Vikan - 28.08.1958, Síða 2
STJÖRNUSPÁ
Helga og Erla spyrja um heimilisföng eftirtalinna leik-
ara: Tommy Sands, Tab Hunter, Harry Belafonte, Pat
Boone Qg Sal Mineo. Heimilisföng hinna tveggja síðast-
nefndu höfum við því miður ekki, en til þess að skrifa
hinum þrem er nóg að skrifa eftirfarandi utan á umslag-
ið: 20th Century Fox Studios, 10201 West Pico Buolevard,
Los Angeles 35, Calif. USA.
Kæra Vika,
Viltu gjöra svo vel að segja mér af hverju leikarar
svara ekki alltaf bréfum sem maður sendir til þeirra.
Og hafa allir leikarar í Hollywood einkaritara?
með þakklæti — B.
SVAR: Lcikara eru oftast önnum kafnir allan daginn
við störf sín og þar að auki berst þeim slíkur aragrúi
bréfa hvaðanœva að úr heiminum að það vœri margra
manna verk að svara þeim öllum. Hitt er i rauninni að-
dáanlegra að leikarar skuli sjá sér fœrt að svara ein-
hverjum hluta bréfanna. Flestir HoUywooá leikarar hafa
einkaritara cða umboðsmenn.
Birting á nafni, aldri og heim-
ilisfangi kostar fimm krónnr.
María E. Jónsdóttir 20—25 ára, Gili, Dýrafirði, og
Heiða Jónsdóttir, Eyri, Ögursveit N.-ls., 16—20 ára.
ftiafn LoffEeiða orðið kunnugf
beggja vegna AtEanfshafsins
Nokkru eftir að I^oftleiðir hófu millilandaflug sitt í júlí-
mánuði 1947 tók félagið að íeitaifyrir sér um leyfi til þess
að fá að halda uppi áætlunarflugferðum milli Islands og
Bandarikjanna. Sumarið 1948 var þetta leyfi veitt og sam-
kvæmt því var farið héðan í fyrstu áætlunarflugferðina
tii Bandaríkjanna 25. ágúst 1948.
Fyrstu árin voru flugferðirnar til Bandaríkjanna ekki
reglubundnar og um tíma lögðust þær niður, en frá árinu
1952 hefur félagið stöðuglega haldið uppi áætlunarflugi
til og frá New York, fyrst vikulega en síðar daglega.
Frá 1938 til 1952 flutti félagið tæplega 1700 farþega til
og frá New York, en frá og með 1952 hefur farþegatalan
verið þessi:
Árið 1952 1.036 farþegar. Árið 1953 3.419 farþegar. Árið
1954 7.079 farþegar. Árið 1955 9.135 farþegar. Árið 1956
13.963 farþegar. Árið 1957 17.704 farþegar. 1. janúar til
25. ágúst 1958 13.235 farþegar.
Félagið hefur þvi á þessu tíu ára tímabili flutt samtals
67.250 farþega til og frá New York, en sá hópur er álíka
fjölmennur og íbúar Reykjavíkur reyndust við siðasta
mannta.
Yfir Norður-Atlantshafið liggja einhverjar fjölförnustu
flugleiðir í heimi, en fyrir þvi er baráttan mjög hörð um
hina miklu markaði þeirra. Þó að þar eigi ójafnan leik
fjársterk flugfélög stórþjóða og hið litla íslenzka flugfélag,
þá hefur Loftleiðum tekizt að afla svo mikilla vinsælda,
að flugvélar félagsins hafa verið þéttsetnari að undan-
förnu en tíðkast hjá öðrum þeim flugfélögum, sem halda
uppi áætlunarferðum milli Evrópu og austurstrandar
Bandaríkjanna. Má í því sambandi geta þess, að fyrri-
hluta sumars var hvert sæti skipað í þeim flugvélum Loft-
leiða, sem fóru frá New York og nú hefur ekki reynst
unnt að verða við öllum þeim farbeiðnum, sem borizt hafa
til New York með þeim ferðafjölda, sem áætlaður var, en
fyTir því hefur orðið að leigja flugvélar til allmargra
aukaferða vestur um haf í þessum og næsta mánuði.
