Vikan - 31.07.1958, Síða 18
Var það Lana Turner...
gerir mig hamingjusama og
ég sakna þín hverja sek-
úndu — þaö er satt og það
er fallegt, en það er erfitt,
ó, Johnny, svona er SÖNN
ÁST ....
Þegar móðir Stompanat-
os heyrði, að Ceryl hefði
myrt son hennar, sagði hún
„það er ekki allur sannleik-
urinn".
Það er á allra vitorði, að
Stompanato fór á bak við
Lönu og þekkti margar
aðrar konur náið. Getur
verið að Lana hafði komist
að því, fyllzt óstjórnlegri
afbrýðissemi og drepið
Stompanato ? Getur verið
að Ceryl hafi sjálf elskað
hann og verið afbrýðissöm ?
Lönu gramdist mjög, er
hún komst að því að elsk-
hugi hennar hafði logið um
aldur sinn. Hann hafði
Framhald af bls. 11.
•
sagzt vera 42 ára, en var
10 árum yngri. Lana sjálf
er 38, og skammaðist sín
fyrir að vera með sér yngri
manni. Hann hafði haft út
úr henni mikið fé og blekkt
hana á margan hátt. Þau
deildu oft út af peninga-
málum. Allt þetta særði
hana og gramdi. Hún
reyndi að stilla sig. En svo
sauð uppúr. Hún stakk
hann til bana. Þegar hún
sá hann liggja dauðan á
gólfinu, kom iðrunin og
óttinn. Hún veit hvað bíð-
ur hennar, ef hún meðgeng-
ur. Ceryl reynist fús að
taka á sig sökina. Hún
elskaði móður sína heitar
en allt annað, þótt hún
ætti það sízt skilið.
Getur verið að Ceryl
hafi haft likamsburði til að
ráða niðurlögum Stompan-
ato? Hann var stór og
sterkur, en hún veikbyggð
unglingsstúlka.
Og af hverju gerði hún
það ? Ef til vill í augnabliks
bræði og skelfingu? En
hún hafði oft heyrt móður
sína og Stompanato rífast
heiftarlega. Hún hafði oft-
ar en einu sinni áður heyrt
hann hrópa upp svipaðar
hótanir og þetta kvöld. Og
hún og Stompanato höfðu
verið mjög góðir vinir.
Hann var henni góður og
henni virtist þykja vænt
um hann.
Hver er sannleikurinn í
málinu? Er einhverju leynt
eða hefur sannleikurinn
þegar komið fram?
Nóttina, sem Ceryl dvaldi
í fangelsinu, hafði hún bibl-
íuna með sér. Og unga
stúlkan sagði: fyrst og
fremst ætla ég að biðja fyr-
ir móður minni. Hún er
mjög óhamingjusöm. Eg
vildi óska að við gætum
grátið saman.
En spumingin er: hvort
syrgir Lana Turner meira,
dauða elskhugans eða ó-
gæfu dóttur sinnar?
Nokkrum vikum áður en
glæpurinn var framinn,
reyndi Ceryl að strjúka að
heiman. Hún sagði lögregl-
unni að hún gæti ekki hugs-
að sér að dvelja lengur hjá
móður sinni. Henni væri
bara ofaukið þar.
Fyrrnefnt blað minnist á
Ingrid Bergmann og segir:
„Hvað gerði Ingrid af
sér, til að hún ætti skilið
alla þá fyrirlitningu sem
hún fékk? Ingrid varð ást-
fangin og átti barn. Vegna
þess vildi Hollywood ekki
líta við henni, öll Ameríka
var henni andsnúin í meira
en sjö ár“. En Lana Turn-
er? Hvað hefur hún gert?
Annað hvort hefur hún
myrt Stompanato sjálf og
fengið dóttur sína til að
taka sökina á sínar ungu
herðar, eða hún hefur van-
rækt dóttur sína svo glæp-
samlega, að stúlkan — 14
ára gömul — fremur morð.
Og hvernig hefur Ameríka
tekið þessari filmstjörnu ?
Filmstjömu, sem framar
öllum öðrum ætti skilið ei-
lífa fyrirlitningu og útskúf-
un, sakir frámunalegs
skeytingarleysis um dóttur
sína, sakir viðbjóðslegs lif-
ernis fjöldamörg undanfar-
in ár. Já, hvernig bregst
Ameríka við nú? Ameríka
hyllir Lönu Turner. Vin-
sældir hennar hafa aldrei
verið meiri og frægð henn-
ar aldrei komist hærra.
Lana Turner hefur fram-
ið glæp — hvort sem hún
drap Stompanato sjálf eða
ekki. Hún hefur brugðist
helgustu skyldu sinni —
skyldu sinni við einkadóttur
sína.
Lana hefur endurheimt
hamingju sína. Hún fer í
samkvæmi, brosir til frétta-
manna eins og áður. Hún
er hamingjusöm. Hún kær-
ir sig kollótta um, að lífs-
hamingja barns hennar er
lögð í rústir.
En einhverju er leynt.
Það er áreiðanlegt. Hvort
það kemur nokkum tíma í
ljós veit enginn.
DROTTNINGU STEYPT AF STÓLI.
Framhald af bls. 12.
Ég reyndi fyrst elztu aðferðina.
