Vikan - 20.03.1958, Blaðsíða 8
FAGKIIÍ MUNIK
UR GULLI
OG SILFRI
Sendnm gegn póstkröfu.
Guðlaugur Magnússon
SKARTGRIPAVERZLUN
Laugavegl 22 A. — Simi 15272.
Valur- Vandar- Vöruna
SULTUR — AVAXTAHLAUP
MARMELAÐI — SAFTIR
MATARLITUR — SÓSULITUR
EDIKSVRA — BORÐEDIK
TÓMATSÓSA — ÍSSÓSUR
— Sendum um allt land —
Efnagerðin Valur h.f.
Box 1813. — Simi 19795 — Reykjavik.
frd mínum bœjardyrum
skrifar fyrir kvenfólkið, um
kvenfólkið og hugðarefni þess
Sami hatturinn á manninn og
eiginkonuna.
Trafið er blakt á heila húsi,
hatturinn trúi’ ég aptan á dúsi,
álikt er sem biakkur brúsi,
bera þær flest ailt dökt á sér.
Þö fara skómir hálfu ver.
Lýður enginn fremdarfúsi
freklega mun því hæla.
Fað kann engan ýngismanninn tæla.
* Það er engin ný bóla að karlmenn tali með fyrirlitningu um
höfuðföt kvenna, eins og sést á gamla vikivakakvœðinu hér
fyrir ofan.
• Þó eiginmaðurinn vilji ekki kaupa liatt á frúna, getur hann ekki
verið þekktur fyrir að neita að lána henni sinn. Og eins og sést á
meðfylgjandi myndum getur karlmannshattur verið allra klæðileg-
asta. höfuðfat.
TRICH LORHREINSUN
(ÞURRHREINSUN)
SQLVALLAGÖTU 74 • SÍMI 13237
BARMAHLÍÐ 6 SÍMI 23337
Prjónastofan Hlín h.f.
Skóiavörðustíg 18. Símar 12779 og 14508.
Prjónavörur höfum við framleitt í
síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er-
lendu gami.
Höfum ávallt á boðstólum fyrsta
flokks vinnu, og fylgjumst vel með
tízkunni.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
Ég þakka þeim sem verzlað hafa í
Sölutuminum við Arnarhól ánægju-
leg kynni, og bið þá um að beina við-
skiptum sínum í
Hreyfilsbúðina.
Pétur Pétursson.
LITLA BLIKKSMIÐJAN
Nýlendugötu 21 A. Sími 16457.
Smíðar meðal annars:
Þakrennur, allar stærðir og gerðir.
Þakglugga, allar stærðir og gerðir.
Olíukassa í báta og skip.
Benzíngeyma í bíla og báta.
Loftrör, allar stærðir.
Lóðabala. Lofttúður o. fl.
Stólar eru til að
sitja á þeim.
EXTA er að vísu engin
speki, en þó er ekki
langt síðan útlitið skipti
mestu máli en notagUdið
skipaði annað sæti^ þegar
stólai' voru keyptir. Og enn
hættir mörgum til að líta
þannig á málið.
Stólar af rangri gerð geta
verið orsök höfuðverkjai’
og meira eða minna með-
vitaðrar ónotakenndar. Það
er ekki sízt hæðin á sæt-
inu sem máli skiptir. Við
skulum taka borðstofustóla
si-m dæmi. Það er allt ann-
að en þægilegt fyrir mann,
sem er 35 sm. frá hæl og
upp í hnésbót, að sitja á
stól ef setan er í 50—55
sm. hæð frá gólfi. Annað
hvort verður hann að teygja
sig svo tærnar nái niður á
gólf eða þá að vefja fót-
unum utan um stólfæturna,
og það gera einmitt flest-
ir. Það er þvi tilgangslaust
að nöldra yfir þessum leið-
iniega „vana“ imglinga og
fullorðins fólks. Þetta er
aðeins eðlileg ráðstöfun
líkamans, til að létta þrýst-
ing stólsetunnar á lærin og
koma i veg fyrir að blóð-
rásin ti-uflist. Þvi miður er
ekki hægt að hafa misháa
stóla fyrir alla þá sem á
heimilið kunna að koma,
en meðalhæð setunnar frá
gólfi mun vera 45 sm. og
geta flestir látið allan fót-
inn hvíla á gólfinu, þegar
setið er á slíkum stól.
