Vikan


Vikan - 12.02.1959, Síða 10

Vikan - 12.02.1959, Síða 10
SÉRSTÆTT RAÐHÚS liggur að götu, þar eru inngangar og bílskúrar er sú hlið yfirleitt lítið opin. Neðst t. h. sézt hluti af dagstofu (horngluggar þeir sömu og sjást á mynd efst t. v.). Loftlýsing er athyglisverð. Teppi þekur allt gólfið. Meðfram gluggan- um er raðað upp lausum púðirm úr svampgúmmí. Þeir eru alls 100 í stofunni og sérstaklega handhægir þar sem auðvelt er að raða þeim saman eftir hentugleikum og flytja til eftir þörfum. Gunnar Hermannsson HÚS þetta reistu arkitektarnir Korsme og Norberg-Schulz fyrir sjálfa sig og þriðja að- ilann skammt fyrir utan Ósló. Það ei' um margt óvenjulegt eftir þvi sem gerizt þar um slóðir og hefui' vakið verðskuldaða athygli jafnt meðal lærðra og leikra. Almennt er það kallað ,,glerhúsið“ sökum þess, að menn hafa ekki átt því að venjast í Noregi yfirleitt, að gler sé notað í eins ríkum mæli. Ennfremur er það óvenjulegt að grind hússins er úr grönnum stál- bitum og stoðum, en Norðmenn eru vanir að byggja úr timbri eins og kunnugt er. En allt hefur sínar or- sakir og ætlun arkitektanna var ekki sú að vera frumlegir, með því að nota óvenjuleg byggingarefni, held- ur vildu þeir reisa fallegt og þægilegt hús, og nota til þess þau efni og aðferðir, sem bezt stuðluðu að því' að koma hugmyndum þeirra í fram- kvæmd. Kostir stálgrindarinnar eru m. e. þeir, að fleiri möguleikar eru á að innrétta íbúðirnar eftir mismun- andi þörfum hvers egianda, þar eð stálstoðirnar eru aðeins í útveggj- um en hvorki burðarveggir né súlur h innra. Einnig gefur þetta mögu- leiki á að hafa stærri gluggafleti. — Þegar um heila útveggi er að ræða, er fyllt upp i grindina með einangrunarefnum (aðallega steinull) miíli innri og ytri klæðningar. — 1 þessu tilfelli var notað asbest í ytri klæðningu. Grunnstöðull (modul) hússins er 4 fet og er það fjarlægðin milli stálstoðanna í grind hússins. Allar stærðir herbergja, glugga, lofthæð o. s. frv. eru því heil margfeldi af 3,20 m. T. d. ef athuguð eru herbergin á efri hæð hússins (sjá grunnmynd af 2 hæð) sézt að þau eru 2x3 og 3x3 til eða 2,40x3,60 og 3,60x3,60 m. Gangurinn er 1,20 m á breidd. Loft- hæðin er 2x1,20 eða 2,40 m. 1 raun og veru eru þetta 3 sjálf- stæð hús. Einnar hæðar skilur þau hvert frá öðru. Þar er komið fyrir bílskúr, geymslum og eldhúsi. Aðal- hluti hússins er á tveimur hæðum með forstofu og stórri og bjartri dagstofu niðri, en 3—4 svefnherbergj- um ásamt baði á efri hæð. Lögð var sérstök áherzla á hitun og loftræstingu og er einróma álit allra að það hafi tekizt mjög vel. Allar rúður eru úr einangrunargleri. Húsið er hitað með geislahitun í gólfi. Rafmagnslýsing er sérstaklega vel af hendi leyst. Síðast en ekki sízt hefur það vakið almenna aðdáun hve innrétting er vönduð og hve öllum húsbúnáði er haganlega og smekk- lega fyrir komið. Á myndinni efst t. v. er suðvest- urhlið hússins séð frá garðinum. Fyrir neðan er norðausturhlið, sem É ' " ■ ’ mSmm 10 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.