Vikan


Vikan - 02.10.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 02.10.1958, Blaðsíða 12
Eínn €E wnóti ölluwn FOB: A.: Max Thursday, fyrrum leynilögreglumaður, er sldl- inn a gstur í drykkjuskap. Hann hefur raðið sig sem löggœzlu- mann a nrörlegu hóteli fyrir mat og gistingu. Georgia, kona hans sem var, sem nú er gif t lœkninum Homer Mace, kemur þangað til hans. Tommy, syni hennar og Max, hefur verlð rænt, og hún þorir ekki að leita til lögreglunnar. Max fer nú til samstarfsmanns Homers, en fær þar heldur kuldalegar móttbkur. Sama kvöld er lœknirinn, Elder, myrtur. Grunur fellur fljótlega á ftalska brœður, að nafni Spagnoletti, sem eru alræmdir bófar. Hins vegar grunar lögreglan Max um morðið á Elder, en Georgia kemur með rangan vitnisburð, til þess að koma Max undan fangelsun. Max kemst nú að því, áð stulka að nafni Angel, er eitthvað tengd Spagnolettl- bræðrunum. Stúlka þessi býr a sama hóteli og hann. Hann reynir nu að lokka Angel til sin með perlu, sem hann hafði fundið í skrifborði Elders læknis.------------ „Nú." íiann kveikti sér í sígarettunni. Georgia fann greiðuna í annarri hendi sinni og lagði hana á kaffiborðið. Feimnisleg augu hennar litu til Thursdays. „Ég var að greiða mér, þegar þú bankaðir. Ég held að ég hafi ætlað í kirkju." Það fóru krampadrættir um andlit hennar, sem báðu hann um að skilja. „Ekki vegna þess að ég get beðið betur þar en hér, en eitthvað verð ég að gera við tímann. Þetta hús er svo tómt — en það er ekki nógu tómt." Hún horfði á svart klæðið í kjöltu sér. „Ég skammast mín, Max. Ég vtrðist ekki geta syrgt nóg. Ég meina, ég veit að Homer er dáinn, og ég veit, að Tommy getur verið —" ,,Nei." Orðið skar hranalega setningu hennar í sundur. Georgia lagði hendi sína á þá hendi hans, sem hélt um handlegg hennar. .jHafðu engar áhyggjur, Max. Ég sleppi mér ekki. Það er bara — ja, mér finnst það bara ekki rétt, að maður geti ekki látið í ljós allar þær sorgir, sem maður ber. Það kemur jafnvel stundum fyrir að ég brosi að einhverju -smávægilegu atviki. Það ætti ég ekki að gera og ég skammast mín. Ég skil — ég veit, að Homer og Tommy koma aldrei aftur. Eg veit það! En, Max, mér er ekki nógu — hlýtt — til þeirra. Ég gæti ekki elskað þá heitar, en —" Titrandi rödd hennar dó út í dimmu herberginu. Brún augu hennar voru opin, full örvæntingar. „Max — er ég eitthvað einkennileg?" Thursday sneri sér að henni. Georgia — hlustaðu á. Þetta er svo mikið — þetta er þér svo mikið — að þú getur ekki tekið á móti öllu í einu. Eins og dauðinn. Enginn trúir því i verunni, að hann eigi eftir að deyja. Þannig er manni einnig innanbrjósts, þegar einhver náinn vinur deyr." Augu hans störðu í blindi framhjá henni. „Og segðu þetta ekki með Tommy. Hann kemur aftur —" „Max!" Hann þagnaði, þegar hún æpti. „Handleggurinn á mér —" Thursday sleppti henni. „Fyrirgefðu." Georgia neri á sér handlegginn og leit upp sorgmædd. „Nei, það er mér að kenna. Það er verra en að ganga af göflunum — sitja hérna — í óvissu — og láta þig annast mig og vorkenna mér." Eftir stutta þögn bætti hún Við: „Hvað hefurðu verið að gera?" Hann var eins og dæmdur. Hún roðnaði. Hann reyndi að tala blíðlega. „Það var ósköp lítið. Ég er búin að fá svar, sem er mér samt lítilsvirði. Það gagnar litið að vilja ná í tvo náunga, sem maður veit ekki einu sinni hvar eru." Hún horfði áköf framan í hann, meðan hann sagði henni söguna, sem hann hafði sagt Smitty fyrir skömmu. Loks hvíslaði hún: „Svo að það er búið að hegna manninum sem drap Homer." „Ekki nóg. Dyrnar opnuðust og Le drapst. Það var ekki nóg." „Nei. Það —" Georgia reyndi að hugsa um eitthvað annað. „Ef þú held- ur að Clapp sé að leita að pér, Max, hversvegna komustu þá hingað? Það er haldinn vörður um þetta hús." „Já, maður frá héraðslögreglunni. Það er auðveldara að komast fram- hjá honum en mönnum Clapps. Ég kom upp hæðina, aftan við