Vikan - 12.02.1959, Síða 6
Drykkjumannskona Sýsir reynslu sinni
Heiðraði uppeldisfræðingur!
Ég er gift ofdrykkjumanni.
Börnin okkar alast því upp á of-
drykkjuheimili, og allt, sem þér
segið í þætti yðar um aðbúð slíkra
barna, þekki ég af eigin reynslu.
Eg elska mín börn, eins og flestar
aðrar mæður, og vil þeim allt hið
bezta, en hvernig get ég forðað
þeim frá þessum áföllum?
Maðurinn minn var ekki
drykkjumaður, þegar ég giftist
honum, svo að ég gat ekki séð
þetta fyrir. En ásókn hans í vín
hefir aukizt, eftir því sem börn-
unum fjölgaði. Ég gerði mér
lengi vonir um, að hann mundi
finna til aukinnar ábyrgðar gagn-
vart sívaxandi barnahópi, en þær
vonir hafa brugðizt mér. Hvar
getur kona tryggt sig og vænt-
anleg börn sín fyrir slíku böli ?
Ég legg þessar spurningar fram
vegna greinar í Foreldraþættin-
um: Barnið frá ofdrykkjuheimil-
inu. Ég er ekki að kvarta yfir
mínum eigin kjörum; það eru
börnin, sem ég er að hugsa um.
Mér skilst á greinarhöfundi, að
hann telji sambúð við ofdrykkju-
mann brönunum svo hættulega,
að skilnaður sé bezta lausnin.
Þetta getur stundum átt við, en í
mörgum tilfellum leysist sá vandi,
sem að börnunum snýr, alls ekki
með skilnaði.
Lögvemdað ofdrykkjuæði.
Það liggur nefnilega við, að
lögin verndi drykkjumanninn, en
ekki konu hans og börn. Kona
sem skilur við mann sinn vegna
ofdrykkju hans, verður helzt að
flýja land, ef hún á ekki að verða
fyrir meiri óþægindum af honum
þá, en meðan þau bjuggu saman.
Einmitt þegar hann er verst á
sig kominn af drykkjuskapnum,
vill hann ryðjast inn til hennar,
stormhringir dyrabjöllunni og
lemur á hurðir. Quð, veit, hvaðagerlega ábyrgðarlausir gagnvart
erindi svona maður á til f jölskyldu,
sem hann er löngu búinn að slíta
tryggð við; kannske dregur hann
enn þá einhver taug til barnanna,
kannske ætlar hann sér bara að
gera reikninginn ærlega upp við
konuna. En í einn stað kemur.
Hann gerir 'svo mikinn hávaða,
að börnin tryllast og konunni ligg-
ur við taugaáfalli. Haldið þér, að
börnin og móðir þeirra komi
jafngóð út úr þessu ? Og nágrann-
arnir ? Hvað skyldu þeir hugsa,
hvað ætli þeir geri? Ef konan er
leigjandi, er henni sagt upp hús-
næðinu vegna ásóknar fyrrverandi
eiginmanns hennar bæði á nótt og
degi. Jafnvel á vinnustað hefir
hún ekki frið'fyrir honum, svo að
atvinna hennar er einnig í hættu.
Ef konan býr í eigin íbúð að
nafni til, brýzt hann beinlínis inn.
Sé leitað til lögreglu, er maðurinn
fjarlægður nokkra klukkutíma,
svo byrjar allt á nýjan leik. Eftir
nokkrar endurteknar beiðnir kon-
unnar um lagalega vernd er kon-
an sjálf orðin vandamál lögregl-
unnar, en ekki hinn drykkjusjúki
fyrrverandi maður hennar. Það er
því hægar ort en gjört að skilja
við ofdrykkjumann.
En ef konan heldur áfram að
búa með ofdrykkjumanni og
leggur það á sig barnanna vegna
að fara í svaðið með honum, þá
fær hún ekki ráðið við það, að
hann hleður niður börnum, kann-
ske bæði með henni og öðrum
konum. Hér má hver vandræða-
maður og -kona eignast afkvæmi,
þó engin skilyrði séu fyrir hendi
til að sjá fyrir því.
Á kona ofdrykkjumanns nokk-
ur sæmileg úrræði?
Mér hefur líka oft dottið í hug,
hvort það sé ekki fremur þjóð-
félagslegt vandamál en einkamál,
að vandræðamenn eignast börn
hingað og þangað og eru svo al-
þeim, en láta almenning borga
uppeldi þeirra. Börn, sem þannig
eru stödd, eru mest í hættu að
verða herfang ofdrykkjunnar.
Því spyi1 ég aftur: Hvað er
hægt að gera?
Drykkjumannskona.
Beiskjan má aldrei yfirgnæfa
skilninginn.
Hún er ekki björt, myndin sem
þér dragið upp, kæra drykkju-
mannskona. Við skiljum vel hina
erfiðu reynslu yðar, en kunnum
fátt frambærilegra svara við
spurningum yðar. Það er ekki al-
veg rétt hjá yður, að höfundur
greinarinnar Börnin frá of-
drykkjuheimilinu líti á skilnað
sem einhverja allsherjarlausn á
þeim vanda, sem ofdrykkjumaður
leiðir konu og börn í. Hann vildi
aðeins benda á þá miklu hættu,
sem börnum stafar af ofdrykkju
heimilisföðurins, enda þótt móð-
irin leggi allt í sölurnar til að
vernda þau. Við dáumst að hetju-
lund þeirrar konu, sem, eins og
þér, heldur órjúfandi tryggð við
mann sinn, þrátt fyrir drykkju-
ástríðu hans. Þér hafið sjálfar
sýnt fram á, hvílíkum erfiðleik-
um slíkt samlíf er bundið.
