Vikan


Vikan - 05.02.1959, Page 5

Vikan - 05.02.1959, Page 5
MEÐ HÁLFT STÉL OG STÝRI...! ÞDRSTEINN J □ N 5 S □ N Þorsteini var eitt sinn boðið að fljúg-a þrýstiloftsflugri. Hér sést hann (t. v.) ræða við Floyd D. Whitlow, flugstjóra. ALLT í einu sáu Húnar (Þjóðverjar) okkur nálgast og tóku að lækka flugið. Það var nú einmitt það, sem við vildum láta þá gera. Við gátum steypt okkur svo miklu hraðar en þeir. Þegar við vorum komnir niður í þúsund fet, vorum við komnir í skotmál. Ég var rétt i þann veginn að hleypa af á einn þeirra, þegar ég sá útundan mér stóran hóp Húna á leið niður til okkur úr klukkan-niu. „Gætið ykkar, Gulir — það eru aðrir Húnar uppi yfir okkur í klukkan- níu og eru að koma ofan. Sveigið til vinstri." Við snerum gegn þeim, og það er erfitt, ef ekki ómögulegt, að lýsa því, sem þar á eftir gerðist. Ég man eftir sæg af orrustuflugvélum, sem iðuðu og moruðu allt í kring, fóru upp og niður, og á öllum virtust vera svartir krossar og haka- krossar. — Stöku sinnum sást Mustang bregða fyrir, en ég átti annríkara við að vaka yfir mínu eigin stéli og skjóta mér undan þýzkum atlögum en svo, að ég gæti haldið sambandi við hina þrjá. 1 viðureign í lofti, þegar orrustufluga er gegn orrustuflugu má heita að eina leiðin til að skjóta niður fjandmann sinn sé sú, að komast að honum aftan frá. Mér varð það ljóst, að langt of margir Húnar voru að komast aftan að mér, og í hvert sinn, sem mér tókst að komast aftan að einhverjum þeirra, varð ég að hörfa frá til þess að bjarga mínu eigin skinni. Guði sé lof, að ég var á flugu, sem mýkri var í hreyfingum en þeirra. Tilætlun mín var að fikra mig hærra og hærra, þangað til ég væri kominn upp yfir þá alla; þá yrði ég búinn að fá yfirhöndina. Mig var farið að svima og ég var orðinn þreyttur af að snúast svona í endalausum hringum. Þessir bölvaðir Húnar; nú þorðu þeir að standa við og berjast, þegar við vorum ekki nema fjórir, en þeir ekki færri en tuttugu eða þrjátíu. Allt í einu sá ég sjón, sem fyllti mig hryllingi. Mustangfluga fór í bál uppi yfir mér. Eg var að fljúga í hiing og missti sjónir á henni nokkur augnablik. Þegar ég leit aftur þargað, var flug- an að hrapa i logandi báli, en flugmaðurinn var þarna heilu og höldnu og sveiflaðist í fallhlíf sinni fyrir neðan mig á stjórnborða. „Guði sé lof fyrir þetta,“ sagði ég við sjálfan mig. Hann er hólpinn. Ég varð að halda áfram að hringsnúast til þess að ónýta atlögu Þjóðverja, og næst þegar ég leit við, ofbauð mér að sjá Messerschmitt-flugu stefna beint á hann með öllum byssum spúandi. „Þú djöfulsins þræimenni og níðingur," æpti ég. „En ég skal sýna þér, hvernig slík fúlmennska er launuð.“ Á þessu augabragði logaði upp í mér þvílíkt hatursbál, að ég bókstaflega „sá rautt.“ Það var ékki efamál, að þessir lúalegu Húnar voru að skemmta sér, en ég ætlaði að sjá til þess fyrir víst, að þeir yrðu að minnsta kosti einum færri, sem skemmtu sér framvegis. Ég varpaði allri varúð fyrir borð og flaug beint í áttina til Messerschmitt-flugunnar, sem ráðizt hafði á varnarlausan félaga minn. En rétt í þeim svifum tók flugan mín ógur- legan rykk og ég sá skörðótt gat, á stærð við lítinn potthlemm á stjórn- borðsvæng hennar. Ég varpaði flugunni í snarpri beygju til bakborða og hin þýzka FW 190, sem ráðist hafði á mig, þaut framhjá stjórnborðsmegin. Hringinn fullkomnaði ég með þeim hraða, sem mestur var mögulegur, og eitt andartak náði ég 190-flugunni í sigtið. Ég þrýsti á hnappinn og minntist þess, að ég gerði það svo fast, að mig kenndi til í fingrinum. Eldi laust upp i húnsku flugunni fyrir framan mig og hún féll stjórnlaus niður í skóginn fyrir neðan." ÞANNIG fórust Þorsteini Elton Jónssyni orð um eina af hinum fjölmörgu loftorustum, sem hann háði í stríðinu. Dálítið skemmti- leg tilviljun, að einn fræknasti orrustuflugmaður Breta, skyldi einmitt vera Islendingur, að visu af ensku bergi brotinn. Þorsteinn Elton Jónsson fæddist í Reykjavík 19. október 1921. Foreldrar hans voru hjónin Annie Florence og Snæbjörn Jónsson, bóksali og skjalaþýðandi. Þorsteinn var brekabarn í æsku, tápmikill og eldfjörugur og lét skólanám vist ferk- ar sitja á hakanum. Hann var við