Vikan - 05.02.1959, Qupperneq 11
TENNUR:
Hvenær fóruð þér síðast til tann-
læknis? Ef svarið er fyrir meira en
sex mánuðum eða enn verra, að þér
vitið það ekki, skuluð þér strax í dag
panta tíma hjá tannlækni. Að þvi
er tönnum viðkemur er aðalatriðið,
að þær séu heilbrigðar. Á því bygg-
ist fegurð þeirra, svo að þér eyðið
tíma yðar til einskis við að reyna að
verða falleg, ef þér gleymið tann-
lækninum. Flestir tannlæknar ljúka
viðgerð á því að hreinsa og pússa
tennurnar, og sá árangur ætti að
hvetja yður til að halda áfram heima
að halda tönnunum fallegum.
Byrjið á því að nota burstann rétt
bæði á tennur og góm. Notið hring-
hreyfingu frá góm til tanna og mun-
ið, að ætlunin er að herða góminn
engu síður en að hreinsa tennurnar.
Ef alltaf blæðir úr tönnum við
burstun, ættuð þér sem fyrst að tala
við tannlækni. Notið réttan bursta,
mjúkan eða meðalmjúkan bursta,
(notið ekki mjög harða bursta, hann
rífur aðeins góminn) bíðið ekki eftir
að hann gangi úr sér vegna of-
notkunar. Endurnýið hann a. m. k.
á þriggja mánaða fresti.
Bezta tannkremið er það, sem yður
finnst bezt bragð að, það, sem hvet-
ur yður til að hreinsa tenmu'nar
reglulega. Tvisvar á dag er nauðsyn-
legt og þrisvar ágætt. Gleymið ekki,
að það er ekki aðeins gaman að sjá
fallegar tennur heldur einnig þægi-
legt að finna góðan andardrátt.
Ef þér borðið fæðu með réttum
hlutföllum, ættu tennur yðar að fá
næga næringu, maturinn, sem þér
borðið, hefur meiri bein áhrif á tenn-
urnar en að byggja þær upp. Melting-
in hefst í munninum og of mikil
sætindi orsaka of miklar sýrumynd-
anir, sem skemma glerunginn á
tönnunum. Ef þér getið ekki minnk-
að súkkulaðiát, ættuð þér að reyna
að neyta þess eftir málítðir og skola
tennurnar vel á eftir.
Allt sem er hart og stökkt, herðir
góminn og glerunginn á tönnunum.
Eskimóakonur, sem nota tennurnar
til alls frá því að borða hrátt skinn
og til að mýkja húðir, þekkja ekki
orðið tannpína!
Ef þér takið með yður glas af
mjólk i rúmið, skuluð þér skilja eftir
kexkökuna. Brauðmylsna í rúminu
er óþægileg, en ekki alvarleg — á
tönnunum getur hún unnið miklar
skemmdir á einni nóttu.
Ef þér fylgið þessum reglum í sex
vikur, verða þær orðnar að vana og
þér munuð ekki geta hætt við þær.
NEGLUR:
Já, ég veit, hvað er að nöglunum
yðar. — Stökkar, naglabönd þurr og
með gular skellur. Ef þær eru mjög
slæmar eru þessar sex vikur aðeins
Fegurð á 6 vikum
FAGRAR TENNUR
OG NEGLUR
undirbúningurinn. — Þér verið að
halda áfram meðferð í sex mánuði,
þann tíma, sem það tekur að láta
alveg nýjar neglur vaxa. En sex vik-
ur er nógu langur tími til að lag-
færa venjulegar veilur.
í>ér skuluð byrja á því að setja til
hliðar naglalakksglösin yðar í sex
vikur. Jafnvel hið bezta lakk veldur
dálitlum erfiðleikum, sem eru mein-
lausir fyrir heilbrigðar neglur, en eru
of miklar fyrir veikar (þess má geta,
að því dekkri, sem liturinn á lakkinu
er, því meira tjón vinnur það).
Hafið þér hugleitt orsakir veik-
þarfnast áburðar til að laga þau. Er
gott að bera góðan áburð á neglurn-
ar á kvöldin og eins, þegar þér þvoið
hendurnar. Hrufóttar neglur stafa
líklega af veikindum eða kalkskorti.
Talið við lækni um það.
Haldið nöglunum hreinum með
mjúkum bursta og volgu vatni. Heitt
vatn og málmþjöl munu ekki reynast
betri og geta auk þess skemm negl-
urnar.
Skæri eru til margra hluta nyt-
samleg, en ekki til að klippa neglur.
Notið langa smergilfjöl og sverfið
frá hliðum að miðju og hafði egg-
laga myndun í huga, ekki hvassan
brodd.
Við lok sex vikna ætti að vera ó-
hætt að lakka þær neglur, sem betur
voru farnar. Hafið það á tyllidögum
fyrst í stað, en þegar þér farið að
notað það að staðaldri, ættuð þér að
hvíla neglurnar frá því við og við
eina eða tvær vikur í senn.
Munið, þegar þér takið naglalakk-
ið af: nuddið því ekki umhverfis
nöglina og i naglaböndin með því að
nudda það lengi með bómull. Notið
stóran hreinan bómullarhnoðra fyrir
hverja nögl, látið hann hvíla við
nöglina í eina mínútu og strjúkið
síðan lakkið af. Þá ættu neglur yðar
að vera alveg hreinar.
Þetta á einnig við um neglur á
tánum með einni undantekningu: þær
verður að klippa beint.
leikans ? Hafði þér athugað heilsu
yðar? Notið þér sterk þvottaefni?
Hafði þér ánægju af garðyrkju?
Pikkið þér á ritvél ? Notið þér gúmmí-
hanzka við hvers konar þvotta,
mjúka leðurhanzka við garðyrkjuna,
sláið þér laust á ritvélina?
Stökkar neglur og þurr naglabönd
VIKAN
11