Vikan


Vikan - 12.02.1959, Blaðsíða 11

Vikan - 12.02.1959, Blaðsíða 11
Menn þiggja ekki án þess að gefa og stjórna ekki án þess að þjóna“ Spjallað við frú Auði Auðuns forseta bæjarstjórnar EG er stödd á heimili þeirra hjón- anna Hermanns Jónssonar lög- fræðings og konú hans, frú Auðar Auðuns, forseta bæjarstjórnar Reykjavíkur. Þau búa við Ægissíðu og búa vel. tjtsýnið er vitt og fagurt. IJmferð er hér engin þessa stundina, allt er friðsælt og kyrrt. Þar sem ég stend hér við gluggann á áliðnum degi og horfi út yfir hafið í þverr- andi dagskímunni hef ég það á til- finningunni að hjól tímans hægi á ferð sinni eitt andartak, eins og heimurinn staldri við og kinki til mín kolli um leið og hann heldur áfram á hinni hröðu og óþreytandi ferð sinni. Á þessu heimili er ýmislegt, sem minnir á forna tíð, t. d. gamall kist- ill, haglega skorinn, sem nú er út- búinn sem borð. Þennan kistil átti langamma mín, segir frúin, hann er nú kominn til ára sinna og hefði ef- laust frá mörgu að segja ef hann mætti mæla. Þegar ég eignaðist hann á unglingsaldri fannst mér a. m. k. að lokið á honum hefði sína sögu að segja, en af því var skurðurinn mikið til afmáður og slitinn eftir ungviði horfinna kynslóða. Kannske hefur amma min setið á honum þegar hún lærðl að bregða bandinu gegnum lykkjuna á fyrstu íleppunum sinum, eða hlustað á lesturinn á vökunni. Svo eru hér foi'láta myndir. Skileri hafa þær vafalaust verið kallaðar á þeim tima þegár þær bár- ust hingað til lands. Ragnhildur fi'ænka mín i Ögri gaf mér þessar myndir. Þær héngu fyrst uppi í gamla bænum í Ögri og eru þær mér kærar fyrst og fremst vegna þess að þær eru nátengdar bernskuminning- um mínum, fyrir nú utan hversu fá- gætar þær eru, en hjá frænkum mín- um í Ögi'i dvaldi ég á sumrin þegar ég var barn. Hér er gamall silkiklútur, mundlín eða mundlínur voru þeir kallaðir. Slíka klúta notuðu einstaka konur, þegar farið var til kirkju, ég held jafnvel eingöngu þegar gengið vai' til altaris, og lögðu þá klútinn yfir hendur sér. Það var eiginlega nokk- uð sérstakt, að ég skyldi eignast þennan klút. Mér gaf hann Evlalía húsfreyja i Reykjarfirði en þau gistu oft á bernskuheimili mínu á Isafirði. Þessi klútur hafði verið gefinn Evlallu þegar hún var unglingur af Guðbjörgu langömmu mannsins míns. Bemskuheimilið. Það hefur líklega margur maður- inn gist á bernskuheimili þínu á Isa- firði ? Já þar var gestkvæmt, þar komu háir sem lágir, vinir og vanda- menn og margir áttu þangað erindi. Þú átt við -—? Það áttu margir erindi við pabba, hann var banka- stjóri við Landsbankaútibúið og sat á þingi í nær tvo áratugi, lengst af fyrir Norður-lsaf jarðarsýslu. Faðir minn, Jón Auðunn, var ættaður frá Garðsstöðum í Ögurhreppi, og þar byrjuðu foreldrar mínir búskap alda- mótaárið, en fluttu síðar til Isafjarð- ar og settust að í húsi því er áður bjó í Hannes Hafstein þegar hann var sýslumaður í Isafjarðarsýslu. Var það allmikið húsi'ými, enda sjald- an færri í heimili en 12—14 manns þegar ég man fyrst eftir mér, og áður þó fleira. Móðir mín Margrét Jónsdóttir prests á Stað á Reykjanesi, hafði alltaf 2—3 vinnukonur árið um kring og veitti ekkert af, því að á þeim tíma þurfti að hafa fyrirhyggju með matarforða og annað, sem að heim- ilishaldinu laut, þótt í kaupstað væri, og auk þess höfðu foreldrar mínir smávegis búskap. Nei, það vai' meii'i vinna og ekki minni fyrirhyggja að standa fyrir sliku heimili en að vafstrast í bæjarmálefnum í Reykja- vík, þótt mér finnist það oft ærið timafrekt, samhliða húsmóðurstarf- inu. Enginn fyrirmyndar mórall í stjórnmálalífinu. 