Vikan


Vikan - 12.03.1959, Blaðsíða 4

Vikan - 12.03.1959, Blaðsíða 4
KONSÚLSBÚNINGUR 1907 mikill á velli. Á götuauglýsingum þar sem getið var þessarar leiksýn- ingar stóð, að „Kristján Þorgríms- son léki fr’úna“. Ljósmyndari Vikunnar fór um dag- inn og fékk að taka mynd af bún- ingnum, en verið er að ganga frá honum á ,,gínu“ og verður hann svo geymdur í glerskáp á virðulegum stað i safninu. EINS og menn muna, var þess getið í fréttum á sínum tíma, að fundist hefði gömul málm- kista í húsinu nr. 10 við Kirkju- stræti. Menn sem voru að vinna við breytingar rákust á falskt súðar- þil, sem þurfti að fjarlægja. Bak við það kom kistan í ljós og við athug- un reyndist hún geyma konsúlbún- ing Kristjáns Ö. Þorgrímssonar: jakka, tvennar buxur, vesti og hatt. Sverð átti Kristján, en það var ekki i kistunni. Er það hinsvegar á vís- um stað. Kristján átti húsið Kirkju- stræti 10 og bjó þar. Börn Kristjáns gáfu Minjasafni Bæjarins búninginn, en hann er dýrmætur mjög, settur gullhnöppum, og mjög skrautlegur. Mun Kristján hafa látið gera bún- ing í tilefni konungskomunnar 1907, en það ár var hann skipaður sænsk- ur konsúll. Kristján Ö. Þorgrímsson kom mjög við sögu bæjarins, hann var bæjargjaldkeri, og bæjarfulltrúi, og slökkviliðsstjóri, ritstjóri Þjóðólfs um tíma, einn af stofnendum Leik- félags Reykjavíkur og formaður þess eitt ár. Hann þótti leikari góður og er sér- staklega í minnum haft er hann lék hlutverk Kranz í Ævintýri á göngu- för. Hann lék eitt sinn kvenhlutverk í Háa C-inu og var miklum erfið- leikum bundið að fá nægilega stórt pils handá honum, því maðurinn var eftir. DAMON RUNYON M GÚDA MEN Pabbi gamli var vanur að segja, að eitt mesta vandamál nútímans væri góðu mennirnir. Hann sagði, að flest vandamál nútímans stöfuðu af völdum góðu mannanna. Pabbi gamli sagði, að hægt væri að taka hann sjálfan sem dæmi. Hann sagði, að oft hefði hann á ævinni lagt út í alls kyns fyrirtæki ásamt góðum mönnum, og alltaf og alltaf hefði þetta næstum riðið honum að fullu. Hann sagði, að hann hefði oft séð, að sam- starfsmenn hans voru heimskir og duglausir, og þeim urðu alltaf á skyssur, sem ollu algeru hruni, og stundum ympraði hann á þessu við þá. En þetta kom aldrei að neinu gagni. Hann sagði, að auðvitað hefði hann átt að sýna þeirn i tvo heimana, taka völdin í sínar hendur og koma þannig í veg fyrir skelfingarn- ar, en hann sagði, að meðeigendur hans hefðu alltaf verið þvilík endemis góðmenni, að hann hefði ekki viljað særa þá. Hann sagði að hann gæti aldrei sært góðan mann. Pabbi gamli sagði, að alltaf hefði komið bobb í bátinn í þau fáu skipti, sem hann komst upp í viðhafnarstöðu forstjóra yfir einhverri deild. Hann sagði, að venjulega hefðu undirmenn hans verið mestu gæðaskinn, sem ekki höfðu hunds- vit á starfi sínu. Hann sagði, að hann hefði raunar gert sér grein fyrir, að hann hefði þegar i stað átt að segja þessum auðnuleysingjum upp, en hann hafði aldrei haft hjarta í sér til þess að gera slíkt við góðan mann. Pabbi gamli sagði, að niðurstaðan hefði venju- lega verið sú, að honum hafi veríð sparkað. Það gekk allt á afturfótrmum í deildinni, og æðsta valdið