Vikan - 12.03.1959, Side 7
Um þetta leiti árs er oft erfitt að átta sig
á hvað verður upp á teningnum með vortízk-
una. Einmitt á þessum tíma er hentugt að koma
fram með slár, bæði er það hlýlegt að hafa
yfir drögtum meðan kuldinn er enn í loftinu
og vortízkan getur ekki látið fyllilega til sín
taka og svo eru slár alltaf mjög klæðilegar.
Þær koma nú fram jafnhliða í París, London og
Berlín.
Einlita sláin er frá París, úr þykku ljós-
gráu ullarefni, hneppt með stórum dökkgráum
tölum. Sláin er frekar einföld í sniði en það er
einmitt það, sem sagt er að eigi að vera eitt
af einkennum vortízkunnar. Hatturinn er úr
sama efni og i sama lit.
Hér eru ennfremur myndir af nýjum þykkum
frökkum. Ársfrakka getum við kallað það hér
á íslandi, því kápur sem þessar eru fyllilega
nothæfar hér árið um kring. Sniðið er líka
þannig að þeim er auðsjáanlega ætlað að geta
tollað í tízkunni næsta árið, og er það ekki lít.ill
kostur.
K
A
Æ
VIKAN
7