Vikan


Vikan - 05.02.1959, Page 2

Vikan - 05.02.1959, Page 2
G. J. FOSSBERG vélaverzlun h.f. Vesturgötu 3 — Reykjavík. Alls konar verkfæri og áhöld til járn- og vélsmíði. Skrúfboltar og rær úr járni, stáli og kopar. Öxulstál, tin, hvítmálmur, aluminíum, eir og kopar í stöngum, plötum og pípum. | | I i | I | ! I ŒEl tJtgefandi: VIKAN H.F. Ritst jóri: Jökull flakobsson (ábm.) Auglýsingastjóri: Ásbjörn Mugnússon. Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson. Verð í lausasölu kr. 10,00. Áskriftarverð í Reykjavík kr. 36,00 á mán. — Áskriftar- verð utan Reykjavíkur kr. 216,00 fyrir hálft árið. Greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Tjarnargata 4. Sími 15004, pósthólf 149. Afgreiðsla, dreifing: Blaðadreifing h.f., Miklubraut 15. Sími 15017. Prentað í Steindórsprent h.f. Kápuprentun í Prentsmiðjunni Eddu h.f. Myndamót gerð i Myndamótum h.f., Hverfisgötu 50. PÓSTURINN Kæra Vika: Ég er einn af þínum trúu lesendum, og að sumu leyti mjög ánægður með þig. T. d. er krossgátan í mjög skemmtilegu formi en oft skortir samt að skýringarnar séu prentaðar nógu skýrt, og er stundum með öllu sleppt. Og hitt er það að mér finnst eins og öllum þeim á mínu heimili, að þessar framhaldssögur séu algjörlega misheppnaðar, og er það mjög slæmt með svo skemmtilegt blað, sem Vikan annars er. Væri nú ekki ráð að, þegar þessar sögur eru búnar að birta bara stuttar og spennandi sögur, helzt mættu þær ekki taka meira pláss, en svo sem 3—4 blöð. Og umfram allt ekki þessar leiðinlegu vælukenndu gamaldags ástarrómana. Viltu gjöra svo vel að segja mér hvað dægur- lagahöfundui'inn 12. september heitir, hvar fædd- ur og hvenær, ef það er ekki frekt að spyrja. Ein af aðdáendum hans. SVAK: 12. september er fœddur í Stœrra-Ar- skógi við Eyjafjörð árið 1895. Hann stundaði náh í Kaupmannaliöfn í listaháskólanum og enn- fremur við Konunglega leikhúsið þar svo og í Berlín. Hefur starfað mikið við leikhús, sem leik- tjaldamálari. Hefur lialdið sjálfstœðar málverka- sýningar t nokkrum löndum og tekið þátt í sam- sýningum. Hann hefur starfað mikið t I.O.G.T. Mörg af lögum hans eru landsþekkt og njóta mikilla vinsœlda og okkar beztu dœgurlagasöngv- arar liafa sungið þau inn á plötur. Nafn hans. Freymóður Jóhann Jóhannsson listmálari. Kæra Vika. Ég er 17 ára og hefi lokið gagnfræðaprófi og ég ætla mér að verða atvinnuflugmaður. Mig vantar upplýsingar um námið, kostnað og fleira. SVAE; Flugskólinn Þytur starfar allt árið, og geta menn byrjað verklegt nám hvenær sem er. Bóklegt nám fyrir einkaflugmenn, hefst 1. september ár hvert, og þú getur verið búinn með verklega námið að mestu fyrir þann tíma, ef þú byrjar með vorinu. Bóklegt námskeið fyrir atvinnuflugið er haldið eftir óramót og er beint framhald af einkaflugnámskeiðinu. 11 ára geta menn byrjað flugnám til einka- flugprófs og þurfa liO klukkustundir á lofti og lcostar hver klukkustund 210 krónur. Til náms fyrir atvinnuflugmenn þarf gagnfrœðapróf, 18 ára aldur og hafa gengist undir lœknisskoðun sem er mjög nákvœm, og hafa lokið bóldegu námi Framhalil á bls. 26. VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.