Vikan - 12.03.1959, Blaðsíða 21
„Lítið á nafnið á vagninum," muldraði Rinquet.
Glacieres dt l’Océan. Sextíu prósent af hluta-
bréfum. Annað fyrirtæki, þar sem Octave Mau-
voisin var næstum allsráðandi.
Nú fór Gilles að skilja, hvernig málunum var
háttað. Þessir menn greindu ekki annað en
sleipa ismola og hófatak hestanna, sem drógu
vagninn yfir ójafna steingötuna. Þeir lifðu á
yfirborði veraldar, og miðja þessarar veraldar var
Octave Mauvoisin. Hann var potturinn og pannan
í þessari hringiðu. Ef Ouvrard hringdi til veð-
lánara í París, var það samkvæmt rauðkrotuðum
fyrir mælum á blaðsnepli.
Fjörutíu langferðavagnar frá Mauvoisin brim-
uðu nú um landið. Menn biðu þeirra á kross-
götum. Póstpinklum var hent fyrir framan fjölda
pósthúsa.
Þegar hin nsléttgreiddi Edgard Plantel settist
við Mahóníborðið sitt var hann mikilfenglegur á
að líta. En þetta var einnig blekking, því að
bak við hann sást skuggi Octave Mauvoisin gTÚfa
yfir honum.
Vörubílum var ekið í allar átti. Togarar héldu
á haf út og komu drekkhlaðnir í land. Hundruð
manna og kvenna fóru til vinnu sinnar á morgn-
ana og flýttu sér aftur heim á kvöldin. Skip
komu með lestarnar fullar frá Bergen og Liver-
pool.
Hann vissi nákvæmlega hvað á gekk og hann
kunni tökin á vinnufólki sínu.
Klukkan tíu var hann vanur að berja smápen-
ingi í borðið á Café de la Poste, borga og halda
á brott.
Allir þekktu hann. Jafnvel þeir, sem ekki imnu
hjá honum, voru hrædir við hann. Menn heils-
uðu feimnislega, þegar þeir sáu hann, og gerðu
sig ánægðan með stununa, sem þeim var svarað
með.
FORSAG/l:
Gilles Mauvoisin hlýtur óvænt allar eigur
látins frænda síns að erfðum. Hann sezt að i
húsi frænda sfns. Viss skilyrði fylgja arfinum
og ýmis vandahál virðast steðja að. 1 húsinu
býr einnig hin ótrúa ekkja gamla mannsins,
Coiette, sem lengi hefur haft náið samband
við lækninn Sauvaget. Hann er tekinn fastur,
grunaður um morð á konu sinni. Óvæntir
atburðir koma í ijós: Þau skötuhjúin liggja
undir þeim grun, að hafa myrt Mauvoisin
gamla. Gilles gcngur f hjónaband með Alice
Lepart. Menn Gilles segja upp starfi og hann
veit ekki, hvaðan á sig stendur veðrið.
„Hefurðu séð Mauvoisin i dag?“
„Hann fór hér fram hjá, fyrir nokkrum mín-
útum.“
Hægt og bítandi hélt hann aftur niður að höfn-
inni, þai’ sem fólkið hafði nú safnazt utan um
frystihúsið. Fiskurinn hafði verið tekinn af stein-
borðunum, og nú var verið að setja hann í frysti
og stafla honum í járnbrautavagna. Fullar lestir
af fiski, héldu til Parísar og annaiTa minni
borga.
Þannig voru verkamennirnir honum algerlega
háðir. Og jafnvel ekki þessi litli hópur — þessir
tuttugu, sem töldust háaðallinn í La Rochelle
— gátu ekki virt að vettugi, það sem Octave
Mauvoisin skrifaði með rauða blýantinum sínum.
Þannig hafði það verið ár eftir ár. Hversu
margir vildu ekki losna við Octave Mauvoisin?
Eftir næstum tuttugu ár, hafði einhver loksins
látið til skarar skríða.
