Vikan


Vikan - 12.02.1959, Side 25

Vikan - 12.02.1959, Side 25
Af hverju sjórinn er saltur BARNAÞRAUT Iþorpi einu í Noregi ekki langt frá sjó voru fyrir- mörgum, mörgum öldum bræður tveir, og var sá eldri þeirra vellauðug- ur. Hann átti stóra bújörð, f jölda fjár og víðáttumikið skóglendi. Hinn var aftur á móti svo fá- tækur, að hann átti ekki til næsta máls, svo að það kom oft fyrir, að hann og kona hans urðu að fara svöng í rúmið á kvöldin. En þrátt fyrir tátækt sína var ynðri bróðirinn alltf i góðu skapi og gladdist yfir velgengni annarra, þar sem hinn var svo ágjarn og vondur í sér, að hann unni engum góðs. Ekki einu sinni á stórhátíðum, þegar allir nábúarnir settu grautarskál út fyrir bæjarvegginn handa fugl- unum, kom honum ekki til hug- ar að láta neitt af hendi rakna. Það var eitt aðfangadags- kvöld jóla, að fátæki bróðirinn kom til hans og bað hann að hjálpa sér um eitthvert lítilræði, svo að hann og kona sín gætu einu sinni borðað sig södd. Eldri bróðirinn varð æfareið- ur og sagði: ,,Ef þú gerir það, sem ég heimta af þér í staðinn, skaltu fá heilt svínslæri, sem hangir uppi í eldhúsinu." Nú var hangikjöt uppáhalds- réttur mannsins, svo að hann gat ekki stillt sig um að lofa þessu, með því líka að hann ímyndaði sér, að ekkert gæti verið varhugavert við það. Bræðurnir gengu nú báðir í eld- húsið, og sá eldri tók ofan stórt svínslæri og fékk hinum. „Taktu við,“ sagði hann, lær- ið er vel reykt og svo stórt, að þið 'getið oft fengið saðningu ykkar af því, ef þið neytið þess í hófi. En nú heimta ég af þér, að þú farir og sýnir risanum í Harrungerf jöllum lærið áður en þú ferð heim með það, því að þú mátt ekki borða það, fyrr en hann er búinn að sjú það.“ Þegar fátæki bróðirinn heyrði þetta, féll honum allur ketill í eld, því að það var enginn leik- Saga barnanna ur að hætta sér upp í Harrung- erfjöllin. I stórum helli bjó þar risi einn alræmdur go illþýði hans. Það var enginn í því yggðarlagi, er þorði að leggja einn upp til fjallanna. Hinn illgjarni bróðir hélt, að sá yngri mundi falla í hendur risanum og aldrei eiga aftur- væmt og hann sjálfur ekki framar hafa þyngsli af honum. Fátæki bróðirinn skildi undir eins hvar fiskur lá undir steini og varð fölur af ótta, en áleit skyldu sína að efna loforðið. Hann svaraði því hiklaust. „Ég hef lofað að ganga að kostum þeim, er þú settir mér og mun efna það loforð, en verði ég fyrir einhverju slysi, er þér um að kenna.“ „Láttu þig það engu skipta, ég mun sjálfur bera afleiðing- amar,“ sagði hinn hæðnislega, „en hafði þig nú sem fljótast á burt!“ Yngri bróðirinn tók nú lærið og labbaði af stað án þess að líta við eða segja meira. Hann bar þá von í brjósti að geta með hyggindum leikið á óvætt- ina, svo að hún ynni sér ekki mein. Nú gekk hann leigi um hæðir og hóla, hraun og hrjóst- ur, þangað til hann kom að sjálfum Harrungerfjöllum. Hjá einu f jallinum stóð gam- all maður með grátt skegg sítt og hjó við. „Hvaðan kemur þú, og hvert ætlar þú?“ spurði hann hinn þreytta vegfaranda. „Mig langaði til að sjá einu sinni Harrungerfjöllin, eru þetta þau?“ „Já, þetta eru þau,“ svaraði karlinn. „En í hellinum þarna er tröllkarl einn mikill og hyski hans. Er það illt viðureignar, og skalt þú fara varlega." „Því miður get ég ekki kom- izt hjá því að heimsækja tröll- in,“ svaraði hinn fátæki maður, „en eftir er að vita, hvernig mér tekst að komast úr klóm þeirra.“ „Mér geðjast vel að þér, mælti öldungurinn, „og ég mun reyna að hjálpa þér, svo að þú verðir ekki óvinum mínum að bráð. Þegar þú kemur inn í hellinn, munu þeir fala af þér svínslærið, því að hangikjöt er uppáhaldsfæða þeirra. Það er mitt ráð, að þú látir þeim eftir kjötlærið, en heimtir eitthvað að launum.“ „Hvað ætti ég að heimta í staðinn? Láti ég lærið í burtu, verð ég og konan mín að deyja úr hungri.“ „Risinn tekur heldur ekki við gjöfum,“ segir karl, því að hann er drambsamur og mikil- látur. Hann mun segja þér að kjósa eitthvað að launum fyrir kjötið, og skalt þú þá kjósa gömlu kvörnina, sem stendur á bak við hurðina. Eg skal svo síðar kenna þér að nota hana. „Þú mátt trúa orðum mínum, kvörnin er mikils virði, og ég get ekki vitað hana í eigu þessa illþýðis, sem mér er svo mikil skapraun að.“ Fátæki maðurinn gekk nú að hellinum sem leið lá og hitti Hve fljótt getiirðii farið riddara- gang um allan flötinn, sena hérfylgir, með því að snerta hvern reit einu- sinni? Ef þú liefur gleymt, hvernlg riddaragangur í skáJk er, þá er hann einn reitur skáhalt, t. d. er Á tO C og A til J riddaragangur. Byrjaðu hvar sem er & fletinum, bókstaflrnir eru aðeins til að merkja reitina. Lausn á bis:. 26. Hvar eiga hvolparnir heima? Hvar eiga þessir litlu hvoipar heima? 1 borg, sveit eða út við sjó? Dragðu línu milli stafanna frá A til Z, og þá færðu svarið. — A eftir skaitu lita myndina eins og þér sýnist bezt. Hvaða dýr vantar á myndina? tröllin, sem þyrptust að honum til að skoða svínslæríð og vildu óðara fá það hjá honum. En hann svaraði djarflega, að það væri ekki svo gott fyrir sig að láta lærið, því að hann væri á leiðinni með það heim til sin að gefa konunni sinni það til jólanna. „Eg ætlast ekki til að fá það fyrir neitt,“ sagði risinn, „við erum engir betlarar, en okkur Hvaða dýr vantar á myndina ? Hér er ráðn- ingin: 26 stafir eru not- aðir til að mynda útiin- ur dýrsins. Til að finiut það skaitu draga stryfc milli stafanna í stafrófs- röð frá A til 'l. hefur svo lengi langað í hangi- kjöt. Hvað viltu fá fyrir Iærið.“ „Or því að ykkur er þetta svo mikið áhugamál," . sagðí hinn fátæki, „held ég, að ég v.erði að láta ykkur lærið eftir_ Ég heimta ekki annað í staðinn en gömlu handkvörnina, sem stendur þarna á bak við hurð- ina. Konuna hefur lengi langað að éiga slíka kvörn, ég' get Framhald á blsi 26. VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.