Vikan - 09.07.1959, Side 13
Ég stoppaði og hljóp eítir hurðinni
og bjóst til að setja hana á aftur,
kom þá í ljós að lamirnar voru svo
kolriðgaðar að þær voru beinlínis
brunnar í sundur.
— Hvað á ég nú að gera?
— Er ekki hægt að laga þetta
með vir? svaraði konan.
— Af hverju datt hurðin pabbi?
spurði stelpan.
tÉlg ansaði engu en rölti i þess stað
út í kæntinn að svipast um eftir vir-
spotta. Ég fékk gefins vírspotta i
Hreðavatnsskálanum og á ærnum
tíma tókst mér og konunni að hengja
hurðina upp að nýju.
— Jæja elskan, sagði konan, þá
er nú allt komið í lag aftur, hún
þerraði af mér svitann með vasa-
klútnum.
— Já við skulum vona það, svar-
aði ég.
— Við þurfum einhversstaðar að
fá mjólk handa litlu.
— Við hljótum að fá hana í Forna-
hvammi.
!Ég veit varla hvort ég á að segja
vegna þess að ekki sást alltof vel út
um rúðurnar, þá fór ég svolítið utan
við eitt ræsið, öðrumegin. Nema hvað,
þá kemur hvellur, bíllinn lippast nið-
ur að aftan, krakkarnir reka upp
öskur og bíllinn varð eitthvað und-
arlegur. Ég ók ekki meira þann dag-
in. Sérfræðingar á Akureyri sögðu
mér að hásingin hefði brotnað, eitt-
hvað voru þeir líka að tala um
fjaðrahengsli og fleira, sem ég skildi
ekki.
Tíu dögum síðar en við lögðum af
stað komumst við til Seyðisfjarðar.
Pé. var áliðið dags og sólin horfin
bak við Bjólfinn. Mávasöngurinn á
Lóninu hljómaði um bæinn, hvitur
hraðbátur þaut um Kringluna, hvit-|
kollótt kind át þarna i fjörunni, frúr
á háhæluðum skóm og í nýjum
drögtum voru á leið í bió til að sjá
Rock Hudson, maður og kona gengu
hönd i hönd á vit ástarinnar upp i
Botna, en karlarnir sátu heima við
barnaíóstur og hugsuðu ljótt um
Rock þennan Hudson.
lÉg minnist þess nú, að þegar við
— það var sprungið
og ég hafði aldrei
lent í svoleiðis
löguðu
áður —
Hurðin mín megin datt bara
allt í einu af —•
frá nokkru meiru af ferðalaginu
austur.
Við fengum mjólk handa litla
barinu í Fornahvammi, eins og ég
bjóst við. Skiftum á því uppi á miðri
ííoltavörðuheiði og notuðum tvist i
staðinn fyrir bleyjugas, því það
gleymdist heima. Fyrstu nóttina gist-
um við á hótelinu á Blönduósi, við
höfðum ekkert þrek til að tjalda.
Hvað bifreiðinni viðvék gekk nú
allt sæmilega. Það tekur þvi varla
að nefna þótt helmingurinn af húdd-
inu fyki út á Hrútafjörð, það var nú
bara veðrinu að kenna og svo keyrði
ég þar á fullu gasi, 40 km. öllu verra
kom fyrir norðan i Vatnsskarðinu en
þá, einmitt á þeim stað, sem Indriði
G. sá hvíta hestinn í hnjúkum,
sprungu bæði afturhjólin. Ég var
satt að segja ekki i skapi til að brosa,
þegar krakkarnir komu út á eftir
mér og sögðu.
— Pabbi láttu koma aftur svona
hvell.
Við komumst heilu og höldnu til
Akureyrar þetta kvöld og það get ég
sagt bílnum mínum til hróss, að hann
rann vel niður brekkuna hjá Bakka-
seli en þar uppi á brúríinni varð hann
bc-nzinlaus, þá vil ég halda að ekki
allir hefðu stoppað jafn öruggleg'a
þar, á benzíntanknum, en þá var
bíllinn nefnilega orðinn bremsulaus.
Á Akureyri varð viku töf. Svo ó-
heppilega vildi nefnilega til, að rétt
áður en við komust til bæjarins fór
að rigna, þessi líka ósköp. Þá upp-
götvaðist að engar vinnukonur voru
á bílnum. Svo, vegna þessa að þar
eins og annarsstaðar í dreifbýlinu,
eru ræsin mjórri en vegurinn og líka
vorum á leið upp Fjarðarheiði, að
stelpan, sem góndi út um afturglugg-
ar.n niður yfir hina víðu velli og hið
breiða fljót, kallaði.
— Af hverju rýkur svona aftan úr
bílnum pabbi?
— Hann nýtir bara svona vel olí-
una, svaraði ég.
Við vorum ekki enn farin að tjalda
né sofa i svefnpokunum. Konan var
hálf leið út af því og vildi gera það
þarna í Egilsstaðaskóginum, en ég
minntist svo vel sagnanna hennar
ömmu um bollann og gilin i Stranda-
tindinum, hvamminn hjá Fellshalan-
um og vornæturnar við Gufufossinn,
að ég heimtaði að fara alla leið til
Seyðisf jarðar.