Aftur á móti er full
istæða til að venja ung-
linga af að rugga sér á
stólunum. Það er ekkert
annað en óvani, og enginn
stóll þolir þá meðferð til
lengdar. Það hefur verið
reiknað út að um 90% af
öllum bi-otnum stólum séu
fórnarlömb þessa útbreidda
óvana. Auk þess hefur f jöldi
manns orðið fyrir varan-
legum meiðslum við að velta
aftur fyrir sig við þessa
iðju.
Það er þó óneit^ulega
notalegt að rugga fram og
aftur á stólnum. En til þess
þarf þar til gerða stóla.
Ruggustólar eru nú *aftur
komnir á markaðinn á
Norðurlöndum, en hér hafa
þeir aldrei verið mjög mik-
ið notaðii’, hvorki fyrr né
nú. Ég minnist þess ekki
að hafa séð einn einasta
ruggustól með nýtízku sniði
í gluggum húsgagnaverzl-
ananna hér.
En það voru borðstofu-
stólarnir, sem voru til um-
xæðu hjá okkur. Auðvitað
verður að vera nægilegt
rúm til þess að koma fót-
unum vel inn undir borð-
stofuborðið, þegar setið er
á stól við það. Venjulega
eru um 63 sm. frá gólfi
og upp undir borðbrúnina.
Borðstofuborð eru venjulega
þetta 70—75 sm. há.
Þetta verður að hafa í
huga, þegar valin eru
borðstofuhúsgögn, auk þess
sem útlit og efni skipta
miklu máli. TJr nógu virðist
vera að velja. Og ekki má
gleyma því að húsgögnin
verða að hæfa stofunni, sem
þau eiga að standa í, og
áklæðið að vera I lit við
annað sem þar er inni.
Páskamyndin verður Stríð og friður
NÚ á páskunum verður
sýnd í einu kvikmynda-
húsinu hér í bænum, Tjarn-
arbíói, mikið umdeild kvik-
mynd, sem fengur er i að
fá. Það er myndin „Stríð
og friður", sem King Vidor
gerði eftir samnefndri
skáldsögu Leos Tolstojs.
Þessi saga er flestum
Islendingum kunn í nokkuð
styttri þýðingu Leifs Har-
aldssonar, og fáir hafa les-
ið söguna án þess að þeim
hafi farið að þykja vænt
um greifadótturina ungu,
hana Natösju, sem í ein-
lægni sinni, hamsleysi sínu
og æskuviðkvæmni hefur í
rúmlega eina öld veriö
ímynd allra ungra stúlkna
í öllum löndum.
Þann þátt sögunnar hef-
ur Vidor einmitt bezt tek-
izt að túlka, enda hafði
Ixann á að skipa stúlku, sem
er eins og sköpuð í hlut-
verkið, en það er Audrey
Hepburn. Útlit hennar á
vel við lýsingu Tolstojs á
Natösju. Henni er þannig
lýst að hún sé svarteyg,
munnstór, grannvaxin og
hafi mjóa handleggi og fót-
leggi^ og alltaf fylgi henni
dillandi hlátur. Audrey
Hepburn fellur frábærilega
vel inn I hlutverkið, frá því
hún -kemur fyrst blaðskell-
andi inn til móður sinnar
13 ára gömul. Hún er
Natasja, þegar hxln verður
ástfangin af Andrési fursta
og hlær og syngur af ham-
ingju yfir að vera ung og
fxilleg og vera til, þegar hún
af óþreyjufullum lífsþorsta
tekur víxlsporið, sem fer
með mannorð hennar og
tekur frá henni unnustan,
þegar hún situr sem þrozk-
uð kona við banabeð furst-
ans og loks þegar hún
ákveður að giftast Pétri
og við vitum að hún er á
leiðinni með að verða búst-
in þriggja barna móðir, og
lífsfjör æskunnar er farið
að dofna.
Þó sýningartími myndar-
innar sé þrír klukkutímar
og 28 minútur, hefur að
sjálfsögðu ekki verið hægt
aö taka með nema hluta
af sögunni, og saknar mað-
ur þar margra góðra kafla.
Ekki get ég fellt mig við
Mel Ferrer í hlutverki
Andrésar fursta, enda er
hann frá höfundarins hendi
alltof mikill engill til að
hægt sé að búast við því
að dauðlegur kvikmynda-
leikari geti farið í fötin
hans. Aftur á móti er Henry
Fonda skínandi góður sem
draumóramaðurinn Pétur.
Það sem ég átti þó verst
með að fella mig við í
fyrstu, var orustan við
Borodino, en ytri rammi
sögunnar er eins og kunn-
ugt er sókn Napoleons
austur á bóginn. Þarna
þramma þúsundir manna I
skrautlegum einkennisbún-
ingum á hvíta tjaldinu og
enginn getur séð hvað þeir
eru eiginlega að flækjast.
