Vikan - 05.02.1959, Blaðsíða 3
LÆRIÐ AÐ TEFLA
Hin ágæta kennslubók í skák, er þeir
Friðrik Ólafsson stórmeistari og Ingvar
Ásmundsson hafa samið, fæst hjá öllum
bóksölum og beint frá útgefanda.
Fæst í tvenns konar bandi, á
kr. 85.00 og kr. 95.00.
Send gegn póstkröfu um land allt.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
Mjög gagnleg handbók handa ungum
konum og verðandi mæðrum. Flytur
margvíslégan fróðleik, sem allir, er ann-
ast þurfa ungbörn og smábörn, ættu að
tileinka sér.
Fæst í tvenns konar bandi,
verð kr. 80.00 og kr. 95.00.
Send gegn póstkröfu um land allt.
Bókaútgáfa Menningarsjóös
1wgéj’jÆe?'' ‘‘
Ph§|||:-. . v
RH|k '-';S
MADUR
Arsins
1958
Stórmeistarinn okkar fæddist í
Reykjavík 26. janúar 1935. Hann
hefur mestan hluta ævi sinnar
átt heima á Laugavegi 134, en
býr nú á Kleppsvegi 50. Friðrik
er Austurbæingur, en samskipti
hans við Vesturbæinga hafa ver-
ið mjög vinsamleg. Eitt sinn tók
hann þátt i frjálsíþróttanám-
skeiði fyrir drengi, sem haldið
var á vegum KR og hefur verið
hollvinur félagsins síðan. Þótti
hann því snemma sigurstrangleg-
ur í lífinu.
Iþróttaáhuginn hefur enzt Frið-
riki fram á þennan dag. 1 Gagn- FRIÐRIK ÓLAFSSON, stórmeistari.
fræðaskóla Austurbæjar var hann í stjórn
íþróttafélagsins, í Menntaskólanum í Reykjavík
var hann í handknattleiksliði sins bekkjar og sem
háskólastúdent fylgdizt hann vel með knatt-
spymu og frjálsíþróttum.
Sagt er, að iþróttamennskuna hafi Friðrik frá
móður sinni Sigrxði Símonardóttur, en tónlistar-
gáfu hefur hann þegið frá föður sínum, Ólafi
Friðrikssyni. Friðrik hefur ágæta söngrödd (bary-
ton) og hefur mikið yndi af klassískri tónlist.
Hann á ágætt plötusafn, m. a. sinfóníur Beet-
hovens og nokkrar ópexur. Og eins og allir vita
er skák bæði list og iþrótt í senn.
Faðir Friðriks kenndi honum mannganginn,
en naut skamma hríð þess veraldargengis að vera
lærimeistari sonar sins, því Friðrik tók skjótari
framföium í skáklistinni en menn höfðu áður
spumir af hérlendis. Vakti skákstíll hans mikla
athygli og mátti fljótt sjá, að skákhæfileikar
hans voru óvenju ríkulegar. En ýmsir vom furðu
lengi að koma auga á þetta og fannst þeim
Friðrik ekki skákmannlega vaxinn. Keppnisrétt-
indi í meistaraflokki vann hann sér innan ferm-
ingaraldur, en var samt ekki undrabam á borð
við Reshewsky eða Fischer.
Árangur Friðriks er ekkl ávöxtur mikilla þrá-
setu við skákborðið.
Á blómaskeiði hraðskákmótanna, þegar mestu
skákáhugamenn Reykjavíkur notuðu laugardags-
kvöldin til að auka við þjálfxm sína, fór Fi’iðrik
Ólafsson á dansleiki. Hann kann vel að skemmta
sér í hópi góðra félaga, en hefur aldrei verið
haldinn óhóflegri skákdeliu.
En hann hefur frábært keppnisskap og teflir
hverja skák til vinning. Engu máli skiptir við
hvern hann teflir eða hvort hann hefur hvítt
eða svart. Þessi eiginleiki hefur fært honum marg-
an glæstan sigur, en veldur því líka, að hann
kollsiglir stundum, þegar örugg jafnteflishöfn
virðist framimdan. Þetta er ekki ljóður á ráði
hans, heldui- þvert á móti. Svona tefla þeir, sem
miklir eru í skákheiminum.
Á skákmótum má oft sjá á svip manna, hvort
gæfan er þeim hliðholl, en fáar svipbi’eytingar
verða greindar I andliti Friðriks Ólafssonar, þeg-
ar hann situr við skákborðið, rólegur en einbeitt-
ur. Hins vegar þykjast glöggir áhorfendur geta
séð á handahreyfingunum hvernig honum er
innanbi’jósts. Þegar hann var yngri, lét hann
hökuna hvíla á krepptum hnúunum, ef hann var
ánægður með stöðuna, en fól andlitið í höndum
sér, ef taphætta blasti við. Nú strýkur hann hök-
una í hraðskákum og þegar ekki þarf að hugsa
neitt sérlega djúpt, en fari hann að fitla við
barkakýlið, er eitthvað mikilvægt í aðsigi.
Friðrik teflir ekki oft á skákmótum hér heima,
en enginn þarf að vera í vafa um, hver sigur-
inn hreppir, ef hann er meðal keppenda. Friðrik
hefur ekki tapað kappskák fyrir Islendingi síðan
1953, en þá lagði Sveinn Kristinsson hann að
velli.
Fi-iðrik keppti i fyrsta skipti á erlendri grund
á unglingameistaramóti í Birmingham árið 1950.
Hann var þá 15 ára og hafði aldrei til útlanda
komið, kunni ekki ensku og var einn á ferð. En
erindum sínum kom hann fram. Hann hafði með
sér að heiman nokkur pappaspjöld og á þau var
letrað á íslenzku og ensku nauðsynlegustu setn-
ingar. Friðrik gerði sig skiljanlegan með því að
sýna það spjald, sem við átti hverju sinni. Þarna
var ekki við aukvisa að etja. Þá reyndu þeir
Larsen með sér í fyrsta sinn og hafði Friðrik
sigur. Fararefnin voru rýr og frammistaðan ekki
sérstök, miðað við það sem síðar varð, en mjór
er mikils vísir. Nú er mikil reisn yfir ferðum
Friðriks Ólafssonar, en líklegt er, að hann hefði
aldrei orðið stórmeistari ef hann hefði ekki það
skap, sem þurfti til að áræða í förina til Birm-
ingham.
VIKAN
3