Vikan - 12.02.1959, Page 21
einnig ávítur fyrir að hafa farið út svona snemma,
án þess að láta hann vita.
„Ég fór til Nieul,“ sagði hún og tók af sér
yfirhöfnina og hattinn.
„Maturinn er til," sagði Alice þegar hún kom
aftur inn í herbergið. „Eigum við að koma inn?"
Borðstofan var stærri en stofan á næstu hæð
fyrir ofan, og í alla staði glæsilegri. Á veggjun-
um hengu andlitsmyndir af forfeðrum greifans
af Viévre, þar sem Octave Mauvoisin hafði keypt
húsið ásamt innbúi.
Þetta var fyrsta máltíð þeirra þriggja, saman.
Alice gerði sér bersýnilega far um að láta vel
að Colette, og Gilles var henni þakklátur fyrir
það.
'„Gefðu frú Colette fyrst," sagði hann.
Og síðan til hinnar síðarnefndu.
„Jú, jú. Ég krefst þess. Þótt veðriö sé svona
vont, virðist þú hafa verið uppi í sveit."
„Ég fór til Nieul-sur-Mer . . .“
Hún hikaði og leit spyrjandi á Gilles, eins og
til þess að spyrja hann um, hvort hún gæti talað
um þetta opinskátt. Síðan hélt hún áfram, eftir
að liann hafði litið fullvissandi til hennar:
„Ég var að hugsa um peningaskápinn í gær-
kveldi."
Gilles sneri sér að Alice og útskýrði þetta:
„Það er peningaskápurinn í svefnherbergi
frænda uppi á lofti. Ég hef lykilinn, en þar
sem við kunnum ekki á þessa flóknu læsingu ...“
„Hvað er í honum?"
„Það veit í rauninni enginn. Ef til vill allmikil-
væg skjöl. Ef við næðum í þau, þá gætum við ef
til vill fengið vissa aðila til þess að skipta um.
skoðun."
„Nú!“
Alice hafði engan áhuga á málinu, og Gilles
kinkaði kolli til Colette, sem hélt áfram:
„Ég man, að Octave ók upp í sveit næstum í
hverri viku. Hann tók aldrei neinn með sér nema
Jean, bílstjóra sinn, sem ekur nú langferðavagni.
Ég fór út snemma i morgun, til þess að spyrja
hann um ýmislegt. Og það gekk illa að toga það
út úr honum."
Octave Mauvoisin ferðaðist ekki mikið og átti
aðeins einn gamaldags f jölskylduvagn. Hann var
alveg hættur að aka sjálfur og varð þessvegna
að leita á náðir Jean.
„Loks komst ég að því, að hann var vanur að
fara til Nieul, til þess að hitta þar frænku sína,
senr bjó í húsi þvi, sem hann fæddist í.“
Gilles leit aðdáunaraugum á veikbyggðu kon-
una, sem barðist með kjafti og klóm til þess að
bjarga manni þeirn, sem hún elskaði.
Jafnvel þótt hún væri viss um að mæta þar
andstöðu, hafði hún farið til Neuil.
„Hversvegna baðstu mig ekki um að aka þér
þangað?"
Hann hefði ekki átt að spyrja, þar eð Alice
virtist sárna ’petta.
„Mér datt það ekki í hug. Ég fór með áætl-
unarvagnip.um, og í Neul kornst pég að því, að
frænkan var kona póstmannsins, kona að nafni
frú Henriquet."
Alice hringdi eftir næsta rétti, starði síðan
á borðdúkinn, fýld á svip. Aftur á móti var Gilles
farinn að hafa áhuga á þessu máli, þar sem
hús hans virtist vera það, sem allt snerist um.
Hann hafði oft langað til þess að fara sjálfur
til Nieul, þar sem það var fæðingarstaður föður
hans, en hann hafði aðeins séð móta fyrir þorp-
inu daginn áður, á leiðinni til og frá Esnandes.
„Þetta er ágætiskona," hélt Colette áfram.
„Hún vissi þegar í stað hver ég var, en þrátt
fyrir það bauð hún mér inn og gaf mér vín í glas.