húsið. Varð- "maðurinn hefur aðeins auga með framhlið hússins. Og bílskúrnum — til þess að sjá um, að þú akir ekki óvarin á brott." „Kennir þig ógurlega til í bakinu?" Augu Georgiu lýstu meðaumkun. „Ekki eins mikið og þú heldur. Ég þarf bara að sofa." „Viltu hvíla þig dálitla stund, Max?" Hún hikaði og sagði biturri röddu: „Eða —¦ þér er svo kalt — kannske — viltu fá eitthvað að drekka?" Eftir WADE MILLER Hann hló hranalega. Þegar hann hætti, sá hann kvíðann í augum henn- ar og sagði: „Það er ekkert í heiminum, sem mig langar eins mikið í, elskan mín. En við skulum heldur hafa það eitthvað matarkyns. Ég ætla ekki að eyðileggja fyrir þér daginn." „Nei. Les sagðist kannske myndu koma, en það verðu ekki fyrr en eftir hádegi. Og ég vil heldur vera hérna en að fara í kirkju." „Leyfðu mér að kynna mér dálítið fyrst. Hvai- er siminn?" Hann var á mahóníborði við hliðina á legubekknum. Georgia setti hann á kaffi- borðið. Hann sagði: „Smitty er eflaust búin að naga á sér neglurnar upp að olnbogum," meðan hann sneri skífunni. Hás kvenrödd kom í simann. „Bridgway." „Hver heldurðu að sé lifandi." „Max!" Þegar hún hafði stunið upp nafni hans, hvíslaði hún: „Reyndu ekki að koma aftur. Clapp er með sína menn hérna á vappi." „Ég bjóst við því. Er hann búinn að koma á hótelið? Hvað sagði hann?" „Rólegur, vinur. Ertu uppistandandi?" Vöðvarnir á baki hans herptust saman og hann deplaði augunum til Georgiu. „Ég er í góðri umsjá. Er öhætt að tala, eða er Clapp búinn að ná sambandi við símann?" „Hann komst ekki í forsalinn." „En herbergin? Kannske er einhver manna hans í einhverju herberginu og er nú að hlusta á samtalið." „Það er ekki hægt. Það er aðeins hægt að hlusta á símaborðinu. Var farið illa með þig í gær?" „Smávegis, en það er búið. Hvað sagði Clapp?" „Hann þaut hingað inn fyrir eitthvað klukkutíma. Hann gerði Harvey dauðskelkaðan og vakti mig. Rocco Spagnoletti og bílstjórinn hans virðast hafa keyrt út af bryggju í National City í morgun. Lögreglubáturinn, sem sigldi þarna nálægt, heldur að það hafi verið einhver þriðji maður. En eru ekki vissir." „Ágætt." „Ég hélt það, Max. Ég kom með fjarvistarsönnun fyrir þig. Ég sagði, að þú hefðir verið nýfarinn, þegar Clapp kom, og sagði, að það væri. leið- inlegt að þið skylduð ekki hittast. Þú getur rétt ímyndað þér hvort hann kolgleypti ekki við þessu. Hann brosti bara, og sagðist ætla að láta nokkra menn hérna í kring ef ske kynni að þú kæmir aftur. Hann sagðist bara vilja forða þér frá vandræðum." „Hann meinar það vist vel. En ég vil ekki láta neinn hindra mig núna. Ekki, þegar ég veit hvern ég er að elta." „Ein einhver gerði þetta í National City, samt. Þegar þeir náðu 1 bílinn, sem var á tuttugu feta dýpi, var Bert enn í honum. Hann fékk stýrisstöng- inga beint gegnum brjóstið. Rocco flaut upp á eigin spýtur, en eitthvað hafði lent milli augnanna á honum. Svo að hann er í dái og verður það víst í nokkrar vikur — ef hann raknar þá nokkurn tíma úr þvi. Sérfræðingarnir eru farnir að eiga við hann uppi á Mercy spitalanum." „Ég verð að vona það bezta." „Jamm. Það er eitt enn." Það hlakkaði í gömlu konunni. „Clapp ætlaði að sleppa sér, þegar ég sagði honum, að Judith væri dóttir mín?" „Sagðir þú honum það?" „Eg gat ekki annað gert, Max. Ég held, að það hafi haldið honum i skefjum — og hann hefði hvort eð er komizt að því. Clapp vissi, að Clifford hafði falið sig hérna, án þess að ég vissi. Hann vissi, að Spangolettarnir voru engir vinir mínir. Svo að ég bjó til söguna um Spagnolettana, og sagði, að þeir hefði líklega haldið, að ég vissi, að Clifford faldi sig hérna. Svo að þeir fóru að snuðra í kringum bankann, til þess að reyna að fá höggstað á mér. Og að hverju komast þeir, nema því, að ég á dóttur í Del Mar? Þessvegna lét ég Clapp hafa það, að Spagnolettarnir væru að reyna að n VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.