Vikan - 12.02.1959, Side 3
Þjóðleikhússins, en vafasamt er, að þeir láni koll
urnar sínar.
Fyrirspurn.
Kæra Vika,
ég bið þig að birta eftirfarandi fyrirspurn til
höfundar textans ,,Frostrósir“.
Þessar frostrósir, sem „gTóa“ á glugganum,
eins og stendur í textanum, dafna þær betur ef
þær eru vökvaðar? (kannski með heitu vatni) ?
Er ef til vill hægt að taka afleggjara?
Ein með áhuga fyrir blómai'ækt.
Iþróttir.
Kæra Vika!
1. Hvert er aldurstakmark að íþróttaskólanum
á Laugarvatni?
2. Hve margra ára nám þarf til að verða í-
þróttakennari.
3. Hvaða námsgreinar eru kenndar þar?
4. Þarf maður að hafa einhverja sérstaka
menntun til að fá inntöku i skólann?
5. Er ekki skólinn bæði fyrir pilta og stúlkur?
Með fyrirfram þakklæti fyrir svörin.
Solla.
SVAR: Aldurstakmark mun vera 18 ára. 2.
Eitt ár í íþróttakennaraskólanum og 2—4 í
Kennaraskólanum og fer lengd þess tíma eftir
eftir undirbúningum. 3. Það er bœði bóklegt
og verklegt nám og ef þér viljið afla yður frek-
ari upplýsinga um það mun bezt að snúa sér
til frœðslumálaskrifstofunnar. j. Að minnsta
kosti mun þurfa landspróf. 5. Skólinn er bœði
fyrir pilta og stúlkur.
Læknisfræði.
Svar til Nönnu: ■— Þér œttuð að leita lœknis
fyrst og fremst, því að það er mismunandi, hvaða
matarœði fólk á að hafa, sem vill megra sig.
Roði í andliti getur stafað af mjög mismun-
andi ástœðuna, og það er illmögulegt að gefa ráð
við honum nema rannsaka fyrst, af hvaða or-
sökum hann stafar. Lang öruggast er í þessu
tilfelli að leita lœknis.
Bezt er að reyna að koma i veg fyrir, að
freknurnar komi á andlitið. Það er auðveldara
heldur en að ná þeim af sér. T. d. vera ekki of
mikið í sól án þess að hafa eitthvað til að skýla
andlitinu. Stundum er liœgt að ná burt frekn-
um, þegar þœr eru stakar ,með hátíðnisstraums-
nál, en þegar freknurnar renna saman og mynda
stóra skellu, verður þeirri aðferð ekki við komið.
Skriftin er sœmileg, en of smá og óregluleg.
Svar til „einnar í Menntaskólanum.“
Þú œttir ekki að biðja hann að dansa við þig.
Ef pilturinn kœrir sig ekki um að umgangast
þig, þá fœr hann ekki fremur löngun til þess, þó
að þii sœkist eftir honum. Reyndu umfram allt
að vera frjálsmannleg i tali og framkomu, ef þú
þarft að tála við hann. Auðvitað getur það vel
verið, að hann sé feiminn við þig, og þú getur
reynt að ýta ofurlítið undir liann, ef þú ert viss
um að svo sé. Annars er oftast langhyggilegast í
svona tilfelli að gera ekki neitt, bíða aðeins og
sjá hvað setur.
—O—
Til þáttarins „Fegurð á sex vikum.“
Kæri þáttur!
Þú getur víst ekki hjálpað mér i vandræðum
minum? Það er nefnilega þannig að ég hef bólur
eins og margir unglingar. En nú er læknirinn
minn búinn að lækna þær að mestu leyti. En þá
eru bara örin eftir, þ.e.a.s. örin eftir stungurnar,
sem hann varð að gera. Þau eru frekar rauðleit
og það eru liðnir um það bil tveir mánuðir síðan
þau stærstu komu. Nú bið ég þig um eitthvert
ráð til þess að örin geti dofnað og húðin verði
hrein aftur.
Kannski er ég of óþolinmóð að bíða eftir að
tíminn mál þau af, en mig langar að gera allt
sem ég get.
Ég væri þér mjög þakklát, ef svarið bærist
bráðlega. Og svo með beztu kveðjum og þakk-
læti. N. M.