nám í Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga, sem Ágúst H. Bjarna- son, prófessor stýrði og fór síðan til mennta- skólanáms á Akureyri. Þar var hann frekar hyskinn við nám, lét af skynsemdarástæðum skemmtilegri áhugamál sitja í fyrirrúmi: Hann hafði yndi af teiknun og var leikinn i litameð- ferð, mun hafa verið hugað nám í húsagerðai'- list, fremur áhættusamri flugmennsku. Þó var Um loftin blá. eitt skyldufag, sem hann lagði ávallt nokkra rækt við. Var það stærðfræði. Þar varð honum líka vel ágengt. Hann naut tilsagnar séra Þorvaldar Jakobssonar frá Sauðlauksdal, sem þá var kom- inn á nokkurn aldur. Þorvaldúr hafði miklar mætur á Þorsteini og kvað hann efni í frábæran stærðfræðing. Þorsteinn gaf sig lítt að námi á þessum árum. Hann hélt sig mikið í glöðum hópi félaga, iðkaði göngur, var skáti af lifi og sál og klæddist stuttbuxum og ullarsokkum langt fram á vetur, þegar venjulegir menn kjósa vaðmál og síðar nærbrækur. Hann var vinsæll meðal vina sinna, snarráður og laghentur og leysti margan vanda, sem vafðist fyrir öðrum og hafði líka stundum skemmtun af glettilegum gamanmál- um. SVO var það í apríl 1940, að Þorsteinn tók sér far með togaranum Óla Garða til Englands. Hann hafði leitað aðstoðar umboðsmanna Bretakonungs í Reykjavik en litla sem enga fyrir- greiðslu hlotið. Hins vegar reyndist Arthur Gook ræðismaður á Akureyri honum mjög vel og reyndi að greiða veg hans. Þorsteinn kom til Englands, pappiralaus með öllu og með eitt sterlingspund upp á vasann. Þegar við komuna tii Englands hélt Þorsteinn til stöðva Royal Air Force. Þeir tóku erindinu vel, en kváðust ekkert geta fyrir hann gert skil- ríkjalausan. Var hann því ekki frjálsferða sinna. Þá reyndi hann að komast í sam- band við vin föður síns, sem var áhrifamað- ur í stjórnar- deildum. Tókst það eftir nokk- ur bágindi. Tók hann sér far með lest til Hull þar sem mað- urinn bjó. Á leiðinni hitti hann virðuleg- an heldri mann, sem ræddi við hann og spurði strákinn, hvert erindi hans væri til Englands. Urðu þeir hin- ir mestu mátar og skildu sem vinir. Við komuna var fjölmenni til að taka á móti kunningja hans. Þar var þá einn virðulegri enskra lávarða, sem punda- og pappíralausi strákurinn frá Islandi hafði orðið dús við í lest- inni. Þorsteinn hóf síðan flugnám. Nokkur dvöl hjá ættingjum sínum í Englandi fyrr á árum, gerði honum auðveldara fyrir. Þegar árið eftir mun Þorsteinn hafa farið sína fyrstu árásarferð. Fljót- lega var eftir honum tekið. Georg konungur VI. afhenti honum sjálfur „Distinguished Flying Medal“, fyrir „ágæta og fágæta frammistöðu", eins og Sigurður skólameistari myndi hafa orðað æruna. Ræddust þeir þá nokkuð við, kóngurinn og flug- kappinn frá Sögueyjunni. Alls mun hann hafa skotið niður 13 óvinaflugvélar, svo sannað varð og ef til vill fleiri. Eitt sinn lá við borð að illa færi. Þorsteinn gat ekki losnað við sprengju, sem hann átti að varpa að óvinaherdeild. Sprengjan losnaði hins vegar, þegar hann var staddur yfir hafi, rétt við enskt 20.000 lesta skip! Þá bauð Þorsteinn sig fram til Rússlandsferðar. Voru sjálfboðaliðar komnir um borð í flutningaskip, þegar tilkynning kom, að allar flugvélar þeirra hefðu verið skotnar niður. Þá fór Þorsteinn til Alsír og þar var hann nokkra hríð við mikinn orðstír og foringjatign að launum. Ð styrjöldin' ' lokinni kom hann hingað til lands og vai nokkra mánuði, en var síð- an í ferðum fyrir R.A.F. til Indlands og austur um Asíu. Síðan réðist hann yfirflugmaður til Flugfélags Islands. Einhverju sinni var Þorsteinn yfir miðju Atlantshafi. Þá hætti einn hreyfillinn skyndilega að ganga. Vélamanninum krossbrá, en Þorsteinn sagði aðeins og brosti góðlátlega: „Tí, tí, hvað er þessi að gera, ha?“ öðru sinni var Þorsteinn farþegi í flugvél frá Kanada. Upphitun var engin í flugvélinni og frost mikið. Félagi hans gekk úlpuklæddur um gólf og barði sér til hita. Þor- steinn sat ósköp rólegur í sæti sínu á einni sam- an peysu og henti gaman að. Hann fann ekki til kulda. Enn var Þorsteinn næturlangt á Græn- landi. Þegar félagar hans höfðu tekið á sig náðir, Framhdld á nœstu síðu. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.