Vikan


Vikan - 31.07.1958, Page 14

Vikan - 31.07.1958, Page 14
EF frásögn þessa ætti að birta í Englandi sjálfu, mundi ég þurfa að sverja og sárt við leggja, að hún væri einber skáldskapur, þar eð annars mundi ég áreiðanlega lenda í vanda vegna hinnar ströngu brezku meiðyrðalöggjafar. En eftir því sem ég veit sannast, varð einmitt ungur brezkur læknir, sem ég hér kalla Alvan Barach, þar eð það er ekki hans raunverulega nafn, varð fyrir því vafasama láni að vera þátt- takandi í atburðum þessum. Þegar þetta er ritað, hefur enn ekki verið skýrt frá þessu ævin- týri hans opinberlega, þótt tvö ár séu liðin frá því að það gerð- ist. Hann hafði tekið sér ferð á hendur suður til Kent, þar sem hann ætlaði að hitta gamlan vin sinn, sem við getum kallað Ell- ery Cazalet. Cazalet þessi eyddi allflestum dögum ævi sinnar niður á sjávarströndinni en nóttunum í að upphugsa ráð til að greiða erfðafjárskatt af hrörlegu ættaróðali, sem hann hafði erft, sér til mikillar hrell- ingar. Hús þetta var byggt í göml- um enskum stíl með rauðu tígul- steinaþaki, skreytt klukku all- mikilli, sem á klukkustundar- fresti hljómaði um nágrennið, hás og hæðnisleg. Cazalet hafði aðeins á að skipa tveimur eld- gömlum hjúum, svo að garður- inn, sem eitt sinn hafði verið mjög skrautlegur var nú svo til umhirðulaus og óx hver planta eins og henni bezt þótti, enda nægði honum enganveginn einn garðyrkjumaður. Ég held ég að vísu var ataður stórum gljá- kvoðubletti eftir einhverja gá- lausa ráðskonu. Þá mótaði og fyrir dyrum, þar sem brúður einhvers forföður Cazalets hafði látið gera sér bænaklefa endur fyrir löngu, og höfðu þær opn- ast inn í svefnherbergið. Eina Ijósið, sem hann hafði til að lesa við, var eitt kerti og tungl- geislarnir, sem brutust í gegn- um vínviðarteinungana utan við gluggana. Þarna lagðist Barach til svefns. Hann vissi ekki hve lengi Hánn hafði sofið, þegar hann hrökk upp við eitthvert þrusk. Hann skynjaði óljóst einhverja hreyfingu í herberg- inu, ekki langt frá rúmi sínu. Það tók hann stundarkorn að greina hvaðan þruskið kom, en loks sá hann móta fyrir álútri veru, sitjandi í stól við dyrnar. Það var hönd hennar, eða öllu fremur allur handleggur, sem hreyfðist hægt og reglubundið upp og niður í sífellu. 1 fyrstu kom þessi hreyfing Barach kunnulega fyrir sjónir og þá rann skyndilega upp fyrir hon- um, að þetta var kona, sem sat þarna við útsaum. Fyrst örstutt hlé, þegar nálinni er þröngvað í gegnum þykkan strengdan dúkinn, síðan var höndin hreyfð hratt og örugglega út í loftið, um leið og þráðurinn er dregin í gegn. Þótt skelkuðum gestinum virtist athöfn þessi vægast sagt einhver sú allra meinlausasta, sem einum draugi gæti dottið í hug að fremja, var aðeins eitt, sem komst í huga hans á þessu 1íti !