborðið og byrj- aði að hamra á ritvélina. Joe vaknaði og stundi við, þegar hann heyrði í ritvélinni. Hann starði á Engles með galopinn munninn, eins og hann hefði séð draug. Ég leit yfir öxlina á Engles. Hann skrifaði: SKÍÐASKÁLINN I ÖLPUNUM Sannsöguleg lirollvekja. Fingur hans féllu máttlausir á stafaborðið. Sígarettan féll úr munni hans ofan i kjöltu hans og brenndi þar gat á buxurnar. Hann gnísti tönn- um og svitaperlur brutust fram á enni hans. Hann lyfti höndunum af borðinu og bætti við annari línu: eftir NEIL BLAIR Hann hætti og leit brosandi á það sem hann hafði skrifað. Blóðfroða kom út um munnvik hans. Hendur hans féllu á stafaborðið og lyftu upp ótal óskrifuðum stöfum. Hann valt um og féll á gólf- ið áður en mér vannst tími til þess að grípa hann. Þegar ég lyfti honum upp var hann dáinn. Ég fylltist bitru hatri á gullinu, þegar ég leit niður á lik Engles sem lá samanhniprað á legu- stólnum. Hvers vírði var gull? Þessir litlu klumpar, sem komu næstum þvi að engu gagni. Það var ekki hægt að nota gullið til neins nema myntfótar vegna þess hve það var sjaldgæft. Samt virtist það hafa sinn eigin banvæna persónuieika. Það seiddi menn til sín eins og segull — en það sem það seiddi að sér var græðgi. Sagan um Midas hafði sýnt mönnum fram.á, hversu verðlaust það í rauninni var. Samt höfðu menn drepið hvor annan, síðan sögur fóru af, til þess að öðlast þennan gula málm. Menn höfðu dáið unnvörp- um í leit sinni að gullinu, til dæmis í Alaska og Klondyke. Og enn aðrir vildu stofna öllu sínu í hættu til þess að ná í þennan málm, sem þeir síðan geymdu í velluktum neðanjarðargeymslum. Til þess að ná í þennan gullfarm, hafði Stelben slátrað níu mönnum. Og þegar hann var dauður, höfðu menn flykkzt að gullinu, frá öllum krik- um Evrópu, og barizt um það þar til yfir lauk. Ég var sá eini sem eftir lifði sem vissi um gullið. Þetta hafði verið skuggalegur hópur. Stefan Valdini, glæpamaður og fúlmenni, Carla Rometta, svikakvendi og litlu betri en venjuleg götudrós, Gilbert Mayne öðru nafni Stuart Ross, liðhlaupi, glæpamaður og morðingi, Keramikos, nazisti, af grísku þjóðerni. Þau höfðu öll látið lífið vegna gullsins. Og nú -— Derek Engles. Hann hafði einnig sína galia. En hann hafði verið fluggáfaður og einstakur persónuleiki. Hann hefði getað orðið einn af þeim stóru í kvikmyndaheiminum. En hið eina sem eftir var af honum núna var líflaus líkami, samanhniprað- 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.