Vikan - 05.02.1959, Síða 23
gildru. I>egar ég hafði gert mér grein fyrir þessu
ákvað ég að gjalda rauðan belg fyrir gráan.
„Senorita," sagði ég, „ég ímynda mér að i
himnaríki séu englarnir líkir yður. Segið mér
hvað er yður á höndum."
Ég sá á samri stundu að ég hafði komið henni
út af laginu.
„Eiginmaður minn er versta illfygli," sagði hún,
„hann hefur haldið fram hjá mér. Hann er af-
brýðisamur út af engu og misþyrmir mér á allan
hátt. Ég vil skilja við hann.“
„Það væri mér mikil ánægja að gera hvaö sem
vœri fyrir yður, senorita“, sagði ég, „það hlýtui'
að vera mikill ruddi sem getur fengið af sér að
halda fram hjá svo yndislegri konu sem yðui\“
Mér heyrðist hún gripa andann á lofti og sýnd-
ist hún fölna undir farðanum.
„Eruð þór giftur, senior Hoper?“ spurði hún
skyndilega.
„Nei,“ svaraði ég, „ég hef verið að bíða eftir
einhverri eins og yður.“
Eg heyiði að henni svelgdist á og hló nú með
sjálfum mér.
„Aðeins hugrakkur maður getur tekið að sér
málfærslustörf fyrir mig,“ sagði senorita Estrel-
lita, „senor Cortez verður spólvitlaus út í hvern
mann sem nálægt mér kemur. Eitt sinn reyndi
hann að skjóta mig og vin minn."
Er það nú, hugsaði ég með mér.
„Segið mér eitt, Estrellita," sagði ég og færði
mig nær henni, „haldið þér að þér gætuð orðið
hamingjusöm með mér?“
Ég tók mjúklega á annarri öxl hennar og
þuklaði hana nærfærnislega.
„Senor Hoper,“ sagði hún, „verið varkár. Það
er eins víst að maðurinn minn hafi veitt mér
eftirför.“
Ég tók hana í faðm mér og þrýsti henni fast
að mér.
„Þér eruð yndisleg," hvíslaði ég og var farinn
að anda ótt og titt, „ég hef enga stjórn á mér
lengur, senorita. Þér heillið mig.“
Eg þrýsti eldheitum kossi á varir hennar bak
við slæðuna og furðaði mig á því hvað það gat
verið spennandi að kyssa konuna sína. Mér fannst
ég vera í 5 þúsund metra hæð án súrefnisgrimu.
Skyndilega var dyrunum hrundið upp og áður
en ég gat losað mig úr faðmlögunum fann ég að
einhverju málmstykki var stungið að hryggnum
á mér og það var öskrað í eyru mín:
„Hundur. Þrjótur og þrælmenni. Tíkarsonur
og hóruungi.“
Ég sneri mér við og sá kátlegan litlan mann
með yfirskegg. Hann hélt á gríðar stórri skamm-
byssu sem hann miðaði að mér. Ég gat varla
haldið niðri í mér hlátrinum og velti því fyrir
mér hvar Ida hefði grafið upp þennan furðulega
skrípakarl sem meðleikara sinn.
„Ég vinur," sagði ég og gerði mér upp ofsa-
hræðslu, „ég mikill vinur, Senor.“
„Carramba, þú munt deyja fyrir þetta. Það eruð
þér sem dragið konu mína á tálar — þú glæpa-
himdur og svín.“
Skeggið á honum titraði svo ótt að ég var far-
inn að halda að límið mundi láta undan og skegg-
ið falla á gólfið.
,,Ég skora yður á hólm. Við munum hittast i
dögun við kirkjugarðinn. Ef þér komið ekki, skal
ég elta yður uppi og murka úr yður lífið eins og
hundi.“
„Ég mun glaður hætta lífi minu fyrir Estrellitu
hina fögru," sagði ég og reyndi að bæla niður í
mér hláturinn. Þessi náungi var fyrirtaks leikari.
„Verið þér sælir, skúnkur," sagði hann, „hér
hafið þér byssu. Ég á aðra eins.“
Þar með fleygði hann byssunni fyrirlitlega á
skrifborðið mitt og hrifsaði til sín konuna sem
enn vai- með slæðuna fyrir andlitinu og fór burt
með það sama. Ég hélt um magann og hristist af
krampakenndunr hlátri, en var truflaður af síma-
hringingu.
Loks gat ég staulast í símann.
„Halló,“ sagði ég.
„Halló, elskan," var sagt í símann.
Ég öskraði upp.
„Osköp ertu skritinn ?“ sagði Ida, „ég ætlaði
að tala við þig um þetta sem gerðist í morgun. Ég
iðrast þess. Fyrirgefðu mér.“
„Djöfullinn sjálfur," muldraði ég.
„Þú skilur hvernig konum líður þegar þær
nálgast miðjan aldur, elskan?“ spurði Ida.
„Já, elskan," svaraði ég, „ég slial reyna að vera
tillitssamari. Blessuð."
Ég held líka að ,ég skilji það. Það verður að
sýna tillitssemi gamalli konu — 21 árs að aldri •—
sem búin er að vera gift í rúmt ár.
Aðalvandinn er nú bara sá hvernig ég á að
koma Senor Cortez í skilning um þetta fyrir
dögun á morgun.
Latex er safi gúmmítrésins,
undraefnið, sem vér notum til
framleiðslu á svampgúmmíi.
Við framleiðsluna er Latexið
þeytt, þannig að aragrúi af ör-
smáum loftbólum myndast í
því. Sameinast þá teygjanleiki
og styrkleiki Latex-ins eigin-
leikum loftsins, sem gera það
létt og gljúpt (poröst).
Framleiðum
rúmdýnur, skákodda
kodda, púða
stólsetur og bök
bílsæti og bök
plötur, ýmsar þykktir
Seljum ennfremur ýmis-
konar létt húsgögn, bólstr-
uð með svampgúmmí.
Tökum ábyrgð á allri
framleiðslu vorri.
Lítið inn í nýopnaða verzl-
un verksmiðjunnar að
Vesturgötu 71.
'esturbænum
estast i
Símar: 24060 — 24061 — 24062 — Box 1227
KVAÐ ER LATEX?
■
VIKAN
28