Vikan


Vikan - 20.03.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 20.03.1958, Blaðsíða 14
898. krossgáta Vikunnar. Lárétt skýring: 3. átti Egill Skalla- grimsson ekki við sonar- bana sinn — 6 sæmilega fjáð — 9 grastegund — 10 svo heitir fuglinn í fjörunni — 11 hýði — 13 átt — 15 önugar í skapi — 17 fæða — 18 sjóða — 20 þjóðflokkur — 24 andvarp — 25 biðji bæna — 27 einkenni 29 knippi — 31 flýta — 32 fiskum — 33 gramsa — 35 harður steinn — 37 vagg — 40 fita — 41 niðursuðuverksmiðja —■ 43 deilur — 46 tóbakið — 48 fornafn —■ 49 „ . . . inn kom ég úr móður- kviði" —■ 50 sá sem missti úr sér rif — 51 nákvæmur — 52 burð- arás. Lóörétt skýring: 1 meðsek — 2 manns- nafn — 3 úrgangur — 4 geislandi — 5 setjast — 6 heilagt fjall — 7 jarðfesta — 8 jarðávöxt- ur — 12 kompa — 14 eru þeir sem eiga mikið af frímerkjum — 16 venja — 19 hæna — 21 mannsnafn — 22 kjarkmikil — 23 keyra — 26 verri — 28 einkenni ■— 29 jurtin — 30 limur Lausn á krossgátu nr. 897 LÁRÉTT: 1 Eros — 5 kvabb — 8 spár — 12 París — 14 ósómi —- 15 lum ■— 16 kol — 18 Sog — 20 læs — 21 it — 22 fordildin — 25 li — 26 terta — 28 dreki — 31 fat — 32 Rut — 34 til — 36 seim — 37 þorra — 39 kólf — 40 skot 41 Olav — 42 útsæ — 44 rissa — 46 Ægir — 48 akk — 50 nei — 51 óða — 52 ólina — 54 Ólafs — 56 sv — 57 naumlegur — 60 ts — 62 væg — 64 pro — 65 inn — 66 kal — 67 áræði — 69 dropi — 71 safi — 72 ósönn — 73 stig. — 31 lýsti kæti sinni — 34 léttirinn — 36 úr átt — 38 ástundunarsamri — 39 færni — 42 óafturkallanleg afhending — 44 kveðskapur — 45 lind — 47 títt. LÓÐRÉTT: 1 epli — 2 rautt -— 3 orm — 4 si — 6 vild — 7 basl — 8 ss — 9 pól — 10 ámæli — 11 risi — 13 skott -— 14 ógirt — 17 Ora — 19 odd — 22 framsækin — 23 iður — 24 neikvæðar — 27 efi — 29 kló — 30 Ásbúð — 32 rotin — 33 trosi — 35 ófærð — 37 þor — 38 ala — 43 sal — 45 seil — 47 gaf — 49 knapi - 51 ólund — 52 óværa — 53 aur — 54 ógn — 55 Stapi — 56 svás — 58 Mors — 59 einn — 61 slig — 63 gæf — 66 kot — 68 ði — 70 rs. skíðaskAliimim Framhald af bls. 13. úr snjóhafinu. Skíðaför Engles lágu frá auðu svæði að fótum okkar. Við fylgdum slóð hans að klettinum. í>á heyrð- ist í Joe: „Guð minn almáttugur! Sjáðu þetta.“ Hann benti eftir slóðinni. Ég leit eftir förunum, sem lágu upp í snarbratta brekku fyrir handan klettinn. Brekkan var mörg hundruð metra há. Svæði þetta er talið lífshættulegt á kortinu. Brekkan virtist næstum lóðrétt efst uppi. Og í þessarri brekku hafði myndazt geyzimikil snjóskriða. Hún lá niður eftir brekkunni ofan í dalinn. Og við jaðar hennar lágu skíðaför, sem voru eins og tvær þráðbeinar linur á hvítum pappír. Förin lágu að þeim stað, þar sem við stóðum. Joe setti myndavélina í gang. Þegar hann hafði tekið myndina, sagði hann: „Hann hlýtur að hafa verið einstakur skíðamaður, Neil. Hann gerði hið ómögulega. Hann fór á skíðunum með skriðunni, ofan á henni og lifði það af. Og þá þurfti hann að lenda á þessum kletti. Hann hef- ur fallið um steinana, en hann hefur ekki séð þennan hnullung. Þannig hefur hann særzt.