Vikan


Vikan - 02.10.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 02.10.1958, Blaðsíða 4
$t OH >'. ,,t,lti«^r-^''é'^^^^~^^^Mmr,yátMmm)M',km*l/m' >&*£ SkUGGAR FORTÍÐARINNAR EFTIR RENÉE SHANN NAN SMITH er einkaritari Sir Reginalds Wadebridge & Highland Ha.Il og hún er ástfangin af syninum SlMONI. Nan á sér leynd- armál. Hún var trúlofuð ungum manni, John Cornell, sem yfirgaf hana vegna POLLlAB, sem var vinkona Nan. En Pollf sveik John og hann framdi sjálfsmorð. Hann sldldi eftir sig bréf, sem hófst a „Elskan mín ..." og allir héldu aB hann ætti við Nan. Hun hlaut fyrirlitningu fólks og var álitin samvizkulaus og grimm, en hun var svo örvingluð og raðvana að hún sagði ekki fra hinu sanna — — að bréfið hafði verið tíl PoIMar, — bó að hún hataði hana. Simon trúlofar sig og kemur með unnustu sína heim ttl foreldr- anna. Það er mikið reiðarslag fyrir Nan, þegar hún kemst að þvi, að stulkan sem í annað sinn hefur rænt hana hamingjunni er .... POLU. Drew horfði hugsandi á hana. Síðast þegar hann var í London, hafði hann lesið rœkilega allt sem skrifað hafði verið um sjálfsmorð Johns Cormell. Hann var sannfærðari en nokkru sinni áður að allur sannleikur- inn hafði ekki komið fram. Honum hafði komið sennileg tilgáta í hug. Það skírði hvers vegna Pollí og Nan höfðu svo augljósa andúð hvor á annarri. — Nan. — Já. — Hvers vegna segir þú Símoni ekki að John Cornell framdi sjálfs- morð vegna þess að Pollí sveik hann. Nan fölnaði. Drew vorkenndi henni. Þetta var vafaiaust það síðasta sem hún kserði sig um að ræða þegar hún var úti að skemmti sér. En hann Varð að fá vissu sína. — Hvernig veiztu það? ' — Ég hef lagt saman tvo og tvo> ég sá Pollí einu sinni með John. Það var kvöldið áður en hann framdi sjálfsmorð. Ég sagði henni það og hún þvertók fyrir að hafa nokkurn tima þekkt hann. Eg skildi að hún hlaut að hafa einhverja sérstaka ástæðu til að gera það. Hann þagði andartak og sagði síðan bliðlega: — Hvað var það, sem gerðist, elskan? Nan hikaði góða stund. En svo var eins og stífla brysti og orðin streymdu af vörum hennar. — Daginn, seni þeir fundu John, kom hún til mín og grátbað mig um að minnast ekki á sig. Lögreglan hafði fundið bréfið frá John, það hófst aðeins á orðinu ,,elskan." Það gat verið til hverrar sem var. Þar stóð að hann treysti sér ekki til að lifa lengur, fyrst hún hefði svikið hann. Það var einnig ýmislegt annað, sem sannaði hvers konar stúlka hún var. Konan, sem gerði hreint í ibúðinni hans sagði að bréfið væri til min. Það var eðli- legt. Hún haf3i oft séS okkur saman og vissi ,að við vorum trúlofuð. Bréfin frá mér fundust í íbúðinni. Pollí hafði aldrei skrifað honum staf. I síðasta bréfinu sem ég skrifaði honum, sagðist ég aldrei vilja sjá hann framar, það var hræðilegt bréf, skrifað rétt á eftir að ég komst að því að hann hélt framhjá mér með Pollí. Ég iðraðist strax og ég hafði lagt bréfið i póstkassann. Ég veit að bréfið frá mér hafði enga þýðingu. Það var allt Pollí að kenna. — Hvers vegna leiðréttirðu ekki þennan miskilning? — Satt að segja hafði ég ekki krafta til þess. Eg var svo sljó og sinnu- laus. Og hver hefði trúað mér? Allir elskuðu og dáðu John. Það hefði svert hann í augum fólksins. — Vissu engir aðrir um samband þeirra? — Jú, ég held það. En það stóð stutt og þau fóru* mjög dult með það. John sleit ekki trúlofunni við mig. Ég veit ekki hvers vegna. En honum hefur þótt vænt um mig á vissan hátt býst ég við. Ég veit ekki, hvers vegna ég skildi þetta ekki strax. Hann hringdi hvað eftir annað þegar við höfðu ákveðið að hittast og sagðist ekki geta komið. Hann var æstur og órólegur, alveg gerbreyttur maður. En ég treysti honuhi