Vikan - 12.02.1959, Side 8
FORSAGA:
• Julie de Carneilhan er glæsileg kona,
fertug að aldri, af tignum ættum og var gift
aðalsmanni. Þau skildu og hann gifti sig
aftur til fjár og gerðist umsvifamikill á
stjórnmálasviðinu. Júlía tekur fullan þátt í
samkvæmislífi Parísarborgar, hún á sér ung-
an og ríkan elskhuga en endurgeldur ekki
ást hans, í leynum hugsans elskar hún ennþá
fyrrveraudi eiginmann sinn og hann er henni
síður en svo frábitinn. En örlögin spinna
lifsþræði þeirra á ýmsa vegu. Júlía á í fórum
sínum skuldaviðurkenningu frá fyrrverandi
manni sínum upp á eina miiijón og á í harðri
baráttu við sjálfa sig hvort hún eigi að krefj-
ast fjárins, því hún er fátæk og hefur varla
í sig og á.
„AIls ekki! Svo að mér líður mun betur, eins
og þú skilur! Ég meina vegna þess sem ég ætla
að gera.“
„Hvað þá?“
Julie gróf tennurnar í rúnstykkið og leit bjart-
sýnisaugum yfir Clichy-torgið. Það var rykfallið
og autt í ágústhitanum, eins og krossgötur uppi
í sveit.
„Eitthvað. Einhverja vitleysu. En, þú veizt,
skynsamlega vitleysu í þetta sinn.“
„Julie, þú ætlar ekki að giftast Coco?“
„Hvað segirðu?"
Lucie hailaði sér skelfd upp að stólbakinu.
„Þetta var ékki mín hugmynd, Julie. Coco er
alltaf að segja: „Ég er hræddur um, að þetta
sé einmitt kona fyrir mig!“ Ygldu þig ekki svona;
það afskræmir þig. En trúir þú því, sem hún
spáir, Julie?“
„I fimm mínútur. Síðan hætti ég að hugsa um
það.“
Henni fannst hyggilegra að ljúga ekki meir.
Hún var að hugsa um næstu daga og þennan
óvelkomna gest. Jafnvei Toni Hortiz, sem var
staddur einhvers staðar uppi í ölpum, velt að ná
sér eftir sjálfsmorðstilraunina, og frú Ella hafði
séð fyrir óijósa mynd af stigum og ferðalögum.
Hið innra með sér andaði hún léttara yfir áunnu
frelsi, frelsi, sem hún ein myndi njóta, þegar sá
tími kæmi, og hún var að hugsa um, hvert yrði
hennar síðasta glappaskot. En hversvegna síð-
asta? hvíslaði stolt hennar. Alltaf þegar mikið
gekk á fjrrir henni, eða þegar hún var óþolin-
móð, herptust lærvöðvar hennar saman, eins og
hún væri á hestbaki.
„Farðu og legðu þig,“ sagði hún við Lucie
Albert. „Hvað geturðu sofið lengi?“
„Fjögur, fimm. Einkum þar sem ég er búin
að borða. Ég þarf aðeins að klæða mig og snyrta."
Viðkvæmar nasir Julie grunuðu litlu stúlkuna
um að þvo sér ekki of vel; hár hennar hafði
misst Ijóma sinn vegna langra kvölda í sígarettu
og vindlaþoku. Hörund hennar var fölt og rakt.
„Auminginn,“ sagði hún. „Ég skal ná í bíl.“
Stóru augun, sem aðeins gáfu til kynna fjölda
svefnlausra nótta urðu enn stærri.
