Vikan


Vikan - 09.10.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 09.10.1958, Blaðsíða 4
SSÍUGGAR FORTÍÐARINNAR EFTIR RENEE SHANN NAN SMIXH er einkaritari Sir Beginalds Wadebridge á Highland Hall og hún er astfangin af syninum SlMONl. Nan & sér leynd- armal. Hún var trúlofuð ungnm manni, John Cornell, sem yfirgaf hana vegna POIXlAR, sem var vinkona Nan. Kn Folli sveik John og hann framdi sjalfsmorS. Hann skildi eftir sig bréf, sem hófst a „Klskan mfn ..." og ailir héldu aS hann œtti viS Nan. Hún hlaut fyririitningu f61ks og var álitin samvizkulaus og gTimm, en hún var svo örvingluS og raðvana aS hún sagSi ekki f rá hinu sanna — — aS brefiS hafSi veriS til PoIIfar, — þó aS hún hataSi hana. Simon trúlofar sig og kemnr meS unnustu sína heim til foreldr- anna. ÞaS er mikið reiðarslag fyrlr Nan, þegar húh kemst aS þvf, aS. stúlkan sem f annaS sinn hefur rænt hana hamingjunni er .... POIXt — Jú. — Ef þú ert hyggin stúlka þá giftistu honum. Hann er einmitt mað- urinn fyrir þig. Þú átt að giftast. Þú ert alltof góð til að pipra. Þau voru komin á enda vegarins. Það lá þröngur stígur upp á hæð- ina. Það var þessi stígur sem þau höfðu gengið áður fyrr. Hún stóð fyrir framan hann og horfði upp til hans. Lævirki flaug fyrir ofan þau. Hann söng með löngum titrandi flaututóni. Þau voru lengi þögul. Loks sagði hún skjálfrödduð: — Viltu í raun og veru að ég gift- ist Drew, Símon ? Það komu skyndilega kvaladrættir í andlit hans. — Viltu það i raun og veru? endurtók hún ákveðið. — Æ, í guðanna bænum . . . Hann ýtti henni frá sér. Röddin var ergileg. — Geturðu engan karlmann látið í friði? — Ekki ef ég elska hann og ég held að hann elski mig. Hún greip andann á lofti. Var hún búin að segja það? Hún hafði ekki ætlað að gera það. En nú varð hún að halda áfram. — Símon, hlustaðu á mig, þú getur ekki gifst Pollí. Jafnvel þó þetta hafi komið fyrir hana, get- urðu ekki gifst henni. — Hvers vegna get ég það ekki? — Af þvi þú giftist henni af meðaumkun. Af því þér 'finnst það vera skylda þín. — Því segirðu þetta? — Þú veizt af hverju ég segi þetta. Hún hafði ákafan hjartslátt. Guð vissi hvað hann hélt um hana. Ef hann elskaði hana mundi allt vera í lagi. Þá mundi hann skilja hana. Ef hann ekki elskaði hana ... Hún hélt áfram í örvæntingu: — Vinur, þú getur ekki verið búinn að gleyma. — Gleyma hverju? Hann hrukkaði ennið. Síðan hló hann stutt. — Guð minn góður, þú átt þó ekki við kvöldið á markaðinum? Þá vorum við kjánar bæði tvö. — Kjánar! Þetta orð hafði hann notað áður, þegar þau töluðu um það. Haria tók í hjartað. — Ég var enginn kjáni. — Fyrst þú varst það ekki, get ég sagt þér, að ég var það. Segðu mér ekki, að þú hafir tekið það alvarlega. Hún horfði á hann. Var hann að leika eða meinti hann það sem hann sagði ? — Þú kysstir mig um kvöldið. Þú taldir mér trú um, að þú elskaðir mig. Aftur varð hún undrandi á sínum eigin orðum. Aldrei hafði hún hagað sér svona áður. Henni fannst eins og hún væri að berjast fyrir lifi sínu. — Ég verð að biðja afsökunar, hafirðu haldið það. Það var eins og henni hefði verið gefið utan undir. Tárin komu fram í augu hennar. Hún snéri sér eitthvað undan og hljóp. Hún vissi naumast hvert fæturnar báru hana. Loks þegar hún kom heim, fór hún bakdyrameg- in inn og upp í herbergið sitt. Hún fleygði sér á rúmið og grúfði sig niður í koddann. , Skömmu seinna heyrði hún, að kallað var í kvöldmat og vissi að hún mundi ekki geta setið til borðs með fjölskyldunni. En