Vikan - 09.07.1959, Page 21
að gasstöðin, vatnsleiðslan og gatna-
gerðin borga þriðjunginn af kostnað-
inum, hver, aukr pípnanna (ég vissi
ekki nema Jón á Klapparstígnum
vildi fá að vita þetta). Ennfremur
komst ég að, að uppdrættur af þessu
pípukerfi er á dráttstofu bæjarverk-
fræðings. Aftur á móti væri upp-
dráttur yfir simakerfi á simstöðinni,
og raftaukakerfi á skrifstofu raf-
magnsstöðvarinnai'.
Dagurinn varð afar skemmtilegur,
þó ég væri ónýtur á skíðum.
Við vorum mjög kát í bifreiðinni
heimleiðis um kvöldið. Ég var að
hugsa um að spyrja Sjöfn hvort ég
sæi hana bráðlega aftur, en hætti
við það; bjóst líka við að sjá hana á
Borg um kvöldið, og rættist það.
Heilsaði ég henni þar álengdar, en
það drógst að ég dansaði við hana,
eins og ég hafði ætlað mér, og um
klukkan hálf ellefu var ég orðinn
svo eftir mig, eftir skíðaförina, að
ég hætti við það, með því líka að ég
á,lti óskrifaða skýrslu til Jóns á
Klapparstígnum. Eg fór því af Borg
og á skrifstofuna. En þegar ég kom
þangað, var ég svo þreyttur, að ég
nennti ekki að byrja strax á skýrsl-
unni, en tók bók mér í hönd, er lá
á skrifstofu Jóns. Það var Typee, eft-
ir Hermann Melville. Ég hafði lesið
þá bók fyrir mörgum árum og þótt
unaðsleg frásögn Melvilles um dvöl
hans hjá mannætunum í Typeedaln-
um, og verið álíka hrifinn og hann
sjálfur af Fayway, góðu og fögru
stúlkunni af mannætukyninu. Það var
ekki í fyrsta skipti, að mér datt i
hug, að við Jón myndum vera að
sumu leyti líkir í okkur.
Ég lá um stund í legubekk og
las í Typee. Þegar ég loks lagði bók-
ina frá mér, þar sem ég hafði tekið
hana, leit ég á klukkuna, og sá að
hún var um hálf tólf. Ég lokaði því
á milli skrifstofanna, því svo hafði
nýlega verið mælt fyrir, að eftir
klukkan væri orðin ellefu, skyldi ég
hafa lokað á milli, ef ég væri' á skrif-
stofunni. I þetta sinn hafði það orðið
hálftíma of seint.
Um kl. 12, þegar ég hafði lokið
við skýrsluna, heyrði ég að komið var
inn í hliðarherbergið, og andartaki
síðar heyrði ég að blístrað var í tal-
pípuna. Ég gi'eip taltólið, og sagði J
að ég haf verið að ljúka við skýrsl-
una til hans. Var ég þá spurður,
livort ég hefði komist eftir því, sem
til var ætlast, og kvað ég já við því.
Hvíslaði þá málpípan að það væri
sérlega gott. Var ég þá spurður um
hvort ég hefði verið með skemmti-
legu fólki. Ég svaraði að ég hefði
ekki skemmt mér svona vel árum
saman, því að ég hefði verið með
stúlku, sem guði hafi þóknast að gera
fallegri en allar aðrar stúlkur er
ég hefði séð, og greindari en nokkurn
karlmann, er ég hefði hitt. Allt þetta
hraut út úr mér áður en ég áttaði
mig á þvi, að það væri ef til vill
ekki vert að Klapparstígurinn vissi
að ég væri ástfanginn. Mér fannst
ég heyra ofurlítin niðurbældan á-
nægjuhlátur, og röddin í málpípunni
hvislaði:
„Þetta var ágætur dagur. Góða
nótt.“
Og aftur virtist mér ég hevra
lágan hlátur út um málmpípuna.
Mér fannst allt í einu að Klappar-
stígurinn gæti ekki verið gamall
maður, og líkaði mér sú hugsun vel.
Af hverju veit ég ekki.
Ég fór ekki beina leið heim, held-
ur gekk ég út á hafnargarð, því
veðrið var sérlega fagurt, Það var
^ins stigs frost, eða tveggja, al-heið-
skýrt, og tindrandi stjöruskin yfir
hinum sofandi höfuðstað íslenzka
ríkisins.