Mauvoisin hafði verið byrlað eitur smátt og
smátt. Einhver, sem sá Mauvoisin daglega hafði
gert það — og það hlýtur að hafa verið á mat-
máls- eða kaffitímum — einshver hafði setið
augliti til auglitis við hann, dag eftir dag, bitið
á jaxlinn og laumað arseniki í mat hans, þar
til hann loksins dó.
Dagurinn hafði byrjað i eldhúsinu við Quai
des Ursulines, eins og hann hafði byrjað hjá
Gilles þennan dag. Frú Rinquet hafði búið til
kaffið, sem Mauvoisin, eins og Gilles, hafði hellt
sjálfur í bolla, skreyttum rauðum og bláum blóm-
um.
Deginum lauk í setustofunni, þar sem hann
settist niður stynjandi við skrifborð sitt.
Um daginn hafði hann farið niður á verk-
stæðið, á fiskimarkaðinn, til rakarans, til Ouv-
rard-bankans, og á Café de la Poste. Síðan hafði
hann aftur haldið niður að höfninni, og það-
an . . .
Rinquet sýndi engin þreytumerki, né heldm-
virtist þetta atferli þeirra koma honum úr jafn-
vægi. En hann var nú einu sinni reyndur leyni-
lögreglumaður og var farinn að venjast starfi
sínu. Hann var farinn að venjast því, að hnýsast
í líf látinna manna, og þetta gerði hann eins og
hvert annað skyldustarf.
En með Gilles var öðruvísi háttað. Höfnin var
böðuð í sálskini. Mannfjöldinn í kringum hann
var litríkur og kátur. Hlátur fólksins söng i eyr-
um hans. En meðal fólksins gekk vofa Octave
Mauvoisin, fyrirferðamikil og þunglamaleg, og
varpaði skugga síniun yfir borgina.
Hann langaði til þess að banda burt þéssari
sýn, draga djúpt andann og komast aftur inn i
heim lifenda.
„Klukkan ellefu," sagði hinn óviðjafnanlegi
Rinquet og leit enn einu sinni á stóra silfurúrið.
„Nú verðum við að fara niður á Lorrain-barinn.
Babin hefur verið þar síðasta klukkutímann,
og eins og stendur er hann að virða okkur fyrir
sér bak við gluggatjöldin.“
Hún var svo ung, næstum eins og skólastelpa,
þegar hún kom hlaupandi á móti Gilles og vafði
hann örmum.
Gretti hann sig? Vissulega stanzaði hann, þegar
hann kom inn í skjannabjart herbergið, og ef til
vill hefur það verið það, sem fékk henni til þess
að halda, að hann hefði grett sig. Hún sagði
biðjandi:
„Þú mátt ekki skamma mig, Gilles. Hún kem-
ur ekki að borða.“
Enn einu sinni var hún ekki í neinum fötum
nema sloppnum, sem Gilles kunni alls ekki við,
enda þótt hann hafði aldrei sagt henni það.
Hann var svo mjúkur og háll og féll svo þétt
up pað fagurlöguðum líkama hennar, að honum
datt ósjálfrátt í hug andrúmsloftið í herbergi
Armandine.
„Ertu reiður?“
Nei. Ekki reiður. Dálítið hissa. Þetta fékk tölu-
vert á hann. Hann hafði fyrir skemmstu skilið
við Rinquet, daufan og þreytandi, og þegar hann
kom upp, var hann enn í drungalegu skapi. Hann
gat ekki fyllilega svarað Alice í sömu mynd.
Hún greip hatt hans og frakka, faðmaði hann
síðan aftur að sér og stóð á blátánum til þess
að kyssa hann. Hún var rjóð í kinnum og augu
hennar Ijómúðu.
