Vikan


Vikan - 12.02.1959, Síða 20

Vikan - 12.02.1959, Síða 20
„Ekkert mjög slæmar, nei. En þú ert gegn- blautur! Komdu og farðu úr. Marthe! Búðu til súkkulaði, vina.“ Bollarnir og undirskálarnar höfðu þegar verið sett á litla hjólaborðið, ásamt nokkrum kökum. Hann tók eftir því, að hreyft hafði verið við ýmsu í herberginu, og á borði einu sá hann tyrkneskar sígarettur, sem höfðu ekki verið þarna þegar hann fór. Ef til vill hafði hún sent Marthe út til þess að kaupa þær. „Er þér ekki sama þótt ég reyki ?“ „Jú, elskan mín. Auðvitað.“ „Jafnvel þótt þær séu dýrar? Þessar sígarettur kosta tuttugu og tvo franká pakkinn." Hún var svo eiginkonuleg, að hann fylltist trega. Trega vegna þess, hve hann var hrana- legur í hennar garð, vegna þess að hann sýndi henni ekki, að hann var hamingjusamur. Trega vegna dulinna grunsemda. „Ég kveikti ekki né lokaði glugganum. Mér þykir vænt um svona ömurlega daga, þegar manni líður notalega inni í hlýjunni. Finnst þér það ekki lika?" Hún hljóp inn i herbergið og fleygði sér á legu- bekkinn. Hann fylgdi á eftir. Það var brátt kom- inn sá tími dagsins, sem þau hittust i skemmti- garðinum, eins og þau höfðu gert í þrjá mánuði eða meira. Hún virtist einnig hugsa um hið sama. „Okkur hefði liðið vel, er það ekki, á degi sem þessum? Ertu hamingjusamur, Gilles?" „Auðvitað er ég það.“ Hann sat þarna og þrýsti henni að sér og fann ylvolgt hold hennar strjúkast við vanga sinn. Hún notaði ilmvatn. Hann hafði enn ekki vogað sér að segja henni að honum væri illa við ilm- vötn. FORSAGA: Gilles Mauvoisin hlýtur óvænt aUar eigur látins frænda síns að erfðum. Hann sezt að f húsi frænda síns. Viss skiiyrði fylgja arfinum og ýmls vandahál virðast steðja að. 1 húsinu býr einnig hin ótrúa ekkja gamla mannsins, Colette, sem lengi hefur haft náið samband við lækninn Sauvaget. Hann er tekinn fastur, grunaður um morð á konu sinni. Óvæntir atburðir koma í Ijós: Þa'u skötuhjúin liggja undir þeim grun, að hafa myrt Mauvoisin gamla. GiUes gengur í hjónaband með Alice Lepart. Menn Gilles segja upp starfi og hann veit ekki, hvaðan á sig stendur veðrið. Marthe kom inn með súkkulaðið og ýtti hjóla- borðinu að legubekknum. „Augnablik. Ég ætla að kveikja á lampanum. Bleiki skermurinn gefur svo notalegt ljós.“ Hún stökk upp eins og hind, hreyfingar henn- ar voru mjúkar og lokkandi. „Hvaða köku viltu? Með kremi?“ Þegar hún var aftur í faðmi hans, og hár henn- ar kitlaði vanga hans, leit hann um herbergið. Húsgögnin voru gömul og gljáðu eftir margra ára gljáburð, gólfteppið og gluggatjöldin voru einnig farin að láta á sjá. 1 ókunnri borg, hafði hann oft séð slíkt herbergi, þar sem kveikt hafði verið, áður en dregið var fyrir. Hann hafði gægzt inn um gluggann og farið inn í þetta litla hótel- herbergi eða þá farið i hljómleikasal staðarins. „Hversvegna segirðu ekki neitt? „Mér liður svo vel.