Hreint út sagt, reyndi ég að tæla
hann. Eg spígsporaði um í næfur-
þunnum náttkjól, og sveigði mig og
beygði á alla kanta. Og þegar það
hjálpaði ekki, tyllti ég mér á vigt-
ina, stóð allsnakin og brosti eggj-
andi.
— Alian ,sagði ég ástúðlega, ég
hef þyngzt um hálft kíló. Finnst þér
ég vera alltof feit?
Hann leit upp frá reiðstígvélunum,
sem hann var að festa reimar í,
og allt í einu sá ég glampa koma í
augu hans.
— Hamingjan góða, hrópaði hann.
Þú segir nokkuð. Við eigum að vigta
grísi í dag. — Og þar með var hann
þotinn.
Loks skildi ég, að við svo búið
mátti ekki lengur standa. Ég varð að
taka þátt í hinum daglegu skyldu-
störfum með honum, ef ég átti að fá
að sjá hann öðru hverju. Ég klædd-
ist nú gráum flauelisbuxum, gulum
sokkum og skyrtu og skundaði út.
Eg sá hann hjá svínastíunni, hann
hélt á minnisbók og skrifaði og
tautaði í sifellu.
— Ó, finnurðu rósailminn? sagði
ég og stakk hönd minni undir hans.
Hann leit upp, annars hugar.
— Númer fimm — þann fjórða
október, númer tíu, þann sjötta októ-
ber.
Hann hripaði eitthvað niður í minn-
isbókina og ég urraði af óþolinmæði.
— Hvað þykistu vera að gera, sagði
ég reiðilega.
-— Meðgöngutíminn, skilurðu, sagði
hann og lokaði bókinni.
— Var það eitthvað sérstakt, sem
þú vildir, elskan?
Hann beygði sig niður og kyssti
mig á nefbroddinn. Svínalyktin daun-
aði af honum og ég hrökk frá.
— Komdu inn og heilsaðu upp á
Önnu drottningu, sagði hann glað-
lega og ég gat ekki verið reið lengur.
Eins og venjulega hafði drottningin
komizt í gegnum girðinguna og hljóp
nú um milli trjánna. Eg sá ekki betur
en hún væri ósköp venjulegt svín, en
Allan leit hana greinilega öðrum aug-
um. — Hvílíkur yndisþokki, hróp-
aði hann frá sér numinn. Sjáðu
hvernig liún ber höfuðið. Hefurðu
nokkurn tíma séð annað eins?
— Nei, sagði ég og gretti mig. I
borginni sá ég svínahausa í glugg-
anum hjá matvörukaupmanninum.
Einn góðan veðurdag fór ég að
finna lækninn. Allan vissi ekkert og
ég hafði ekki viljað minnast á það
við hann fyrr en ég væri viss. En
læknirinn staðfesti grun minn og ég
tók leigubíl heim, því að ég var svo
áfjáð i að segja Allan frá þessu.
Hann sat inn á skrifstofunni og
fyrir framan hann lá stór bók.
— Ástin min, sagði ég, læddist
aftan að honum og lagði handlegg-
ina um háls hans. Á ég að hvísla
dálitlu að þér?
— Augnablik, sagði Ailan, ég þarf
bara að ljúka við þetta.
— En þetta er áríðandi, Allan.
— Umm, Anna drottning á að
fæða eftir hálfan mánuð. Eg er næst-
um viss um að hún eignast sextán
í þetta sinn.
Handleggirnir á mér féllu mátt-
lausir niður með síðunum. Nú, það
var þá eins ástatt fyrir drottningunni
og mér! Eg gat tæplega vænzt þess
að Allan hefði áhuga á þessu eina
stykki sem ég myndi koma með,
þegar Anna drottning myndi færa
honum a. m. k. sextán.
Eg var komin fram að dyrum,
þegar Allan uppgötvaði, að ég var
á leið út.
— Ertu að fara? Var það eitthvað
merkilegt sem þú ætlaðir að segja
mér ?
— Svo sem ekkert sérstakt, Sagði
ég án þess að líta um öxl. Þú getur
bókað það ef þú vilt, að ég á von
á barni í lok sumarsins.
Þá rankaði hann skyndilega við sér.
Stóllinn rauk um koll og engu munaði
að borðið færi sömu leið, þegar hann
þaut á fætur og kom fljúgandi til
mín. Hann var með tár í augunum
og faðmaði mig svo fast, að ég gat
varla náð andanum. — Nú fæ ég
eitthvað til að vinna fyrir, hrópaði
hann, einhvern sem getur tekið við
búinu og . . .
Eg lokaði munni hans með kossi.
Ég gat satt að segja ekki afborið
að heyra hann nefna grísi í sömu
andrá og hið væntanlega barn okkar.
Framhald í næsta blaði.
VEITIN G AMENN —
Niðursuöuverksmiðjan ORA
sýður niður síld
og ýmsar tegundir af grænmeti
í 5 og 7 lb. dósir,
auk hinna venjulegu dósastærða.
★
MuniQ, aö veröiö er yöur hagstætt,
og vörugæöin alkunn.
★
Niðursuðuverksmiðjan ORA
KÁRSNE SBRAUT 34 — SÍMI 17996 — 22633
18
VIKAN