Hvað hægt sé að gera? Framar
öllu: Eiginkona og móðir má
aldrei ,fara í svaðið“ með drykkju-
sjúkum heimilisföður, eins og þér
orðið það. Hún verður þrátt fyrir
allt að vernda sjálfsvirðingu sína
og hreinleik, annars getur hún
ekki veitt börnunum þá vernd,
sem þau þarfnast. Og meðan eig-
inmaður gerir heiðarlegar tilraun-
ir til að standast drykkjuástríð-
una, þá verðskuldar hann skilning
og virðingu þrátt fyrir breyzk-
leika sinn. Drykkjusýkin spillir
sálrænni heilbrigði og raskar jafn-
vægi sálarlífsins. Þess vegna er of-
drykkjumaður svo andstæðufullur
í framkomu: viðkvæmur og klúr,
ástþurfi og hatursfullur, stoltur
og væminn, Hinar ruddalegu árás-
ir hans á heimili eiginkonu og
barna, sem þér lýsið svo átakan-
lega, geta verið sprottnar af við-
kvæmri þrá, sem hann þorir ekki
lengur að láta beinlínis í ljós.
Hversu vonsvikin, aðþrengd og
niðurlægð sem eiginkona kann að
vera, má hún aldrei missa sjónar
af hinum heilbrigða þætti í eðli
mannsins, sem hún hreifst af einu
sinni. Beiskjan má aldrei yfir-
gnæfa skilninginn.
Með skilningi og þolgæði hefir
mörg eiginkona bjargað drykkju-
sjúkum eiginmanni sinum. Þau
snerta hina betri þáttu í eðli hans
og friðþægja að vissu leyti fyrir
afbrot hans. Þess þarfnast hann,
Foreldrum og öðrum er vel-
komið að skrifa þættinum og
leita úrlausnar á þeim vanda-
málum er þeir kunna að stríða
við. Höfundur þáttarins mun
leitast við að leysa vandræði
allra er til hans leita.
Öll bréf sem þættinum eru
send skulum stíluð til Vik-
unnar, pósthólf 149. Umslagið
merkt: „Foreldraþáttur".
því að ofdrykkjumaður er síkval-
inn af vanmetakenndum og slæmri
samvizku. Þegar af honum bráir,
ætti eiginkonan að leyfa sér og
honum að njóta heimilisfriðarins,
en spara tilgangslitlar umvand-
anir og þreytandi jag.
Auðvitað kemst drykkjuástríða
manna á það stig, að allt tal um
skilning friðþægingu og heimilis-
frið hljómar eins og napurt háð.
En áður en svo langt rekur, þarf
að leita allra ráða til þess að
lækna þá af þessum hættulega
sjúkdómi. Drykkjusjúklingur er
haldinn mörgum heilsufarslegum
veilum, sálrænum og líkamlegum,
sem valda honum vanlíðan og
hann freistar að drekkja i áfengi.
Læknar kunna ráð við þessum
veilum. Þeir geta dregið úr van-
líðan, stælt líkamsþrekið og með
því skapað skilyrði til varanlegs
bata, ef sjúklingurinn á enn þá
neista af sjálfsvirðingu og ofur-
lítinn siðferðilegan viðnámsþrótt.
SPAUG
Hans litli: „Varstu ekki að segja í
gær, pabbi, að það væri ljótt að berja
þann, sem er minni máttar?“
Faðirinn: „Jú, það sagði ég, drengur
minn.“
Hans litli: „Viltu ekki skrifa það á
miða og senda kennaranum okkar hann,
því að ég held áreiðanlega, að hann viti
það ekki.“
—o—
Sjúklingurinn: „Hvað viljið þér fá
fyrir það að taka úr mér eina tönn?“
Læknirinn: „Tvær krónur.“
Sjúklingurinn: „Þá skulum við gjöra
þann samning, að þér dragið hana að-
eins hálfa leið, fyrir eina krónu; svo
ætla ég að sjá um það sem eftir er.“
Gamli Pétur segir við kunningja sinn:
„Undarlegt er það með bróðurdæturnar
mínar hérna á heimilinu: Þegar þær
voru litlar, spurðu þær alltaf, ef ókunn-
ur maður fluttist í bæinn, hvort hann
ætti ekki dætur. Þe,gar þær voru komn-
ar undir tvítugt, spurðu þær, hvort ný-
komnir menn ættu syni; og þegar þær
voru komnar yfir þrítugt, spurðu þær,
hvort þeir nýkomnu væru giftir.“
--o--
Koiían: „Það eru 25 ár liðin, síðan
ég lofaði að giftast þér. Manstu það?“
Bóndinn: „Já, og ég er búinn að fyrir-
gefa þér.‘
—o—
Faðirinn: „Mér er óskiljanlegt, að
þú skyldir fara að kyssa hana dóttur
mína í rökkrinu, úti á svölunum.
Pilturinn: „Mér varð það lika sjálf-
um óskiljanlegt, þegar ég sá hana seinna
undir ljósakrónunni, í salnum.“
—o—
Húsfreyjan er nýbúin að fá reikning
frá skósmiðnum, og er að lesa hann.
Allt í einu segir hún upp úr lestrinum
við vinnukonuna:
„Nei — nú er mér nóg boðið. En sú
ósvífni, sem skósmiðurinn sýnir mér!
Hann kallar mig heiðraða frú; en yður
kallar hann hæstvirta ungfrú!“
Vinnukonan: „Já, en ég borga líka
alltaf út í hönd.“
—o—
Bókarinn: „Munið þér það, að í dag
er ég búinn að vera 25 ár í þjónustu
yðar, herra kaupmaður?"
Kaupmaðurinn: „Já, ég man það; og
ég hefi líka æfinlega verið allra hús-
bænda þolinmóðastur!“
VIKAN