“ Ég kinnkaði kolli. Ég gat ekki sagt neitt. Það var kaldhæðni örlaganna, að láta hann komast lifandi úr snjóskriðunni, en særast svo til ólífis á litlum steinhnullungi. Ég leit upp eftir slóðinni, og kom skyndilega auga á svarta þúst neðst í skriðunni. Mér sýndist það vera mannslíkami. Ég benti Joe á þetta. „Er þetta mannslíkami, eða er ég að sjá ofsjónir ?“ spurði ég hann. Hann starði upp eftir skriðunni. „Svei mér þá — já,“ sagði hann. Síðan leit hann á mig. „Kera- mikos?" spurði hann. „Það hlýtur að vera,“ svaraði ég. Ég leit á skriðuna og reyndi að gera mér grein fyrir þvx, hvað komið hafði fyrir. Þá sá ég, að lengst til hægri var skriðan ógreinileg, eins og snjór hefði fallið á hana þar. „Ég held ég viti hvað kom fyrir,“ sagði ég. Hann leit til mín spyrjandi. „Engles hafði aðeins átta mínútna forskot frá Col da Varda," sagði ég. „Ég tók tímann. Hann var góður skíðamaður, en það er erfitt að segja um þáð, hvor þeirra hafi haft betur upp brekku. Og Keramikos var betur á sig kominn. Hann getur ekki hafa verið langt frá Engles, þegar þeir fóru upp brekkuna. Og þá kom snjó- skriðan. Þetta er gömul skriða þarna lengst til hægri. Hann gat ekki snúið við. Keramikos var rétt fyrir aftan hann og var með byssu. Hann gat ekki haldið áfram vegna snjóskriðunnar. Það var aðeins eitt hægt að gera — og það gerði hann. Hann fór niður með skriðunni. Hann var góður skíðamaður og það var þess virði að reyna það.“ „Og þannig kom hann af stað annarri snjó- skriðu, sem tók Keramikos með sér?“ Joe lauk setningunni fyrir mig. Joe leit upp eftir skrið- unni. „Já, þannig hefur það verið," sagði hann. „Ætli að hann sé ennþá lifandi?" Hann kinkaði kolli í áttina að þústinni í snjónum. „Við skulum sjá,“ sagði ég. „Heldurðu að við höfum það upp?“ „Við getum reynt,“ svaraði hann. Brekkan var snarbrött. Snjórinn var mjúkur og laus í sér. Við áttum alltaf hálfvegis von á að allt léti undan. En loks komumst við að líkamanum. Hann lá á grúfu i snjónum. Við snerum honum við. Það var Keramikos. Hann var stífur og kaldur. Hann var hálsbrotinn. Ég tók af mér hanzkana og leit- aði á honum. Föt hans voru gaddfrosin. Hann var ekki með byssu á sér. En í brjóstvasanum fann ég veski hans. 1 því var ekkert markvert annað en yfirlýsing Holts. Ég stakk henni á mig. Við drógum líkið að auðu svæðinu neðst I brekkunni. Þar skilum við það eftir og héldum aftur til Tre Croci. Það var tekið að snjóa, þegar við héldum aftur til byggða. Þannig létust Engles og Keramikos. Þannig lauk einnig kvikmyndinni, sem tekin var uppi á köldum hæðum Tondi di Faloria. Áður en ég fór frá Cortina, fór ég upp til Col da Varda. Skálinn þar sem svo mikið hafði borið við, var ekki annað en svartir sviðnir bjálkar, þegar þaktir snjólagi. Húsið hafði fallið saman