Vikan


Vikan - 02.10.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 02.10.1958, Blaðsíða 2
Kæra Vika mín: Oft hef ég séð að þú hefur gefið fólki góð ráð og leiðbeiningar og þó mitt vandamál sé með nokkuð sérstökum hætti langar mig að heyra hvað þú segir. Ég er starfsstúlka í verksmiðju hér í bænum, ólofuð og hef fyrir engum að sjá, tæplega þrítug að aldri og á fáa kunningja sem ég get leitað til. En svo er mál með vexti að undanfarin ár hef ég orðið þess vör að ég heyri og sé hluti sem fólk í kringum mig skynjar alls ekki. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að ég hef séð framliðið fólk, fólk sem ég hef hreint ekki þekkt i lifanda lífi en stundum líka fólk sem ég hef verið kunnug. Einnig heyri ég raddir, einkum að nætur- lagi þegar ég ,er ein í herberginu mínu. Af þessu öllu hef ég orðið hrædd og kvíðafull og varla getað stund- að vinnu mína sómasamlega, verið uppstökk og æst á taugum og veigra mér við að ganga til sængur ein í herbergi mínu,.;, En út yfir tók éina nótt fyrir skömmu. Ég vakn- aði upp með andfælum bg sá mann standa við rúm- stokkinn hjá mér. Hann beygði sig niður að mér og þá tók ég eftir ljótum skurðum á hálsi hans, allt frá vinstra eyra og út undir hökubroddinn. Jafnframt þessu gaus upp þvílík nálykt í herberginu að mér lá við köfnun. Sýn þessi hvarf þó fljótlega en lyktin eimdi eftir allt til morguns. Ég er orðin hugsjúk af þessu öllu saman, þekki engan sem ég get leitað til og bið þig afsaka þótt ég skrifi þér um þétta. Það er meira til að létta á hjarta minu en að ég vænti þess að þú getir gefið mér ráð. Þetta er svo sérstakt vandamál. Rósa M. SVAR: Þú hefur rétt fyrir þér i því, Rósa, að við getum ekki gefið þér nein ráð i þessu örðuga vanda- máli þínu. Að sönnu vitum við dœmi til þess að fjöldi fólks skynjar svokölluð dulrœn fyrírbrigði og flest af þessu fölki hefur orðið farsœlt í lífinu, sumt af því jafnvel farsœlla en fólk flest. Þar með er ekki sagt að neitt samband, sé þar á milli. En þú skalt umfram allt ekki óttast þessa furðulegu hcefileika þína til að skynja það sem venjulegt fólk hvorki sér né heyrir. Þú gœtir reynt að leita taugalœknis eða sóknar- prests og séð hvað þeir hafa til málanna að leggja. Kæra Vika: Bezta vinstúlka mín er gif t strák sem ég. þekki lítilsháttar. Um daginn sá ég hann á balli með stelpu og þau létu eins og þau væru nýtrúlofuð. Ég sá þau kyssast og allt það úti í horni. Pinnst þér ég ætti að segja vinstúlku minni frá þessu? S. K. SVAR: Við getum ekkí tekið neina ákvörðun í þessu máli. Þú ert sjálfráð hvað þú gerir. Við viljum aðeins vara þig viff einu: það getjir haft óvæntustu afleið- ingar að blanda sér í mál annars fólks, jafnvel þótt það sé gert i góðri trú. FORSIÐUMYNDIN Við vitum ekki hvað hún heitir, litla stúlk- an framan á blaðinu en þjóðernið leynir sér ekki, skásett augun, bústnar kinnar og hýr- legt andlitið. Litla hnátan á heim í Ikateq á Grænlandi þar sem myndin er tekin, hún stend- ur þarna fyrir framan eina af flugvélum Flug- félags Islands, það var flugstjórinn sjálfur, Snorri Snorrason, sem smellti af. Lesendur Vikunnar eru farnir að kannast við myndir Snorra, hann hefur myndavélina með sér hvar sem hann fer og hvert sem hann flýgur, og óneitanlega ber margt skemmtilegt fyrir ljós- opið. ú STJÖRNUSPA ft Vatnsberinn: (20. janúar — 18. febr.) HÚN: — Þér verðið fyr- ir margvíslegu næstu daga. Sumt af því sem þér verð- ið fyrir gerir yður hreint agndofa af undrun. En sem betur f er er, yður f leiri at- vik í hag, en móti. HANN: — Þér verðið fyr- ir smávegis óþægindum. Að öllum líkindum verðið þér settur sem dómari í fjöl- skylduerjum. En þér leysið hlutverkið vel af hendi og allir meðlimir munu sætta sig við úrskurð yðar. Fiskamerkið: (19. febr. — 20 marz) HTJN: — Þér verðið fyrir heppni í peningamálum, en verjið þeim á skynsamleg- an hátt. Varið yður fyíir ofkælingu. HANN: — Þér gangið með ágætar hugmyndir í kollinum. Ef þér stefnið að settu marki með einbeitni, þá munið þér sjá einhverj- ar þeirra verða að veruleika í vikulokin. Hrútsmerkið: (21. mars — 20. apríl) HÚN: — Það veltur á ýmsu í næstu viku, en þér verðið að vera sérlega var- kár í peningamálum. Þeir sem eru í atvinnuleit mun verða vel ágengt. HANN: — Það verða ein- hverjar breytingar á hög- um yðar, sem veldur yður áhyggjum. En það er bara stundar fyrirbrigði og sól- in mun aftur byrja að skína. Nautsmerkið: (21. apríl — 20. maí) HÚN: — Þær, sem fædd- ar eru milli 3.