Vikan


Vikan - 05.02.1959, Page 6

Vikan - 05.02.1959, Page 6
Hegning og hiýðni. Foreldrum og öðrum er vel- komið að skrifa þættinum og leita úrlausnar á þeim vandamál- um er þeir kunna að striða við. Höfundur þáttarins mun leitast við að leysa vandræði allra er til hans leita. öll bréf sem þættinum eru send skulu stíluð til Vikunnar, pósthólf 149. Umslagið merkt: „F oreldraþáttur". ,,Eg er búin að reyna allt sem ég get, bæði með illu og góðu. Þér skul- uð ekki halda, að við höfum ekki ver- ið nógu ströng við hann. Hann hef- ur oft verið flengdur, mér hefur nú stundum þótt nóg um, hvað pabbi hans hefur verið harðleikinn, en það hefur engin áhrif haft. Þó að hann láti undan snöggvast þegar hann má til, þá finnur maður, hvernig heiftin og þrjózkan sjóða niðri í honum. Og núna, síðan hann fór að vera með þessum strákum, er hann orðinn svo ski-eytinn að við erum alveg hætt að treysta nokkru hans orði.“ Getur hegning verið hættuleg? Fólk er yfirleitt þeirrar skoðunar, að strangai- líkam’shegningar hafi lagzt niðui'. Sú skoðun er þó völt. Rannsókn sænsku Gallup-stofnunar- innar leiddi í ljós, að eftir heims- styrjöldina síðari flengja 60 af hundr- aði sænskra foreldra börnin sín með hrísvendi eða veita þeim aðra tilsvar- andi likamsrefsingu. 1 Noregi (1947) var tala flengjara nokkru lægri; 48% norskra foi'eldra flengja börn sín með hrísvendi, nokkru færri á aldrinum 18—35, en nokkru fleiri af eldri foreldrum. Sama rannsókn leiddi í ljós, að vöndurinn er almenn- ar notaður meðal efnaðs fólks en fá- tæklinga. Er flengingum sjaldnar beitt hér á landi? Við höfum engar tölur um það, en ég tel það vafasamt, þó að uppeldisvenjur taki hér allmiklum breytingum á ytra borði. Fjölmarg- ir foreldrar grípa til flenginga í þeirri trú, að með sársaukanum sé auð- veldast að beygja vilja barnsins undir vald hins fullorðna. En er það mjög eftirsóknarvert ? Ætli það sé mjög vænlegt til varan- legs góðs árangurs í uppeldinu að foreldrar beiti hörðu til þess að beygja vilja barnsins undir vilja sinn ? Árangurinn vill æði oft verða sá, sem einföld móðir lýsti i upphafi þessa máls: Drengurinn lifir sínu lífi bak við foreldrana og skrökvar miskunnarlaust til þess að dylja gerð- ir sínar og hið sanna innræti. Og þó er hin skefjalausa ósannsögli hans ekki eingöngu afleiðing strangra hegninga sem hann varð að þola; hún er vaxin upp í skjóli þeirrar vanrækslu, sem foreldrum varð á, af því að þau treystu um of á töfra- mátt hegningarinnar. Eiginviljinn brýzt fram hjá hverju heilbrigðu barni. Efling hans er þátt- ur í eðlilegri þróun. Viti gæddur vilji barnsins kemui' fram í viðleitni þess að fullnægja löngunum sínum og at- hafnaþr,á. Þó að hægt sé að bæla langanir barnsins með hörku, hverfa þær sjaldnast né upprætast alveg. Undir niðri getur mótþróinn ólgað í hug barnsins, þó að það sé auðsveipt á yfirborðinu. Langanir, sem barnið heyðist til að gera útlægar úr huga sér, geta lifað áfram í dulvitundinni. Þaðan geta leyndar þrár brotizt fram í nýju gerfi, án þess að barnið sjálft eða foreldrar þess geri sér ljóst, hver er hinn eiginlegi uppruni þeirra. Bældar þrár og hvatir, hinar svoköll- uðu duldir, raska ósjaldan sálrænu jafnvægi og um leið geðheilsu barns- ins. Á Vesturlöndum er sú trú æva- forn, að uppalandinn eigi skilyrðis- laust að brjóta sérvilja