Vikan


Vikan - 02.10.1958, Blaðsíða 7

Vikan - 02.10.1958, Blaðsíða 7
: ¦'. mm GUÐMUNDUR KJÆRNESTED skip stjóri. liann hefur farið með skip. stjórn á flugvélinni alla tíð. Hann hefur áít mikinn þátt í því að koma fluggæzlunni á legg. Hefur starfað hjá Landhelgisgæzlunni fra því hann var unglingur. Fyrst sem háseti og siðar sem stýrimaður og skipstjóri á varðskipunum. GÆZLUFLUGBÁTURINN á Reykja- víkurflugvelli. Síðan hann komst í eigu Landhelgisgæzlunnar, hefur hann flogið þúsundir milna til vernd- ar hinum dýrmætu f iskimiðum. Hann getur verið á lofti í allt að sólarhring og flogið yfir alla landhelgina á 10 klukkustundum. Nótin fannst. Fyrir nokkru síðan var TF-RÁN á eftirlitsflugi i námunda við eina helztu verstöð landsins. Þar var ó- nefndur bátur að veiða í landhelgi með dragnót (snurrevaad). Báts- verjar skáru á tóin, er þeir urðu flugbátsins varir. Þannig að veiðar- færið varð eftir á hafsbotni. Þó tókst að gera mælingar af bátnum. Báturinn hélt siðan til lands. Þeg- ar þangað kom, var skipstjórinn dreginn fyrir rétt og ákærður fyrir landhelgisbrot, en hann harðneitaði að hafa verið að dragnótaveiðum á þessum slóðum. Var nú mannaður bátur og farið á staðinn, þar sem áhöfn flugvélarinnar taldi að bátur- inn hefði verið að veiðum. Þarna var svo slætt eftir nótinni og eftir nokkrar mínútur var búið að ná henni upp af sjávarbotninum, og auðvitað á þeim stað, er mælingarn- ar sýndu, að hana væri að finna. Geta menn af þessu séð, hversu mik- ii nákvæmnin er. Og þegar búið var að ná upp veiðarfærinu játaði skip- stjórinn brotið. Veitir aðhald. Gæzluflugvélin fer voðalega í taugarnar á sumum skipstjórunum. Má oft sjá þá steyta hnefana uppí loftið, þegar flugvélin flýgur yfir. Þetta eru mennirnir, sem vilja geta veitt innan landhelgi. Það er betra áð forðast gangtreg varðskip, en hraðfleyga flngvél, sem kemur, eins- og þruma úr heiðskíru lofti kannski þegar verst gegnir. Enda er vitað, aC síðan gæzluflugið varð reglu- JÓNAS GUÐMUNDSSOn sigUnga- bundið, hefur landhelgisbrotum frægingur sést hér við útreikninga stórfækkað. Þannig hefur flugvélin sína. ekki aðeins dregið lögbrjóta fyrir lög og dóm, heldur einnig skelft marga frá því að veiða öfugumegin við landhelgislínuna. Flugið og stækkun land- helginnnar. 1 fréttatilkynningum Landhelgis- gæzlunnar, sem lesnar hafa verið í útvarpið öðru hverju síðan fiskveiði- takmörkin voru færð út í 12 sjómíl- ur, hefur verið sagt, að svo og svo mörg brezk skip hafi verið í land- helgi á þessu tímabili. Framhald á bls. 14 GUÐJÓN JÓNSSON flugstjóri hefur flogið flugbátnum mest allra, fyrst sem aðstoðarflugmaður og síðar sem flugstjóri. Hann hefur öðlazt mikla reynzlu í könnunarflugi umhverfis Island. Var áður flugmaður á björg- unarflugvélum. AÐLAÐAIMDI er konan ánægð „Bless, elskan," sagði Marteinn, ég kem líklega seint í kvöld, for- stjórinn kemur frá London." „Jæja þá, Bless, elskan," sagði ég. Ég horfði gegnum regnvota rúð- una á bílinn hans renna eins og vofu inn i morgungrámann. Þvilik- ui dagur, hugsaði ég, þvílíkur dag- ur til að búa um rúm. Allavega leið- ist mér að búa um rúm. Ég hristi af mér slenið og hlamm- aði mér niSur við borðið, hellti hálf- köldu kaffi í bollann og dró til min dagblaðið. Eg leit á fyrirsagnirnar, verkföll, kjarnorkusprengjur, morð — ólund mín óx. Þá tók ég eftir glaðlegu kvenna- blaðinu minu undir dagblaðinu; ég horfði eins og úr öðrum heimi á brosandi andlit stúlkunnar á for- síðunni. Undir henni stóð: „Sérstakt eintak um fegrun." Ég fletti blaðinu letilega. Er vetr- argráminn kominn á húð yðar? las ég- Eg leit upp og í spegilinn. „Já, hann er það," sagði ég við sjálfa mig. Vantar glampann í augu yðarf „Já, hann vantar," svaraði ég. Hvernig er með hbkuna. Finnst yður skinnið hanga þegar pér snúið höfðinuf Ég leit aftur í spegilinn; ótölulegar skinnfellingar komu í ljós og blöktu eins og á kalkún. „Sjáðu nú til," sagði ég og hélt áfram að lesa. Er hárið