Vikan


Vikan - 05.02.1959, Page 8

Vikan - 05.02.1959, Page 8
FORSAGA: • Julie de Carneilhan er glæsileg kona, fertug að aldri, af tignum ættum og var gift affaismanni. I»au skildu og hann gifti sig aftur tU fjár og gerffist umsvifamikill á stjómmálasviðinu. Júlía tckur fullan þátt f samkvæmislífi Parísarborgar, hún á sér img- an og ríkan elskhuga en endurgeldur ekki ást hans, f leynum hugsans elskar hún ennþá fyrrverandi eiginmann sinn og hann er henni síður en svo frábitinn. En örlögin spinna lífsþræffi þeirra á ýmsa vegu. Júlia á í fórum sínum skuldaviðurkenningu frá fyrrverandi manni sfnum upp á eina milijón og á f harðri baráttu við sjálfa sig hvort hún eigi að krefj- ast fjárins, því hún er fátæk og hefur varla í sig og á. meiki, fullt óþolinmæði. Hún gat ekki þolað Coco lengur, og nú voru þau komin heim til hennar. „Sjáumst í kvöld," byrjaði Coco. „1 kvöld,“ sagði Julie, ,,á ég von á bróður mínum.“ Coco hleypti brúnum og starði á hana. „Bróður þínum?“ „Bróður mínum. Spurðu ekki hverjum þeirra. Ég á aðeins einn. Við ætlum að borða saman." Hún ýtti niðurandlitinu fram og reyndi að líkja eftir Léon, saug inn kinnarnar og ygldi sig, þannig að ljósar augabrúnir hennar, undir brúna farðanum, huldu augu hennar og setti upp afskræmda og dæmigerða Carneilhan-grímu. „Allt í lagi,“ sagði Coco. „Þú þarft ekki að gretta þig svona framan í mig. Við hringjum þá hvort í annað. Bíddu andartak, Julie! Þú eyði- leggur fallega kjólinn þinn!“ En hún opnaði dyrnar og hljóp yfir gangstétt- ina í volgri regndembunni. Hún faldi sig við dyr í fordyrinu og fór ekki upp I lyftunni, fyrr en hún sá, að bíllinn var farinn. Tár og regn- dropar runnu niður kinnar hennar, þannig fékk hin ofsalega óþolinmæði hennar útrás. Hún lét síðustu regndropana falla inn í vinnu- stofuna. Það sást rofa til i vestri. Hún þurrk- aði vot föt sín, áður en hún hringdi í Léon de Carneiihan. Þegar hún beið við símann, heyrði húh í tólinu gamalkunn hljóð — skarpan hvin, og síðan holhljóð í viðarfö*u. Hún minntist hest- hússins, sem lá við hlaðið, hræðilegu litlu skrif- stofunni á fyrstu hæð og herbergisins á annarri hæð. Þarna bjó piparsveinninn Léon de Carneil- han, og það var allt og sumt, sem Julie vissi um. Hana grunaði, að bróðir hennar ætti til að fyllast ævintýraþrá á auðum gangstigum og í þvottalaugunum í þorpunum: tilhneiging, sem stafaði af talsverðri matarlyst og stolti manns, sem hefur farið á mis við auðæfi lífsins. Vinátta þeirra var ekki það innileg, að þau tryðu hvoru öðru fyrir leyndarmálum sínum. „Við erum of skyld til þess að geta verið vinir,“ var Julie vörí að segja. En þar sem hún vy yngri að ár- um og líkamshreysti fékk eitthvað* djúprætt hana til þess að virða Léon de Carneilhan og sátt hans við einveruna. Þegar Julie leit á bróður sinn, þetta kvöld, tók hún eftir þreytulegu niðurandliti hans og sól- brenndúm, innföllnum vöngum hans. Hún spurði hann um Hirondelle, hryssuna hans. Carneilhan leit niður fyrir sig. „Ég er búinn að skipta um skoðun," sagði hann. „Ég er hræddur um, að stríðið fari að skella á, svo að ég hef ákveðið að fara með Hirondelle til Carneilhan. Þar að auki á hún það skilið að fá að lifa þar og hafa það notalegt. Hún er nitján vetra og ennþá gullfalleg." Julie hætti að hræra í vínsósunni. „Ætlarðu að fara með hana sjálfur ?“ „Já, Gayant fer á La Grosse með Tullia til reiðar. Ég á ekki aðra eftir. Ég er búinn að selja allt. Ég gat ekki staðið undir þessu.“ „Vel af sér vikið,“ sagði Juli hughreystand . Hún leit laumulega á hann eins og til þess að leita að einhverju merki um velmegu E , hann var ekki einu sinni með nýtt hílsbindi. Ailur fatnaður hans bar það með sér, að þrifnaður var ekki hans sterkasta hlið. „En,“ spurði Julie, „getur Hirondelle farið í þessa ferð?“ Hann brosti blíðlega, eins og það væri hryssan, sem á hann horfði. „Hún verður að fara sér hægt. Ég fer út af þjóðveginum hjá Le Mans. það er of erfitt fyri ■ hana. Hún verður frá sér numin af ánægju. Hvað ætlarðu að gefa okkur að borða?" „Nautasteik, eins og — þú veizt —- við fengu i í Périgord. Síðan salat, ost og ávexti. Vi\tu fara niður og ná í brauð. Ég steingleymdi þvi.“ Hún fylgdist með honum. Það er komin hvít slikja i yfirskeggið á honum, og nefið á honum er að stækka. Þannig byrjar ellin, jafnvel hjá Carneilhan-ættinni! Eftir nokkrar hversdagslegar spurningar sett- ust þau þögul að snæðingi. „Hefur það borgað sig að selja?“ spurði Julie. „Jú að minnsta kosti um sinn,“ svaraði Léon. Hann fór með nautasteikina aftur í ofninn og svaraði með annarri spumingu. „Og Espivant, er hann enn í andarslitrunum?" „Það er ekki svo slæmt," sagði Julie. „Minntu mig á að segja þér frá honum, þegar við erum búin að borða.“ Carneilhan, með leyfi Julie, borðaði jakkalaus og drakk alvarlegur í bragði ómerkilegt rauðvín, sem sýndist svart í skímunni frá lampanum. „En,“ sagði Julie skyndilega, ,,ef þú ætlar að fara með hestana til Cavneilhan — ætlarðu þá að verða þar eftir?“ „Ekki að mér vitandi." Þetta tvíræða svar nægði Julie ekki. Nóttin, sem var að skella yfir Paris, boðaði haustið og kom henni til þess að hugsa til þess með skelf- ingu, að þessi langleiti, ljóshærði maður hyrfi aftur úr heimi hennar. Hann sat og starði þung- lyndislega á disk sinn, hendur hans voru hendur bónda, en hreyfingar hans voru hreyfingar hefð- armanns. „Þetta eru ósviknar plómur,“ sagði hann. „Þær eru prýðisgóðar." „Segðu mér, Léon, hvenær býstu við að leggja af stað?“ „Því spyrðu? Eftir viku.“ „Svo fljótt Hann virti systur sína fyrir sér gegnum reyk- inn frá lélegum vindlinum, sem biann óreglulega. „O, það er ekki svo fljótt. Næturnar eru að verða lengri. En það verður svalara að fara að degi til.“ 8 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.