Nýlega voru gefin saman i heilagt hjónaband
Ragnhildur Kvaran dóttir Gunnars stór-
kaupmanns Kvaran, systurdóttir Gunnars skipa-
miðlara Guðjónssonar og Hrafn Haraldsson
menntaskólakennari, fulltrúi í Tryggingar-
stofnun ríkisins, stúdent 1952, næstelztur 5 barna
frú Margrétar Brandsdóttur og Haraldar Guð-
mundssonar ambassadors í Osló. Ungu hjónin
búa á Smáragötu 6, æskuheimili brúðarinnar.
Nýlega voru gefin saman í New York Hjördís
Þór, dóttir Vilhjálms aðalbankastjóra og Rann-
veigar konu hans og Thomas MacCrary.
I'EMMAVIMIK
Valgerður Halldórsdóttir, Grettisgötu 92,
Reykjavík við pilta 18—25 ára. Guðbjörg Stella
Traustadóttir og Sigríðui' Anna Kristjánsdóttir,
báðar á Reykjaskóla, Hrútafirði við pilta 15—17
ára. Bára Berndsen, Litla-Bergi, Hafnarfirði við
pilta 15—17 ára. Brynja Bjarnadóttir, Dagrún
Jóhannsdóttir, Ingib'jörg Guðmundsdóttir, Gunn-
ur Samúelsdóttir, allar á Húsmæðraskólanum,
Laugarvatni, Árnessýslu við pilta 16—25 ára.
Jóna Valdimarsdóttir, Sléttholti 16, Akranesi og
Gréta Ólafsdóttii-, Vesturgötu 94, Akranesi, báðar
við pilta 19—25 ára. Bergur Björnsson og Guð-
mundur Sigþórsson, Hvanneyri Borgarfirði við
stúlkui' 15—17 ára. Arnór Haraldsson, Klepps-
vegi 16, Reykjavik við stúlkur 20—30 ára. Ragn-
ar Gunnlaugsson, Hvanneyri, Borgarfirði, við
stúlkur 16—18 ára. Markús S. Guðjónsson, Gísli
Einarsson, Einar Pétursson, Hörður Júlíusson og
Árni Óskarsson, allir á M.b. Páli Jónssyni, Þor-
lákshöfn, Árnessýslu við stúlkui' 17—23 ára.
Stebbi Jó, Gvendur Nikk og Haukur Malmquist,
allir á bændaskólanum, Hvanneyri við stúlkur
15—25 ára. Þorkell Hjörleifsson, Hólavegi 25,
Siglufirði við stúlkur 13—15 ára. Jónas Björns-
son, Emmu II. Vestmannaeyjum við stúlkur 25
—35 ára. Sölvi Hólmgeirsson, Óskar Geirsson,
Sæmundur B. Ágústsson, allir á m.b. Þorlák,
Þoilákshöfn, Árnessýslu, við stúlkur 18—25 ára.
„JAWA“
Mótorhjól
°g
hjálparmótorhjól
ýmsar stærðir og
gerðir selurog
útvegar
Svar við bréfi til þáttarins ,Fegurð á sex
vikum.“
Kœri lesandi.
Við vildum gjaman bœði yðar og öðrum les-
endum Vikunnar, sem til okkar leita, þau ráð
sem duga. En ör í andliti eftir nálastungur hjá
lcekni eru vissulega annars eðlis, en þegar um
óhreina eða bólótta húð er að rœða. Og má segja
að þetta spursmál heyri fyrst og fremst undir
lœknir, en þó viljum við gefa yður þau ráð að
erta ekki húðina með fegurðarlyfjum eða hreins-
andi áburði í andliti meðan örin eru að gróa og
ekki vera úti í miklu frosti. Það eina sem mundi
verka grœðandi á húðina án þessa að erta hana
er parafin-olia, en hann verður að bera á, á
kvöldin og lofa henni að liggja á andlitinu yfir
nóttina. Þurka svo afar varlega að morgni með
mjúkri bréfþmrku (Tissues).
Einu viljum við svo skýra yður frá, svo þér
verðið ekki of áhyggjufullar þótt yður finnist
langt að btða eftir að örin grói. Það getur tekið
9 mánuði fyrir húðvefina að endurnýja sig full-
komnlega.
Með kœrri kveðju og ósk um skjótan bata.
SMYRILL
Húsi Sameinaða. Sími 1-22-60
VIKAN
3