Við tjölduðum á túninu bak við fé-
lagsheimilið en fengum okkur að
borða á hótelinu. Á meðan konan var
að koma krökkunum í pokana og
gera heimilislegt fyrir nóttina, gekk
ég út i bæinn. Ég minntist gamalla
daga ömmu þegar hún var stofu-
stúlka hjá spekúlantinum og reyndi
að ímynda mér hvert væri Bakhús-
ið eða Framhúsið eða Blikkhúsið eða
Boston eða Berlin eða Elverhoj og
svo öll önnur, sem ég hafði heyrt
nafn á.
Eftir að hafa gengið þannig út
alla Búðareyri og inn á öldu, kom
ég aftur að bílnum. Þar var hópur
fólks, sem glápti ofan í opið vélar-
húsið, eins og það hefði aldrei séð
bifreið fyrr.
— Jú, við höfum nú séð bíl áður
en aldrei svona.
— Þetta er líka svo nýtt módel,
þá steig ég upp í og ók af stað. Það
heyrðist dálítið hátt í honum því
hljóðdunkurinn var týndur.
Áustfjarðaþokan var nú lögst yfir
fjörðinn svo, þar sem ljósin voru bil-
uð, ók ég hægt og rólega inn í land.
I beygjunni hjá kirkjugarðinum
mætti ég stúlkunni, en saga er ekki
saga nema stúlka sé með i spilinu.
Ilún var ekkert sérstök, en bara eins
og gengur og gerist með stúlkur á
Seyðisfirði og viðar, en hún sýndist
ftikna stór i þokunni. Samt var ég
nærri búinn að keyra hana um koll
en hún bjargaða sér út í kantinn.
Ég stanzaði og bað innilega af-
sökunar og af því hún tók því held-
ur vel og horfði eitthvað svo hissa á
bílinn, þá bauð ég henni uppí og ók
áfram inn í land.
.. Mannstu nokkuð eftir ömmu?
spurði ég, hún heitir Nikkólína Jen-
sen.
— Nei.
Eftir Stefanówitch
— Þekkir þú hvamminn hjá Fells-
halanum ?
— Já, hann er hér langt upp i
heiði.
— Getum við farið þangað núna?
— Ef þú vilt, gæzkur.
— Þetta er nú meiri þokan.
—• Finnst þér það, ? mér finnst
þokan svo agalega hugguleg.
— Er mikil síld ?
— Nei, en pabbi segir að hún komi
bráðum.
— Og hvað gerir þá fólkið helzt
núna?
— Bíður eftir síldinni.
Við vorum komin upp í efri Staf-
inn og fórum enn hægt i þokunni. I
brattri brekkunni hætti bíllinn að
ganga. Handbremsan var ónýt svo
ég botnaði ekkert í hvernig ég gæti
startað aftur, ekki gat ég bakkað
niður til þess var leiðin of löng og
þokan dimm. Ef ég hinsvegar stigi
á kúplinguna myndi hann renna nið-
ur.
— Stattu hérna á bremsunni fyrir
mig meðan ég starta.
— Hvar er bremsan ? spurði
stúlkan.
— Hérna, en vegna dimmunnar
sást ekki hvert ég benti svo ég varð
að taka utan um vinstri fótinn henn-
ar og stýra honum á bremsuna. Ég
fann að fóturinn var mjór niður en
kálfinn stinnur og langur. Og ein-
hvernveginn fór svo, þegar ég hélt
utan um fótinn þá mundi ég ekki
lengur eftir tjaldinu og konunni og
krökkunum niður á túninu og, lík-
lega þessvegna, tók ég ekki aðeins
utan um fótinn heldur líka hana alla
og þar sem hún var nú alveg komin
upp í fangið á mér og góð lykt úr
hárinu, þá kyssti ég hana á rnunn-
jnn, hún kyssti mig aftur, ég kyssti
aftur og reyndi að láta fara svolítið
betur um okkur svo hún kæmi öll
þétt upp að mér. Við þær hreifingar
rak ég annan fótinn í kúplinguna,
bíllinn afturábak og einmitt þegar
hún er búin að segja mér að hún elski
mig alveg óskaplega, fer bíllinn út
af kantinum og niður, eitthvað langt
r.iður.
Við meiddum okkur lítið, reyndar
dálítið hölt, er við gengum niðureftir
og dauf í dálkinn en alla leið kom-
umst við.
Hvítkollótta kindin lá jórtrandi
upp við tjaldið og lambið svaf ofan
á hryggnum á henni, uppi á skorstein
hótelsins sat mávur og hugsaði þungt.
Ég skreið niður í pokann minn og
svaf draumlaust til, morguns, þá
vaknaði ég við org í litla krakkan-
um og öll hin börnin ólmuðust og
kölluðu.
— Mamma, mamma, afhverju er
pabbi með kúlu á hausnum?
Sérfræðingar á Seyðisfirði sögðu
mér að auk þess alls sem brotið
væri í bílnum væri hann líka úr-
bræddur. Og á Seyðisfirði sit ég enn,
orðinn dreifbýlismaður. Ég skulda
hótelreikning á Akureyri og hér er
búið að skrifa svo mikið hjá mér
í kaupfélaginu, að ég er að verða
vonlaus um að geta nokkurtíma greitt
þetta allt, það verður minnstakosti
ekki fyrr en kemur síld. Þá ætla ég
lika að fara strax, þó hef ég það
einvhernveginn á tilfinningunni að
héðan komist enginn fyrr en hann
deyr, það er að segja ef þá er heið-
skýrt veður svo komist verði til him-
insins. 'k
Sérfræðingar á Seyðisfirði
sögðu mér, að bíllinn væri víst
úrbræddur auk alls annars —
13
VIKAN