Vikan - 12.02.1959, Qupperneq 13
STJÖMNUSPA
Vikan frá 12.—19. febrúar 1959
' Bf 1)Ú beitir ekki um of ákaflyndi þínu í skiptum við HriltS- konu, sem leitar aðstoðar þinnar, muntu hljóta góð laun. merkið 'í®* Heillarík vika fyrir nýjar framkvœmdir; styddu ekki leið- inlegan mann til að koma fram illum verknaði á laugar- 31. marz—20. apr. daglnn Spilltu ekki góðum tækifærum, sem þér bjóðast með V Ogar- v1 * -> tómlæti og kæruleysi. Vertu á verði gagnvart veikindum. merkið W W Láttu ekki freistast af gylliboði, sem þér býðst í sam- , b'andi við ógeðfellt starf. Talaðu með meiri gætni um 24. sept. 23. okt. náungann.
Þú færð tækifæri til að bjarga vini þínum úr vandræð- NailtS- um- Ef Þú ert nógu ákveðinn, kemurðu málum þínum vel. merkið Láttu ekki stundar mótlæti á þig fá. Reyndu að sýna þoJinmæði á mánudaginn, þá mun þér bjóðast tækifæri, 21. apr. 21. maí sem mátt ekki láta þér úr greipum ganga. Vertu umfram allt ekki of ánægður með sjálfan þig og Ureka gerðu þér grein fyrir göllum þínum. Hafðu þig ekki mikið merkið í frammi í samban^i við verknað, sem kemur þér alls r ekki við. Mál, sem þú hefur lengi unnið að kemst í 24. okt.-22. nóv. framkvæmd.
Farðu varlega í þvá að afla þér misjafnra vina, sem áður Tvibura- hafa reynzt þér illa. Annars virðast horfur góðar. Þó er merkið ***&> sjúkleiki hjá nánum ættingja. Erfitt reynist þér að sknn- , færa mann nokkurn um sakleysi þitt í alvarlegu vanda- 22. maí—28. júní m41i Tveir dagar verða erfiðir, sennilega föstudagur og mánudagur. Erfiðleikar í fjölskyldulífi, fjárhagsörðug- maðurinn ^leikar, óþarfa vafstur út af smámunum. Mikilvægt að þú , komir þér að því að ráðast í verk, sem þú hefur lengi 23. nov. 21. des. huga5 að
Gerðu ekki of mikið úr vandræðalegum ásökunum Krabba- ^ » manns, sem ber þig röngum sökum. Láttu ekki hug- merkið myndaflug þitt hlaupa með þig í gönur. Reyndu að láta að skynsamlegum fortölum kunningja þíns. Lifðu ekki 23. júní—23. júh um efni fram ^ Vertu nógu ákveðinn, en þó ekki frekur og láttu hverj- ueitar- um úegi nægja sína þjáningu. Reyndu að neita þér um merkið vafasamán munað, sem þú getur vel án verið. Nokkrir „„ , «>n * erfiðleikar í vændum. Veikindi,«jafnvel slysfarir á næsta (1gs«“"*u» jan. íoiti
• í>ér býðst tækifæri til að láta til þín taka í máli, sem LjonS- þú hefur lengi haft mikinn áhuga á. Gerðu þér grein fyrir merkið að þú verður í hættu staddur á sunnudagskvöld, ef þú tekur ekki skynsamlegum fortölum. Sýndu vini þínum 24. júlí 28. ág. alúðlegra viðmót. , Þú ert alltot tilfirminganæmur og lætur skoðanir ann- Vatns- <4 t- arra íá of mikið á þig. Reyndu að hugsa sjálfstætt, þá bermn mun vel ganga. Forðastu að verða manni, sem býður þér „ _ . hagkvæm viðskipti, háður. Lifðu ekki við þrengri kost 21. jan. 19. febr. en nau8synlegt er
Sérlega hagstæður dagur. sem þú ættir að geta haft Meyjar- af mikið gagn. Gerðu þér grein fyrir mikilvægi vinsam- merkið legrar samvinnu við yfirmann þinn. Reyndu ekki að skjóta þér undan sjálfsagðri ábyrgð. Láttu fjölskyldu- 24. ág.—28. sept. mál ekki.hafa slæm áhrif á skap þitt. _ Gefðu þér betri tíma til að hugsa um fjölskyldu þína. 1? lSKa- ert allt of áhrifagjarn og lætur fá þig til vafasamrar merkið Íðju, sem þú getur haft verra af. I>riðjudagurinn getur __ „ , fært þér mikla gæfu. Ef til vill von um arf. 20. febr.—20. marz
Fornar ástir
Framliáld af b\s. 9.
dæmt gerðir annarra. Hún var enn Marianne, og
hana hafði Julie aldrei séð, Marianne auðkýfing-
ur, dýrgripur. í>að lék einhver dularhjúpur um
Marianne. Julie var forviða á því, að hún kynni
að lesa og skrifa, talaði frönsku og var ekki
daufdumb! Kona hlaðin fegurð og fjársjóðum.
