Vikan


Vikan - 12.02.1959, Qupperneq 9

Vikan - 12.02.1959, Qupperneq 9
um og sagði síðan vingjarnlega: ,Vegna þess að ég myndi henda þér út. Já það er heilagur sann- leikur. Já, sem ég er lifandi . . .“ Hún lagði varfærnislega frá sér tólið og hrosti við óvissunni, sem beið hennar. Hún setti upp litla flókahattinn með dúfnafjöðurinni og fór út á götuna til þess að kaupa egg, skelfisk og ávexti. Dagurinn leið, hægt og sígandi, og þögnin, sem umvafði Julie jókst smátt og smátt og varð að stanzlausu suði fyrir eyrum hennar. „Bréfið mitt hefur komið til hans með morgun- póstinum, um klukkan níu. Hann hlýtur að hafa þekkt skriftina mína.“ Hún ferðaðist í huganum til Rue Saint-Sabas og kom sér fyrir þar. Klukk- an níu var bréfið sett á litla borðið fyrir utan herbergi hans, éins og venja er. Það kann að vera að hann sé ótryggur, en hann er samt í eðli sínu þræll. Bað. Klipping og handsnyrting um leið. Marianne? £>að er satt, Marianne er þarna lika að kafna í fjólubláu hári sínu ... Ætli mér standi ekki á sama. Marianne getur gert það sem hún vill! Julie bandaði Marianne fx’á sér og sneri sér aftur að Espivant. Klukkan tiu hlýtur hann að hafa litið á neglurnar á sér, áður en hann klæddist og sagt: „Það er einkennilegt, en'þessir handsnyrtingarmenn virðast aldrei geta lært neitt.“ Siðan opnaði hann bréfið mitt. Síðan kall- aði hann í Marianne . . . nema hann hafi dregið augað í pung og sagt: „Sjáum til . . . við skulum bíða ögn.“ Hún leit niður fyrir sig og spennti greipar milli hnjánna. Bíða. Henni varð Ijóst, hvílíkt þrekvirki það gat stundum verið að bíða. Klukk- an átta gafst hún upp og fór og fékk sé pönnu- kökur með eplavíni í lítilli búðarkytru, siðan varði hún kvöldinu á kvikmyndahúsi. Hún var í baði næsta morgun, þegar síminn hringdi. „Flýttu þér, frú Sabrier, flýttu þér!“ Hún heyrði hreingei-ningakonuna svara, ‘,,Jú, jú,“ síðan stökk hún upp úr baðkarinu. Þegar frú Sabrier sá hana allsnakta og rennvota gaf hún frá sér vein og flúði! „Halló,“ sagði Julie hægt „Halló, hver er það? Ó, herra Cousteix, auðvitað. Hvernig líður Espi- vant? 1 dag, milli fjögur og sjö? Nei, ég ætlaði ekki út. Ég ætlaði að vera heima. Eg fer ekki út. Sælir, herra Cousteix." Meðan hún var í símanum, runnu vatnsdropar af hári hennar, staðnæmdust örstutta stund á eftir COLETTE brjóstum hennar og féllu síðan á gólfið. Julie skalf af uppgerðarkulda. Hún sá að hár hennar var allt í óreiðu og sagði: „Það verður víst ekki sjón að sjá mig í dag.“ Hún klæddist, fór í hvítu strigaskóna og gekk um Bois í hálfan annan klukkutíma. Síðan hélt hún heim og steikti velvalið nautakjöt. „Eins þykkt" hugsaði hún, ,,og orðabók.“ En hún þvoði ekki upp. Hún bar naglalakk á neglur sínar. Klukkustundirnar liðu, og hún beið, fxill eftirvæntingar. Hún tók til tvo bolla og vafði myntu inn í rakan klút, til þess að gefa teinu, sem lagað var að hætti Marokkóbúa, bragð. ,,Marokkó-te þreytir ekki hjax'tað.“ Siðan sett- ist hún í hægindastólinn, sem klæddur var uxa- húð. Öðru hvoru leit hún á spegilmynd sina og óskaði sjálfri sér til hamingju með að hafa lagað hár sitt. Hún var í gráu dragtinni, og glugga- hlerarnir voru næstum lokaðir, þannig að hún sýndist erm yngri í daufri skímunni. Hún lék sér að hugsuninni um manninn, sem brátt myndi koma inn. Hún var gerð fyi'ir manninn, til þess að láta hann þrá sig, til þess að elska hann. „Ég vildi óska, að hann færi að koma. Ég get ekki beðið lengur. Á eftir . . . á eftir. Það er langt þangað til.“ Hún gaf hugsuninni um holdlega ást lausan tauminn. Veikur roði kom í vanga heniiar og háls, þegar hún hugsaði til þess, að einmitt nú væri Espivant ef til vill að óttast eða þrá hold- legt samband líkama þeirra. Nei, nei. Auðvitað er enginn vafi á því. 1 dag verð ég að gera allt, sem í mínu valdi stendur, til þess að bjarga honum. 1 dag mun hann komast að því, að ég er sannur vinui’ hans, þrátt fyrir allt, sem við höfum sagt og gert!“ Peningarnir, sem hann hafði ágirnzt, svívirði- leg misbeiting nokkurra skrifaðra lína þetta kvaldi hana ekki lengur. Slíkt bragð heppnast annaðhvort eða ekki. Ef það heppnast ekki, þá er voðinn vís. Julie hafði ekki vanizt ■ því að Framh. á bls. 13 HVAD ER LATEX? Latex er safi gúmmítrésins, undraefnið, sem vér notum til framleiðslu á svampgúmmíi. Við framleiðsluna er Latexið þeytt, þannig að aragrúi af ör- smáum loftbólum myndast í því. Sameinast þá teygjanleiki og styrkleiki Latex-ins eigin- leikum loftsins, sem gera það létt og gljúpt (poröst). ★ Framleiðum: Svampgúmmí- rúmdýnur, skákodda kodda, púða stólsetur og bök bílsæti og bök plötur, ýmsar þykktir Seljum ennfremur ýmis- konar létt húsgögn, bólstr- uð með svampgúmmí. Tökum ábyrgð á allri framleiðslu vorri. Lítið inn í nýopnaða verzl- un verksmiðjunnar að Vesturgötu 71. Vestast í SJesturbœnum PlTUR snæund; Símar: 24060 — 24061 — 24062 — Box 1227. i VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.