Vikan


Vikan - 05.02.1959, Qupperneq 10

Vikan - 05.02.1959, Qupperneq 10
’■' ' á liSÍl :.3 mm '■■■■■■■ ■■■■■■ ■ &§&&&« - V ■■;■■■•;.■.•••! : •. ■ -.; XJtiáyr og tengigangur frá bllskúr. T. v. Suðurhlið. Vinstra megin sézt hinn stóri stofugluggi og til hœgri svalir með svefnherbergisgluggum. LITAZT UM í NOREGI GUMMAR HERH/IANMSSON n n ÞAÐ mun vera álit flestra, aS Norðmenn séu okkur Islending- um allra þjóða skyldastir og ætti að vera nægilegt að benda á upp- runa okkar i því sambandi. Hugsun- arháttur þjóðanna og menningar- arfleifð eiga sér margt sameiginlegt. Veðurfar er svipað a. m. k. í vissum héruðum beggja landanna og þannig mætti lengi telja. Af þessu væri auð- veldlega hægt að draga þá ályktun, að nokkuð ættarmót væri með húsa- ljynnum beggja. Þannig er það vissu- lega, en þó nokkru minna en búast mætti við í fljótu bragði. Aðalorsökin mun fyrstu og fremst liggja í því, að land í Noregi er mjög ríkt af nytjaskógum en hér gjörsnautt. Landnámsmenn fluttu með sér trjávið frá Noregi til að reisa hús sín og var því í öndverðu lítill eða enginn munur á byggingarháttum Islendinga og Norðmanna. — Þetta breyttizt en aldir liðu fram og þegar hafizt var handa um að reisa hér fyrstu varanlegu húsin, voru það fyrst og fremst dönsk áhrif, sem réðu. EF norskra áhrifa gætti hér einn- ig í tiltölulega ríkum mæli. Mörg af glæsilegustu timbur- húsum landsins, sem r,'isf. voru hér á áratugunum um og eftir aldamótin, komu ýmist tilhcggvin beint frá Noregi, eða voru smíðuð eftir fyrir- myndum þaðan. 1 Reykjavík, á Akureyri og Seyðisfirði og víðar má glöggt sjá þess menjar. — Yfirleitt hafa hús þessi á sér léttan og þokkalegan blæ, og standa í mörgu tilliti fram- ar steinsteypuhúsum, sem siðar voru reist. — Þetta er eðlilegt þegar þess er gætt hve þjált bygg ngarefni timbrið er, og hve langa reynslu menn voru búnir að öðlast í notkun þess. Steinsteypan er aftur á móti til- tölulega nýtt byggingarefni og ekki við að búast að vel tækizt í fyrstu. Mönnum þóttu steinhúsin fremur þung og klunnaleg í samanburði við létt og fíngerð timburhús. En steinsteypan varð ofan á að lokum og svo er enn. — Á síðari ár- um virðist þó sem nokkur breyting sé að verða hér ú og meira gert af því en áður að nota bæði þessi bygg- ingarefni samtimis við byggingu einbýlishúsa. INoregi eru einbýlishús byggð úr timbri, sem fyrr, og mun það vera algengasta byggingarmáti þar í landi. — Að þessu sinni birtast hér myndir af nýlegu húsi í. grennd við Ósló, 115 fermetrar að innanmáli auk bílskúrs og geymslu. Aðalbyggingin skiptist í tvo hluta (sjá grunnmyndif). Á sama gólf- fleti og forstofa eru dagstofan (42m-), borðkrókur og eldhús. 1 hin- um hlutanum hálfri hæð ofar eru svo og svefnherbergi, bað og skápar, sé gengið ' hálfa hæð niður er að finna geymsluna, þvottahús, . salemi og gufubaðstofu. Auk þessa er bílskúr með geymslu nálægt inngangi og liggur reftur tengigangur (pergola) þar á milli. Stofugluggarnir eru stórir og hægt að ganga þar út í garðinn. Svalir eru meðfram öllum svefn- lierbergjunum. Húsið er að mestu leyti byggt úr timbri, gaflar og neðri hæð eru úr steinsteypu. Utanhússklæðning úr láréttum borðum (vestlandspanel). Arkitekt hússins er Hans GRINDE, Ósló. 10 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.