Fyrstu dagana hafði hún ekki klætt sig fyrr
en seint, og hafði jafnvel komið í sloppnum til
miðdegisverðar. Gilles hafði ekki sagt neitt, en
ef tii vill hefur hún tekið eftir einhverjum glampa
í augum hans, þegar hann leit af henni á Col-
ette, sem klædd var svörtum kjól.
En hún hafði brátt hætt þessu og hafði jafn-
vel komið skrautbúin til miðdegisverðar.
1 dag hafði hún gert undantekningu, vegna
þess að hún kom ekki til miðdegisverðar.
Gilles þorði ekki að spyrja hversvegna. Hann
minntist næstum aldrei á Colette við Alice, þar
eð hann var hræddur um að koma þá upp um
sig.
„Hafðu engar áhyggjur. Það er ekki búið að
taka hana til fanga. En hún hringdi og sagöist
vera hjá lögfræðingi og myndi ekki koma heim
fyrr en seint. Hún sagðist ætla til móður sinnar,
til þess að ónáða okkur ekki."
Hún stökk fram og aftur um gólfið, svo að
Gilles vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hann
hafði aldrei séð hana svona fulla af fjöri. Hann
skildi þetta ekki fyllilega.
„Er þér ekki sama þótt þú borðir með mér
einni?“
„Auðvitað."
„Ég veit það. Þú þarft ekki að segja það svona
alvarlega. En ég held samt, að þú sért svolítið
skotinn í Colette, er það ekki?"
An þess að bíða eftir svari, dró hún hann á
píanóinu sem þakið var silkibútum.
„Mér leiddist að vera ein í morgun, svo að ég
hringdi til Maritain og bað um að senda mér
nokkur sýnishorn af gluggatjaldaefnum. Við
skulum líta á þau á eftir."
Það var lagt á borð fyrir tvo. Á. miðju borði
stóð lystilegur humar.
„Ég notfærði mér það að við vorum ein, og
pantaði það, sem mér datt í hug."
Hún hafði sama matarsmekk og hún hafði fata-
sfhekk, allt vildi hún hafa sem ríkulegast. Ef
til vill stafaði þetta af því, að hún hafði aldrei
til þessa haft efni á því að fá sér dýra muni.
Alice átti það líka til að komast í þungt skap,
þótt það stæði reyndar aldrei lengi. Þegar hún
hafði fullvissað sig um, að eldhúsdyrnar væru
lokaðar, sagði hún:
„Veiztu hvað ég var að hugsa í morgun? Ef
til vill viltu ekki skipta þér að slíku, en mér datt
í hug, að frú Rinquet — eins og þú veizt hef ég
alltaf verið dálítið hrædd við hana, og ég get
rétt ímyndað mér hana setjandi arsenik í súpuna.
Meðal annarra orða . . . Þar sem þú sagðist ekki
mundu vera heimi í dag, hringdi ég í Gigi og bauð
henni í te. Hún á frí í dag. Er það ekki í lagi?"
„Auðvitað, elskan."
„Fáðu þér humar."
Fjarvera Colette hafði einkennileg áhrif á hann.
Á vissan hátt var það honum léttir, þar eð hann
var ekki lengur eðlilegur í návist hennar. En
hann komst ekki hjá því að hugsa um lögfræð-
inginn, sem var ungur og glæsilegur, og þær
stundir, sem hlutu að líða, áður en hann sæi
hana á ný.
„Þú getur ekki ímyndað þér hve glöð ég verð,
þegar þessu er öllu lokið. Það er alltaf litið á
mig með meðaumkun. Og jafnvel Gigi er öðru-
vísi. Þegar ég bauð henni í te, svaraði hún: „Ef
ég verð þá ekki tekin til fanga!" Gilles! Um hvað
ertu að hugsa?"
„Um þetta . . .“
„Hvað finnst þér um hugmynd mína um setu-
stofuna. Mig langar til þess að losna við þessi
þykku og þungu gluggatjöld og fá mér silki-
Framh. á bls. 1S
VIKAN
21