Vikan


Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 11
«^^£j FAGRIR MUNIK ÚR GULLI OG SIL.FRI Sendum gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVERZLUN Laugavegi 22 A. — Sími 15272. Valur- Vandar- Vöruna SULTUR — ÁVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÓSULITUR EDIKSYRA — BORÐEDIK TÓMATSÓSA — ISSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Yalur h.f. Box 1318. — Siml 19795 — Reykjavik. írá mínum bœjardyrum skrifar fyrir kvenfóllri8, um kvenfólldð og hugðarefni þess TRICHLORHREINSUN Ourrhreinsun) SÚLVALLAGOTU 74 • SIMI 13237 BARMAHLÍÐ G SIMI 23337 Prjonastofan Hlín h.f. Skólavörðustíg 18. Simar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu garni. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. Senðum gegn póstkröfu um land allt. Ég þakka þeim sem verzlað hafa í Söluturainum við Arnarhól ánœgju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum síniiin í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 21 A. Sími 16457. Smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir. Þakglugga, allar stærðir og gerðir. Olíukassa í báta og skip. Benzíngeyma í bíla og báta. Loftrör, allar stærðir. Lóðabala. Lofttúður o. fl. Um meöferö gerfiefna TJndanfarin ár hafa ótelj- andi gerfiefni komið á markaðinn. Húsmæðrum reynist því oft erfitt að átta sig á hvers konar meðferð á við hvert efni fyrir sig, ekki sízt þar sem næstum s'ama efnið ber stundum oft mismunandi heiti, eftir því í hvaða landi það er fram- leitt, eins og t. d. nælon, perlon og grillon. Oft fylgir efninu eða flík- inni leiðarvísir, sem segir til um hvernig fara skuli með það, og erlendis er oft- ast hægt að spyrja af- greiðslufólkið í verzlunun- um. Hér á landi er því mið- ur heldur lítið upp úr því að hafa. Nœlon, orlon og terylené eru gerfiefni, sem eru hentug, sterk og teygjanleg. Þessi efni má öll þvo úr venjulegum lút og i vatni, sem er svo heitt að maður getur rétt haft hendurnar ofan í því (eða um 45 stiga heitt). Flíkur úr þessum efnum mega helzt ekki verða mjög óhreinar, þær gulna ef þær eru þurrkað- ar í sólinni og það er 6- þarfi að strjúka þær, ef þær eru hengdar upp rennandi blautar. Sumir vilja samt strjúka blússur og skyrtur, en þó þær líti ekki sem bezt út í fyrstu, jafna þær sig venjulega eftir að þær komast i snertingu við hlýj- an og eðlilega rakan líkam- ann. Terylene er oft blandað ull og þykir það sérlega hentugt í hversdagsflíkur. Eilendis eru framleiddar karlmannabuxur úr terylen- ull, sem halda brotunum, og plíseruð pils, með sama eiginleika. En það er oft erfitt að sauma úr þessu efni, því saumar vilja kipr- ast, og gæta verður þess að það krumpist ekki mikið í þvottabalanum. Að öðru leyti má þvo það í allt að 35 stiga heitu vatni, ekki þó heitara vegna ullarinn- ar. Þetta efni er enn ekki mikið þekkt hér á landi. Rayon er tiltölulega ó- dýrt miðað við önnur efni. Það er hentugt að því leyti að hægt er að framleiða það með svo mismunandi blæ. Það óhreinkast heldur ekki mjög fljótt og er gott í þvotti. Aðalókosturinn við rayon er hve það er lítt teygjanlegt og krumpast því mikið. Nýlega er þó far- ið að meðhóndla það þann- ig að það helzt all vel slétt. Rayon er þvegið í volgu vatni, en þar sem það er ekki eins sterkt blautt, má ekki nudda það mikið eða vinda það harkalega. Ein tegund af rayoni er acetat. Það krumpast yfirleitt minna en venjulegt rayon. Oft er rayon blandað ull, eins og terelyne. TJllar- rayon getur verið ákaflega mismunandi, eftir hlutföll- unum. Hálfullarflíkur gefa oft flíkum úr hreinni ull ekkert eftir hvað útlitið snertir og eru