Vikan


Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 3
f*~*. ég er allsengin leiðindaskepna! Í^ÓLK sem hefur óbeit á köttum, heldur því gjarnan fram, að þeir séu óvin- gjarnlegir og ólundarlegir. Kettir, segir þetta fólk, eru öllum skepnum fljótari að gleyma, og þeim er vanþakklæti í blóð borið. Eftirfarandi sögukorn tileinka ég fólkinu sem svona talar. Ég hygg að sag- an sanni að því skjátlast. Fyrir um það bil f jórum árum andaðist í franska bænum Pordic öldruð kona, sem átt hafði stóran og gæflyndan kött. Konan og kötturinn hennar höfðu verið miklir mátar og saman öllum stundum. Hann svaf á rúmi hennar og át við stól hennar. Hann elti hana þegar hún fór út í garð; þræddi spor hennar eins og trygg- ur hundur. Lík gömlu konunnar var fært burtu. Kunningjar hennar tóku köttinn til sín. Síðan hefur hann lifað hjá þeim hinu bezta lífi, f jórar mílur að minnsta kosti frá hús- inu þar sem hann hafði lifað í sex ár með gömlu konunni ástkæru. Nú bregst það ekki, að þegar dánardag- ur hennar rennur upp í september, fer þessi skepna, sem svo oft er kölluð eigin- gjörn, í pílagrímsför. Kötturinn heldur beint heim að húsi gömlu konunnar, sem nú stendur autt. Þar bíður hann eftir því, að konan, sem sér um að halda húsinu hreinu, komi. Hann mjálmar mikið, þegar hún nálg- ast. Ekki eru dyrnar fyrr opnar, en hann þýtur inn, hendist gegnum anddyrið, skundar beint upp í svefnherbergið, snuðr- ar þar í öllum krókum, snýr síðan niður aftur, þefar af húsgögnunum, gengur út, lyktar af blómi við dyrnar og gengur að því búnu hægt heim á leið. Hve lengi er hann í heimsókninni ? Naumast klukkutíma. Hann snýr að þessu Joknu heim til núverandi eiganda síns (sem veit um þessar pílagrímsferðir), stekkur upp í hægindastól og fer ýmist að sofa eða liggur þungt hugsi fram á lappir sér. Og svo hreyfir hann sig ekki frá húsinu í heilt ár, eða þar til næsti september rennur upp og eitthvað, sem við ekki vitum hvað er, minnir hann á að heiðra minningu blessaðrar gömlu kon- unnar með stuttri heimsókn. —o— Kettir eru fórvitnari en forvitnustu konur; forvitnir að vita hvað er í pakk- anum, sem maður kemur með heim, for- vitnir um alla nýja hluti, sem þeir snuðra vandlega í kringum áður en þeir ota var- lega fram loppunni til þess að fullvissa sig um, að þetta sé ekki lifandi. Forvitnir um gesti, sem þeir ýmist mæna á úr fjarska eða nudda sér upp við, allt eftir því hvort þeim sýnist gesturinn varasamur eða vingjarnlegur. Forvitnir um fólkið, sem fer fram hjá húsinu. For- vitnari jafnvel en margur hyggur um líf húsbónda síns. Einn kött þekki ég sem er flestum kött- um forvitnari. Hann heitir Mitzi og er í eigu þorpsprests eins nokkrar mílur frá Orleans. Mitzi eltir húsbónda sinn um allt. Hann hikar ekki við að elta hann milli þorpa. Honum virðist standa nákvæmlega á sama hvort hann fer þessar ferðir að kvöldi eða degi. Hann eltir bára prestinn hvert sem hann fer. Og þegar presturinn þarf að fara í samkvæmi eða á fund eða opinbera skemmtun, þá mætir Mitzi líka eins og ekkert sé sjálfsagðara og rambar um meðal gestanna. í Frakklandi heyrir maður oft sagt: „Líttu á köttinn . . . Nú er von á rign- ingu." Kettir verða órólegir þegar stormur er í nánd. Þeir sleikja sig í sífellu. Taktu eftir kettinum þínum næst þeg- ar óviðri er yfirvofandi. Hann mun taka til við að þvo sér bak við eyrun. Það er eitthvað sem sækir á þessi ótrúlega viðkvæmu eyru hans, eitthvað „rafmagn" í loftinu sem „fer í taugarnar" á honum. En um leið og veðrið skellur á, er þessu lokið. Kisa nærri því dæsir af feginleik, stekkur upp í stólinn sinn, hringar sig og sofnar. Kettir eru ótrúlega varir um sig. Manni finnst sem þeir séu sífellt sofandi, en þeir „sofa aðeins með öðru auganu", geta vaknað, eldsprækir, á broti úr sekúndu. Allir vita hve fimir kettirnir eru, hve dásamleg mýkt er yfir hreyfingum þeirra. Það er fjöður í hverjum vöðva. Kötturinn getur skotið upp kryppunni, uns hann líkist spenntum boga, eða teygt svo rækilega úr sér, að hann minnir á ör. Hann er gæddur fullkominni jafn- vægiskennd. Víst er til kattamál. Kötturinn á sína tóna til þess að láta í ljós sársauka, reiði, ögrun eða blíðu. Hvað þýðir það þegar köttur malar? Ánægju? Ötta? Sumir kettir mala eins og þeir eigi lífið að leysa — í höndum dýralæknisins! 1 sveitum er það tíðum viðkvæðið hjá fólki, að kettirnir sjái fyrir sér sjálfir. En þetta sama fólk verður æfareitt ef köttur laumast inn í búrið þess. En hvern- ig í ósköpunum eiga kettirnir að sjá sjálf- um sér farborða ef þeir eiga hvorki að veiða né stela? Ef þú átt kött, viltu eflaust fara vel með hann. Vertu ekki sífellt að gefa hon- um að éta. Það er góð regla að gefa hon- um á kvöldin, gefa honum nóg og gæta þess, að hafa matinn hvorki kaldan né heitan. Láttu það ekkert á þig fá þó að blessaður kötturinn mjálmi af óþreyju. Honum er það fyrir beztu að fá fæðuna volga. Kettir hafa gott af keti: eintómur fisk- ur er of mikið af því góða. Köttum finnst nærri undantekningarlaust gott að fá ör- litla smjörklínu með fiskinum — og græn- meti kunna þeir vel að meta. Það vissirðu sennilega ekki. En reyndu við tækifæri að gefa kettinum þínum rifna gulrót eða saladblöð. Og þótt ótrúlegt sé, eru kettir alveg vitlausir í aspas! Egg, ost og rjóma (í smáskömmtum) ætti kötturinn þinn helst að fá tvisvar í viku. Þessar fæðutegundir innihalda f jör- efni, sem honum eru nauðsynleg en hann fær naumast úr annarri fæðu. Síðast en ekki síst verðurðu að muna, að kettir þurfa að drekka. En gleymdu því ekki, að vegna fitunnar í mjólkinni er köttum ekkert hollara mikið mjólkur- þamb en fullorðnu fólki — og að ekkert jafnast á við ferskt, hreint vatn. — FERNAND MÉRY. KJÖT, NÝLENDUVÖRUR og BÚSÁHÖLD. Fljót og lipur afgreiðsla. Sendum heim. Pallabúð Hverfisgötu 56, Hafnarfirði. Símar 50301 - 50501. FYRIR SUMARIÐ! Mikið og- gott úrval af karl- manna, kvenna og barna: Strigaskófatnaði og Gúmmískófatnaði. Sendum gegn póstkröfu. Geir Jöelsson Strandgötu 21. Sími 50795. Hafnarfirði. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.