Að því er virðist hafði Octave lofað að eftirláta
börnum hennar eitthvað. Hún á sex börn.“
Alice revndi að láta ekki á óþolinmæði sinni
bera. En henni dauðleiddist allt þetta Mauvoisin-
umstang. En Gilles var alltof niðursokkinn til
þess að taka eftir því.
Oft liafði hann á kvöldin setið í svefnherbergi
frænda sins og reynt að komast að hinu sanna
um þennan mann. Enginn hafði getað sýnt liinum
sómasamlega mynd af honum, því að Octave
Mauvoisin hafði megna óbeit á þvi að láta taka
mynd af sér. Sú eina sem hann fann — það var
Gérardine frænka, sem átti hana -— var mynd af
strákunum, Octave og Gérard, þegar sá eldri var
aðeins tíu ára gamall. Paðir Gilles var stæn-i,
en það sást þegar móta fyrir viljafestu í andliti
og fasi Octave.
Hvernig hafði líf hans verið? Foreldrar Gilles
höfðu barizt fyrir því að hafa ofan af fyrir sér,
og smámunir eins og viðgerð á skóm eða ný föt
höfðu hrjáð þau allt þeirra líf.
Og Octave, þessi einmana maður frá Quai des
Ursulines . . .
Hvað hafði knúið hann til þess að giftast
Colette? Hvernig hafði sambandið verið þeirra
á milli? Höfðu þau nokkurn tíma unnizt hug-
ástum ?
Gilles bægði frá sér spumingunni. Unnust hann
og Alice hugástum?
Colette sneri sér að Alice og sagði:
„Ég er hrædd um, að þetta sé ekki beint upp-
lífgandi samtal."
„Síður en svo. Haldið þið bara áfrarn."
„Það var reyndar til þess að hitta þessa frænku
sína að hann ók þangað vikulega, og hún braut
oft heilann um það hversvegna hann kæmi. Hún
býr i hrörlegu litlu húsi við götuna, sem liggur
niður að hafinu. Þorpsbúar fóru brátt að kannast
við bíl Mouvoisin, þar sem hann stóð við hús
hennar, og Jean sat í framsætinu og las í blaði.
Þegar Octave fór inn, skeytti hann aldrei neitt
um börnin. Það var eins og hann sæi þau ekki.
Nema þegar lét hátt í þeim. Þá var hann vanur
að gretta sig, og móðir þeirra rak þau þá út.
Honum datt aldrei í hug að færa þeim sælgæti
eða leikföng, ekki einu sinni á jólunum."
Gilles sá þetta fyrir sér. Hann gleymdi að
borða, og Alice brosti uppgjafabrosi sem er lang-
hrjáðum eiginkonum eiginlegt.
„Þegar hann kom inn var hann vanur að segja:
„Halló, Henriette" og setjast við arininn í marg-
bætturn tágastól. Að því er virtist var þetta stóll
föður hans, og hann vildi engu breyta.
„Hann sat þarna og reykti pípu eða vindil. Hann
tók aldrei ofan hattinn.
Ef frú Henriquet lagði frá sér handavinnu sína,
sagði hann henni að halda áfram.
„Þetta var orðinn vani. Ef enginn var heima,
fór hann samt inn, og hún fann hann í stólnum,
þegar hún kom heim.
„Hún var fámál. Öðru hverju spurði hann fá-
fengilegra spurninga, eins og:
„Hvernig gengur með baunirnar í ár?"
„Eða þá hann spurði um kanínurnar þeirra.
„Ég var að velta því fyrir mér, hvort hann
minntist nokkurn tíma á kaupsýslu. Það eru
Iitlar líkur til þess, en það er óvenjulegt af kaup-
sýslumanni, að tala ekki um starf sitt við neinn."
Stefndi hún ekki að því sama og Gilles, þegar
hann sat uppi í svefnherbergi Octave? Hafði
hann ekki einmitt hugsað um það, hvort ekki
fyndist veikur blettur i fari þessa gallharða
manns? Ef hann hefði aðeins þekkt manninn
betur . . .
