Vikan


Vikan - 02.10.1958, Blaðsíða 16

Vikan - 02.10.1958, Blaðsíða 16
Sérhver húsmóðir veit að kökurnar verða því aðeins gtíðar og fallegar, að hún noti í þær fullkomnustu hráefnin. Sérfræðingar í kóku- gerð víðsvegar um heim, hafa í nærfellt hundr- að ár notað ROYAL lyftiduft til framleiðslu sinnar*.' >, Notið ROYAL LYFTIDUFT H.f. Eimskipafélag íslands i ; Tilkynning til viðskiptavina vorra Vér viljum hérmeð tilkynna heiðruðum viðskiptavinum vorum, að firmað Seeuwen & Co., Rotterdam, hefur ekki lengur á hendi afgreiðslu skipa vorra í Rotterdam og Amsterdam. Við afgreiðslunni hafa tekið: Meyer & Co's Scheepvaart-Maatschappij, N.V., Westplein 9, Rotterdam Símnefni: REYEM. Sími 117.580 Óskast þyí öllum vörusendingum, sem fara eiga hing- að til lands um Rotterdam, framvegis beint til hins nýja afgreiðslufirma vors, sem að ofan greinir. ¦'•" i: Reykjavík, 22. september 1958. H.F. EIMSKIP/IFÉLAG ÍSLAIMDS Mest umtalaða bók ársins! Mest lesna bók ársins! Frú Lúna í snörunni eftir norska rithöfuiidinn AGNAR MYKIÆ í þýðingu Jóhannesar úr Kötlum. Höfundur segir í formáia að bókinni: Við erum svo nakin í Noregi. Þess vegna ber að taka það fram að ekkert í sögu þess- ari er ritað í þeim tilgangi að særa nokkurn lifandi Norð- mann né varpa skugga á orðstír þeirra, sem gengnir eru. Það sem áf er sagt í bók þessari hefir aldrei gerzt. f bók þessari búa englar og djöflar, dýrlingar og puk- ar. Þeir eru einungis til í þessari bók. Það er þýðingar- laust að leita að þeim í veruleikanum. En með því að bók þessi býr yfir öðru og meira en því sem höfundurinn hefir sjálfur reynt í lífi sínu. er það von höfundarins — og hin eina afsökun bókarinnar — að lesandinn muni lifa frásögn þessa með raunverulegri hætti en veruleikann sjálfan. Bók þessi er hluti af Noregi. Hún er frásagan af vegferð ungs Norðmanns um jörð- ina; ljóð um efa hans og trú, öryggisleysi hans og fáhn- andi þrá, smánarbyrði hans og mannorðsdraum. IMokkrar raddir úr norrænum blöðum: Fyrir kemur að við rekumst á bók sem sker sig úr fjöldanum og opnar okkur dyr að tilfinningum sem eru svo sterkar, svo ofsafengnar, svo ákafar og undurfagrar að við lútum heitu höfði, yfirbuguð------------. Það kemur sjaldan fyrir, mjög sjaldan, en þegar það kemur fyrir, já þá erum við ekki með sjálfum okkur í marga daga á eftir, jafnframt því sem við gleðjumst yfir listinni sem tæki til að öðlast þekkingu á lífinu. Bókin sem hér um ræðir er „Frú Lúna í snörunni". — — Gudmund Roger-Hendricsen. Þessi bók er — að minnsta kosti í norrænum bók- menntum — kraftaverk ársins! — Jörgen Claudi. Verk sem rís hátt og fagurt á sökkli sinum, bók sem gott er að minnast. — Gösta Persson. Þessi skáldsaga er eins og hlaðin sprengja. — Hemming Sten. BLAFELLSIJTGAFAN >, STEINDORSPRENT H.F.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.