Vikan


Vikan - 20.03.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 20.03.1958, Blaðsíða 5
skelfingai- atómstyrjaldar, og loks kvöddu gestirnir og' þökkuðu enn einu sinni fyrir ánœgjulegan dag. — Heifðirðu gaman af þessu, Bunny? spurði Letitia Blacklock, þegar síðasti gesturinn hvarf út um dyrnar. Já, ákaflega. En ég er búin að fá höfuðverk. Eg býst við að það stafi af allri þessari geðshrœringu. Það er kakan, sagði Patrick. Mér er hálf ónotalegt sjálfum. Auk þess hefurðu verið að narta í súkkulaði allan daginn. Ég ætla að leggja mig dálitla stund, sagði Dóra Bunner. Ég ætla að fá mér aspirínsskammt og reyna að sofna svolítið. — Það er prýðileg hugmynd, sagði ungfrú Blacklock. Ungfrú Bunner fór upp á loftið. — Fáðu þér glas af sherry, Letty frænka, sagði Júlía. Það hefur góð áhrif á magann, eins og hún gamla fóstra min var vön að segja. Ekki sérlega aðlaðandi setning — en hún á einkennilega vel við þessa stundina. — Já, ég er viss um að maður hefur gott af því. Sannleikurinn er sá, að við erum ekki lengur vön svona þungum kökum. Æ, Bunny, hvað þú gerðir mér bilt við. — Eg finn ekki aspirínið mitt, sagði ungfrú Bunner án þess að hirða um að biðja afsökunar. — - Taktu mitt. Það liggur við rúmið mitt. — Það er lika aspirínglas á snyrtiborðinu mínu, sagði Philippa. — Þakka ykkur fyrir — þakka ykkur kærlega fyrir. Ef ég finn ekki mitt. . . ég er alveg viss um að ég á það einhversstaðar. Alveg nýtt glas. Hvar hef ég látið það? — Það er heilmikið af aspiríni í baðherberginu, sagði Júlía óþolinmóð. Það er eins og það sé allt fullt af aspiríni á þessu heimili. — Mér gremst svo þegar ég týni svona hlutunum, sagði ungfrú Bunner og hélt aftur upp stigann. — Aumingja Bunny gamla, sagði Júlía og lyfti glasinu sínu. Hefðum við ekki átt að bjóða henni sherry? Ég hugsa að það sé betra að láta það vera, svaraði ungfrú Blacklock. Hún er búin að vera í svo mikilli geðshræringu í dag og hún hefur ekki gott af því. Ég er hrædd um að það komi niður á henni á morgun. En ég held að hún hafi haft ákaflega gaman af þessu! Já, hún var alveg í sjöunda himni, sagði Philippa. Við skulum gefa Mitzi sherryglas, sagði Júlía. Náðu í Mitzi, Pat. Það var náð í Mitzi og Júlía hellti í glas handa henni. — Skál fyrir beztu matreiðslukonu í heimi, sagði Patrick. Mitzi var honum þakklát, en samt fannst henni hún þurfa að hafa á móti þessu. -— Það er ekki rétt. Ég er ekki matreiðslukona. 1 mínu landi stunda ég andleg störf. — Þá ertu ekki á réttri hillu, sagði Patrick. Hvað eru andleg störf í samanburði við meistaraverk eins og ljúffengan dauða? — Oh, ég er búin að segja að mér . . . —- Hirtu ekki um það, stúlka mín, sagði Patrick. Það er rétta nafnið á kökunni og við skulum skála fyrir því. Skála fyrir ljúffengum dauðg og fjandinn hirði eftirköstin. IH. Philippa, mig langar til að tala við þig, sagði Letitia Blacklock. Philippa Haymes leit upp, dálítið undrandi á svip. Þú hefur ekki áhyggjur af neinu, er það? Mér hefúr sýnzt þú vera svo áhyggjufull upp á síðkastið. Er nokkuð að?? — Néi nei, ungfrú Blacklock, hvað ætti það að vera? Nú, ég hélt k'annski að þú og Patrick .... - Patrick ? Philippa var sýnilega alveg forviða. Það liggur þá ekki þannig í því. Góða fyrirgefðu ef ég hef verið ósvífin við þig. Þið hafið haft heilmikið saman að sælda hér, — en þó Ijatrick sé frændi minn, þá held ég ekki að hann yrði sérlega góður eigin- maður. Ékki fyrst um sinn að minnsta kosti. Svipurinn á Philippu varð harður og stirnaður. Ég giftist ekki aft- ur, sagði hún. Jú jú, einhverntíma gerirðu það, barnið mitt. Þú ert ung. En það er engin þörf á að ræða það. Er það