1 uppvexti mínum leið aldrei svo 'dagur, að ekki bæri gest að garði, og margt aðkomufólk gisti á heimili okkar. Það var margt sem bar fyrir augu og eyru, og mikið var talað um landsmál og einnig um atburði úti i hinum stóra heimi, en þá dettur mér í hug þegar þess var fyrst krafist af mér að taka afstöðu til heimsmál- anna. Það var í fyrri heimsstyrjöld. Ég hef verið á áttunda ári þá, og var yngst okkar fjögurra systkina. Jón bróðir minn var kominn á þann ald- ur að vilja hafa sjálfstæða skoðun á hverju máli og sérstaklega ef mál- efnið var baráttuvirði. Þegar nú all- ir í fjölskyldunni voru með banda- mönnum, var hann á móti. Þótt ég væri lítil, og þar af leiðandi vesöl í augum eldri systkinanna, fannst hon- um ég þó þess virði að fá mig í lið með sér, og bauð mér að launum vín- arbrauð með glassúr. Þau voru nú ekki neinar smákökur vínarbrauðin á Isafirði í þá daga. Mér hafði heyrst það á fullorðna fólkinu, að það hlyti að fara að draga að styrjaldarlokum og hver vissi nema svo gæti farið, að vinarbrauðið entist út styrjöldina. Því betur sem ég hugsaði málið fannst mér að bandamenn mundu varla tapa þótt ég gengi í lið með Jóni, og þar sem vínarbrauðið var þó alltént vínarbrauð þá mundi kannske vera hægt að semja. Ég vona að þú farir nú ekki að skrifa um þetta, það er bara eitt af mörgu spaugilegu sem kemur í hug- ann, þegar litið er til baka til æsku- áranna, en ekki held ég þetta þætti neinn fyrirmyndar mórall í stjórn- málunum. Árin liðu og haldið var til Reykja- víkur í Menntaskólann. Ég lauk stúdentsprófi vorið 1929 og lagaprófi vorið 1935. Þú ert fyrsta konan, sem lokið hefur hér lagaprófi? Já, og þessvegna var að, að Laufey Valdimarsdóttir, sem ég kynntist á háskólaárum mínum og sagðist sjálf sjá eftir því að hafa ekki lesið lög- fræði svo að hún gæti enn betur barizt fyrir réttindamálum kvenna, hvatti mig til að gerast lögfræðing- ur Mæðrastyrksnefndar, en það hefi ég nú verið síðan 1940. Erfið lífsbarátta. Fyrst þegar ég byrjaði að vinna hjá mæðrastyrksnefnd höfðu hin erfiðu lífskjör og margskonar bág- indi þeirra kvenna, sem til mín leit- uðu rnikil áhrif á mig. En þegai' ég lít yfir farinn veg í þessu starfi, finnst mér þó mikið hafa breytzt til batnaðar og ýmsar réttarbætur feng- ist fyrir einstæðar mæður, þótt enn megi segja að það séu þær sem erfiðustu lífsbaráttuna heyja. Þú hefur setið á Alþingi sem vara- þingmaður Reykvíkinga. Já, tvisvar, en örstuttan tíma í hvort skiptið. Hve lengi hefur þú verið í bæjar- stjórn Reykjavíkur? Síðan 1946 og forseti bæjarstjórn- ar síðan 1945. Þú hlýtur að hafa ærið að starfa? O, já þótt bæjarstjórnarfundir séu að jafnaði aðeins tvisvar í mánuði, eru auk þess á vegum bæjarstjórnar starfandi ýmsar nefndir, sem taka allmikinn tíma, þó aðallega bæjar- ráð. 1 því eru 5 bæjarfulltrúar og þar hefi ég átt sæti s. 1. 6 ár. Fastir fundir eru þar tvisvai' i viku en auk þess er vinna utan funda, bæði við að kynna sér ýms gögn varðandi mál, sem fyrir bæjarráði liggja og ein- stökum bæjarráðsmönnum oft falið að athuga og undirbúa fyrir bæjar- ráð mál, sem á dagskrá eru hverju sinni. Líka fer mikill tími í að sinna viðtölum við borgarana vegna ýmis- konar erinda, sem þeir eiga við bæj- arráð. Enginn vandlætingaprédikari. Hvað finnst þér um að samræma svo mikil störf utan heimilisins hús- móðurstarf inu ? Æ, ég veit ekki hvort ég mundi ráðleggja konum það, nema nauðsynlegt sé, a. m. k. ekki ef þær eiga ung börn, en þó geta aðstæður vitaskuld verið svo ákjós- anlegar, að konum veitist mögulegt að skipta sér milli starfs og heim- ilis svo vel sé, en frekar mun það þó vera fátitt. En hvað sem þvl liður er þó þeim tíma, sem maður kann að hafa afgöngu, betur varið til nytsamra starfa utan heimilis en í skemmtanir eða hégóma, sem er ekki eingöngu tímaeyðsla heldur líka sóun á fjármunum einstaklingsins og þjóðfélagsins, en blessuð skildu mig samt ekki svo að ég sé neinn vandlætingaprédikari, sem sé frábit- in öllum gleðskap og skemmtunum. Við kveðjum frú Auði og þökkum fyrir viðtalið og meðan ég geng á braut kemur í hug mér það sem Sigurður Nordal segir á einum stað: „Menn þiggja ekki án þess að gefa og stjórna ekki án þess að þjóna.“ VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.