Á þeim áratug, sem nú er liðinn hefur sá ávinningur e.
t. v. orðið verðmætastur, að fyrir tíu árum könnuðust
fáir við nafn félagsins, en nú er það orðið góðkunnugt
beggja vegna Atlantshafsins og hefur eignast fjölmennan
hóp öruggra viðskiptavina. Fyrir því standa nú vonir til,
að félagið geti haldið áfram að eflast til aukinna sigra á
þeim alþjóðlega leikvangi flugsins, sem farið var inn á
með fyrstli Ameríkuferðinni 25. ágúst 1948.
I’ENNAVINIK
VA TNSBERAMERKIÐ
(20. janúar—18. febr).
Fyrir næstu mánaðarmót
verðið þér að taka ákvörð-
un í máli, sem hefur mikla
þýðingu fyrir yður og yðar
nánustu. — Það er því um
að gera að hugsa það ræki-
lega áður en ákvörðun í því
er tekin. — Þér hafið feng-
ið loforð um stóra peninga-
upphæð næstu daga, en þar
sem það getur brugðist,
skulið þér fara varlega í
peningamálum og ekki
hlaupa til og kaupa allt
mögulegt upp á krít. —
Samvinna á vinnustað mun
verða mjög góð.
FISKAMERKIÐ:
(19. febr.—20.. marz)
Einstaklega góður mán-
uður, þar sem þér kynnist
öllu því bezta í fari með-
bræðra yðar og systra og
sérlega góðum hug og
hjálpsemi í öliu yðar starfi.
— En gleymið samt ekki,
að sumir hafa áhyggjur og
þurfa á hjálp að halda, sem
þér getið veitt. — Þér
munið ferðast og koma víða
við og kynnast mörgum.
HRXJTSMERKIÐ:
(21. marz—20. apríl)
Síðast í mánuðinum verð-
ið þér i mikilli veizlu og
þér hafið það á tilfining-
unni að þér séuð iitilfjörleg
og ómöguleg í alla staði og
ekki laust við að þér verðið
hálf smeykar inn um allt
þetta pírumpár. — En ef
þér eruð bara eins og yður
er eðlilegast og kurteis, þá
hverfur þetta alveg og þér
munið skemmta yður af-
bragðs vel. — Þér hittið
vin, sem þér hafið ekki séð
í mörg ár, en sem þér hafið
mikið saknað. Einnig mun-
ið þér eignast vináttu
manns, sem verður yður til
góðs i framtíðinni.
NAUTSMERKIÐ:
(20. apr.—20. mal)
Nemið staðar augnablik.
— Eins og þér sjáið, þá er
tilgangslaust að þjösnast
svona úr einu í annað, án
nokkurs takmarks og þér
komist ekkert áfram. —
Nemið því staðar og haldið
yður við vinnuna í róleg-
heitum, en ákveðinn, þá
getið þér farið að átta yður
á hiutunum og farið að
leggja áætlun um framtíð-
ina. - Það virðist eitthvað
ósamkomulag á milli yðar
og nokkra vina yðar, en ef
þér eruð hreinskilinn við
sjálfan yður, þá sjáið þér
að sökin er yðar. Talið því
við þá og þér munið eign-
ast þá aftur.
TVlB URAMERKIÐ:
(21. maí—20. júní)
Þér hafið erfitt vandamál,
sem þér verðið að leysa úr.
Fyrir nokkrum árum lentuð
þér í álíka erfiðleikum og
komust úr þeim. Notið því
fyrri reynslu. — Þér ættuð
að taka yður nokkra hvíld
frá störfum því taugarnar
eru ekki í sem beztu ásig-
komulag. Sýnið fólki, sem
þér umgangist meiri nær-
gætni en þér hafið ger und-
anfarið.
KRABBAMERKIÐ:
(21. júní—20. júlí)
Yðar takmark núna, er
að hjálpa einn manneskju,
með í’áðum og dáð og gerið
það af heilum hug. En það
getur verið að það sé mis-
skilið af öðrum, jafnvel af
henni sjálfri. Gerið ekkert,
sem getur orðið til að vekja
upp slúðursögur um yður
þvi það gæti komið sér illa
fyrir atvinnu yðar. Þér fáið
peninga í happdrætti,
reyndar ekki stóra upphæð,
en þó peninga.