En síðan hef ég lesið kafla,
þar sem Tolstoj gerir grein
fyrir skoðunum sínum á því
hvernig orustur fóru fram
á þessum tíma, og komizt
að raun um að sennilega
hefði hann einmitt viljað
þafa það þannig, ef hann
hefði ráðið, því hann segir
að í orustum viti enginn
hvað sé að gerast fyrr en
eftirá. 1 sambandi við or-
ustuna kemur Napoleon
fram á sjónarsviðið. Ég sá
kvikmyndina í frönsku
kvikmyndahúsi og sýning-
argestum fannst hinn eini
sanni keisari þeirra svo
mikil skrípamynd, að þeir
skellihlógu í hvert skipti
sem hann sást.
Þó þeim sem lesið hafa
bókina finnist að margt
hefði mátt hafa með öðr-
um hætti í myndinni, hef-
ur kvikmyndin vakið áhuga
þeirra sem ekki hafa lesið
söguna, svo að hvarvetna
hefur bókin aftur orðið
mikil sölubók um leið og
farið var að sýna myndina.
SYSTURIMAR SEM ÆTLIJÐII
AÐ DREPA LENIIM' eftir HAROLD WALTON
SUMARIÐ 1918 var hlýtt
og votviðrasamt, en í
ágúst byrjaði veðrið að
kólna og það var þegar
komið haust.
Herir bandamanna á
vesturvígstöðvunum hófu
sókn, sem átti eftir að
lykta með uppgjöf Þjóð-
verja.
1 Rússlandi voru líka háð
blóðug átök um þessar
mundir. Hvltliðar og Rauð-
liðar börðust um völdin.
Báðir vorix ráðnir í að berj-
ast til hinsta blóðdropa.
Báðir vissu að líf þeirra lá
við, að framtíð Rússlands
var í veði.
Leiðtogi rauðliðanna var
Vladimir Ilyich Lenin, mað-
ur sem Þjóðvei’jar höfðu ári
áður smyglað þvert yfir Ev-
rópu, til þess að hann mætti
stjórna byltingunni gegn
keisaranum. En Lenin var
ekki einungis Ieiðtogi. Hann
var sameiningartákn rauðu
byltingarmannanna.
Án hans hefði hreyfing-
in getað endað í algjörri
upplausn. Rauðliðarnir áttu
1 vök aö verjast. Hinir hvítu
vildu þá ekki einungis
feiga, heldur lika banda-
menn keisarastjómarinnar.
Frakkar, Bretar og Tékk-
ar voru reiðubúnir að beita
vopnum gegn rauðu bylt-
ingarmönnunum.
Rxxssneskir sósíalistar
voru yfirlýstir andstæðing-
ar Lenins. Þeir óttuðust
einræði flokksins, sem hon-
um fylgdi. Þeir vildu „vest-
rænt lýðræði."
Systur tvær koma nú til
súgunnar. Þær voru sósíal-
istar. Þær hétu Dora og
Fanny Kaplan. Þær voru af
millistéttarfólki. Þær voru
menntaðar og tilfinninga-
ríkar og höfðu tekið virk-
an þátt í uppgjörinu við
keisarastjórnina.
Þær komust að þeirri nið-
urstöðu, að til þess að forða
Rússlandi frá nýrri einræð-
isstjórn, yrði að ryðja Len-
in úr vegi. Og þær ákváðu
að ráða honum bana.
Þær eygðu tækifærið
kvöldið 30. ágúst 1918. Len-
in ætlaði að flytja ræðu i
Michelson-verksmiðjunum í
Pétursborg. Göturnar voru
fullar af fólki á leið til
fundarins. Lenin ætlaði að
flytja fólkinu mikilvægan
boðskap um aðgerðir stjórn-
arvaldanna vegna yfirvof-
andi hungursneyðar. Dora
og Fanny Kaplan héldu af
stað til fundarins. Undir
treyju sinni bar önnur
hlaðna marghleypu.
Lenin talaði I nokkra
klukkutíma. Hann harmaði
matvælaskortinn, en sagði
að verkalýðurinn yrði að
vera reiðubúinn að færa
fórnir. Þetta rnundi bráð-
lega batna, sagði hann.
Hann var mikill og snjall
ræðumaður. Eins og fyrri
daginn, náði hann miklum
tökum á áheyrendum sín-
um. Fólkið fagnaði honum
ákaft. Hann var hylltur í
xæðulok. Svo steig hann
niður af ræðupallinum og
stefndi á bílinn, sem beið
hans.
