Vikan


Vikan - 12.03.1959, Blaðsíða 20

Vikan - 12.03.1959, Blaðsíða 20
Gilles vissi mætavel hversvegna. MeS hjálp tengdaföður síns hafði hann fengið ágætt yfirlit yfir fjármál frænda síns. Hann átti peninga í næstum öllu. Fjörutíu prósent af hlutabréfunum hjá Basse og Plantel og næstum eins stóran hlut í fiakverzlunarfélagi Babins. Veð og skuldir höfðu gert hann óbeinlínis eins stóran hlut í fiskverzl- unarfélagi Babins. Veð og skuldir höfðu gert hann óbeinlínis að eiganda Eloi-fyrirtækisins, og sama máli gegndi um flest annað — verkstæði á leið- inni til Rochefort, nokkrar benzinstöðvar, raf- magnsstöð og fosfatnámu. Hann var valdamikill í Ouvrardbankanum, litlum banka í Rue Dupaty. Og hann lagði einnig fé í minni fyrirtæki. Hann átti hlut i flestum togurum í einkaeign í La Ro- chelle, svo að flestir skipstjórar, sem áttu bát, voru ekki annað en starfsmenn hans. „Til hvers kom hann hingað?" spuðri Gilles, sem var farið að líða illa vegna augnatillits fólks- ins. „Til þess að horfa á! Og það fór sannarlega ekki mikið fram hjá honum. Hann lagði á minnið verðið á fiskinum, og hann gat farið nærri um, hve mikið hafði veiðst hvern dag. Ef einhver ætlaði að leika á harm, sá hann alltaf í gegnum það.“ Það heyrðist í bjöllu, og allir hópuðust kring- um uppboðshaldarann við eitt steinborðið. f>eir hlustuðu á nokkra stund. Síðan sagöi Rinquet: „Við getum farið núna. Frændi yðar þurfti ekki að heyra meira.“ Þeir gengu eftir bryggjunum, þar til þeir komu að Klukkuturninum. Þeir gengu fram hjá honum að blaðasala, handan við götuna. „Á morgnana er aðeins hægt að fá blööin úr staðnum. Frændi yðar keypti Petite Gironde, France de Bordeaux og Ouiest-Eclair." Konan við afgreiðsluborðið starði á Gilles og gleymdi að gefa honum til baka. Klukkan var átta. Það var farið að opna búð- irnar. Rinquet benti á rakarastofuna á horninu á Rue du Palais, þar sem verið var að taka niður gluggahlerana. „Hann fór þangað næst . . . Til þess að láta raka sig. Rakarinn sagði honum síðustu kjafta- sögur og Mauvoisin hlustaði þegajndi á hann.“ Sama sagan endurtók sig í sífellu: „Octave Mauvoisin sagði ekki orð . . . Hann svaraði ekki... Hann hlustaði þegjandi.. Hvert sem þeir fóru, rakst Gilles á það sama. Þeir voru nú í sömu sporum og einmana maður, maður sem ekki hafði umgengizt lifandi sálu. Undrun Gilles jókst með hverju skrefi. Hvernig gat maður lifað slíku lífi í algerri einangrun? Hafði hann ekki fyllzt löngun til þess að leita vináttu náungans? Bersýhilega ekki. Ekki einu sinni, þegar hann fór í heimsókn til Nieul. Hafði ekki Colette lýst honum, sitjandi á tágastólnum við arininn, star- andi fram fyrir sig, þegjandi og aðgerðarlausan, meðan frænka hans sat og prjónaði eða afhýddi grænmeti ? Klukkan var níu. Ouvrad-bankinn. Lítill banki, sem skipt var i tvennt með nokkurs konar hand- riði úr eik. Nokkrar prentaðar auglýsingar um ný verðbréf. Nokkrar vélritunarstúlkur. Gegnum opnar dyr sást inn í aðra skrifstofu og sköllótt- ur, áhyggjufullur lítill maður sitja þar við skrif- borð. „Þetta er Georges Ouvrad. Ég held, að lítið gagni að spyrja hann aftur. Ég talaði lengi við hann i gær. Mauvoisin var vanur að koma hingað um leið og starfsliðið. Hann tók ekki ofan. Og hann tók reyndar sjaldnast ofan, eins og það væri ekki Mauvosin samboðið að taka ofan. Síðan fór hann inn fyrir handriðið og tók fram morgun- póstinn. Að því búnu settist hann við skrifborð Ouvrards og las þau bréf, sem honum þóknaðist að lesa og kynnti sér síðustu verð í kauphöllinni, meðan Ouvard stóð fullur virðingar við hlið hans. Ef hann þurfti að koma einhverjum skipunum til Ouvrads, krotaði hann þær ævinlega niður með sama rauða blýantinum. Þannig hélt það áfram ... Einstæð vél. .. Átti dagurinn að líða, án þess að þeir rækjust á snefil mannúðar í fari þessa manns? Gilles hafði ekki þorað að spyrja Colette um samband þeirra. En það hafði Rinquet gert, þar sem hann vann starf sitt með kostgæfni, og hún hafði svarað honum í fullri hreinskilni. Þegar þau höfðu sést fyrst, var móðir Colette farlama. Colette var þá átján ára og vann fyrir þeim báðum með því að vísa til sætis, svart- klædd, fagurlega vaxin með Ijómandi hár. Og á hverjum föstudegi — þar sem það var sá dagur, þegar minst var að gera — hafði Mau- voisin farið í kvikmyndahúsið, og kom venjulega stuttu eftir að sýning var hafin. Stúlkurnar, sem vísuðu til sætis, stóðu i hnapp við dyrnar með vasaljós í hendinni. Mauvosin var vísað til stúku sinnar. Stundum gekk hann hreinlega til verks. Hann tók í ermi stúlkunnar og hvíslaði: „Farðu ekki.