notaðar í kjóla og dragtir. Sum hálf- ullarefnin þola þvott, en séu þau ekki merkt þannig, er vissara að setja þau í hreinsun. Slík efni má strjúka með volgu járni á röngunni eða pressa með votum klút á réttunni. Bómull er gott og gamal- þekkt efni, sem gott slit er í, en hefur ekki verið neitt sérlega skemmtilegt fram að þessu. Nú er aftur á móti farið að framleiða bómull í margskonar gerfi, þannig að hún virðist stund- um ullarkennd og stundum silkikennd. Tízkuhúsin geta því stundum notað hana í sínar fínustu flíkur og okk- ur hentar bómullarefni prýðilega að ýmsu leyti. Bómull endist vel og þol- ir vel þvott, en vill krump- ast mikið. Þó eru til sér- staklega meðhöndluð bóm- ullarefni, sem ekki krump- ast nema 1% (hin krump- ast 15%). Auk þessu eru til bómullarefni, sem aldrei þarf að strjúka, og eru þau venjulega merkt „non-iron"- bómull. Slík efni verður að þvo eins og nælon, í vel volgu vatni og hengja þau upp rennandi blaut. Bómuli er plöntuvef jar- efni og þolir því vel lút. Víl þekkjum við allar frá gamalli tíð, og því óþarfi að ræða sérstaklega um hana. Hún er þvegin úr ilvolgu vatni og skal varast að leggja hvítar ullarflíkur til þerris í sól (og auðvitað á oín) því þá vilja þær gulna. Ull er mjög fjaðurmögnuð og hlý, því loftið milli hár- anna verkar sem einangrun. Prjónaföt og jerseyefni þarf að þvo ákaflega var- lega, kreista sápulöðrið gegnum flíkina, án þess að nudda, og skola svo úr mörgum jafnheitum vötn- um. Þá er gott að setja edik i seinasta vatnið. Ef um fin- ar flíkur er að ræða, eins og t. d. prjónakjóla, er bezt að þurrka þær þannig að leggja þær innan í hand- klæði, kreista vatnið úr og breiða þær síðan til þerris á handklæði eða gömul dagblöð (minnst hálfs mán- aðar gömul). Við fyrsta þvott er sjálfsagt að taka mál af flíkinni og teygja hana upp í rétta stærð, áður en hún þornar. Jerseyfatnað má þvo á sama hátt. En flíkur úr fín- um ullarefnum er bezt að senda i efnalaug. Sama gildir um fína kjóla. Það er of hættulegt að reyna að þvo þá eða bletta- hreinsa þá sjálfur. Flaueliskjóla má aldrei strjúka, en í staðinn má lífga þá upp með því að bera þá varlega að gufu. Brokaðikjóla verður að strjúka ákaflega varlega, því í sumum verður gyllti þráðurinn svartur við hita. Tjull og taftpils eru þvegin í upp undir 35 stiga heitu vatni. Taftpils verða fall- egri ef þau eru stifuð úr 3—5 blöðum af matarlími, uppleystum í 1 lítra af vatni. Og tjullpils má stifa úr krystallasterkju, sem leyst er upp i köldu vatni og síð- an hituð upp undir suðu- mark. Það er þó ekki notað fyrr en það er aftur orðið rétt volgt og pilsið er strok- ið rakt með volgu járni. ¦ Efni taka ákaflega misvel við lit. Nælon er oftast hægt að lita heima, en or- lon og terylene taka ákaf- lega illa við lit. Tfirleitt er varasamt að lita efni, nema gera fyrst tilraun með litla pjötlu. (Endursagt og þýtt úr dönsku). U64 Snotur sumarkjóU á ungu dömuna frá McCalls. m wygTXVA Hátíðleg opnun hárgreiðslusýningar. HEIMILIÐ Nóbelsverðlaunaskáldinu Selmu Lagerlöf farast svo orð um heimilið í fyrirlestri: „Er það ekki líka aðdáanlegt, þetta lítla hæli? Það tekur fúslega á móti okkur, meðan við erum hjálpar- vana og erfið ungbörn. Það setur okkur í heiðurssætið, þegar við erum orðin veikburða gamalmenni. Það veitir húsbóndanum gleði, og hressingu, þegar hann leitar þangað, þreyttur af erfiði dagsins. Það hlúir eins vel að honum, þegar á móti honum blæs í heiminum, eins og þegar honum er hossað þar. Á heimilinu eru engin lög til, aðeins venjur, sem fylgt er af því að þær eru gagnlegar og heilladrjúgar. Þar er refsað, en ekki í