Vikan


Vikan - 02.10.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 02.10.1958, Blaðsíða 13
nálgast mig gegnum dóttur mína — til þess að þvinga Clifford út úr hótelinu og losna við hann." Thursday gretti sig hugsandi. „Smitty — hefurðu nokkurn tíma hugsað út í það, að þannig getur það einmitt hafa verið?" , Rödd hennar var mjúk. „Auðvitað! Ég hef hugsað um það. Hefurðu nokkurn tíma hugsað út í það, að ég hefði getað sigað þér á Spagnolettana, því að ég væri hrædd um, að Leo væri að leika sér að stelpunni minni?" „Er þetta satt?" „Ég veit ekki, Max. Kannske undirniðri. Ég myndi gera allt fyrir þessa stúlku. Og þig líka." Hlátur Thursdays var mildur. „Enga gullhamra. Ég ætla að leggja á núna og laga mig til. Ef eitthvað nýtt verður uppi á teningnum, skaltu hringja i mig Jackson 2668." „Allt í lagi, Max. Farðu varlega." „Blessuð." Hann setti tólið á simann., Georgia leit á hann kvíðin. „Er eitthvað nýtt, Max?" „Nei, ég er í vandræðum eins og vant er." Thursday brosti, þegar hann sá áhyggjusvipinn á andliti hennar. „Viltu ekki gefa mér volgt .vatn, til þess að ná þessum skít frá National City af mér." Georgia stóð upp. Þegar hann kom íir steypubaðinu, sat hún alvarleg i bragði á rúmi sinu. 1 hendi hennar var dós með græðismyrsli, sem hún hafði fengið á lögreglustöðinni. Hún krafðist þess að fá að bera -á bákið á honum. Þegar svalir fingur hennar höfðu núið á honum bakið, skipaði hún hon- um að klæða sig i föt af manni sínum. Thursday leit á rytjulega fatahrúg- una, sem hann hafði verið í og gat ekki fundið neina skynsamlega. mótbáru. Gráu tweet-fötin, sem hún hafði komið með handa honum fóru hohum vel. Hann var í rökum undirbuxum innanundir: hlægileg virðing hans fyrir látna lækninum, kom í veg fyrir að hann færi einnig í undirföt hans. Skórnir af Homer Mace voru of þröngir. Skórnir hans sjálfs voru stífir af salti, en hann tróð sér í þá. Hún hafði komið með ljósbláa sportskyrtu handa honum. Hann gerði ráð fyrir, að Géorgia hefði munað kragastærð hans og engin af skyrtum manns hennar hefði náð utan um vöðvamikinn háls hans. Þegar hann greiddi sér fyrir framan spegilinn, sá hann, að fötin fóru honum afar vel. Hann lagði greiðuna hægt frá sér og neri á sér nýrakaðan kjálkann. Hann fór að hugsa: hafði Georgiu nokkurn tíma dottið það í hug, að seinni eigin- maður hennar var nákvæmlega jafnstór og eins í vextinum og fyrri eigin- maðurinn ? Framháld í nassta blaði. NAKIIM KOIMA Framhald af bls. 11. þetta," hélt hann áfram. „Hvert þessara umslaga inniheldur ofurlítið af dufti. Þau eru skýrt merkt, „hár, neglur, skinn, varir o. s. frv. Nú, þegar þér blandið liti yðar fyrir þessa hluti myndarinnar, þá verðið þér að bæta þessu dufti í samkvæmt árituðum fyrirmælum. Eruð þér á- byggilegur maður?" „Vissulega!" sagði hinn furðu lostni málari. „Viljið þér heita mér því að fara samkvæmt fyrirmælum mínura?" Michael kinkaði kolli. „Gott og vel. Hér er ávísun min á fimmtán þúsund dollara. Plýtið ySur eins mikið og þér getið með verkið árangursins vegna og latið mig vita strax og þér hafið lokið því." Van Orton gekk til dyranna. „Í5g tók fyrirsætuna með mér i bílnum. Ég mun senda hana upp með myndim- ar. Verið þér sælir!" Bonzé hneig niður i stól um leið og hurðin lokaðist. Vorið er komið í Feneyjum og Piazza San Marco er nýþvegið og skinandi. Frú Van Orton situr á Hotel Florian við enda torgsins og dreypir á vínglasi. Henni finnst að guð sé á himnum og lifið sé dans á rósum. Frú Van Orton hefur vöxt sem lítur vel út í hverju sem er, en áhrif hans eru í öfugu hlutfalli við það magn fata sem hún er