litlaust og dauttf „Já, það er það," sagði ég. Og hvað með hálsinn, er það svanaháls f Ég leit enn í spegilinn. ,,Ekki er það nú fuglinn sá," andvarpaði ég „hænsni væri nær lagi." Nú, héit blaðið áfram, því ekki að laga þetta, gera vorhreingerningu ? Veljið þung- búinn dag þegar erfitt er aö gera sér i hugarlund, að vorið sé í nánd, farið eftir fyrirmœlum okkar um fullkomna fegrunaraðferð og sjáið hvort yður líður ekki betur. Ég gleymdi veðrinu, gleymdi svefnherberginu og las áfram. Um það bil klukkustund síðar var ég bú- in að gera það allra nauðsynlegasta af húsverkunum og kveikja notaleg-. an eld i dagstofunni. Ég þakti eldhúsborðið með pottum, krukkum, smyrslum, vökvum, nagla- þjölum, skærum og töngum og hófst handa. Ég vætti hárið með heitum hand- klæðum og ólífuolíu og néri hárs- vörðinn þangað til hárið hékk um höfuðið eins og reiptögl eða ormar. Medusa hafði ekkert uppá mig að klaga. ,,Nú eru það augabrýrnar," sagði ég um leið og ég leit á áætlunina. Það var erfitt að plokka augabrún- irnar, þegar maður er með gleraugu en ef ég tók þau niður var jafnvel ema erfiðara að sja þessar örsmáu agnir, en ég tók á þolinmæðinni og svo fór að lokum, að ég stóð og horfði í örvæntingu á rautt og þrútið holdið yfir augnabrúnum mínum. Það voru tvær uppskriftir að and- litsböðum, önnur með eggjahvítu en hin með leir. Þar sem ég hafði bæði leir og eggjahvítu blandaði ég báðum saman og úr því varð þykk kvoða, sem ég síðan byrjaði að bera á. „Ég má ekki hlæja," sagði ég við sjálfa mig í speglinum — „Eða æpa," bætti ég við þegar ég sá á- burðinn þorna í þykka skel, sem óttaslegin augu min horfðu út úr. Og mjóa rák þar sem munnurinn hafði verið. Það var þá sem barið var að dyrum. Eg hlustaði og mér leið eins og gipslíkneski. Hver gat þetta ver- ið? Við bjuggum langt út í sveit og það 'kom sjaldan fólk á morgnana. Kelturakkinn þaut til dyranna og gelti eins og óður væri. Eg snéri ,mér þögul að honum og hvislaði „Uss, uss." Hundurinn leit á mig. Geltið kafn- aði í hálsi hans og varð að háu ýlfri um leið og hann skreið undir borðið og lá þar emjandi. Ég læddist til dyranna. „Hver er það?," sagði ég með samanbitnar varir. „Helgur maður," sagði undarleg rödd. „Hver þá?", svaraði ég undrandi. „Hóhó, ég, helgur maðurinn," svaraði röddin. „Ég verð að sjá hver það er," hvíslaði ég. Ég læddist yfir að glugg- anum og gægðist milli tjaldanna. Alskeggjaður maður með stóran túrban á höfðinu stóð og brosti að skráargatinu og kinkaði kolli i sí- fellu. „Ég, helgur maðurinn." Eg heyrði rödd hans veikt en greinilega þar sem ég stóð við gluggann. Ég varð forvitin og þrýsti mér nær glugganum; glerhart nefnið snart rúðuna. Maðurinn var i siðum, ljósum frakka og bláum buxum, þröngum. Hann var með stóra ferða- tösku í annari hendinni og undir handleggnum var hann með eitthvað, sem líktist samanvöfðu teppi. Það var eins og gesturinn fyndi tillit mitt því hann rétti úr sér, leit við og horfði beint á mig. Ég hafði gleymt útliti mínu, en nú, þegar augu okkar mættust varð á manninum hroðaleg breyting. Hann fölnaði upp á augabragði og glennti upp augun þangað til skein í hvituna allt í kring. Eg sá þykkar varir hans bærast eins og í hljóðri bæn. Ég reyndi að brosa hughreystandi en það hafði enga þýðingu, maskinn var of þykkur. 1 angist minni rétti ég upp handleggina og fór að veifa glaðlega til mannsins, sem nú var farinn að skjálfa, en það virtist ekki bera tilætlaðan árangur. Wann gaf frá sér hljóð og hljóp niður stiginn. Eitt var að smyrja á sig grímunni en það var annað að ná henni af aftur. Ég sargaði, skóf og plokkaði, þangað til loksins að andlitið birtist, þrútið, sárt og rauðleitt. Hörundið yfir augum mínum þar sem auga- brúnirnar höfðu verið var líka rautt og þrútið og hékk niður yfir augun. Seinna steig ég raulandi uppúr heitu baðinu, fór í baðslopp og gekk niður stigann. Framhald á bls. 11}. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.