hegningarskyni, heldur til þess 'að ala upp. Þar geta allir hæfileikar komið að notum, en sá, sem er ekki bú- inn neinum þeirra, getur orðið eins elskaður og hæfi- Ieikamaðurinn. Heimilið getur tekið fátækt vinnufólk inn í sinn heim, og haldið því alla ævina. Það missir ekki sjónar af neinum sinna og slátrar alikálfinum, þegar týndi sonurinn kemur heim. Það er forðabúr þjóð- sagna og kvæða; það á sína eigin helgisiði; það geymir minningu forfeðranna, sem engin saga greinir frá. — Þar má hver og einn vera eins og honum er eðlilegast, á meðan hann truflar ekki samræmið. — Ekkert er til liprara og miskunnsamara, sem mennirnir hafa skap- að. Ekkert er til sem eins er elskað, eins mikils metið af verkum konunnar, og heimilið." (Þýðinguna gerði frú Laufey Vilhjálmsdóttir). 1 vísnabók ungrar stúlku Hafðu til þess hárið þitt, — hugsaðu um það, tetrið mitt! drundi karl við dóttur sína dreymdi' að henni mundi hlýna — ef þú mætir ungum dreng, ekkí í möskva', en bogastreng. Jón Þorsteinsson frá Arnarvatni Viljið þið fá blaðið sent heim? Viljið þið fá blaðið með afslætti? Þá ráðleggjum við ykkur þetta: GERIZT ÁSKRIFENDUR! 10 Nú er framhaldssögu AGÖTHU CHBISTIE að ljuka í blaðinu HÉR ER HÖFUNDURINN iGATHA CHRISTIE er vin- -**- sælasti reyfarahöfundur veraldar. Bækur hennar hafa verið gefnar út í milljónum ein- taka á fjölda tungumála. 1 Bandaríkjunum einum hafa fimm milljónir eintaka selst. Hvað hefur Christie til brunns að bera, hvað veldur þessari gífurlegu sölu? Eða: hvað hafa reyfararnir hennar umfram aðra reyfara? Hún hefur mikið ímyndunar- afl og beitir því af mikilli lagni. ,,Gáturnar" í bókunum hennar — möndullinn sem allt snýst um — eru alltaf haglega gerðar. Hún kann að koma lesandanum á óvart, kann það óvenjuvel. Þar að auki gerir hún sér ljóst, að henni eru takmörk sett sem höfundi. „Þó að líf mitt lægi við," sagði hún einu sinni, „gæti ég ekki skrifað um námumenn að tala saman á krá. Sjáðu til, ég hef ekki hugmynd um, hvað námumenn tala um á krám." Svo að persónurnar í bókum hennar eru læknar, leikarar, lögfræðingar, liðsforingjar, prófessorar og prestar — og konur þeirra — fólkið sem Christie hefur umgengist frá blautu barnsbeini og þykist þar af leiðandi þekkja. Jafnvel þorpararnir hennar eru — að minnsta kosti á yfirborðinu — virðulegir „yfirstéttarmenn." Hercule Poirot er frægasti leynilögreglumaðurinn sem hún hefur skapað með penna sínum. Hann kom fram á sjónarsviðið árið 1920 í bókinni The Myst- erious Affair at Styles. Poirot er belgiskur, en býr í Bretlandi. Christie ætlaði að láta hann setjast í helgan stein snemma, en bókin Morö Rogers Ackroyd (1926) breytti þeirri ákvörðun. 1 þessum sígilda reyfara reyn- ist morðinginn vera læknirinn, sem enginn grunar og síst les- andann, enda segir læknirinn söguna og kemur manni fyrir sjónir sem sérstakur vinur og aðdáandi hins óviðjafnanlega Poirots. Aðrir höfundar hafa síðan stælt þessa aðferð — að láta sökudólginn segja söguna — en Agatha Christie á heiðurinn af því að hafa fundið hana upp. Þessi bók gerði hana heims- fræga og heimsfræg hefur hún verið síðan. Hver bókin hefur rekið aðra — að meðaltali tvaer nýjar á ári. Fáein smásagna- söfn hafa líka komið frá henni. Sömu einkennin eru á öllum þessum bókum. Það er sífellt verið að gefa í skyn að þessi eða hinn sé morðinginn. Og í bókarlok, þegar lesandinn er orðinn gjörsamlega ruglaður í ríminu, kemur á daginn, að þorparinn er sá' ólíklegasti af öllum hópnum. Christie gerir sér með öðrum orðum ifar. um að blekkja les- andann, „teymir hann á asna- eyrunum," eins og einn gagn- rýnandinn orðaði það. En