Julie hló gremjuhlátri. Það er eins og hún væri
örkumla eða kona með sex tær, hugsaði hún.
Skólabjallan sló fjögur og hún stökk á fætur,
til þess að opna gluggahlerann og stara niður
á götuna, eins og til þess að fullvissa sig um,
að góðviðrið héldist; til þess að tryggja myntu-
talað og púðra sig.. Þegar hringt var stuttlega
dyrabjöllunni, hló hún við. „Þvílík stundvísi!“ —
hún lagaði nokkur blóm í vasa, áður en hún fór
til dyra.
Hnarreist og tiguleg, með munninn hálfopinn,
til þess að láta skína i hvítar framtennurnar,
opnaði hún dyrnar. Nei, það er ekki hann . . .
„Góðan daginn."
Ósjálfrátt brosti hún enn sínu falska brosi.
En — það er Marianne . . . Marianne, hugsaði
hún. Nei, það getur ekki verið Marianne. Það
má ekki vera Marianne!
„Ég er frú d’Espivant," sagði ókunna konan.
Julie féllust hendur, þegar hún loks varð að
sætta sig við raunveruleikann.
„Gjörið svo vel að koma inn, frú.“
Hún gengdi nú skyldustörfum heimskonu, og
frú d’Espivant svaraði eins og lög gerðu ráð
fyrir. „Gjörið svo vel að setjast.“ „Takk fyrir.“
„Þessi stóll er heldur lágur.“ „Nei, nei, hann er
fyrirtak . . .“ Og síðan þögðu þær báðar. Julie
fylltist kvíða. Það er Marianne. Þvílíkt! Lucie
verður alveg steinhissa. Og hvað með Léon ?
Hérna, fyrir framan mig, er hin fræga Marianne.
„Ég er hrædd um, að yður kunni að virðast
þetta . . . einkennilegt."
„Siður en svo, frú.“
Þetta á eftir að taka sinn tíma, hugsaði Julie.
heilann um hvað á gangi!
niðri í bílnum hlýtur Beaupied að vera að brjóta
Rödd hennar er einkar ljúfmannleg, þýð. Og
„En ég kom vegna þess að eiginmaður minn ■
bað mig um það.“
„Einmitt? Var það hann, sem . . .“
„Já, hann er veikur i dag. Fárveikur," endur-
tók hún eins og hún byggist við mótmælum frá
Julie. „Eg beið eftir því að hann fengi sprautu,
áður en ég fór frá honum.“
„Ég vona, að það sé ekki alvarlegt,” sagði
Julie.
Rödd hennar er einkar þýð, mjúk, en bitur á
efri tónunum. En ef við höldum þannig áfram,
hugsaði hún, verð ég að bjóða henni til kvöld-
verðar. Að hugsa sér að fara út klukkan fjögur
í svartri dragt! Og hatturinn með slæðunni! Ég
verð að segja það, að þessi margrómaða Mar-
ianne er ekki eins glæsileg og sagt er!
Síðan hætti Julie að hugsa um umtal annarra
og reyndi að dæma Marianne samkvæmt dóm-
greind sinni. Hún leitaði ákaft að „styttunni úr
rósrauða vaxinu,“ sem Espivant hafði lýst, fann
hana ekki, og henni fannst hörund hennar líkj-
ast möttum marmara. Já, í dagsbirtu hlýtur hör-
und hennar að vera bleikt!
„Því miður er það alvarlegt. Ég held að eig-
inmaður minn — svo hefur hann sagt mér —
hafi sagt yður, að hann þjáist af hjartasjúk-
dómi.“
„Já, satt er það. En líkamsveilur eru mjög
undir mótspyrnu mannsins sjálf komnar, og
Espivant er talinn — var talinn — vera mjög
viljasterkur."
Og svo framvegis og svo framvegis og hvað
veðrið er yndislegt, hélt Julie áfram í huganum.
Hún var að ná stjórn á sjálfri sér á ný. Ó, ég
hafði ekki séð flétturnar! Þvílíkt hár!
