Vikan


Vikan - 12.02.1959, Side 4

Vikan - 12.02.1959, Side 4
SMÁSAGA eftir JACK MOSCER Lifandi afturganga SAGA þessi verður aldrei sögð nema til hálfs. Því maðurinn sem sagan fjallar um fæddist í Kína fyrir þremur mánuðum — fæddur fullvaxta, skilurðu — og dó hér í New York í gærkvöldi á þakinu á San Maritz. Sá hluti sög- unnar sem ég þekki, hófst nóttina sem maðurinn fæddist, þegar japanskri sprengju var varpað á götu í Kíinton og rauðir logar eyddu ’bjáknanum með öllu. Eða svo hélt ég alla tímann sem ég lá á sjúkrahúsinu eftir þeffia og ég stóð í þessari sömu trúa alla hina löngu leið heim. Svo var það rétt fyrir mat í gærkvöldi að Celia Brendon æddi inn til mín eins og hún væri viti sínu fjær og ég sá strax á augnaráði hennar að Djákninn væri á lífi. „Jimmi, ó, Jimmi, ég hef fundið hann lifandi.“ Hún hafði varla nokkra stjórn á sér. „En,“ sagði hún, „það er ekki allt með felldu með hann. Hann þekkti mig auðvitað og kyssti mig og virtist gera sér grein fyrir hvað hann var að tala um þegar við ákváðum stefnumót á þak- inu á San Moritz. En ég gat ekki varizt því allan tímann sem hann talaði við mig að það væri ekki í raun og veru hann sjálfur — hann horfði á mig með augum annars manns.“ „Kannski er hann annar maður,“ sagði ég, „kannski hefur Djákninn breytzt siðan ég sá hann siðast.“ f>að var langt síðan ég hafði sagt henrii frá þessu, sagt henni fráloftárás Japana og sprengj- unni sem var varpað, eldinum sem fuðraði upp á milli okkar og þeim vítiskvölum sem ég hafði þolað á sjúkrahúsinu meðan ég barðist við að halda sjóninni, og stóð í þeirri trú að hann væri ennþá í eldinum. ,,En eitthvað skelfilegt hefui' komið fyrir hann,“ sagði Celia, „hann heldur að hann sé þú. Skilurðu hvað ég á við, Jim?“ „Guð minn góður.“ „Þessvegna vil ég að þú komir með mér upp á þakið á San Maritz," sagði hún, „ég vil að þú sért bara þar nálægur ef eitthvað gerðist." Celia var undarlega þögul þegar ég hjálpaði henni út úr leigubílnum við San Moritz nokkrum minútum seinna. Hún mælti ekki orð af vörum þegar við gengum yfir salinn og að borði út í horninu á þakinu. Hann stóð upp og heilsaði okk- ur. Hann var klæddur óaðfinnanlegum sam- kvæmisfötum og var ósköp svipaður því sem hann hafði verið. Þó var hárið tekið eilítið að grána. „Hvern fjárann á það að þýða?“ spurði ég, ,,að nota mitt nafn.“ „Þitt nafn“ sagði hann hranalega, „ég veit ekki hvað þú átt við. Og þar fyrir utan, hver er . . .“ „Ég hélt þið þekktúð hvorn annan,“ sagði Celia og kom á milli okkar. „Þetta er Tony Martin," sagði hún við stóra manninn, „Tony skrifar sögur fyrir vikublöðin og mánaðarritin um flugmál. Elskan mín, ég er viss um að þú getur hjálpað honum.“ „Hjálpað?" Það kom kynlegur glampi í augu mannsins. „Hlustaðu á karlinn, ég gæti sagt þér nóg til að fylla heila bók. Gæti sagt þér ótrú- legustu sögur um Djáknann, til dæmis. Eg greip andann á lofti. „Meinarðu Thomas Djákna?" „Það er rétt.“ „En ég hélt. . .“ „Að hann hefði hrapað?