Vikan


Vikan - 24.04.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 24.04.1958, Blaðsíða 4
TTilhymnimff mm wmm>w*ð eftir Agöthu Ghristie E 19. KAFLI. Glœpurinn rifjaður upp. I. ’G skal færa lampann til þín áður en ég fer, sagði Bunch. Það er svo dimmt hér inni. Eg hugsa að það fari að rigna. Hún færði lampann yfir á litla borðið við hliðina á imgfrú Marple, svo ljósið gæti skinið á prjónana hennar. Þegar hún dró snúruna yfir borðið, stökk kötturinn á hana og reif og beit í hana af miklum ofsa. — Nei, kisa min, þú mátt ekki gera þetta . . . Alveg hræðilegur, þessi köttur! Sjáðu, nú er hann búinn að rífa upp alla snúruna . . . hún er næst- um í sundur hérna. Skilurðu það ekki, kattarkjáni, að þú getur fengið í þig rafmagn, ef þú gerir þetta? — Þakka þér fyrir, góða, sagði ungfrú Marple og rétti út hendina, til að kveikja á iampanum. — Ekki þarna. Þú verður að þrýsta á hnappinn á miðri snúrunni. Bíddu við. Ég skal færa blómin frá. Hún ýtti vasa með rósum í yfir borðið. Kötturinn sveiflaði rófunni,- rétti snöggt fram löppina og klóraði í handlegginn á Bunch. Hún hellti svolitið niður úr vasanum. Vatnið lenti á upprifnu snúrunni og á kettinum, sem stökk niður á gólf, og lét í ljós vanþóknun sína með hvæsi. Ungfrú Marple tók um aflöngu kúluna og þrýsti á hnappinn. Það kom blossi þar sem rifna snúran hafði blotnað og heyrðist ofurlítið snark. —Æi, öryggið hefur sprungið, sagði Bunch. Ljósin eru líklega öll farin. Hún reyndi að icveikja loftljósið. Já, þau eru farin. Ósköp er kjánalegt að hafa öll ljósin á sama örygginu. Og það hefur komið brunalilettur á borðið. Kattarkjáninn . . . allt er þetta honum að kenna. Jane frærka — hvað er að? Brá þér svona? — Það er ekkert, góða mín. Mér varð bara allt í einu Ijóst nokkuð, sem ég hefði átt að skilja fyrir löngu. — Eg skal fara og gera við öryggið. Þú getur fengið skrifborðslampann hans Júlíans. — Nei, góða mín, vertu ekki að hafa fyrir því. Þú missir af strætis- vagninum. Ég kæri mig ekki um meiri birtu. Ég ætla bara að sitja hérna S rólegbeitum og — hugsa um dálitið. Flýttu þér nú, góða mín, annars missirðu af bílnum. Þegar Bunch vax farin, sat ungfrú Marple grafkyrr um stund. Loftið i herberginu var þungt og lamandi, eins og það er venjulega á undan óveðri. Ungfrú Marple náði sér í blað og blýant. Fyrst skrifaði hún: Lampinn, og strikaði vandlega undir það. Andartaki siðar bætti hún við öðru orði. Blýanturinn færðist niðui' eftir blaðinu og lét eftir sig stuttar athugasemdir til mlnnis . . . II. 1 cirungnlegu setustofunni með grindunum fyrir gluggunum í Boulders- bústaðmun, voru ungfrú Hinchliffe og ungfrú Muigatroyd eitthvað að þrátta. — Þú vilt ekki reyna, Murgatroyd, það er það sem að er'. — En ég er að segja þér að ég get ekki munað neitt um það, Hinch! — Sjáðu nú tU, Amy Murgatroyd, nú skulum við gera eitthvað sem vit er í. Hingað til höfum við ekki sýnt neitt sérstaklega mikla hæfileika F □ R S A G A : 1 þorpsblaðinu í Chipping Cleghorn birtist auglýsing, þar sem kunningjum Uetitiu Biacklock er boðið að vera viðstaddir morð, sem framlð verði á heimili hennar. Letitiu og helmilisfólki hennar er ókunnugt um þetta. Þegar allir eru saman komnir i stofunni, slokkna ljósin. Svisslendingur nokkur, sem ekkert átti sökótt við Letitiu, birtist í dyrunum með vasaljós, tvö skot kveða við og sjálf- ur fellur hann fyrir þvi þriðja. Lögreglan álítur þetta vera morð- tiiraun við Letitlu sjáifa, einkum eftir að vinkona hennar deyr af því að taka aspirínstöflu hjá henni, og að einhver viðstaddur beri ábyrgð á því, Nú keppist lögreglan og allir sem þarna voru, um að reyna að finna lausnina á málinu. sem leynilfjgreglumenn. Mér skjátlaöist alveg um hurðins. Allir vii'ðast hafa vitao um hinar dyrnar nema ég. Þú hélzt vlst ekki opinni hurðinni fyrir morffingjarm eftir allt saman. lvlannorð þitt er hreinsað.Murgatroyd! Ungfrú Murgatroyd brosti heldur dauflega. — Eg skil nú samt ekki. . . Þaö er ofur einfalt. Hin upjrhaflega ályktun okkar var rétt. Það er ekki hægt að halda dyrunum opnum, veifa vasaljósi og skjóta af skamm- byssu, allt i einu. Við reiknuðum bara með skammbyssunni og vasaljósinu, en útilokuðum