þá ekkert annað peningaskortur til dæmis? Nei, það er ekkert að mér. Ég veit að þú hefur stundum áhyggjur af þvi hvernig þú eigir að mennta drenginn þinn. Þessvegna ætla ég að trúa þér fyrir dálitlu. Ég fór til Milchester í dag, til að hitta lögfræðinginn minn. Upp á síðkastið hefur allt verið á einhverri ringulreið og mér fannst ég mega til með að gera nýja erfðaskrá - með tilliti til vissra möguleika. Fyrir utan dánargjöfina til Bunnyar færð þú allar eigur mínar, Philippa. — Ha? Philippa sneri sér snöggt við. Augnaráðið var starandi og það var eins og hún væii skelfingu lostin. Ég vil það ekki — það er alveg satt. . . Ó, ég kæri mig ekki um það. Hvers vegna ? Hvers vegna endilega ég. Ef til vill af því að það er ekki um neinn annan að ræða, sagði ung- frú Blacklock með þessum sama kynlega málhreim. — En þú hefur Patrick og Júlíu. Þau eru ættingjar þinir. — Já, ég hef Patrick og Júlíu, en þau eru fjarskyldir ættingjar. Þau eiga enga kröfu til neins frá mér. — En ekki — ekki ég heldur - ég veit ekki hvað þú hugsar . . . Oh, ég vll það ekki. Augnaráð hennar speglaði miklu fremur fjandskap en þakk- læti. Viðbragð hennar lýsti einhverju sem helzt minnti á ótta. Ég veit hvað ég er að gera, Philippa. Mér er farið að þykja vænt um þig — og svo er það drengurinn . . . Þú færð ekki mikið ef ég skyldi Framhald á bls. 14. I’ENNAVIIMIK (Birting nafns og heimilisfangs kostar fimm krónur). Anna H. Lárusdóttir, Sól- bergi og Friðsemd I. Ólafsdótt- ir, Skólastíg 22 (við pilta 14 17 ára), báðar i Stykkis- hólmi. —- Vigdís U. Gunnars- dóttir (við pilta 15—18 ára), Bólstað í Austur-Landeyjum, Rang. Ragnar Heiðar Bergsson (við stúlkur 19—22 ára), Stafholti, Borgarfirði. -— Sigurjón Jónasson (við stúlkur 20—30 ára), Lokinhömrum, Arnarfirði. — Sigurlín Magn- úsdóttir, Kirkjubraut 35 og Fanney Sigurðardóttir Kirkju- braut 36 (við pilta eða stúlk- ur 15—17 ára), báðar á Akra- nesi. - Magnús Kristjánsson (við stúlkur 15—17 ára), Ferjubakka I, Mýrasýslu. — Sigurlaug Bjarnadóttir og Anna Benediktsdóttir (við pilta 18—23 ára), Húsmæðraskólan- um á Laugum, S.-Þing. — Klara Gestsdóttir (við pilta 15 -20 ára), Norðurgötu 47, Akureyri. — Jóna Sigríður Jónsdóttir (við pilta eða stúlk- ur 18—20 ára), Skeggjastöð- um, Jökuldal, N.-Múl. — Guð- rún Þórðardóttir, Krossanesi og Björk Einarsdóttir, Sveins- stöðum (við pilta og stúlkur 15—20 ára), báðar í Álftanes- hreppi, Mýr. — Jón Einarsson (við stúlkur 17—20 ára), Sveinsstöðum, Álftaneshreppi, Mýr. — Andrés Andrésson (við stúlku 15:—18 ára), Héraðs- skólanum Núpi, Dýrafirði. Svandís Bára Steingrímsdóttir, býr í Kvisthöfða, Álftænes- hreppi, Mýrasýslu (en ekki í Steingerði 8, eins og við höf- um áður sagt) — Svala Þyri Steingrímsdóttir (við pilt eða stúlku 15—18 ára), Fossvogi 88, Reykjavík — Bjarni Helga- son (við pilt eða stúlku 15— 17 ára), Skáleyjum, Breiðafirði Dorothya Hallgrímsdóttir (við pilta 19—25 ára), Draum- bæ, Vestmannaeyjum. — Aðal- björg Jónasdóttir (við pilta eða stúlkur 15—18 ára) og Guð- rún Emilsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—18 ára), báðar á Héraðsskólanum á Laugar- vatni, Árnessýslu. Bergur Sigurðsson (við stúlku 15—16 ára), Maríubakka, Fljótshverfi, V.-Skaft. John E. K. Hill (við pilta eða stúlkur 14—16 ára), Akri, Sandgerði. Höfum opnað nýja húsgagnaverzlun á Laugavegi 133, undir nafninu Öndvegi h.f Höfum þar á boðstólum allar tegundir hús- gágna í glæsilegum húsakynnum. '\>s : Aðalsöluumboð fyrir Valbjörk h.f. Akureyri Seljum ennfremur allskonar áklæði í metra- OIMDVEGI H.F. Laugavegi 133 — Sími 14707 VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.