yfir steinbyrgið. Mayne, sem hafði keypt hösið, skildi ekki eftir sig neina erfðaskrá. Ég geri ráð fyrir því, að staðurinn verði eign ítalska ríkisins. Það er næstum ár liðið frá því að þetta kom fyrir. En mér er sagt, að ennþá liggi rústirnar ofan á steinbyrginu, og að togbrautin sé ekki lengur notuð. Og gullið ? Ég geri ráð fyrir, að ég sé sá eini, sem veit hvar það er. Ég held ég viti það. En ég er ekki viss. Mér er hvort eð er sama um það. Það hefur orðið of mörgum að bana til þessa. Ef það er þarna, er bezt að það fái að rotna í friði ásamt leifum Col da Varda. SÖGULOK Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 12: 1. Madrid. — 2. Austur af Eden (sem sýnd var hér í Austurbæjarbíó), Giant og Rebel without að Cause. — 3. Gegnum tunguna, þegar liann kemur másaiuli, með lafandi tunguna. — 4. Þar var fyrsta fslenzka bókin rituð (Hafiiðaskrá eftir Hafliða bónda þar). Jón Biskup Arason setti þar líka niður prentsmiðju 1530. — 5. Þau eru öðru nafni nefnd setbein, og liggja niður frá mjaðmabeinunum. Þegar við sitjum livílum við á þeim. — 7. Hnakkurinn er á milli og kemur i veg fyrir það. — 8. Valkyrjurnar, Sigfried, Bínargullið og Ragnarök. — 9. Maraþonhlaup- ið. Pheidippides hljóp frá Maraþon til Aþenu (um 25 mílna vegalengd) til að tilkynna griskan sig- ur í orustu. — 10. Eyvindur. M O R Ð I Ð — Framhald af bls. 5. deyja- núna — en eftir nokkrar vikur gæti málið horft öðru vísi við. Hún horfðist í augu við Philippu, án þess að depla augunum. — En þú ert ekki að því komin að deyja, sagði Philippa. -— Nei, ekki ef ég get komizt hjá því með því að gera mínar varúðar- ráðstafanir. — Varúðarráðstafanir ? — Já, hugsaðu um þetta . . . Og hafðu engar áhyggjur framar. Hún gekk hratt út úr herberginu. Philippa heyrði að hún átti einhver orðaskipti við Júlíu frammi í anddyrinu. Skömmu síðar kom Júlía inn í stofuna. Það var harðneskjulegur glampi i augum hennar. — Þú hefur haldið vel á spilunum, Philippa, ekki satt? Mér er að skiljast það, að þú ert ein af þessum sem fara sér hægt en eru út undir sig. Ég veit allt af létta. Ég hugsa jafnvel að mér hafi verið ætlað að heyra það. Hún Letty okkar er enginn kjáni... Jæja, hvað sem öllu öðru líður, þá ert þú á grænni grein, ekki satt? — Ó, Júlía, ég ætlaði aldrei... það var ekki ætlunin ... — Ekki það? Auðvitað ætlaðirðu þér það. En mundu eitt — ef einhver slær Letty frænku af núna, þá ert þú sú fyrsta sem grunuð verður. — Það verð ég ekki. Það væri heimskulegt af mér að drepa hana núna, þar sem með því að bíða. . . — Svo þú veizt þá að hún þarna gamla, hvað hún nú heitir, er að dauða komin uppi í Skotlandi? Philippa, ég er farin að halda að þú sért meira en lítið út undir þig. Ég kæri mig ekki um að hafa neitt af þér eða Patrick. ■ Ekki það, væna mína? Mér þykir það leitt — en ég trúi þér ekki. Framhald í nœsta bhiði. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.