Vikan


Vikan - 02.10.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 02.10.1958, Blaðsíða 14
Einum mánuði seinna hafði Mar- ion Van Orton ástæðu til að minnast þessa dags á ströndinni. Hún sat á Excelsior barnum og las tveggja vikna gamalt eintak af New York Times. Hún hafði raunverulega veriS ati lesa það til þess að vita hvort það væri ekkert meira um dauða manns hennar. 1 nokkra daga höfðu öll blöðin verið full af fréttum um að „Stórríkur maður giftur frægri leikkonu finnst látinn." Þegar hún heyrði fyrst um þetta, hafði hún velt því fyrir sér hvaða mynd það væri, sem hafði fundist sundurskorin og tætt og hún var forvitin að vita hvað það var sem hafði skeð, áður en hann fékk hjartaslagið, sem gat komið honum til þess að eyðileggja eina af myndunum sem honum þótti svo vænt um og hafði verið stoltur af. ÞaS var ekkert meira í Times. Sag- an var þurrausin og hafði orðið að víkja fyrir grein um leiSangur til suðurpólsins. l.'.ii að hafa lesið leiSinlega klausu um væntanlega opn- un á sýningu málverka eftir málara, áem hafði nýlega gifst fyrirsætu jinni, sneri Marion sér að hinum myndarlega félaga sínum. „Sumt fólk heldur því fram," sagSi hún, „aS það hendi fleiri merkileg- ir atburðir hér í New York en á nokkrum öðrum stað. En horfið á þetta dagblað; þaS er ekkert merki- legt eða eftirtektarvert í því. Þetta er alveg fyrir neSan allar hellur." Og þá, allt í einu, fann hún þessa hræðilegu tilfinningu eins og martröð koma yfir sig. Hún var allsnakin og fólk var aS skoSa hana, setja út á hana og dást að henni. Hún greip ut- an um hálsinn og leit óttaslegnum augum um herbergið í leit að hinum seku. Hún f ann engan, en hún vissi að fyrir einhverjum voru fót hennar eins og gagnsæ slæða. Prú Marion Van Orton þáut á fætur, án þess að afsaka sig við hinn undrandi vin sinn, og hljóp upp í herbergið sitt á hótelinu. Hún dró niSur gluggatjöldin og slökkti Ijós- ið og hljóp síðan og læsti hurðinni' og setti slagbrand fyrir. Tilfinn- ingin varð sterkari með hverju augnabliki. Henni leið mjög illa. Hún þrýsti sér inn í klæðaskápinn og lok- aði hurSinni. Jafnvel þar var engin undankoma frá þeirri vissu að hún var nakin og bjargarlaus fyrir fram- an fjölda af fólki. Hún dró fötin í skápnum yfir sig og seig niður í hornið á skápnum. Hún fann að hún var að verða brjáluð, brjáluð .... Endir 973. KROSSGATA VIKUNNAR. Landhelgisgæzlan Framháld af bls. 7 Þetta finnst mönnum kannski ekk- ert sérlega merkilegt, en hafa menn þá gert sér grein fyrir því, hversu víSáttumikil landhelgin er orðin? Eða er annars nokkuð að marka iþétta? Já, það er hægt að staðhæfa iþað meS miklum líkum, aS svo og svo mörg skip séu í landhelgi, því aS meS 6 varSskipum og tveim flug- vélum er unnt að skoSa ALLA IS- LÉNZKU LANDHELGINA á fjór- um 'klukkustundum. Vel útbúin flugvél. ÞaS hefur komiS á daginn, að Catalinarflugbátur Landhelgisgæzl- unnar hefur reynzt hentugur til gæzlustarfanna. Annars er tegundin framleidd undir hinu dularfulla heiti PBY-6A, þó að hún gangi al- mennt undir nafninu Catalina hér á landi. Flugvélin getur lent og hafið sig á loft bæSi á sjó og landi, en þaS kemur sér oft