—10. maí, mega búast við, að þurfa að taka mikilvæga ákvörðun, sem getur haft áhrif á alla framtíð. Hinar virðast eiga sérlega rólega viku. HANN: — Það, sem þér hafið unnið og komið í framkvæmd undanfarið, en virðist ekki hafa tilætluð áhrif, mun sýna yður, inn- an skamms að var ekki unn- ið fyrir gýg. Tvíburamerkið: (21. maí — 20. júní) HTJN: — Næsta vika úlr og'grúir af möguleikum. En gefíð yður góðan tíma til að velja eða hafna. Þér munið fá bréf, sem mun gleðja yður mikið. I hjart- ansmálunum hafið þér heppnina með. HANN: — Verið ekki alltaf í mótsögn við sjálf- ann yður. Það getur komið sér illa í framtíðinni. Ger- ið upp við yður, hvað þér viljið, og hvað ekki og þá mun fara að birta fyrir yð- ur. Happadagur er miðviku- dagur. Krabbamerkið: (21. júní — 20. júlí) HÚN: — Annaðhvort munið þér vinna í happ- drætti, eða hlotnast einhver gjöf. 1 hjartansmálunum virðast vera straumhvörf til hins betra. HANN: — Þér hafið sett yður takmark og fram- kvæmt það. Það mun verða yður til góðs. En einn vin- u ryðar reynir mikið til að fá yður til að breyta um stefnu í málunum, en þér megið ekki láta hann hafa áhrif á yður. Ljónsmerkið: (21. júlí — 21. ágúst) HÚN: — Margskonar skemmtanir bíða þeirra, sem fæddar eru i þessu merki. Þér munið kynnast góðum vini, sem mun verða yður mjög hjálpsamur í farmtíðinni. Happadagur er laugardagur. HANN: — Þér standið á tímamótum í lífi yðar. Þér hafið um tvennskonar at- vinnu að velja. Þér skulið ekki biðja neinn um ráð því viðvíkjandi, en ráða sjálfur fram úr því. Dökkhærð kona mun verða á vegi yðar, sem verður yður mikils virði. Mey jarmerkið: (22. ágúst — 22. sept.) Hún: — Þér verðið fyrir öfund einhvers. En það þýðir ekkert að reiðast. Haldið yðar striki og látið, sem þér sjáið það ekki. Þér megið búast við heimsókn skemmtilegs félaga í lok vikunnar. Góðar framtíðar- horfur í atvinnu yðar. HANN:..— Þér virðist vera á leið með að gera axarskaft í lífi yðar. Góður vinur yðar reynir að benda yður á villu yðar, en þér viljið ekki taka sönsum. En það skulið þér samt gera, annars lendið þér í ein- hverju óláni. Vogarmerkið: (23. sept. — 22. okt.) HTJN: — Heppnin er með yður ef þér sýnið dugnaff og festu. Það getur orðið misskilningur á milli yðar og beztu vinkonu seinni; hluta vikunnar. En ef þér komið hreiskilnislega fram. mun hann lagast. HANN: — Þér elgið mik- ið verkefni fyrir höndum. En það þarf dugnað og á- stundun ef það á að leysast. Þér munuð frétta um gift- ingu góðs vinar, sem mun gleðja yður mjög. Sporðdrekinn: (23. okt. — 22. nóv.) HÚN: — Þér verðið fyrir óþægindum í starfi yðar, en verður hægt að koma í lag í næstu viku. 1 hjartansmál- unum er útlitið glæsilegt. Happadagur verður föstu- dagur. HANN: — Vikan byrjar leiiðnlega, en endar á sér- lega skemmtilegan hátt, sem fær yður til að gleyma öllu öðru. Sunnudag fáið þér heimboð. Bogamaðurinn: í23. nóv. — 20. des.) HÚN: — Það mun margt koma fyrir í þessari viku og sem mun gleðja yður mikið. Þér munuð fá betri árangur í starfi yðar, ef þér reynduð að vera sjálfstæðari i hugsun. Happadagur er þriðjudagur. HANN: — Athugið vel það, sem þér segið og skrif- ið næstu viku. Þér munuð kynnast konu og það eru niiklir möguleikar á gift- ingu, ef þér komist yfir feimni yðar og óframfærni. Steingeitarmerkið: (21. des. — 19. jan.) HÚN: — Þér fáið alveg sérstakt tækifæri, til að koma óskum yðar í fram- kvæmd, ef þér hafið augun opin. Farið ekkert út á 1 augardagsk völdið. HANN: — Vinur yðar mun heimsækja yður. Hann þarf á hjálp að halda, en er of óframfærinn, að biðja um hana. 1 hjartansmálun- um er allt bjart. Laugardag verðið þér boðinn í ferða- lag. Viljið þið fá blaðið sent heim? Viljið þið fá blaðið með afslætti? Þá ráðleggjum við ykkur þetta: GERIZT ÁSKRIFENDUR! Utgefandi VIKAN H.F.. Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarma^ur: Jökull Jakobsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.