barnsins, en á þessari öld hafa sálfræðingar svo rækilega sannað skaðsemi slíks upp- eldis, að erfitt er að trúa á það fram- ar. Jafnframt sýna þeir fram á aðrar heillavænlegi'i leiðir til að láta barn- ið hlýða. Að mynda hollar venjur. Skapgerð barns er því að miklu leyti háð, að það festi snemma með sér hollar venjur. Venjur byrja að myndast og festast skömmu eftir fæðingu. Það er því mjög undir um- önnun móður fyrir barni sínu komið, hve vel eða illa venjumyndimin tekst. Nærgætin reglusemi með næringu, hvíld, útivist og athöfnum smábarns- ins auka á vellíðan þess og geðró, svo að það semur sig óafvitandi að reglusemi. Þetta fyrsta skref barns- ins til venju og reglu má ekki mis- takast; það er upphafið að þeirri hlýðni og auðsveipni, sem samræm- ist sjálfstæðum vilja. Eftir þvi sem þroski barnsins vex, þarf smám saman og á einfaldan hátt að gera því Ijósar þær kröfur, sem samfélagið gerir til hegðunar. Þetta verður auðveldast, ef við höfðum til rættlætisvitundar barnsins: Það má ekki ganga á rétt annarra, ekki gera þeim rangt til. öllum mönnum er þegar frá fyrstu bernsku í brjóst laginn skilningur á meginboðorði alls siðgæðis: Það sem þú vilt ekki, að menn geri þér, það skalt þú ekki heldur gera þeim. Foreldrar verða að varast að hampa sjálfum sér um of sem ó- skeikulum fulltrúum siðgæðis og réttrar hegðunar. Annars verður barnið tortryggið. Sá grunur vakn- ar hjá því, að foreldrar geri óþarf- lega strangar kröfur til þess. Foreldr- ar ættu fremur að láta barnið finna, að þessum sömu kröfum er beint til þeirra, til annarra barna og foreldra og til allra manna. Sumum foreldrum er um of gjarnt til að þrengja sér inn á milli barnsins og hinnar hlut- lægu hegðunarkröfu, svo að barnið skilur hana aðeins eins og valdboð þeirra. „Af hverju þarf ég að gera þetta svona?“ „Af því við mamma þín erum margbúin að segja þér það og viljum hafa það svona.“ Þaðan er stutt til vandarins og hins harða mótþróa. Vilji bama og athafnasemi. Af öllum þáttum í sálarlífi barns- ins er vandast að fara með viljann. Það nægir ekki, að foreldrar varist að brjóta hann með óskynsamlegum strangleika. Þau verða að skapa hon- um skilyrði til áreynslu og starfs, svo að hann temjist og þjálfist við þær kröfur, sem viðfangsefnin gera til hans. 1 glímu sinni við viðfangs- efni, sem hæfa aldri þess og þroska, lærir barnið að beygja sig fyrir kröf- um, sem til þess eru gerðar. Um leið skilst því, að þær koma frá viðfangs- efninu sjálfu, en spretta ekki fram úr geðþótta foreldranna. Þessi þjálf- un er barninu að miklu leyti ósjálf- ráð, líkt og við móðurmálið, en hana má aldrei vanta. Við rannsókn á börnum, sem leiðst hafa út í afbrot og verulegt misferli, kemur lang- oftast í Ijós, að vilji þeirra er alger- lega óþjálfaður. Foreldrar mega líta á það sem alvarlegt hættumerki, ef barn getur ekki fest sig við leiki fram að skóla og sýnir engan áhuga á skólanámi eftir að það hefst. Við því er vöndurinn engin lækning. Fjöldi barna hér á landi er svo umhirðulaus, að þeim mætti helzt líkja við rekaþang á úthafi. Við slika aðbúð ruglast venjumyndun með öllu, barnið hættir að treysta foreldrum sínum, en verður sjálft slappt og áhrifagjarnt. Þá getur því fundizt afskipti foreldra vera einber geðþótti og ranglæti, sem það hefir að engu. Þá geta heift og þrjózka