LJÓNSMERKIÐ:
(21. júlí—21. ágúst)
f ér fáið tilboð um að
skifta um vinnu og það
virðist í fljótu bragði mjög
freistandi. En hugsið yður
vel um áður en þér takið
því. — Þér lendið í orða-
sennu við vin yðai' og óskið
honum norður og niður,
verðið ofsareiður og gleym-
ið alveg, að þér sjálfur eruð
ekki gallalaus með öllu.
Um mánaðarmótin munuð
þér fá hið langþráða bréf,
sem færir yður gleðifréttir.
ME YJA RMERKIÐ:
(22. ágúst—22. sept.)
Föstudagur í næstu viku
virðist eitthvað misheppn-
aður. Ekki ólíklegt, að þér
gerið einhverja vitleysu i
bókhaldinu. — En þar sem
þér vitið það hér fyrirfram
þá ættuð þér að vera viðbú-
inn. Að öðru leyti líður mán-
uðurinn án þess að um á-
hyggjur eða leiðindi sé
að ræða, en farið varlega í
umferðinni, þér virðist vera
hálfgerður glanni með bil-
inn.
V OGAMERKIÐ:
(23. sept. — 22. okt)
Þér trúið á peningaflóð
yður til handa þennan mán-
uð og ekki að ástæðulausu,
því þér hafið minnst loforð
um þá frá þeim. En þeir
bregðast og þér viljið helzt
gefa allt upp á bátinn. —
En ef þér leggið alla krafta
yðar í að koma áformum
yðar í gegn, þá tekst það
með glæsilegum árangri.
SPORÐDREKINN:
(23. okt. — 22. nóv.)
Þér eruð með óþarfa á-
hyggjur, sem gera ekki
annað en að lama krafta
yðai'. Þetta eru bara smá-
munir, eins og þér munið
sjá eftir nokkra daga. Þá
hittið þér kunningja yðar,
sem gefur yður glæsilegt
tilboð um góða atvinnu. —-
Vegna þess að þér lítið svo
svörtum augum á lifið, þá
finnst yður hann uppá-
þrengjandi og leiðinlegur og
viljið ekkert á hann hlusta.
En þér komist að raun um,
að hann er einlægur vinur
og vill yður vel og þér mun-
ið ekki sjá eftir að fara að
hans ráðum.
BOGAMANNSMERKIÐ:
(23. nóv. — 23. des.)
Það verður stór viðburð-
ur í næstu viku: Þér munið
mæta manneskju, sem yður
hefup lengi langað að hitta
aftur eftir langan aðskiln-
að. Það verður mikill fagn-
aðarfundur og úr því verð-
ur hjónaband. — Þar að
auki fáið þér óvænt pen-
inga og það verða efni á
að kaupa margt og mikið,
sem yður hefur lengi
dreymt um. — Happadag-
urinn er 6. september.
STEINGEITARMERKID:
(21. des. — 19. jan.)
Þér eigið mjög góðan vin,
sem mun opna augu yðar
fyrir einum stórum galla í
fari yðar, cn sem þér viljið
ckki viðurkenna í byrjun.
En augu yðar opnast og
þér sjáið hvílíkt glapræði
þér höfðuð ætlað að fremja
og verðið honum innilega
þakklát. — Annars virðist
þér nokkuð fljótfær í um-
gengni yðar við fólk. Það
getur komið sér mjög illa
og reynið þvi að hafa meiri
stjórn á yður. Síðustu dagar
i þessum mánuði verða mjög
skemmtilegir.
FORSÍÐAM
Litla stúlkan á forsíðunni heitir Guðbjörg Geirs-
dóttir og er 2ja ára að aldri. Eftir myndinni að
dæma virðist matarlystin í bezta lagi, en eliki
vitum við þó hvort þessi skammtur er hennar
daglega brauð. Myndina tók Geir Herbertsson.
Utgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarma )ur: Jökuii Jakobsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.