hún gerir þetta svo kurteislega, að lesandinn lætur sér vel líka; að minnsta kosti heldur hann á- fram að kaupa bækur hennar. Poirot hefur lítið breyst síð- an hann birtist í fyrsta skipti, nema hvað hann talar betri ensku. En Christie hefur skap- að fleiri skemmtilegar persón- ur. Ein er Jane Marple, orðvör og góðhjörtuð gömul kona, sem dundar við að leysa flóknar morðgátur. Hún er uppáhalds- persóna höfundar. Christie hefur samið nokkur 'W1 ÞAÐ BORGAR SIG AÐ AUGLÝSA í VIKUNNI! leikrit á seinni árum. Þau hafa eins og bækur hennar hlotið miklar vinsældir. Um skeið voru sýnd samtímis þrjú leikrit eft- ir hana í London, og Gildran, sem nú er verið að sýna í Am- bassador leikhúsinu, hefur sleg- ið öll brezk met um aðsókn. Þetta leikrit á sér annars skrýtna sögu. Það byrjaði sem smásaga, sem höfundurinn síð- an breytti í tuttugu mínútna út- varpsleikrit — og nú er það orðið fullir þrír þættir! Agatha Christie er komin á sjötugsaldur. Hún er há og gild og hvíthærð. Hún hefur hlý- legt og aðlaðandi viðmót. 1 æsku dreymdi hana um að verða óperusöngvari eða píanóleikari. Hún heitir fullu nafni Agatha Mary Clarissa Christie. Móðir hennar var ensk, faðirinn bandarískur. Hún var orðin fluglæs fjögra ára. Það var jafnan mikið um bækur á heim- ilinu og hún las mikið, meðal annars flestar Sherlock Holmes sögurnar. Hún hyggur að þær bækur hafi haft áhríf í þá átt VIKAN VIKAN að hún gerðist reyfarahöfundur. Hún var send í skóla í Par- ís sextán ára, en lætur litið yfir árangrinum. „Ég lagði allt kapp á hljómlistarnámið," segir hún. Móðir hennar hvatti hana til að reyna sig við ritstörf. „Ég samdi kvæði og fremur þung- lyndislegar . ástarsögur," segir hún; „það var byrjunin." Árið 1914 giftist hún fyrri manninum sínum, ungum liðs- foringja að nafni Archibald Christie; og á meðan hann var á vígvellinum í Frakklandi, starfaði hún sem hjúkrunar- kona heima í Bretlandi. Poirot á rætur sínar óbeint að rekja til þessa tímabils. Hún kynntist belgisku flóttafólki í starfi sínu: þessvegna varð leynilögreglumaðurinn hennar belgiskur. Sem hjúkrunarkona nam hún lika lyfjafræði og kynntist ýmsum tegundum af eitri. Og hún er einmitt óvenju- snjall eiturbyrlari í bókum sin- um. Hjónabandi hennar lyktaði með skilnaði árið 1928. Skömmu seinna heimsótti hún Sir Leo- nard Woolley fornleifafræðing, sem var við rannsókhir í Litlu- Asíu. Þar kynntist hún Max Mallown, sem nú er prófessor í fornleifafræði við háskólann í London. Þau giftust árið 1930. Það tekur Agöthu Christie að meðaltali sex mánuði að semja skáldsögu, þótt hún hafi raun- ar lokið við eina á fimm dögum „eftir að vera búin að hugsa um hana í sex ár." Afkastamest er hún í íbúð sinni í London. Hún á annars tvö sveitasetur, sem hún býr í á víxl, ,,en þar er alltaf eitt- fcvað til að tef ja fyrir manni, og ég er satt að segja dauðfegin þegar ég þykist ekki mega vera að því að skrifa." Hún hefur gaman af að fara í leikhús, les mikið (leynilög- reglusögur og ferðasögur) og hlustar mikið á músík. Auk þess finnst henni gaman að mat- reiðslu og sundi og safnar fögr- um húsmunum. Henni leiðist útvarp, sjón- varp og bíómyndir. Hún bann- aði að láta kvikmynda Poirot eftir eina misheppnaða tilraun. En kvikmyndin, sem gerð var eftir leikriti hennar Vitni á- kœruváldsins, finnst henni hafa tekist vel. Hún hefur ennþá ekki samið sjónvarpsleikrit. Loks er þess að geta, að hún hefur feiknmikinn áhuga á fornleifafræði. Hún fer árlega með manninum sínum til Nim- rud í Irak þar sem þau eru að grafa upp forna borgarrúst. — DAVID TALBOT. 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.