Vikan


Vikan - 12.03.1959, Blaðsíða 7

Vikan - 12.03.1959, Blaðsíða 7
Um þetta leiti árs er oft erfitt að átta sig á hvað verður upp á teningnum með vortízk- una. Einmitt á þessum tíma er hentugt að koma fram með slár, bæði er það hlýlegt að hafa yfir drögtum meðan kuldinn er enn í loftinu og vortízkan getur ekki látið fyllilega til sín taka og svo eru slár alltaf mjög klæðilegar. Þær koma nú fram jafnhliða í París, London og Berlín. Einlita sláin er frá París, úr þykku ljós- gráu ullarefni, hneppt með stórum dökkgráum tölum. Sláin er frekar einföld í sniði en það er einmitt það, sem sagt er að eigi að vera eitt af einkennum vortízkunnar. Hatturinn er úr sama efni og i sama lit. Hér eru ennfremur myndir af nýjum þykkum frökkum. Ársfrakka getum við kallað það hér á íslandi, því kápur sem þessar eru fyllilega nothæfar hér árið um kring. Sniðið er líka þannig að þeim er auðsjáanlega ætlað að geta tollað í tízkunni næsta árið, og er það ekki lít.ill kostur. K A Æ VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.