Vikan


Vikan - 02.10.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 02.10.1958, Blaðsíða 6
'-*É0*$£ *•**•**_ -» X . '•»«¦ ¦^t*&&wt*%&*#é». •>¦¦•. íí Þegar hún birtist undan svörtu eli... Jslendingar eru brautryöjendur í landhelgisgæzlu úr lofti — margar þjoðir hafa beöíö um leið- beiningar og ráð. Hér sést T F RÁN á sveimi yfir útlendum landhelgisbrjót. Þegar gerðar eru mœlingar á skipum, er oft flogið mjög lágt yfir þau. Ennfremur til að taka myndir og eins til þess að sjá nafn og númer skipanna. Sfðan þarf oft að sveima yfir skipunum klukkustundum saman þar til varðskip kemur á vettvang. Þó kemur oft fyrir, að togaraskipstjórarnir sigla til hafnar, eftir skipun flugvélarinnar. Flestar myndirnar hefur Þröstur Sigtryggsson, skipstjóri, tekið. Islenzkir og útlendir sjómenn, sem veiða hér við land, einkum þeir, sem fiska nærri ströndinni, eru hættir að reka upp stór augu, þegar vængmik- ill flugbátur rennur skyndilega með ærnum drunum yfir skipið, svo nærri, að maður býzt ósjálfrátt við, aö' hann rekist á möstrin. Ef sam- vizkan hjá skipstjóranum hefur ver- ii5 góð, þá fjarlægist vélin á auga- bragðí og hverfur svo innan skamms. Já svona hefur það gengið til und- anfarin ár og það munu fáir, sem á togurum hafa starfað, sem ekki hafa séð þennan fallega flugbát TF-RÁN eign Islenzku landhelgisgæzlunnar, oftar en einu sinni. Þetta er skemmti- leg tilbreyting í góðu og fögru veðri fyrir sjómennina, en þegar flugvélin birtist í náttmyrkrinu, fyrirvaralaust, eða undan svörtu éli, þá stendur ekki öllum á sama. Það eru ekki nema um það bil f jögur ár síðan Landhelgisgæzlan hóf reglubundið gæzluflug og jafn- langt síðan hún eignaðist vélina. Þó »r hugmyndin eflaust miklu eldri: sennilega jafngömul fluginu. Veiði- þiófar léku listir sinar við öll tæki- færi á fyrstu dögum flugsins, þess- vegna urðu farþegaflugmenn ekki ó- sjaldan varir við togara „uppí kál- görðum," eins og sagt er. Islenzk hugmynd. Islendingar eru fljótir að tileinka sér tækni, a. m. k. stundum. Fram- sýnir náungar flytja hitt og þetta inn frá útlandinu. Já, flestöll tækni berst hingað til lands, austan, eða vestan um haf. Til eru þó undan- tekningar, og ein þeirra er flug- gæzlan. Hvað er maðurinn að fara, kunna nú ýmsir að spyrja? Einsog það sé íslenzk „hugmynd" að horfa á skip úr flugvélum, eða fara í eftirlitsferð- ir í þeim. Nei, síður en svo, en land- helgisgæzla úr flugvél, á sama hátt og hún er framkvæmd hér á landi er alíslenzk hugmynd. Islendingar munu nefnilega vera eina þjóðin, sem ger- ir út flugvél eingöngu til þess að verja fiskimið sín og til þess að koma lögum yfir landhelgisbrjóta. Þess má einnig geta, svona til gam- ans, að margar þjóðir hafa skrifað hingað og spurzt fyrir um fluggæzlu- una íslenzku í því skyni, að fá leið- beiningar og ráð. Mælingar. Til þess að gera landhelgisgæzlu úr flugvél samkeppnisfæra við sams- konar 'gæzlustörf varðskipamia, þurftj að finna aðferð til þess að staðsetja lögbrjótana með nægjan- yónas i^uomundsson ótýrtmaour, lýsir starfsaoferoum JLandkelgisgœslunar PÉTUR SIGURÐSSQN, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, á manna mest- an þátt í því að skipuleggja gæzlu úr lofti. legri nákvæmni. Varðskipin geta stöðvað vélarnar og látið reka í ró- legheitum, meðan gerðar eru ná- kvæmar hornamælingar, eða aðrar staðarákvarðanir. Flugvélin æðir aftur á móti áfram með 185 km hraða á klukkustund. Hvernig í ó- sköpúnum átti að fara að því að staðsetja skip með nægilegri ná- kvæmni, þannig að unnt væri að koma lögum yfir þá, sem aðeins fará pínulítið innfyrir landhelgislín- una. Með því að þreifa sig áfram og gera ótal tilraunir og æfingar, hefur tekizt að staðhæfa aðferðir sem gera þetta mögulegt. Það kom einnig í ljós, að unnt er, þrátt fyrir hinn mikla hraða að gera viðunandi mæl- ingar með þeim aðferðum, sem not- aðar eru á varðskipunum. Þessu til sönnunar má nefna sem dæmi: ÁSGEIR ÞORIÆIFSSON flugmaður er hér að skjóta stöðvunarskoti að togara. Þetta skot er alsallaust, því flugbáturinn er óvopnaður. Myndin í miðju: GARBAR JÓNSSON loftskeytamaður sést hér vera í óða önn að „pikka" á morse-lykilinn. Hann hefur verið loftskeytama»ur á flug- bátnum frá byrjun. Hann hefur ærinn starfa, því mjög margbrotið radio-kerfi, krefst mikils viðhalds og mikillar vinnu. — Myndin til hægri: VH> RADARINN. Radartækið er ómissandi fyrir flugvélar í landhelgisgæzlu. Bæði er það öruggt og hentugt tæki til þess að gera staðarákvarðanir á skipum í landhelgi, og eins gerir það flugbátnum mögulegt að vera á ferðinni í verstu veðrum, þoku, hríðarveðri og náttmyrkri. Það væri stórum minna gagn að fluginu, ef togaraskipstjórarnir gætu verið „öruggir" um sig fyrir flugvélinni nema í sólskini og björtu veðri. c VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.