„Ó, Julie, Julie. Það endar með því, að þú
verður að sofa á hálmi.“
„Hálmi? Þú hefur ekki hugmynd um hve
hálmur er dýr!“ Julie hló. „Vertu sæl. Það getur
verið að ég líti inn í kvöld og fái hjá þér glas.“
„Gerðu það endilega, Julie. Ég skal leika fjrir
þig fallega, litla lagið úr Les Biches. Lofarðu að
koma?“
Julie hélt til næturklúbbsins einhvern tíma
milli klukkan ellefu og eitt um morguninn. Hún
var ein sins liðs, klædd svarta, klæðskerasaum-
aða kjólnum sínum. Hún settist við örlítið borð,
fékk sér að drekka og dró óspart að sér athygli
— hnarreist, með gula nellikku í hárinu og skin-
andi blá og sakleysisleg augu. Hún brosti öðru
hverju til litlu vinkonu sinnar sem hafði farið
frá afgreiðsluborðinu að píanóinu, til þess að
leika lítinn fallegan lagstúf úr Les Biches. Eftir
miðnætti lék hún undir söng stjörnunnar, sem
átti staðinn.
Þessi þröngi salur var í engu frábrugðinn öðr-
um þröngum sölum, þar sem sungið var og
drukkið. Reykmökkur loddi við lágt loftið, og
stærð salarins gaf ekki tilefni til íburðar. Lucie
beið eftir merki frá Julie, áður en hún gekk til
hennar og fékk sér í glas.
„Ó, Julie, þú ert gullfalleg, veiztu það?“
framhaldssaga
„Ég verð að vera það,“ sagði Julie hugsi.
Hún reyndi að halda uppi samræðum. En
hún fann ekki til raunveruleikans, nema ef skyldi
vera þurrabragðið r.f gininu hennar. Allt annað
var ekki annað en innantómur bakgrunnur gerða
hennar: hún hafði tekið vatnsmerkta bréfið úr
perlumóðuröskjunni, umbrotið það, bætt við orð-
unum, „Gerðu það sem þú vilt,“ og skrifað undir
það „Youlka," og sent það til Herbert Espivant.
Hún undraðist yfir þessu athæfi sínu. En hún
sá ekki eftir ákvörðun sinni; og hún sá enn ekki
eftir henni, meðan hún lá andvaka, þessa nótt.
Hún efaðist aðeins í svefnrofunum um, að hún
hefði nokkurn tíma gert þetta, og þessi efi vakti
hana á ný. Henni varð rórra, þegar hún sá,
hve gott veðrið var orðið, og sjálfri sér til mik-
illar undrunar fór hún að syngja, og morguninn
leið eins fljótt og á varð kosið. En hvað það
er auðvelt að biða, þegar maður er í rauninni
að bíða eftir einhverju eða einhverjum. Hún sló
í viðinn undir borðinu þrisvar sinnum. Síðan
varð hún að svara í símann Það var Coco. Hún
rejmdi að hrista hann af sér, sem fjrrst.
„Nei, góði minn ég get það ekki. Það er heil-
agur sannleikur. Nei, nei, þetta er ekkert dular-
fullt, láttu ekki eins og kjáni. Bróðir minn . . .
Já, hann aftur, eins og þú segir. Bróðir minn er
búinn að selja ■— hvað heitir það nú? — bú-
slóðina sína, Auk anda og svína eru líka hús-
gögn, sem verður að selja á að minnsta kosti
hundrað og fimmtíu, en aumingja L'éon hefur
ekki hundsvit á því, hvernig hann á að selja
þetta, svo að ég verð að gera það. Nei, nei, ekki
á morgun. Á morgun verð ég í Avi'ey allan dag-
inn. Hringja í mig þar ? Nei, elskan, sambandið
hefur verið slitið í þrjá mánuði. Það er ekki
búið að borga reikninginn. Já, bróðir minn er
einkennilegur fugl. Till allrar hamingju á ég
bara einn. Hvað þá? Koma hingað strax? Nei,
nei, góði minn. Nei, nei . . ég mjmdi aldrei . . .“
Óþolinmóð rödd heyrðist endurtaka í simann.
„Hversvegna? Hversvegna þá?“ Julie hugsaði sig
8
VIKAN