Frú d’Espivant hafði lagt frá sér slæðuna,
svo að jarpt hár hennar, með fléttum, sem lágu
í einni bendu um höfuð hennar kom nú í ljós.
„Furðulegt"! hugsaði Julie með sjálfri sér. Hún
er kona, eins og skrautstytta, gerð úr dýrindis
efnivið — jaði, kvartz, fílabeini og amethyst. Er
hún raunverulega lifandi? Já, hún er það. Og hér
er hún á herbergi mínu. Hér er hún og skelfur
ekki hið minnsta og henni finnst minna til þess
koma að sjá mig en mér finnst að sjá hana. Við
skulum komast að efninu, frú d’Espivant, að efn-
inu!
„Ég vildi, að ég væri eins bjartsýn og þér
eruð, frú,“ sagði Marianne, „en ég vei'ð að segja
yður, að krafa yðar hefur komið manni min-
um úr jafnvægi."
Hún sneri sér í stólnum og horfði dökkum aug-
um á Julie. Þau voru opin, eins og augu Forn-
Grikkja, vopnuð augnhárum á báðum augnalok-
um og það brá fyrir bláma í hvítunum. „Yndis-
leg, yndisleg augu,“ hugsaði Julie full aðdáunar.
„Og hún notar þau svo lítið! Og hún er einföld.
Hún hlýtur að vera einföld, þar sem hún kemur
til mín, jafnvel þótt hann hafi sent hana. Hvað
var hún að segja? Krafa min? Krafan, sem ég
sendi í fyrradag!
„Gátuð þér dæmt á svo stuttum tíma hvort ..
krafa mín hefði komið Espivant úr jafnvægi?"
Dökku augun störðu á Julie.
„Eiginmaður minn, frú, þjáðist af taugaveikl-
un, jafnvel áður en hann veiktist.“
Þakka yður fyrir upplýsingarnar, sagði Julie
með sjálfri sér. Aðgerðarleysi og drungi Mar-
ianne kom í veg fyrir alla hæðni.......og á-
hyggjui' geta haft alvarleg áhrif á taugasjúkling
á ekki lengri tíma en hálfum mánuði ..."
Julie brá, þegar húrT heyrði orðin „hálfur
mánuður“. Þú ert komin út á hálan ís, og ég
skil þetta ekki beint. Hálfur mánuður? Ó, hvað
hefur fanturinn sagt við hana?
Hún svaraði hugsandi: „Hálfum mánuði?"
„Ef til vill lengur," sagði frú d’Espivant. „Það
var fyrir hálfum mánuði, man ég, þegar ég kom
inn, og sá, að maður minn var allur í uppnámi."
Hún er með umgjörð um munninn eins og Ind-
versk kona og með litla dæld hjá munnvikunum.
Hún er gullfalleg, og hefur samt ekki minnstu
hugmynd um hvernig hún á að klæða sig!
„1 uppnámi, frú? Ég sé ekki hvað ég hef
gert til þess að koma honum í — þetta — upp-
nám.“
Julie hneppti frá sér jakkanum, þar sem henni
var orðið heitt, og einkum til þess að Marianne
sæi grannan háls hennar og fagrar línurnar und-
ir bleikri blússunni. „Hana! Hún hlýtur að hafa
séð strax að ég er ekki neinn kroppinbakur!
Hún tók upp sígarettur og rétti Marianne, sem
hafnaði. „Ég vona, að yður sé sama þótt ég
reyk.i Ég gleymdi þvi að Herbert reykir, aiíð-
vitað. Þér sögðuð, að það væri mér að kenna, að
hann komst í uppnám. Er það hjartað, sem amar
herra Espivant? Hjartað. Auðvitað, það hefur
farið illa með hjartað í honum að dylja tilfinn-
ingar sínar . . .“
Ég get haldið þessu háði áfram; en hún virðist
ekki einu sinni skilja það. Ef til vill er það, sem
gefur henni gildi, þessi óljósa mæða, þessi
ekkjusvipur, þessi blóðheiti, kvenlegi sljóleiki.
Eitt er víst — hún er sorgbitin, svo að Herbert
hlýtur að vera veikur, eins og hún segir.
„Frú, þér verðið að trúa mér, þegar ég segi,
að ég kom hingað, þótt mér væri það þvert um
geð, og ég er mjög raunmædd," sagði frú d’Espi-
vant. „Þér eruð ekki búin að gleyma kröfu yðar
— meðlagið, sem maður minn tekur fyllilega til
greina — sem fól í sér ýmislegt annað.“
Framhald í nœsta blaði.
VIKAN
13