“ Hlátur hans lét síður en svo viðkunnanlega 1 eyrum. Það var svo sem nógu slæmt að hann skyldi þekkja mig aftur. En hitt vai' hræðilegra að hann skyldi imynda sér að hann væri ekki lengur hann sjálfur, heldur einhver annar mað- ur sem hann gat dáð og tignað fram úr hófi. Celia hafði á réttu að standa. Eitthvað djöful- legt hafði náð valdi á manninum sem við bteði þekktum svo vel og þótti svo vænt um. „Þetta sýnir bara hvað þú veizt lítið um flug," sagði hann, „hlustaðu nú á greyið mitt. Djákn- inn hrapaði alls ekki. Það sögðu blöðin að vísu. En þessi atburður þarna uppi í Quebee-skóginum, hann var settur á svið til að láta fólk halda að Djákninn væri dauður. Bara blekking í því skyni að láta alla halda að bezti orrustuflugmaður heimsins væri úr sögunni svo þeir gætu notað hann í Kina. Hann var i Kanton síðast þegar ég heyrði. Og veiztu hvað hann var að gera?" „Hvað ?“ „Smíða flugvélar. Eða raða þeim saman öllu heldur.“ „En hvernig endaði þetta?" spurði ég, „hvað er langt síðan þú hefur séð Djáknann?" Hann þagði andartak. Svo horfðí hann beint í augu mér og var nú ekki lengur fjandsamlegur á svipinn. „Það er það sem ég er ekki alveg klár á. Allt sem ég man, er það að við höfðum verk að vinna í Kanton og þurftum að flýta okkur mikið. Djákninn sagðist ætla til aðalbækistöðv- anna og athuga þar eitthvað. Við höfðum verið' að vinna í gömlu pakkhúsi á vesturbakka Kant- on-fljóts. Hann bað mig að lána sér vegabréfið mitt svo hann kæmist út í gegn því hann hafði gleymt sinu. Svo flýtti hann sér út. Eg stóð í dyrunum og hoi-fði á eftir honum þegar japönsk flugvél steypti sér til árásar yfir okkur. Ég heyrði þytinn í sprengjunni. Hún kom nær og nær. Það síðasta sem ég sá áður en sprengjan sprakk var djákninn, svo reis upp eldhaf á milli okkar." Hann stóð upp og það var kynlegur glampi í augunum á honum. Allt i einu skall höfuð hans- á borðplötunni með skell miklum. „Almáttugur," sagði Celia með grátstafinn i kverkunum, „Jimmi, gerðu eitthvað i guðanna bænum. Hjálpaðu honum." Ég brá við skjótt. Ég dröslaði þessum stóra manni upp og bar hann út í fanginu, út af þess- um stað þar sem fjörug dansmúsik og glaðvær hlátur gestanna stakk í stúf við þá fúrðulega vítisreynslu sem við höfðum báðir orðið að þola í fjarlægu landi, og lifnaði á ný er hann fór að tala um þessa liðnu daga. „Þetta er ekki óþekkt fyrirbæri," sagði lækn- irinn sem var fenginn til hans þegar hann hafði verið lagður á bekk á næstu hæð fyrir neðan. „Þegar maður verður fyrir sprengingu, er hætt við að eitthvað bresti í sál hans. Það eru likur til þess að hann trúi því að hann sé einhver ann- ar en hann er, sumir standa á því fastar en fót- unum að þeir séu Napóleon eða Georg Washing- ton. Oft þykjast menn vera síðustu mennirnir sem þeir sáu áður en þeir uiðu fyrir áfallinu. I þessu tilfelli hefur sjúklingurinn orðið þú, Gil- krist. Sjáðu til, hann hafði vegabréfið þitt í vas- anurn." ,,Já,“ svaraði ég, ,,ég man eftir því að ég fékk honum það þessa nótt í Kanton. En er engin leið til að bjarga honum?" „Stundum vill það til að sjúklingurinn bjarg- ast ef hann verður fyrir öðru þungu áfalli.. Til dæmis ef hann hittir þá persónu sem hann þykist hafa verið . . . En hann er að rakna við sér núna. Verið viðbúin bæði tvö.“ Djákninn bylti sér til og opnaði augun. Síðan starði hann á mig stjarfur eins og til að árétta orð læknisins. Hann reis upp i rúminu. „Gilkrist," hrópaði hann, „guð minn góður. Hvar hefurðu verið." „Ég hef verið á næstu grösum," sagði ég, „en þú . .-..?“ Framhald á bls. 23. 4 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.