“ Það var satt. En hann hélt áfram að hugsa. Það var naumast honum að kenna. Hvað gat hann gert annað, þar sem hann hafði aldrei átt neina leikfélaga. Stöku sinnum, þegar foreldrar hans voru að heiman i þrjá mánuði eða svo, var hann sendur í skóla, en oft skildi hann ekki hvað hinir strákarnir voru að segja. Og það var ekki einungis málið. Fötin hans voru ekki eins og þeirra, og öll framkoma hans var öðruvísi. Hann var útlendingur, utanaðkomandi. Hann hætti reyndar aldrei að hugsa. Jafnvel þeg- ar hann var lítill — grannur og fölur, en samt hraustur — hafði fólk oft sagt um hann: „Hann hugsar of mikið.“ Síðar, fluttu þau, og nokkrum mánuðum siðar byrjaði sama sagan aftur. Eina fólkið, sem hann kynntist hafði verið fullorðið fólk, og jafnvel það var ekki eins og fólk er flest — fólk sem bjó i húsum með fjölskyldu sinni og gerði allt samkvæmt kúnstarinnar reglum. Það talaði um forstjóra og umboðsmenn, og þeir, sem mest var talað um, voru þeir, sem lugu mest, táldrógu vongóða listamenn og högnuðust á þeim, en aumingja listamaðurinn varð alltaf að koma vel fram við umboðsmann sinn, ef hann átti að komast áfram í þessum heimi. „Um hvað ertu að hugsa?“ ',,Þig “ Það var ekki lygi, því að hann var einnig að hugsa um Alice. Vegna þess að hann hafði alltaf verið fátækur og hafði alltaf heyrt fólk tala um peninga, hélt hann, að stúlka af fátæku fólki myndi henta sér bezt. Til dæmis, kvöldið áður, hafði hann búizt við að finna til notalegrar heimilistilfinningar í litla húsinu við Rue Jourdan, en þegar hann var kom- inn inn, kunni hann alls ekki við sig. Hann varð að taka á öllu sínu viljaþreki, til þess að hneykslast ekki á ýmsu því, sem Alice lét sér um munn fara. Hann hafði engan rétt til þess að hneykslast. Það var honum, sem skjátl- aðist. Hún var sú, sem hún var — og hann hafði gifzt henni. „Hvenær keyptirðu þessa fiðlu? Ég sá hana rétt áðan í skápnum. Þú varst ekki með hana, þegar þú komst með skipinu.“ Þetta var ekki fiðlan hans föður hans. Hún hafði verið seld ásamt öðru, upp í jarðarfarar- kostnaðinn í Trondhjem. Þessa hafði hann keypt fyrir hálfum mánuði. Hann hefði aðeins einu sinni leikið á hana, uppi á herbergi sínu. „Leiktu eitthvað, Gilles." Hann lék, meðan hún sat og horfði á hann full aðdáunar. „Geturðu líka leikið á píanó?“ „Og á klarínett. . . Og meira að segja saxó- fón . . .“ Hann náði í þessi hljóðfæri, sem hann hafði keypt í La Rochelle. Siðan tók hann að leika — gömul hringhúslög, sem koma öllum í gott skap — lög sem leikin eru á sérhverri f jölleikasýningu. Hann hafði oft sem strákur komið fram i for- föllum, klæddur sjóihannsklæðum með hvítan stóran kraga. Hann átti fleiri kosti til að bera, sem hann hafði ekki áunnið sér í skóla. Hann kunni flest töfrabrögð föður síns og hendur hans virtust sem skapaðar fyrir slík brögð. Hann sýndi henni eitt töfrabragðið. „Sérðu þessa teskeið? Hún er í lófanum á mér. Þú ert viss um það, er það ekki.“ Auðvitað var hún viss. Og auðvitað var hún ekki í lófanum. Hönd hansl'var tóm, og teskeiðin lá fyrir aftan hana á legubekknum. Hann hló við. Það var kominn roði í vanga hans eins og á barni, sem gleymir sér í einliverj- um leik, og veit ekki hvað gerist í kringum sig. Alice hafði aldrei séð hann þannig. „Sýndu mér annað bragð.