“ Stundum beið hann um stund, síðan opnaði hann dyrnar og benti einni þeirra að koma inn. Þetta var allt, sem vitað var um ástalíf hans. Hann reyndi til dæmis við Colette í margar vik- ur án árangurs. Morgun einn kom maður einn heim til þeirra í Rue de l’Evescot og hringdi dyrabjöllunni. Þetta var einn af starfsmönnum Mauvoisins. Colette, sem var að sinna heimilisstörfum, hljóp til dyra. „Afsakið, en getið þér sagt mér, hvort ein stúlknanna sem vinnur í Olympia-kvikmynda- húsinu búi hér? Ljóshærð stúlka." „Já. Hvað er yðúr á höndum?" „Ekkert. Þakka yður fyrir. Sælar." Mauvoisin vissi nú hvar hún bjó. Það var ekki Hann beið, rólegur og hugsi á götuhorninu, þar sem hún bjó. 1 margar vikur hafði hann beðið i launsátri, og einnig hafði hann reynt að kaupa húsið, sem mæðgurnar bjuggu í. „Ef þér viljið aðeins vera mér góðar .. erfitt að gizka á hvenær hún færi heiman frá sér til vinnu sinnar. Hann hafði gengið að henni i dyrunum, en hún hafði smeygt sér fram hjá honum og hlaupið heim. Mánuði síðar, bað hann hana að giftast sér. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera,“ hafði Colette sagt Rinquet. „Þegar öllu var á botninn hvolft, gat hann gert við okkur það sem honum þóknaðist. Hann gat ekki einungis rekið okkur úr húsinu, heldur gat hann rekið mig úr vinnunni og ef til vill gat hann komið i veg fyrir að ég fengi aðra vinnu." Giftingin breytti heimilinu við Quai des Ursu- lines ekki til muna, né heldur lífi Mauvoisins.. Hún svaf við hlið þessa sterkbyggða manns I stóra fjölskyldurúminu og heyrði hann fara á fætur á hverjum morgni klukkan sex. Það sem eftir var dagsins, sá hún hann naumast nema á matmálstímum. Vetur einn fékk Colette taugaveiki, og Mau- voisin, sem óttaðist sjúkdóma eins og pláguna, flutti hana þegar i annað herbergi, herbergið, sem hún bjó nú í. Það var kallað á dr. Sauvaget. I margar vikur kom hann tvisvar á dag, og þegar hún tók að jafna sig, voru þau orðin innilega ástfangin hvort af öðru. Hugsaði Mauvoisin nokkurn tima um konu sína? Hann fór að minhsta kosti aldrei ixm í herbergi hennar, þar sem hann óttaðist smit- hættu. Það var ekki fyrr en tveimur mánuðum síðar, að hann tók að hugsa um hvað orði^ hefði af henni. Hann gekk þungum skrefum inn í vinstri álmuna. Þegar hann nálgaðist herbergið, barst hlátur til eyrna honum, og þegar hann hratt hurðinni upp, stóð hann augliti til auglits við tvo sæla elskendur. „Hann yrti aldrei framar á mig. En hann krafðist þess, að ég borðaði með honum. Á hverj- um mánuði fann ég í servéttu minni umslag með þúsund-frankaseðli í, en þetta voru mánaðarpen- ingar minir allt hjónaband okkar." Jafnvel hjónabandið hafði ekki getað dregið Mauvoisin burt frá einveru sinni. „Ég vissi aldrei hvað hann var að hugsa," sagði Colette við leynilögreglumanninn. „Fyrst hélt ég að hann væri einfaldlega nirfill, en ég komst síðar að þvi, að hann var annað og verra, enn verra ...“ Gilles og Rinquet gengu hugsandi eftir Rue Dupaty í áttina að Place de la Poste, þar sem sólin lék um veðurbarða steinveggi Hotel de Ville. Borgin virtist glaðleg og hrein um þetta leyti, eins og strit og áhyggjur dagsins hefði ekki varpað skugga á hana enn. Stúlkur sáust hér og þar, önnum kafnar við að bursta og fægja, og opnir gluggar á annarri hæð gáfu til kynna hlýtt og þægilegt svefnherbergi. Og fyrir minna en ári, var Octave Mauvosin vanur að þramma þrákelknislega um þessar göt- ur. „Þessa leið, Gilles. Hér var frændi yðar vanur að setjast. Á vetrum fór hann inn.“ Klippt tré lágu eins og rammi utan um svalirn- ar á Café de la Poste. Á miðju torginu stóð væmnisleg stytta af fyrrverandi borgarstjóra á hvítum steinpalli. Inni á kaffihúsinu var eigand- inn að fægja vatnssíu sína. Hann gekk að dyr- unum og spurði: „Hvað get ég fyrir ykkur gert herrar minir?“ „Tvö glös af hvítvíni." Frá skrifstofu í nágrenninu heyrðist hakkið í ritvélum. Það heyrðist í bjöllum frá símamiðstöð- inni, sem var fyrir ofan póststofxma. Klæðskeri, með málband um hálsinn, kom út til þess að anda að sér morgunloftinu. „Hérna las hann morgunblöðin, meðan hann drakk hvítvínið sitt. Hann var vanur að bæta sódavatni í sitt, en ég bjóst ekki við því, að þér vilduð það.“ Það var eitthvað upplífgandi við þennan stað, fólkið, sem strunsaði í allar áttir, einhver ólgandi bjartsýni yfir þessari borg. En Octave Mauvoisin hafði ekki brosað, því að það gerði hann aldrei. Tveir menn í ljósbláum samfestingum, hoknir í herðum, voru að koma með ís. Framhaldssaga eftir G. Simenon 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.