ef hún yrði kyrr uppi mundi einhver líta.til hennar. Hún heyrði, að dyrnar á herbergi Stellu opnuðust og fór fram úr og opnaði rifu á hurðina. — Stella. Stella var sú eina þeirra, sem hún gat látið sjá órvæntinu sína. Hún fann það á sér, að hún myndi skilja og ekki spyrja um hvað það væri. Stella hraðaði sér til hennar. — Stella, viltu segja, að ég sé með höfuðverk eða eitthvað svoleiðis? Ég get ekki komið niður. — Auðvitað. Ég skal færa þér eitthvað. Nan hristi höfuðið. — Veslings Nan. — Það er allt í lagi. — Ástarsorg? Nan kinkaði kolli. — Hræðilegt, ekki satt? Ég þekki það. — Ég veit það. Stella beygði sig og kyssti hana. Það hlýjaði Nan um hjartað. Venju- lega var Stella svo köld í viðmóti. — Hafðu engar áhyggjur. Ég skal finna afsökun fyrir þig og sjá til þess, að enginn komi upp. Ég lít inn seinna. Ég á dásamlegar töflur, sem þú skalt taka áður en þú ferð að sofa. Ég hef oft þurft á þeim að halda sjálf. Nan gekk að glugganum og horfði út. Það rökkvaði. Það sló daufum bjarma á einstaka tré í garðinum. Sólin var að setjast. 1 fjarska eygði hún turn þorpskirkjunnar. Hjá kirkjunni Var Brewster Arams og þar sat líklega Drew og vann að bók sinni. Þegar hann yrði búinn með hana mundi hann fara aftur til London. Ef til vill ætti hún að fara með honum. Giftast honum undir eins. Hún vissi að það var það sem hann vildi. Eða átti hún að bíða dálítið? Hún gat ekki farið frá vinnunni nema gefa sir Reginald tíma til að ná sér í annan einkaritara. Hún gat sagt Drew, að þau gætu trúlofað sig. En hún varð að segja honum, að hún elskaði hann ekki. Ekki eins og hún elskaði John. Og hún elskaði Símon. Hún vildi gera sitt bezta til að verða honum góð eiginkona, ef hann þá víldi giftast henni. Hún hló stutt og biturt. Hvað hafði Símon sagt? Að hún væri of góð til að pipra. Vonandi yrði hann ánægður, þegar hann frétti að hún ætlaði að giftast Drew. XII. KAFLI. Nan sagði ekki upp vinnunni. Morguninn eftir vaknaði hún ákveðin í að gera það og fór niður á skrifstofuna. Nokkrum mínútum síðar barði Blagden, þjónn sir Reginalds að dyrum. — Sir Reginald biðui' yður að koma inn til sín, fröken. Hann er ekki hress í dag. Hann biður yður að taka skrifblokkir með yður. Hann ætlar að lesa yður fyrir nokkur bréf. Héraðslæknirinn, sem lady Wadebridge hafði kallað á, sagði, að það væri vert að kalla á sérfræðing. Hann kom daginn eftir og sagði að sir Reginald væri of þreyttur og yrði að fá hvíld. Það var ekkert að óttast, en hann varð að fara sér varlega og liggja í rúminu. Lady Wadebridge kom inn á skrifstofuna til Nan og sagði, að sér þætti vænt um, að maðurinn sinn hefði svona duglegan einkaritara. — Ég veit ekki hvernig farið hefði fyrir honum, hefðir þú ekki verið, Nan. Þú þekkir svo vel til hérna. Hann hefði orðið veikur af áhyggjum, ef enginn hefði verið til að sjá um skrifstofuna fyrir hann. Eftir hádegi þann dag fór Símon til London og það var varla að Nan sæi hann. Hann mundi ekki koma aftur fyrr en á laugardag. Um kvöldið borðaði hún með Drew. Og hann spurði hana aftur hvort hún vildi giftast sér. — Eg er þvínæst búinn með bókina, elskan. Eg fer aftur til borgarinnar áður en langt um líður. Við fáum okkur íbúð . . . Hann horfði á hana. — Eg veit ekki af hverju það er, en mér finnst einhvern veginn eins og þú litir öðru vísi á þetta i dag. Hún brosti til hans og fékk hjartslátt af þakklátsemi. Hann var svo vingjarnlegur og skilningsgóður. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.