vel. Auk þess er hún biíin öllum hugsanlegum sigl- ingatækjum, þar á meðal radar- tækjum, sem gert kleift að staðsetja skip í dimmviðri, og einnig að vera á ferðinni í misjöfnum veðrum. Flug- báturinn hefur mikið flugþol. Hann getur, ef því er að skipta verið á lofti í heilan sólarhring. Venjulega er þó aSeins veriS með 14 klst. benzin í -gæzluferðum, en þaS nægir til þess að skoða alla landhelgina og meira tiL Um borð í vélinni starfar sex - manna: áhöfn. Skipstjóri, stýrimaður, tveir flugmenn, loftskeýtamaður og vélstjóri. Allir þessir menn hafa sitt ákveðna starf með höndum meðan vélin er á. lofti. Um borð rikir full- komið skipulag. Hver hefur sitt verk að vinna — og veit þaS. Allt eru þetta ungir menn, og sumir þeirra hafa verið á vélinni allt frá því er hún komst í íslenzka eigu. Brautryðjendur. Það eru einkum tveir menn, sem leyst haíc. byrjunarörðugleika flug- gæzlunnar, en það eru þeir Pétur Sigurðsson s.'upstjóri, forstjóri Land- belgisgæzlunnar og Guðmundur Kjærnested, sem farið hefur með skipstjórn á flugbátnum mestan part, síðan hann var tekinn i notkun. Báð- ir þessir menn hafa unnið ómetan- legt starf við skipulagningu flug- gæzlunnar. Langhelgismálið. Islendingar geta ekki státað af miklum auðlindum.í jórðu, og þess- háttar. Fiskimiðin umhverfis brim- sorfna ströndina eru einu auSæfin, og hafa í nokkrar aldir veriS helzta gullkistan. En því miður hefur þjóð- in ekki setið ein að þessum góðu fiskimiðum. Útlendingar hafa eftir beztu getu stundað þar rányrkju um áratuga skeið, unz er komið að, að fyrir dyrum stendur eyðilegging miðanna. Það ætti að vera óþarfi að taka það fram i íslenzku blaði, hversu erfitt þaS hefur veriS aS fá aðrar þjóðir til þess að skilja og viður- kenna sjálfsagðan eignarétt íslenzku þjóðarinnar til fiskimiðanna um- hverfis landið, að skilja þá stað- reynd, að rétturinn til fiskveiða á landgrunninu er ekki réttur heims- borgarans til veiða á „úthafinu," heldur er um aS ,ræSa rétt hins inn- borna manns til náttúrunnar og jarSarinnar i nánasta umhverfi sínu. Verndun fiskimiðanna er höfuð- nauðsyn fyrir okkur Islendinga, því án þeirra er erfitt að halda áfram að búa í landinu. Þessvegna er land- helgismálið líka í raun og veru sjálf- stæðismál. Það hefur margt blásið á móti undanfarna daga, en Islendingar geta veriS bjartsýnir, því þaS hefur enginn barizt til einskis fyrir sjálf- stæSi sínu. Lárétt shýr'mg: 1 ríkjasambandiS — 13 sjávardýr — 14 vargur — 15 kvendýr —¦ 1&> tölu — 18 hlaSi — 20 slæmt skyggni — 23 mjólkurmattur — 25 fjallgarð- ur — 27 bára — 29 eldsneyti — 30 skop — 31 óbreyttur liðsmaður — 32 sigraSi — 34 æSri verur — 36 skrafi — 3T tangi — 39 vatnadýr —• 41 gaf frá sér hljoð — 42 kjark — 44 kalt — 46 átt — 49 sorgarmerki — 51 vesæll — 53 röS — 55 lélegur — 56 í munni, þf. — 57 gangskiptir — 58 hestur — 60 falin — 62 íþrótt —63 hviður — 65 vindsnælda — 67 málmur — 68 mánuður — 70 óþétt — 72 nærður — 75 gleSimótið. Lóðrétt skýring: 1 gyltu — 2 einkennisstafir — 3 árshátíð — 4 kvenmannsnafn — 5 gæfa — 6 titill — 7 samstæðir — 8 jurt — 9 röng — 10 núa — 11 titill — 12 þingdeild — 17 ungviðið — 18 fall — 19 stórfljót — 20 kvendýrið — 21 fjallgarður — 22 skyldmenni — 24 smábýli — 26 afrek — 28 tónn — 33 mansnafn — 34 partur fisksins — 35 gefur frá sér hljóð — 36 viðurnefni — 38 ask — 40 smælki — 43 tákn. — 44 listar — 45 tala — 46 nokkrir — 47 raska — 48 vera gilt — 50 skinnpoka — 52 gerði að dufti — 54 spil — 59 skemmd — 60 tekið undir — 61 tappa — 62 sam- sull — 64 húsdýr — 66 ullin — 69 samtenging — 70 eins — 71 frum- efnistákn — 72 forsetning — 73 frumefhistákn — 74 greinir. Lausn á krossgátu nr. 972; LÁRÉTT: 1 VE — 3 takmarkalaus — 13 ASF — 15 náið — 16 ósir — 17 nautnin — 18 völuna — 20 dús, — 21 kveri — 24 Saar — 27 ein- göngu — 29 ætigrös — 31 tug — 32 ull — 33 rakkanum — 35 smál. — 36 as — 38 ta — 39 fól — 40 Þ.I. — 41 ss — 42 búri — 44 ungafóðr. — 47 ati — 49 GMA — 49 rökræði — 50 raskirðu — 52 gnak — 53 fórst — 55 ama — 57 stutta — 59 annálað,— 61 snák — 62 skói — 63 LlU — 64 gærufrakkinn — 65 sr. LÓÐRÉTT: 1 vandraeðabarn — 2 Esaú — 4 annmarka — 5 kái — 6 mink — 7 að — 8 kvörnum — 9 lóu — 10 asnanum — 11 uia — 12 sr. — 14 fussir — 18 veitular — 19 Ligg — 22 VE — 23 fulskipaður — 25 agati — 26 rök — 28 glás — 30 safnaðra — 34 nóg — 35 síSra — 37 súta — 40 þóknunin — 43 risatár — 44 umrótar — 45 fög — 46 rækall — 48 gift —51 U.S. — 54 takk — 56 maís — 57 snæ — 58 uku — 60 nói — 61 S.G. — 62 sk. Aðlaðandi er konan . . . Framháld af bls. 7. „Og nú eru þaS hendurnar" — Ég laut yfir krukkur mínar og vopn; ég klippti, raspaSi, blés og néri. Þá útbjó ég mér hádegisverS á bakka syngjandi og glöS. Ég bjó líka fat meS heitu sápuvatni fyrir fæturnar. Ég skaraSi upp í eldinum, setti bakkann á hnén og hafSi fæturna ofan í fatinu. A kremuSum höndunum hafSi ég gamla bómullarvettlinga. Ég setti bók á bak við diskinn og hallaði mér aftur á bak. Olían var enn í hárinu og það hékk í strönglum, augabrýrnar héngu enn ógnandi niður yfir augun og andlitið var enn rauSglóandi und- ir svölu kreminu. Ég skar bita af eggjakökunni, las milli greinaskila í sögunni, en þá hætti ég skyndilega að tyggja og hlustaði. Hvað var þetta? Mér fannst ég heyra eitthvað, ég hlustaði aftur — ekkert; bara, vindurinn og regniS. Ég skar annan bita, stakk honum upp í mig og tuggði og það var ein- mitt þá, sem ég fékk þá undarlegu kennd, að ég væri ekki lengur ein. Mér f.mnst eins og það væri horft á mig. Ég leit varlega upp; ég var ekki ein, það var tiltölulega fjöl- mennt í herberginu. Þrír menn stóðu í dyrunum eins og auglýsing um „föt handa vel klæddum verzlunarmönnum." Sá í miðið var með angistar og undrun- arsvip. ÞaS var Marteinn, sá til hægri í frakkanum meS pípuhattinn var forstjórinn, sá til vinstri með smekklega uppvafSa regnhlífina var ókunnugur. Marteinn fékk málið. „Eg stakk upp á því," sagði hann kuldalega, „að við litum inn og fengjum okkur hádegisveðárbita." l&g tók bakkann af hnjánum, steig sljólega upp úr fatinu, ýtti nokkrum fitugum ormum frá augunum og fann bráðið krem renna niSur heitt andlitiS, en ég gekk til þeirra. Eg rétti fram hendina meS hvít- um hanska og brosti vandræSalega: „VeriS hjartanlega velkomnir," sagði ég stillilega. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.