í; það sést á Lido-baðströndinni í Feneyjum. Þegar hún gengur eftir baðströnd- inni í sumar munu konurnar snúa sér undan og mennirnir súna sér að henni. Konurnar munu segja: „Hver er þessi amríska með brúðuandlitið í þessum djörfum baðfötum?" Karl- mennirnir eru þöglir um Lido — þeir munu ekki segja neitt. En þeir munu horfa. Og vorið kom á Washington-torgi. Cömlu trén voru farin að hugsa um páskafötin. Sennilega myndu þau á- kveða að vel klædd tré skyldu vera í léttum og mjúkum klæðnaði. Þau mættu vera með f jaðrir lika. Michael Bonze leit upp frá málverkinu. „Elskan," sagði hann, „þú ert bezta verk sem ég hef gert. Og ég er rétt að verða búin með þig." „Guði sé lof!" sagði Gilda. „Má ég hreyfa mig núna?" „Gjörðu svo vel," sagði hann. „Stattu upp og við skulum laga okk- ur kaffi." VIKAN Hann lagði frá sér málningar- spjaldið og burstana og hjálpaði henni í sloppinn og kyssti hana um leið aftan á hálsinn. „Ég er að velta því fyrir mér," sagði hann, „hvort ég myndi hafa gert svona góða mynd, ef ég hefði ekki orðið ástfanginn af þér. Ég á gamla Van Orton margt og þakka. Ef það hefði ekki verið hans vegna — og Pierre Vanneau —" „Hvers vegna Pierre Vanneau?" spurði hún. Michael brosti þegar hann minntist óánægju sinnar. „Það var hann sem stakk fyrst upp á því að ég málaði fallegar konur. Ég móðgaðist við hann". „Það geri ég líka," sagði Gilda, „ef þú dirfist að mála aðra. konu en mig." „Ekkert að óttast!" sagði hann hlægjandi. „Það verður engin nema þú. Ég mun mála þig í öilum mynd- um, allt frá Medusu til heilagrar Maríu". „Ég gæti verið Medusa," sagði Gilda. Seinna um .daginn var málverkið tilbúið til mikillar gleði bæði fyrir hstamanninn og fyrirsætuna. Næsta morgun fór Michael á fæt- nr áður en Gilda vaknaði. Hann vildi sjá myndina í hinni köldu morgunskímu. Þrátt fyrir óvænta sjálfsánægju, sagði hann við sjálfan sig, fannst honum myndin góð •— mjög góð. Hún var kannske ekki ný- tizkuleg, kannske var stílhnn ekki frumlegur, kannske var hún ekki ný hugmynd. En vinnan, litirnir, sam- setningin, uppstillingin — það var allt fullkomið. Enginn gat neitað því. Það þurfti ekki mikla einbeitni til að imýnda sér hina guðdómlegu veru rísa upp úr legubekknum og stiga niður á gólfið. Bonze fannst það ekki réttlátt að hans bezta verk skyldi eiga að hengjast upp í dimmu og eyðilegu húsi á meðal fjölda væminni holl- enskra málverka til einka-ánægju gamals og einmana Hollendings. Þrátt fyrir allt, listin var fyrir al- menning. Ef Meyergold gæti séð þetta myndi hann segja annað. Ef það væri ekki vegna peninganna, þá myndi hann ekki láta Van Orton hafa myndina — þennan gamla og móðgandi idíót! Hann myndi að minnsta kosti ekki kunna að meta það. Það hefði engu breytt fyrir hann hvort myndin var góð eða vond. Það sem hann vildi fá var líking. Eftir nokkra umhugsun sá hann skyndilega hvernig hann gæti haldið myndinni. Hann ætlaði að gera eftirmynd af málverkinu og láta Van Orton fá hana. Auðvitað myndi hún ekki verða eins góð og frummyndin, en hvað um það ? Hann haf ði ekki lof að að skila meistaraverki. Auðvitað var þetta með litlu duftpakkana — hann notaði það allt í frummyndina — en — j'æja, það var heimskulegt samt sem áður. Hann vakti Gildu með hrópi og sagði henni hvað hann ætl- aði að gera. Ég verð búin með hana i vikulokin. Þá fæ ég ávísunina og við förum beint til borgarstjóra og látum gifta okkur." Gilda horfði á klukkuna á nátt- borðinu. „Heldurðu að þetta sé heppilegur tími til að biðja stúlku," umlaði hún og dró sængina upp fyr- ir höfuð. Michael blistraði hátt og fjörlega og b^'rjaði að