var þá vant að koma, til þess að kynna sér hvað að væri, og auðvitað var deildarstjóran- um kennt um allt. Pabbi gamli sagði, að aldrei á ævinni hafi hann getað varast góða menn. Hann sagði, að hann hefði komizt í alis konar klandur, þegar hann tók upp hanzkann fyrir góðu mennina. Hann sagði, að hann hefði misst af mörgum gullnum tækifærum á ævinni, vegna þess að þá hafi einhver góður náungi borið skarð- an hlut frá borði. Hann sagði að hann gæti reynd- ar ekki án góðu mannanna verið, vegna þess að það væri ekki lifandi í þessum heimi, . ef engir góðir menn væru til, en ekki gat hann samt neitað því, að góðu mennirnir væru oft hreinasta plága. Pabbi gamli sagði, að tiltölulega auðvelt væri að fást við vonda menn. Með vondum mönnum átti hann ekki við glæpamenn og skúrka. Hann átti við menn með illt hugarfar, sem tóku ekki tillit til náungans. Hann átti við menn, sem svifust einskis i kaupsýslu. Hann sagði, að vond- ir menn væru kannski mestu leiðindapokar, en maður vissi þó að minnsta kosti hvar maður hefði þá. Pabbi gamli sagðí, að til dæmis myndi maður aldrei ganga i ábyrgð fyrir vonda manninn eða gera honum neinn greiða. Hann sagði, að hægt væri að sýna vondum manni ógreiðvikni, án þess að fá hið minnsta samvlzkubit út af því. Ef maður rak fyrirtæki ásamt vondum manni, gat maður hellt sér yfir hann, án þess að hafa nokkrar áhyggjur út af þvi, hvort maður særði hann ekki. Pabbi gamli sagði, að maður þyrfti ekki að hafa áhyggjur út af því að gera á hlut vonda mannsins, eins og til dæmis snuða hann eða sparka honum. Hann sagði að maður passaði sig alltaf á vonda manr.inum, en á hinn bóginn væri maður ekki á varöbergi gagnvart þeim góða, einmitt vegna þess að hann var góður maður. Pabbi gamli sagði, að góði maðurinn væri vald- ur að hræðilegu ósamlyndi og deilum í hjóna- böndum í þessu landi. iíann sagði, að mörg gift konan léti sig hafa óstöðuglyndi eiginmanns síns, vegna þess að hann var góður maður.. Hann sagoi, að hann þekkti giftar konur heima í þorpinu okkar, Pueblo, sem yrðu að sætta sig við sultarlaun og algeran skort sökum eigin- mannanna, sem voru soddan ágætismenn, að kon- urnar gátu ekki fengið af sér að losa sig við þá- Pabbi gamli sagði, að ef þessir eiginmenn væru vondir menn auk þess sem þeir voru ó- stöðuglyndir, myndu konurnar efalaust sparka i endann á þeim fyrr en siðar, en hann sagði, að það væri einkennilegt með vonda menn, að flestir þeirra virtust sjá fyrir heimilinu með mestu prýði. Hann sagði að það sem að góða manninum væri, að það sem hann ræðst í, meinar hann vel, og það væri engin illgirni að baki mistök- um og skyssum hans. Hann sagði, að maður væri hjálparvana gagnvart þessu. Það er ekki hægt að ueiðast manni, sem maður veit að vill vel, jafnvel þótt hann bregði fyrir mann fæti óafvitandi. Pabbi gamli sagði, að góði maðurinn tryði því alltaf statt og stöðugt, að hann stæði alltaf við öll sin loforð, og að þegar hann lofar einhverju, ætlar hann sér vissulega að efna það. Hann sagði, að engum þætti það eins leitt og góða mann- inum, þegar hin góðu áform hans runnu út í sandinn. 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.