Vikan


Vikan - 10.04.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 10.04.1958, Blaðsíða 3
Bióðvöilurinn í Hóm \ j OTT tjaldað hafi verið yfir hring- w~ leikahúsið mikla í Róm — hið óviðjafnanlega Kolosseum — er hitinn gífurlegur. Því að í dag er hvert sæti skipað. Það eru ekki færri en 50,000 áhorfend- ur. Það liggur vel á þeim. Það er óvenju- vel vandað til skemmtunarinnar, sem þeim er boðið upp á í dag. Það er búið að dæla vatni á leikvanginn og breyta honum í snotrasta stöðuvatn. Tæknin er vissulega komin langt. Vatnið er fagurblátt. En áður en deg- inum lýkur, á það eftir að verða rauð- litað — litað blóði. Því að það á ekki að fara að efna til kappsiglingar eða sundsýninga áhorfend- um til skemmtunar. Ekki aldeilis. í dag sem aðra daga er boðið upp á uppá- haldsskemmtun Rómverja — fjöldamorð. Skipin á þessu skemmtilega vatni, skip- in sem á þessari stundu stefna hvort að öðru, þau eru hlaðin mönnum, sem munu berjast þar til yfir lýkur. Fyrsta atrið- inu er lokið. Fyrir lítilli stundu börðust skylmingamenn á vatninu; þeir voru í skrautlegum bátskeljum sem syndandi hestar drógu. Og nú er röðin komin að aðal skemmtiatriðinu — sjóorustunni. Rómverska múgnum má umfram allt ekki leiðast á þessari fyrstu öld eftir Krist. Til þess að múgurinn sé sæmilega ánægður með hlutskipti sitt, verða leið- togarnir og jafnvel sjálfur keisarinn að efna til sífellt fleiri hátíðisdaga og bjóða upp á sífellt meiri manndráp á blóð- vellinum í Kolosseum. Þannig stendur á blóðbaðinu í dag og hinni rækilegu aug- lýstu sjóorustu, sem nú er að hefjast. Sannleikurinn er sá, að það er orðið erfitt að gera rómverska múgnum til geðs. Satt er það, að skylmingamennirn- ir hafa bara verið góðir að undanförnu. Og alltaf fer sami viðkunnanlegi hrollur- inn um menn, þegar skylmingamennirnir ganga inn á leikvanginn og fyrir stúku keisarans, lyfta hægri hendi og heilsa honum með hinu hefðbundna ávarpi: ,,Heill, keisari! Hinir dauðadæmdu heilsa þér!" En hinir bardagamennirnir hafa reynst misjafnlega upp á síðkastið að ekki sé meira sagt, í mesta lagi miðlungs mann- dráparar og stundum hreinir hugleys- ingjar innan um. Ekki nóg með það. Síðast í gærkvöldi, tauta áhorfendur gremjulega, kváðu tuttugu frakkneskir fangar hafa hengt sig til þess að losna við að drepa hvern ann- an í dag. Verðirnir eru að verða hysknir og kærulausir. Þýzkum fanga tókst að fremja sjálfsmorð með því að troða upp í sig tusku, sem hann einhverstaðar náði í. Annar fannst hálsbrotinn á leiðinni til leikvangsins; og svo mætti lengi telja. Ofan á þetta bætist, að nokkrir vin- sælir skylmingamenn hafa gjörsamlega brugðist vonum manna á sýningunum undanfarna daga. Þeir hafa látið drepa sig í staðinn fyrir að drepa mótherjana, og þeir sem á þá hafa veðjað, hafa orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. Hvað smærri skemmtiatriðunum viðvík- ur, hinum eiginlegu skopsýningum — nú, það getur auðvitað verið spaugilegt að sjá dverg og konu berjast upp á líf og dauða, en samt er ekki laust við að nýja- brumið sé farið af þessu. Svipað má segja um einvígin, þar sem bundið er fyrir aug- un á bardagamönnunum; um „músaleik- inn" þar sem alvopnaður maður er neydd- ur til að vinna á vopn- og verjulausum manni — og síðan drepinn sjálfur á sama hátt; um kvennaslaginn svokallaða, þar sem ungar stúlkur eru klæddar í herklæði og látnar berjast þar til engin stendur uppi; og svo framvegis og svo framvegis. Þetta verður leiðingjarnt með tímanum. Jafnvel „veiðisýningarnai" hætta að vera skemmtilegar þegar fram í sækir. Bjarndýr látin berjast við naut; fílum og tígrisdýrum att saman; konum og körl- um varpað fyrir ljónin . . . Æ, þetta er hætt að vera nýtt. En Claudius — það var nú keisari sem kunni að efna til manndrápa! I einni or- ustunni í Kolosseum hafði hann látið troða 19,000 föngum í dauðaskipin! Rómverjinn okkar smjattar á orðunum. Nítján þúsund á einu bretti! Það var dag- ur sem sagði sex! En bíðum við. Sjóor- ustan, sem honum er boðin upp á í dag, ætlar að minnsta kosti að byrja vel. Skip- in þarna niðri á vatninu eru myndarleg- ustu herskip og ef dæma má eftir her- ópunum, sem frá þeim berast, þá getur þetta orðið líflegasti bardagi. Skipin eru mönnuð þrælum, afbrota- Áhorfendur hafa verið í vondu skapi að undanförnu. í þeim hefur verið ósvikin ólund. Þeir hafa sýnt þetta á ýmsan hátt. Þeir hafa verið með fúkyrði í garð um- sjónarmannanna. Og þeir hafa verið á móti því, að einum einasta manni yrði þyrmt; um leið og hann hefur hnigið særður á leikvanginn, hefur kveðið við hrópið: „Dreptu hann!" Múgurinn er í hættulegu skapi. Sjóorustan, sem honum er nú boðin upp á, er að minnsta kosti tiltölulega nýtt skemmtiatriði. Júlíus Cæsar, kemur á- horfendum saman um, á víst heiðurinn af því að hafa fundið upp á þessu. Ef rétt er með farið, efndi hann til svona sjó- orustu níu árum eftir innrásina í Bret- land. Jú, víst eru þá liðin sextíu ár síðan. En svo er líka hins að gæta, að meir en þrjú hundruð ár eru liðin síðan skylm- ingamenn byrjuðu að skemmta Rómverj- um á leikvanginum. Annars, segja menn, virðist þessi ann- álaði Cæsar hafa verið alveg óútreiknan- legur. Sennilegast sérvitur. Það er sagt, að hann hafi ekkert verið hrifinn af skylmingum sem skemmtun, þó að hann hafi að sjálfsögðu orðið að láta undan al- menningsálitinu í þeim efnum. Ágústus tók þetta ekki eins hátíðlega. Samkvæmt skráðum heimildum, voru leik- arnir, sem hann efndi til einhverntíma þegar nýtt musteri var vígt, alveg sér- staklega skemmtilegir. Þar brytjuðu Aþenumenn og Persar hvorn annan niður í heilmikilli sjóorustu. mönnum og stríðsföngum, sem vita að dauðastund þeirra nálgast óðfluga. Log- andi örvar eru þegar farnar að þjóta milli skipanna. Áður en sólin gengur til viðar, verður hver einasti þessara manna f allinn. Og þó eru þeir kannski heppnir á sína vísu. Ýmsir félagar þeirra hafa hlotið verri dauðdaga í dag — margfalt verri. Til dæmis — og svo að eitthvað sé néfnt — þessir sem settir voru í bátinn og rekn- ir upp á „eyjuna" andspænis keisarastúk- unni. Eyjan sú hafði verið kvik af lang- sveltum krókódílum. Ekki hefur það verið skemmtilegur dauðdagi. . . . Nú er orustan í algleymingi, blóð- ið byrjað að lita vatnið rautt. Siglutréð er fallið á öðru skipinu. Það er stórt gat á byrðingnum. Mennirnir á skipinu eru að reyna að komast upp í hitt áður en það sekkur undir þeim. Áhorfendur halla sér áfram í sætum sínum og fylgjast með af ákafa. Blóð- þorstinn skín úr svip þeirra. Jú, þetta er sæmilegasta blóðbað. Svo er þessu lokið, síðasta neyðarópið þagnað, síðasti limlesti líkaminn horfinn í vatnið í Kolosseum. Fimmtíu þúsund Rómverjar streyma út um áttatíu hlið út á strætin. Það er byrjað að rökva. Fyrstu stjörn- urnar birtast yfir borginni. Kvöld í Róm. Kolosseum ber við dimmbláan himininn. Þetta er glæsilegasti leikvangur ver- aldar. Og á morgun mun skemmtunin hefjast á ný. — RONALD HILBORNE. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.