Gæti það verið, að peningar og völd væru mann-
inum allt í þessu lífi? Gæti maður lifað i óskertri
einveru, dag eftir dag, ár eftir ár? Hafði hann
aldi'ei látiö undan, aldrei gefið sig, aldrei hlíft
sjálfum sér?
Og nú sá Gilles skyndilega Octave Mauvoisin
fyrir sér, og viðhorf hans gagnvart Octave gjör-
breyttist á einni svipstundu. Colette hafði sýnt
honum, að Octave átti einnig mannlegar tilfiim-
ingar til að bera. Einu sinni í viku hafði hann
farið til hrörlega, litla hússins, þar sem hann •
var fæddur og uppalinn — þarna hafði hann setið
í stól föður síns, grafkyrr og þögull. 1 heila
klukkustund sat hann þarna innan um fátækt þá
og auðmýkt, sem hann hafði sjálfur sprottið af.
Henriette mundi, að eitt sinn hafði hann Sagt:
„Það er synd að börn þín skuli ekki bera
nafnið Mauvoisins."
Hún hafði ekki fyllilega skilið hvað hann átti
við. Án efa hafði liann átt við að ef þau hefðu
borið þetta nafn, hefðu þau orðið erfingjar að
auði hans, en ekki ungur frændi hans, sem hann
hafði aldrei séð.
„Hefur nokkuð komið fyrir hér?“ sþurði Col-
ette.
„Ekkert markvert."
„Uppgi'öf turinn ? “
„Það verður ekki hjá honum komizt."
Þau höfðu lokið snæðingi, og Colette stóð upp.
„Mér finnst ég endilega vera hér óboðinn gest-
ur. Ég skal segja þér, Gilles, að ég vlldi engu
siður fá matinn upp til mín. Ég er svo vön
því að vera ein.“
Gilles hristi höfuðið þrákelknislega.
„Þið virtust skemmta ykkur prýðilega þegar
ég kom inn. Jæja, ég ætla samt upp núna. Góða
nótt, Alice . . . Góða nótt, Gilles."
Eitt andartak snerti hann hönd hennár, og
það fór um hann undarleg kennd. Þegar hún
var farin, biðu þau lengi þegjandi. Alice horfði
á hann, þar sem hann stóð í miðju herberginu
og andvarpaði. Ef til vill gerði hún sér óljósa
grein fyrir því, að hann var í huganum að
fylgjast með Colette upp.
„Viltu leika fyrir mig aftur?"
Hann stökk að píanóinu, hálffeginn. Fingur
hans léku fyrst létt um nótnaborðið. Marklaust,
en brátt ómaði herbergið af angurværri og
ástríðuþrunginni tónlist Chopin.
1 þetta sinn áræddi hann ekki að fara snemma
á fætur. Hann vaknaði í dögun og lá lengi og
hbrfði á ljósrákirnar milli gluggahleranna, sem
skullu til og frá i vindinum. Loks heyrði hann
í dyrabjöllunni. Marthe fór niöur til þess að opna.
Alice, hálfsofandi, rétti út annan handlegginn,
°g þegar hún snerti hann, brosti hún.
„Þú ert þá hérna enn,“ muldraði hún þakklát.
Síðan valmaði hún.
„Kveiktu, Gilles, Heyrirðu i vindinum? Eigum
við að fá morgunverð í rúmið? Mér hefur alltaf
þótt svo gott að fá morgunverð í rúmið, en pabbi
leyfði það aldrei, nema þegar ég var veik. Viltu
hringja?"
Hann gerði, eins og fyrir hann var lagt, samt
nokkuð tregur. Hann var hálffeiminn við að
láta Marthe, sem var svo gott sem ókunnug, sjá
sig uppi í í'úmi með konunni sinni.
„Hvað eigum við að gera í dag? Ég var að
hugsa um það í gærkvöldi, áður en ég fór að
sofa. Mér datt i hug, að við færum á bílnum og
Framh. í nœsta blaöi
Framhaldssaga eftir G. Simenon
21
VIKAN