fullkomlega. Mér dall aldrei í hug að það væri nein önnur. — En svo hefurðu komist að því? — Já. Nan hikaði. ~— Ég kom í óvænta heimsókn eitt kvöldið. Við höfð- um rifist, þó ekkert alvarlega og ég vildi sættast aftur. Þau voru þar saman. Ilún hló gleCinnauðum hlátri. — Þetta var allt andstyggilegt. Og það hafði verið ég, sem kynnti þau. — Veslings Nan. Hún hristi höfuðíð. — Þao cr allt í Iagi. Þa5 er svo langt um liðíð nú. Ég hefði hatað hana miana, cf hún li-fSi gifst honum. En nokkrum dögum eftir að ég komst að þessu, komst hann að dálitlu um hana. Það var um hana og mann, sem kallaður var Bob, ég man ekki, hvað meira . . . Það kom sársaukasvipur á andlit hennar. — John var of veikgeðja og viðkvæmur. Hann þoldi svo Htið. — Svo hafið þið Polií ekki hitzt, fyrr en Símon kom með hana til High- land Hall ? — Nei. Og satt sð segja brá mér talsvert .Pollí varð líka mikið um að sjá mig. Hún kærði sig náttúrlega ekkert um að Símon og f jölskylda hans fengi vitneskju um, að við höfðum þekkzt áður. En ég aðvaraði Pollí. Sagði henni, að ég myndi gara allt, sem i mínu valdi stæði til að hindra að hún giftist Símoni og ylli honum eins mikilli ógæfi og John .Mér fannst ég hafa rétt til þess. Eg elskaði Símon. Og ég held hann hafi verið hrifinn af mér, áður en hann hitti Polli. — Og hvað nú? Nan yppti öxlum. — Hvað get ég gert? Polli er alvarlega slösuð og enginn veit, hvort hún nær sér aftur. Símoni finnst hann bera alla sök. Kannski hefur hann allt í einu uppgötvað, hvað hún er honum mikils virði. Hann er alveg frá- vita af ótta vegna hennar. — Það þarf ekki endilega að merkja, að hann sé hrifinn af henni, heldur finnur hann aðeins til sektar. — Æ, ég veit ekki. Hvers vegna er ég að segja þér allt þetta, Drew? — Hvers vegna hættir þú ekki að hugsa um Símon og giftist mér? Hi'in hikaði. Gat hún gert það? Það væri sjálfsagt bezta lausnin. Henni þótti mjög vænt um Drew. En hún var ekki ástfangin af honum. Og hún gat ekki gifts honum, án þess að elska hann. Drew vissi það eins vel og hi'in. Hann þr/Jóskaðist bara við að játa það fyrir sjálfum sér og henni. Á heimleiðinni stöð^^aði hann bifreiðina skyndilega og dró hana að sér og kyssti hana. Hún endurgalt kossa hans og fann til ólýsanlegrar vellið- unar. En svo ýtti hún honum frá sér. Um stund horfðust þau þögul í augu. Svo ók Drew á stað á ný. Þegar þau námu staðar fyrir utan Highland Hall tók hann um hönd hennar og sagði blíðlega: — Hugsaðu um þaö, sem ég hef sagt. Nan. Viltu lofa, að muna eftir því ? Hún kinkaði kolli. — Já, Drew. Þakka þér fyrir í kvöld — þakka þér fyrir allt. XI KAFLI. Nan sat við skrifborðið þegar hún sá Shnon koma akandi. Hún vissi, að hann hafði farið að heimsækja Pollí á sjúkrahúsið. Henni datt fyrst í hug að ganga út að glugganum og kalla á hann og spyrja, hvernig Pollí liði. En hún neyddi sig til að sitja kyrr. Hann gekk framhjá glugganum, án þess að virða hana viðlits. Hann var náhvítur í framan og Nan datt í hug að Polli hefði versnað. Hún herti sig upp og hélt áfram vinnu sinni. Hún vissi, að foreldrum Símonar þótti slysið hörmulegur atburður, en samt hafði hún orðið þess vör, að þau óttuðust meira, hverjar afleiðingar það kynni að hafa fyrir Símon, ef Polli gæti ekki gengið framar. Móður Simonar hafði aldrei fallið við Pollí. — Halló! Pamela hallaði sér inn um gluggann. — Siðustu fréttir, sagði Pamela hátíðlega. Nan leit upp og horfði spurnaraugum á hana. • — Hvað? — Símon var að segja okkur, að hryggurinn hafi skaddast svo mikið að hún getur víst ekki gengið framar. — Sagði hann þér þetta? — Nei, mömmu. Hún sagð'i mér það áðan. Hræðilegt. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.