Vikan - 09.07.1959, Side 19
•»s
)V> CHIC
ef!^ V0UMÍÍ^
Dúkkudátinn Tumi getur blístrað
BARNAGAMAN
Dag nokkurn gekk Tumi
dúkkudáti út á mitt gólfið í
barnaherberginu og hrópaði:
Hlustið öll á mig! Eg get
blístrað!
Ef kanarufuglinn hefði sagt,
að hann ætlaði að blístra, hefði
enginn tekið eftir því.
Ef Trítill mús hefði sagt, að
hann ætlaði að blístra, hefði
engum fimdizt það mntalsvert.
Og ef strákur eða stelpa eða
jafnvel kaffikanna hefði sagt,
að hún ætlaði að blístra, hefði
það heldur ekki verið svo undar-
legt.
En af því að það var tindáti,
sem sagðist ætla að blístra,
hættu allir við það, sem þeir
höfðu fyrir stafni og lögðu eyr-
un við. Enginn hafði heyrt tin-
dáta blístra fyrr. Og enginn
hafði heyrt tindáta blístra fyrr.
Og enginn hafði heldur búizt
við að heyra það nokkum tíma.
Kristján kom út úr húsi sínu
bak við bókahilluna með Júlíu
konu sinni.
Uppstoppaði bangsinn Bjössi
kom skríðandi undan sófanum.
Ása tuskudúkka, sem lá undir
borðinu, kom undan því.
Uss, Tumi dúkkudáti ætlar
að blístra, sagði Ása.
Glúmur tröllkarl kom út úr
felustað sínum bak við glugga-
tjöldin og Hermann trébrúða
kom á eftir Glúmi.
Hm, hann ætlar að blístra,
sagði Glúmur.
En ég skil ekki, hvemig hann
getur það, sagði Hermann.
Gauksfrúin gægðist út úr
hesthúsinu og imgfrú Mjöll
postulínsbrúða kom tifandi út
úr fallega brúðuhúsinu sínu.
Og Karl og María komu út úr
eldhúsinu, þar sem þau höfðu
verið að borða morgunverð.
Þau litu hvert á annað og
sögðu:
Heldur þú, að hann geti það?
Tumi dúkkudáti stóð graf-
kyrr á miðju gólfi. Loksins,
þegar allir vom þögulir og
kyrrir og voru ekki með nein
ólæti, fór Tumi að hlæja og
sagði:
Jú, sannarlega get ég blístr-
að. Ég get blístrað. Ég get
blístrað mjög fallega. Já, satt
að segja get ég blístrað betur
en nokkurt ykkar.
Þegar Tumi dúkkudáti sagði
það, horfði hann þýðingarmiklu
augnaráði á kanarífuglinn og
Gauksfrúna og síðan á kaffi-
könnuna.
Heyrðu bara, hvað hann gort-
ar, sagði Bjössi bangsi hvísl-
andi við Hermann trébrúðu. Ég
þori að veðja um, að hann getur
ekki blístrað einn einasta tón.
Ég hef aldrei heyrt talað um
tindáta, sem gat blístrað.
Ekki heldur ég, hvíslaði Her-
mann aftur.
En þeir vildu ekki, að Tumi
heyrði, hvað þeir sögðu.
Jæja, sagði Gauksfrúin, kann-
ske hann reyni að blístra. En
hvernig mun það hljóma ?
Segðu mér það. Hvemig hljóm-
ar það?
Byrjaðu þá! Byrjaðu, Tumi
dúkkudáti! Leyfðu okkur að
heyra, hve fallega þú blístrar,
hrópuðu Kristján, Júlía og Ása
tuskudúkka.
Já, Tumi dúkkudáti, sagði
kanaríufuglinn ofan úr búrinu
sínu, ef þú getur blístrað, láttu
okkur þá heyra! Við bíðum öll!
Þegar Tumi heyrði þetta,
stakk hann hendinni í vasann
og dró upp langt strá. Hann
bar það að vörunum og byrjaði
að blása . . . og hvernig haldið
þ:ð, að það hafi hljómað? Það
var fegursti, tærasti og hrein-
asti tónn, sem nokkm sinni
hafði heyrst!
Það var ekki eins og þegar
kanaríufuglinn söng og ekki
eins og Trítill mús.
Það var ekki eins og þegar
strákur eða stelpa blístra. Ekki
heldur eins og kaffikanna. Það
var engu blístri líkt, sem heyrzt
hafði.
En ef þú hlustar reglulega
vel, getur þú kannske heyrt
mjóan, skæran og hreinan tón
blístraðan. Ef þú heyrir hann,
getur þú verði viss um, að það
er Tumi dúkkudáti, sem er að
blása í stráið sitt.
VIKAN
19