vinna. Jeremiah Van Orton kraup fyrir framan eftirlikinguna af konu sinni liggjandi á legubekk. Hann hafði aldrei séð hana þannig. Hún hafði alltaf haldið honum i hæfilegri fjar- lægð. En núna var hún nálægt — nógii nálægt til að. koma' við hana með fingurgómunum, eða löngum prjörii, eða vel brýndum hníf. Þó að hann léti aldrei sitt æðislega tillít falla af mýndinni þá vanrækti hann ekki hlutverkið, sem hann ætlaði að vihna. Með ósjálfráðum hreyfingum brýndi hann nokkra rýtinga og hnífa. Urg stálsins og ör andardráttur hans voru einu hljóðin sem heyrðust i rökkvuðu herberginu, Hann vætti stöðugt opnar varirnar með tung- unrii'. Hjartslátturinn varð harðari og harðari. Jeremiah vissi að taugaáreynslan við aftökuna myndi drepa hann og hann varð að flýta sér. Hann reis á fætur og ávarpaði málverkið með hjáróma og skjálfandi röddu. „Marion", sagði hann, „ég held lífi þínu í þessari eftirmynd af holdi þínu og blóði. Skilurðu það? Þetta ert þú!" Hann reyndi oddinn á rýtingnum á þumalfingrinum á sér. Rödd hans varð að öskri. „Nú átt þú að deyja, Marion, ást- in mín, hvar sem þú ert!" Blóðstokkin augu hans störðu dá- leidd á myndina um leið og hann nálgaðist hana. Æðarnar á hálsi hans og enni slóu ákaft. „Fyrirtak!" sagði hr. Meyergold. „Alveg fyrirtak! Ég verð að segja kæri Bonze að þú gerir mig undr- andi!" Hann leit í kringum sig með svip, sem hundaeigendur nota oft, ef þeir eiga hund sem getur setið uppréttur og tekið í hendurnar á fólki. Honum fannst hann finna til föðurlegs stolts. Honum fannst hann hafa leikið þýð- ingarmikið hlutverk í sköpun þessa unga listamanns með hinum ströngu og ákveðnu neitúnum, þangað til núna að tilganginum var náð. Hann sneri sér aftur að myndinni og kink- aði kolli. Bonze var góður hundur oj það var ekki nema sjálfsagt að geft honum bein — hann hafði unnið tó þess. „Fyrirtak!" sagði hann aftur. „Hvað kallarðu það?" „Ég kalla það," sagði Michael, og reyndi að finna sennilegt nafn, „ég kaila það „Nakin kona"." Hr. Meyergold leit snögglega npp. „Nakin kona". Hann velti þessu fyr- ir sér. „Gott! mjög gott! Ágæt skil- greining. Þetta er engin venjuleg nektarmynd; engin grisk goðacfis sem ekki skiptir máli hvort er einum metra af lini meiri á eða ekki.'' Hann áleit að hann hefði þarna sérstak- lega góða fyrirsögn og ákvað að krota það hjá sér um leið og hann , væri farinn héðan. Hann hló af &- nægju með sjálfan sig. „Ó nei, þessi unga kona er feimin og vandræða- leg ef hún er ekki i fötum." Hanr hélt áfram að mikla þetta fyrir séi' i von um að hann fyndi aðra betr'' fyrirsögn. „Hérna höfum við fundií' konu í mjög vandræðalegri aðstöðu. Ég er viss um að „Nakta konaii" yðar er mjög óánægð yfir þvi að við skulum vera að horfa á hana." 1 herbergi sinu á ströndinni var ' Marion Van Orton að fara úr bað- fötunum og í mjög skrautleg nátt- föt þegar henni fannst allt í einu að fylgst væri með sér. Hún vafði sig i baðhandklæði upp að öxlum og leit i kringum sig. Það var auð- sjáanlega ekkert sem hún þurfti að óttast. En hún vissi að það var ein- hver sem rannsakaði hana nákvæm- Iega. Hún flýtti sér í náttfötin og fór út úr herberginu og var viss um að hún myndi koma einhverjum ókurteisum karlmanni á óvart, sera væri að horfa í gegnum gat á veggn- um. En það var enginn maður ná- lægt. Þrátt fyrir hita dagsins fór hói aftur inn í herbergið og vafði sig inn í þykka kápu. Samt hvarf þessi' óþægilega tilfinning ekki. „Guð' minn góður!" sagði hún við ' sjálf a sig, „mér finnst ég vera alveg 'nák-' in!" ' ' ¦ '¦¦'¦¦'- ¦' '"'!,! !&'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.