altekið það svo, að það geri helzt það, sem það veit foreldrum sínum vera á móti skapi. Um leið og viljinn þjálfast við leik og nám og starf, glæðist skilningur barnsins á hinni hfifcrænu kröfu sem samfélagið gerir til hegð- unar allra manna. Þannig skilin vek- ur hún því lotningu, ekki reiði. Hin rétta hlýðni, sem samræmist sterk- um og óbrotnum vilja, er ávallt sprottin af lotningu fyrir hlutræn- um kröfum, sem beinast jafnt til foreldra og barna. MEÐ HÁLFT STÉL... Framhald af bls. 5. tók Þorsteinn viðistöng sína, gekk út á isi lagt vatn og settist þar við veiðar i frostinu og var þar alla nóttina. Fágætur hraustleiki og nær takmarka- laust öryggi, jafnvel þannig, að sumum virðist jaðra við kæruleysi, er eitt gleggsta einkenni mannsins. Hann er jafn rólegur, þegar bráð lífshætta er á næsta leiti og kveikir í pípunni sinni jafn styrkum höndum og sæti hann í mak- indum heima í stofunni sinni í Leopoldville. Þorstein Jónsson gildir einu, þótt flugvél hans sé með hálft stél og stýri og hvarvetna skotgöt á skrokknum, hann situr kyrr og öruggur, segir í mesta lagi: ,,Ti,tí.“ ORSTEINN Jónsson er eiginlega talandi tákn yngi-i kynslóðarinnai'. Hann er líka á margan hátt nákomnari styrjöldum en flestir Islend- ingar, en þó lítur hann heldur hlutlausari augum á slík fyrirbæri en margur skyldi ætla. Orrustu- flugmennska er vart iðkanleg nema stáltauguðum hraustmennum, og ég hygg Þorstein hafa frem- ur litið á það sem hvert annað skyldustarf, sem honum var falið. Það kann ef til vill að þykja nokkuð kaldrifjaður hugsunarháttur, en maður- inn er ’nú einu sinni þannig gerður, að nokkur tvískipting virðist auðsæ milli öryggis og ákaf- lyndis, hann er í senn þögull hugsuður og taum- lítill ástríðumaður. Á sínum tíma átti Þorsteinn trillubát með nokkrum félögum sínum. Hann vann þeirra mest í bátnum, dyttaði að honum á marga lund og fór oft einn eða við annan mann til fiskjar. Þeir fylltu þá ef til vill bátinn, en Þorsteinn kærði sig kollóttan um aflann og skildi oft bát- inn eftir við bauju og hélt í land en fiskurinn ónýttist. Honum var sýnt um að afla fjárins, en hirti fráleitt um að hagnýta sér það á neinn hátt. ORSTEINN Elton Jónsson uppgötvaði þegar í æsku það, sem hugur hans stóð mest til. Hann hefði sennilega ekkert fundið, sem áhugi hans og skap ætti betur við. Enda greinir víst engan á um það, að leit sé að vaskari og hugaðri og ósérhlífnari flugmanni en Þorsteini. Þær stundir hafa sjálfsagt komið í lífi hans, að allt blóð hef- ur sem sogazt úr höfði hans og grá móða hefur sigið fyrir augun og kannske hefur hann þá hugsað hag sínum betur borgið niðri á fastri gi-und, en einhvernveginn hefur hann ávallt horf- ið aftur til köllunarinnar, því aldrei kann maður- inn betur við sig en í flugstjórosætinu, frjáls og óháður öllu nema stýrisútbúnaði vélarinnar og pípunni sinni. Hann er virkilega maður, sem kann sig, heimsmaour, sem á hvarvetna greiðan aðgang, þægilegur í kunningjahópi og lesinn vel í flestum greinum. Hann er ennfremur smiður góður og hefur komið sér upp dálitlu verkstæði í Leopoldville, þar sem hann föndrar við hag- nýta iðju í tómstundum. En hann er umfram allt maður, sem þorir að lifa lífinu og í hans augum eru erfiðleikarnir aðeins til þess að sigrast á þeim. 6 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.