Vikan


Vikan - 25.09.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 25.09.1958, Blaðsíða 5
Þau gengu inn og fengu sér sherry. Símon lyfti glasinu. Skál fyrir Pollí, sagði hann, guð gefi að henni batni. Skál fyrir Pollí, endurtók hún og horfði niður fyrir fætur sér. Var það í gær, sem við sátum uppi í flugvélunum, sagði hann. — Já. — ÍJg trúi því varla. Mér finnst svo langt síðan. Hann horfði á hana. Það var svo margt sem hann langaði til að segja. Hann langaði til að segja henni, hversu heitt hann elskaði hana og að hið eina sem hann þráði væri að vera frjáls, svo að hann gæti kvænzt henni. En hann sagði ekkert. Hann vissi að hann hafði ekki leyfi til þess. Hún setti glasið frá sér og horfði í gaupnir sér. 1 gær hafði hún haldið, að hann elskaði hana. En nú fannst henni, að það hlyti að hafa verið misskilningur. Það hefði verið ímyndun. Hann hafði hrifizt af henni augnablik. Hann elskaði Pollí enn og myndi sjálfsagt alltaf gera það. Að minnsta kosti meðan hún kærði sig um það sjálf. Polli hafði slasast alvarlega. Þá hafði honum ef til vill allt í einu orðið ljóst, hversu mikils virði hún var honum. Hún lauk úr glasinu og gretti sig ofurlítið. — - Annan ? spurði Símon. — Nei, takk. — Þá skulum við koma heim. 'Ég hlakka til að komast í rúmið og hvíla mig. Þegar þau komu út að bifreiðinni, sagði hann: — Er þér sama þótt ég keyri núna? Hún játti þvi og settist við hlið hans í framsætið. Hún hugleiddi, hvað það væri sem hann væri að hugsa um. Var hann alltaf að hugsa um Pollí? Langaði hann til að vera lengur hjá henni ? Vera hjá henni þegar hún vaknaði. Hún nær sér áreiðanlega, sagði hún hljóðlega. - Ég bið til guðs að hún nái sér. Hann leit á hana og brosti. - Hugsanal'estur ? — Kannski. Þú varst svo kviðafullur á svipinn. — Ég verð að játa, að ég er kvíðafullur. Og endilega i dag. — Hvað áttu við ? — Æ, hún var reið vegna þess, hvað við komum seint í gærkvöldi. En það var ekki mér að kenna. Eg bað ekki kallana að stöðva flugvélarnar. — Auðvitað ekki, Sírnon. Hún kíappaði honum hughi’eystandi ú höndina. * - Gleymdu því. Þau þögðu þar til þau beygðu að hliðinu á Highland Hall. — Mér þykir leitt að ég varð til að eyðileggja kvöldið fyrir þér, sagði hann. — Hvaða vitleysa. Ég hef að minnsta kosti eyðilagt það fyrir Drew. Ég fer út með honum á morgun í staðinn. X. KAFLI. — Hvers vegna gerum við þetta ekki oftar? - Af því að ég verð að vinna og þú átt að gera það líka. - Ég geri það Nan. Oft vinn ég myrkranna á milli. Hún brosti glaðlega til hans. Þau höfðu borðaö saman á veitingahúsinu og dansað eftir tónlistinni. -— Góður matur, vín og yndisleg stúlka, sagði Drew og horfði á hana, ástföngnu augnaráði. — Það er kampavínið, góði minn, sem gerir mig svona heillandi, sagði hún og hló. — Nei, Nan. Ég veit að þú ert alveg eins falleg hvenær sem er. Þú ert alltaf falleg. Yndisleg. Þú ert alveg eins falleg, þegar þú vaknar á morgn- ana. Bíddu bara, ég á eftir að ganga úr skugga um það. Hann tók utan um hana. — Og á kvöldin líka, alltaf. Nan. Heyrðu annars, er ég ekki að biðja þín ? Nan færði sig frá honum. Hann leit hryggur á hana. — Þú vilt mig ekki. — Æ, Drew. —- Ég bjóst við þessu. Af hverju viltu ekki giftast mér. Þú þarft ann- ars ekki að segja neitt. Ég veit að þú ert ekki hrifin af mér. — Ég vildi óska að ég væri það. — Þú hefur sjálfsagt reynt mikið til þess. Hún hristi höfuðið. — Svoleiðis er ekki hægt. — En hvað ? — Ég hélt þú vissir það. — - Já, ég veit, en samt. Og ég gef ekki upp alla von fyrr en þú giftist öðrum. Ég held ég pipri. Láttu ekki svona. Það eru margar konur, sem pipra. Ef eitthvað hræðilegt kemur fyrir einu sinni, þá þora þær ekki að reyna aftur. Framhald % ncesta blaði. NÝJA BLIKKSMIÐJAN Höf'ðatúni 6. Símar: 161(12—11(804. Reykjavík Stærsta blikksmiðja landsins. FRAMLEIÐIR: Hraðfrystitæki og flutningsvagna með gúmmí- hjólum fyrir hraðfrystihús o. fl. Eirþök á hús. — Þakglugga. — Þakrennur. Alúminíum veggrör. Lofthitunar- og loftræstingartæki með til- heyrandi. Hjólbörur með upppumpuðum gúmmíhjólum. Olíugeyma á tankbíla, frá 3000—7500 lítra. Ennfremur allar tegundir olíugeyma til húsa og skipa. Bifreiðaverkstæðið MIJLI Suðurlandsbraut 121. — Sími 32131 Önnumst allskonar IMýsmíði, Réttingar, Viðgerðir. VTKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.