Fanny og Dora Kaplan
biðu hans í mannfjöldanum
og stöðvuðu hann. Þær
sögðust þurfa að leggja
fyrir hann nokkrar spurn-
ingar í sambandi við ræð-
una.
Svo hélt önnur þeirra allt
í einu á marghleypu og
tveir skothvellir kváðu við.
Lenin féll aftur fyrir sig.
Blóð spýttist úi' brjósti
hans og öxl.
I ringulreiðinni, sem
fylgdi í kjölfar tilræðisins,
víssi enginn með vissu hvort
Lenin var dauður eða lif-
andi. I London birtu sum
blaðanna andlátsfregn hans.
En Lenin dó ekki, þótt lif
hans héngi í þræði dögum
saman. Hann hafði fengið
skot í lungað, en komst á
fætur eftir nokkx-ar vikur
cg tók á ný við stjórnar-
taumunum.
Þannig hafði fórn systr-
anna orðið til einskis. Bn
hvað varð um þær?
Við rannsókn málsins var
því slegið föstu a3 Dora
Kaplan hefði borið marg-
hleypuna. Hinn 3. sept-
ember — þ. e. fjórum dög-
um eftir tilræðið — var til-
kynnt opinberlegaj-að1 búið
væri að taka hana af Iífi.
Því miður hafði yerkn-
aður hennar í för með sér
fjöldahandtökur og hermd-
arverk. Hundruð sósíalista
voru skotnir fyrir meinta
hlutdeild í morðtilrauninni.
Hvað Fanny áhrærði, var
ekkert látið uppi um örlög
hennar, hún hvarf eins og
jörðin hefði gleypt hana,
enginn vissi hvort hún væri
lífs eða Iiðin. Um hana var
algjör þögn — þar til
nærri fjörutíu árum seinna,
þar til í janúar síðastliðn-
um þegar tilkynnt var í
Moskvu, að hún væri látin
eftir nærri fjörutíu ára
fangelsisvist.
Um hvað hugaði hxln í
klefa sínum hvar serii hánn
var? Skyldi hún hafa séð
eftir því sem þær gerðu
systurnar ?
Enginn vafi er á þvi, að
ef tilræðið hefði tekixst, hefði
saga Rússlands getað orðið
allt örmur og þar með allur
gangur maimkynssögunnar,
En það átti ekki að verða.
Lenin lifði nógu lengi til
þess að koma fótunum xmd-
ir kommilnistai'íki sitt.
Og Fanny iifði þann dag
þegar rikið, sem hann
stofnaði, boðaði sinn stærsta
vísindasigur með því að
senda á loft fyrsta gerfi-
tungl veraldar.
Gerist áskrifendur
VIKUIMIMAR!
HÆTTULEGT AO KYSSA
O** LLUM munaði fylgir nokkur
hætta. Þetta verður því ljós-
ara sem vísindamenn okkar vinna
stærri sigra. Nú vitum við að síga-
rettur eru stórhættulegar; það líður
naumast sá dagur, að okkur sé ekki
sagt þetta. Um áfengið þarf ekki að
xæða. Og samkvæmt tímariti þvi,
sem samtök brezki’a lækna gefa út,
eru kossar ekki nándarnærri hættu-
lausir.
I ritinu segir meðal annars:
„Hættan, sem kossum fylgir, fer
nokkuð eftir aðferðinni, sem notuð
er. Hinn ástríðulausi kveðjukoss —
kossinn, sem smellt er á enni eða
kinn — getur valdið þvl, að kiss-
andinn smitist af ýmsum sýklum,
sem valda andlitsbólum . . . Ásti’íðu-
kossinn — kossinn þar sem varir
karls og konu mætast — getur
aftur á móti valdið smiti um munn-
inn, sýklaflutningi með ínunnvatn-
inu. Þó er erfitt að slá því föstu, hve
mikil smithættan er."
Faðmlög geta lika verið hættuleg.
Þess eru mörg dæmi, að faðmiögum
hafi lyktað með því, að konan hafi
uppgötvað, að hún var rifbeinsbrotin
eða jafnvel kjálkabrotin. Og kari-
maðurinn er ekki alveg óhultur held-
ur.
Þetta er ekkert ski'ýtið, þegar haft
er hugfast, að áætlað er, að „venju-
Iegum“ ástríðukossi fylgi um tíu
punda þrýstingur á andlitið, en fyrsta
flokks „háspennukossi" allt að tutt-
ugu og fimm punda þrýstingur!
s
VIKAN
VIKAN
9