hurðina. Þar skjátlaðist okkur. Við hefðum átt að útiloka skammbyssuna. Hann skaut aldrei af skammbyssunni, sem lá við hliðina á honum, eftir að hann var dáinn — Hver gerði það þá? — - Þaö er einmitt það, sem við ætlum nú að komast að. Hver sem hefur gert það, hefur líka látið eitraðar aspirinspillur við rúmið hennar Lettyai' Blacklock og drepið Dóru Bunner með því. Það getur Rudi Scherz að minnsta kosti ekki hafað gert, því hann var steindauður þá. Nei, einhver sem staddur var í stofunni þarna um kvöldið hefur gert það, og hann hefur sennilega l.'ka vcrið í afmælisboðinu. Einasta manneskjan, sem það útilokar, er frú Harmon. — Heldurðu að einhver hafi látið aspirínspillurnar þarna daginn sem af- mælisboðið var haldið ? Hvernig gat hann það ? - Nú, við fórum öll á klósettið, ekki satt? sagði ungfrú Hinchliffe dimmum rómi. Ég þvoði sjálf klíslrið af höndunum á mér uppi í baðher- berginu, eftir að ég var búin að borða tertuna. Og tepran hún frú Easter- brook púðraði nefbroddinn á sér uppi í svefnherberginu. Já, tækifærin vanraði ekki. ■— Karlmennirnir fóru aldrei upp. -— Það er stigi bakdyramegin. Maður eltir ekki karlmann út úr stof- unni, til að fullvissa sig um að hann sé að fara þangað sem maður heldur að hann sé að fara, eða hvað? Það væri nú meiri kurteisin. Vertu nú ekki að þrátta, Murgatroyd. Ég ætla að taka til meðferðar árásina á Letty Blacklock. Reyndu nú til að byrja með að rifja upp allar staðreyndir, því þetta er allt undir þér komið. Ungfrú Murtatroyd leit skelfd á hana. — Æ, elsku góða, þú veizt að það fer allt í graut i kollinum á mér. — Hér er ekki um að ræða neina heilastarfsemi. Það eru augun sem gi!da. Spurningin er, hvað sástu ! — Eg sá ekki nokkurn skapaðan hlut. — Þú vilt bara ekki reyna, eins og ég var að segja þér, Murgatroyd. Hlustaðu nú á mig. Þetta er í stórum dráttum það sem gerðist! Hver sem það nú er, sem vill losna við Letty Blacklock, þá var hann inni í stofunni þetta kvöld. Hann (ég scgi hann af því það er þægilegra, en það er ekkert sem bendir til að það hafi endilega verið karlmaður, r.ema ef vera skyldi af þvi karlmenn rru bölvaðir óþokkar), jæja, hann hefur áður verið búinn að ’oera á lamirnar á aukahurðinni, sem opnast fram í anddyrið, og sem átt: að vera harðlokuð. Farðu nú eklci að spyrja hvenær hann hafi gert þaö, því það rugiar okkur bara. Satt að segja gæti ég farið inn í hvaða hús sem cr í Chipping Cleghorn, ef ég veldi réttan tlma til þess, og aðhafst þar hvað sem ég vildi I hálftíma, án þess að nokkur maður vissi um það. Ég mundi aðeins þurfa að afla mér upplýsinga um það, hvenær þjónustu- stúlkan fer frá, hvenær íbúarnir eru úti og hvað þeir verða lengi. Það er ekkert annað en ofurlítil fyrirhöfn. Jæja, við skulum halda áfram. Hann hefur verið búinn að bera á lamirnar á hinni hurðinni. Hún opnaðist þá hljóðlaust. Það sem gerðist, var þetta: Ljósin slokkna, hurðinni (þessari sem notuð er) er hrundið upp, geish frá vasaljósi, og ógnanir kveða við. Á meðan við stöndum öll og giápum, læðist X (það er bezt að kalla hann það) út um dyr B tram í dimmt anddyrið, kemur aftan að þessum Sviss- lendingsbjálfa, skýtur noKKrum skotum að Letty Blacklock og sendir síðan Svisslendingnum kúlu. Síöan lætur hann skammbyssuna detta á gólfið, svo að þeir sem ekki nenna að hugsa, eins og þú, haldi að það sé sönnún um að hann hafi framið sjálfsmorð, og svo laumast hann aftur inn í stofuna, áður en fyrsti maður er búinn að ná í kveikjarann sinn. Skilurðu? — Já-á, en hver var þetta? -- Ef þú veizt það ekki, Murgatroyd, þá veit það enginn! — Eg? Varir ungfrú Murgatroyd skulfu, svo mjög brá henni. — Eg veit ekki nokkurn skapaðan nlut. Það er alveg satt, Hinch! — Notaðu þá þennan graut, sem þú kallar heila. Hvar var allt fólkið þegar Ijósin slokknuðu, til að byrja með? — Eg veit það ekki. — Þú veizt það. Hvað þú getui' verið þreytandi, Murgatroyd. Þú veizt hvar þú varst sjálf. Bak við hurðina. Svona nú — þú stóöst bak við hurðina og ég stóð við arinhilluna með lafandi tunguna af þorsta. Letty Blacklock var að ná í sígarettur á borðið við bogadyrnar. Patrick Simmons 1 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.