“ „Til þess þarf ég spil.“ „Það eru spil í skúffunni í borðstofunni." Hún hljóp eftir þeim. Á meðan tók hann um klarínettið og lék illkvittnislegt lag, sem sérhver trúður í Evrópu kannaðist við. Hann var ham- ingjusamur. Það komu tár fram í augu hans, en það voru ekki sorgartár. „Hérna.“ Hann tók spilin og rétti henni. „Veldu þér eitt. Sýndu mér það ekki.“ Frá sér numin faðmaði hún hann að sér, síðan stakk hún upp í sig vænum kökubita. Þegar hún hafði fengið málið aftur, heimtaði hún annað bragð, og síðan lét hún hann leika á píanóið. Öðru hverju heyrðist glamur í gluggahlerun- um. Vatnið á höfninni var mjög úfið, svo að það skvettist jafnvel upp á bryggjuna. Togararnir, sem lágu saman, tveir og þrír i hnapp, skullu hver gegn öðrum, og fólkið á götunni beygði sig í keng og otaði regnhlífum sínum upp í vindinn. 1 tvær klukkustundir gleymdi Gillés Colette og ,Mauvoisin-málinu“. Á hinn bóginn hugsaði hann mikið um föður sinn og móður og þá staði sem þau höfðu komið til, og skyndilega rann það greinilega upp fyrir honum, sem hann hafði verið að reyna að muna svo lengi. Lítil borg i Hollandi, þar sem steinlögð strætin lágu svo lágt, að bátarnir í áveituskurðunum voi'u næstum jafnháir og húsin. Það var myrkur. Móðir hans hélt í hönd hans. Hún hafði farið út til þess að kaupa pylsur. Og í stað þess að fá sælgæti, eins og í hinum búðunum, hallaði afgreiðslukonan sér fram á búðarborðið og rétti honum hrátt flesk. „Leiktu þetta lag aftur — þetta sem þú lékst síðast á klarinettið." Hann var naumlega byrjaður á laginu, þegar bankað var veiklulega á hurðina. Hann hætti að leika. Dyrnar opnuðust og Colette kom inn. Hún var gegndrepa, og skór hennar og sokkar voru þaktir leðjuslettum. Þetta var í fyrsta sinn sem Gilles sá hana þennan dag. „Fyrirgefið. Ég er hrædd um að ég sé að gera ónæði . . .“ „Nei, nei . . .“ . „Klukkan er hálf átta, svo að ég hélt að . . .“ „Guð minn góður! Og ég er ekki farin að klæða mig. Ég hef ekki hugmynd um það, hvort maturinn er tilbúinn. Mér þykir þetta ákaflega leitt.“ Til þessa var ekki búið að ákveða neitt, en hún lét á sér skiljast, að Colette ætti að borða með þeim miðdegis- og kvöldverð. Gilles gat ekki hugsað til þess að hún borðaði alein uppi á lofti. Þetta kvöld hafði frú Rinquet komið niður, til þess að hjálpa Marthe að laga kvöldmatinn. „Taktu af þér og seztu." Colette leit undrandi á öll hljóðfærin, spilin á borðinu, og hattinn, sem Gilles hafði notað til þess að draga upp úr hina ólíklegustu hluti. Tómir bollarnir og kökuleifarnar voru enn á hjólaborð- inu, og púðarnir á legubekknum voru bældir. „Ertu viss um, að þú viljir ekki að ég fari?“ Hún leit á Gilles, og það var auðsætt, að hún vildi tála við hann, en hún kom sér ekki til þess í návist Alice, þegar Aliee var farin út úr her- berginu, spurði Gilles: „Hvar hefurðu verið í allan dag?“ Þetta var ekki spurningin tóm. 1 henni fólust 20 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.