-• I \\U I " mnt-L ím WKmlm TUNGLSKIIMSSON ATA verði að hætta á að gefa upp raunverulegt nafn garðyrkju- mannsins, þar eð mér er alls ókleift að finna upp annað sem hæfir betur. Hann hét Jón og var auknefndur Jón Ritning. Gamlan geðveikan föður átti hann, sem aðstoðaði hann stöku sinnum í garðinum, þegar geð- veikina bráði af honum. Ann- ars var hann venjulega lokaður inni uppi á þaklofti. Lækninum hafði verið boðið að koma, þegar hann gæti kom- ið því við, og hafði honum verið lofað golfleikjum, löngum frið- sælum nóttum og fáeinum draugum, eftir því sem hann vildi. Þessvegna skrifaði hann vini sínum bréf dag nokkurn og kvaðst mundu koma á tiltekn- um degi. En þegar hann svo loks náði á áfangastað var gest- gjafinn víðs fjarri og var ekki væntanlegur, fyrr en nokkrum stundum síðar. Barach varð því að snæða kvöldverð einn ásamt skítugum veiðihundi og varð sjálfur að þjóna sér til borðs. Svefnherbergi hans á fyrstu hæð hússins var klætt fallegum panelviði frá gólfi til lofts, sem andartaki. Það var að komast út úr þessu herbergi og það sem allra fyrst. Dyrnar út í forstof- una komu ekki til greina, því að þar hafði saumakonan aðsetur. Ekki vogaði hann heldur að skini mánans. Hann óð í gegn- um silfurlitaða geislana utan við sig af skelfingu og komst ó- áreittur út í ganginn. Lengra í burtu sá hann lampann, sem logaði í anddyrinu og hejrrði Óhugnanleg smásaga eftir ALEXANDER WOLLCOTT stökkva berfættur út í þyrni- runnana undir glugganum. Þriðja útgönguleiðin var svo auðvitað baðherbergið, en hún yrði til lítils gagns, ef hann kæmist svo ekki þaðan. En þá minntist hann þess, að hann hafði séð þar aðrar dyr. Um leið og þetta rann upp fyrir honum, heyrði hann sér til mikillar hugarhægðar hljóð í bíl, sem nálgaðist húsið óðum. Þetta hlaut að vera gestgjafi hans að koma heim. Hann tók undir sig stórt 'stökk ofan á gólf og þaut inn í baðherbergið, skellti hurðinni aftur á eftir sér og læsti. Gólfið var baðað í skrölta í fordyrunum, um leið og gestgjafi hans lokaði þeim. Þegar Barach kom hlaupandi út úr myrkrinu til að fagna honum, geislaði Cazalet af hrifningu yfir slíkri óvanalegri ástúð og þar sem hann var svangur eftir langa og kalda ferð, stakk hann þegar upp á að gera innrás í matbúrið. Þar sem læknirinn var énn hálf- vaknaður eftir hræðsluna, sagði hann ekkert, en fylgdist með vini sínum. Með logandi kerti hátt á lofti héldu þeir inn í búrið. Cazalet opnaði matar- skápinn og tíndi þaðan fram kalda rifjasteik, svissneskan ost og mjólkurkönnu. Hann var á leið út með fenginn, þegar hann hrasaði um eitthvað á gólfinu. Um leið og hann bölv- aði matráðskonunni fyrir hirðu- leysið, beygði hann sig niður til áð gæta að hvað hefði orðið fyr- ir fótum hans. I skini kerta- Ijósanna sáu þeir nú sjón, sem mundi aldrei geta liðið þeim úr minni. Það var lík matráðskon- unnar. En höfuð hennar var horfið. Á gólfinu við öxl líksins lá blóðugt kjötsax. „Drottinn minn! Jón gamli ritning!“, hrópaði Cazalet og um leið rann upp ljós fyrir Barach. Hann dró félaga sinn eftir myrkum ganginum til her- bergisins sem hann hafði áður flúið. Síðustu skrefin að her- bergisdyrunum læddust þeir hljóðlega og héldu niðri í sér andanum. Sú varúðarráðstöfun var samt sem áður óþörf, því að heil herdeild hefði ekki get- að truflað það, sem fram fór í herberginu og blasti nú við þeim í kertaljósinu. Gamli, geðveiki maðurinn hafði ekki yfirgefið sæti sitt við dymar. Milli hnjánna hafði hann höfuð kon- unnar, sem hann hafði drepið. Hann sat þarna, hamingjusam- ur og raulandi og plokkaði sam- vizkusamlega gráu hárin af höfði konunnar, hvert á fætur öðru. 14 VIKAA

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.