11.
ÉG GERIST VINUR BRANDS
GlSLASONAR.
Mér hafði verið sagt að komast í
kynni við einhvern, sem ynni á
borgarstjóraskrifstofunni, eða skrif-
stofu bæjarverkfræðings, með það
fyrir augum, að útvega lykla að þess-
um stöðum. Mér fannst það verk
myndi vera leiðinlegt, og ef til vill
illvinnandi, en byrjaði þó á því án
möglunar, eins og tilskilið hafði verið
við mig í öndverðu. Ég gerði mér
nokkurum sinum erindi á þessar
skrifstofur, til þess að sjá hverjir
ynnu þar, og kom þá í ljós, að ég
þekkti suma þeirra mæta vel.
Sá maður, sem mér leizt bezt á
þarna til þess, var Brandur Gíslason,
og sá ég hann nokkrum dögum seinna
inni á Bjössa, og settist hjá honum.
Ef maður vill að einhverjum finn-
ict maður vera skemmtilegur, þá eru
til þess tvær leiðir. önnur er sú, að
vera í raun og veru skemmtilegur,
en það er töluvert vandasamt, nema
maður þekki vel þann, sem maður
e'r að tala við, og viti hvað hann hef-
ur mest gaman af. Hin leiðin er að
koma manninum til að tala sjálfum,
og takist það, fer ekki hjá því, að
honum finnist hann hafa verið með
ákaflega skemmtilegum manni.
Ég var ekki nógu kunnugur Brandi
til þess að vita hvora leiðina ég ætti
að fara, en ég þurfti, þegar til kom,
á engan hátt að hafa neinar „að-
ferðir" við hann, því hann reyndist
greindur og víðlesinn, og hafði ég
engu síður gaman af að tala við
hann, en hann við mig.
Síðan hitti ég hann daglega, og
var þetta mjög þægileg „vinna", því
ég sótti félagsskap hans engu síður
fyrir sjálfan mig, en fyrir Klappar-
stíginn. Ég held að mér hefði þótt
leiðinlegt að stunda vináttu þessa
manns, með það jafnframt fyrir
augum að svíkja á einhvern hátt út
úi honum lyklana, ef ég hefði ekki
vitað, að það ætti ekki að nota þá
á neinn hátt honum til tjóns, heldur
til þess að geta komist á dráttstofu
bæjarverkfræðings, til þess að ná þar
eftirriti af hloræsa, vatns- og gas-
æoakerfum miðbæjarins, eins og ég
var búinn að segja frá.
1 fyrstu hafði ég eiginlega ekki
trú á því að mér myndi takast að ná
í lyklana. En er ég kyntist betur
staðháttum, (því ég kom þarna oft,
til þess að verða Brandi samferða í
kaffi), datt mér leið í hug. Og eina
nótt þegar Jón á, Klapparstígnum
hvíslaði út úr málpípunni, hvort ég
hefði nokkurar ákveðnar fyrirætl-
anii' um hvernig ég ætti að ná í
lyklana, gat ég sagt honum hvernig
ég ætlaði að reyna það.
Ég var nokkrum sinnum búinn að
sjá lyklakippu Brands, og á henni
voru 5 eða 6 Yale-lyklar. Gerði ég
ráð fyrir að einn eða tveir þeirra
myndu vera að íbúðarherbergjum.
hans, en hitt lyklar er við kæmu
borgarstjóraskrifstofunum. En svo
liagar til þar, að ekki er innangengt
í mundlaugina, því hún er hinu meg-
in við stigaganginn. En fyrirætlun-
in var að fara upp á skrifstofu til
Brands, einhvern dag, er hann væri
að vinna eftirvinnu, rétt áður en lok-
að væri skrifstofunum. Þegar hitt
fólkið væri farið ætlaði ég að biðja
hann um lyklinn að mundlauginni.
Myndi hann þá segja mér um tvo
lyklana; hver þeirra væri að mund-
lauginni, og hver lykillinn að hurð-
inni inn að aðalskrifstofunni.
Þetta fór allt eftir áætlun. Ég kom
til Brands einn dag rétt fyrir klukk-
an fimm. 'Klukkan hálf sex bað ég
hann um lykil að mundlauginni fékk
hann mér lyklakippu sína, og sagði
hann mér ótilkvaddur hvaða lykill
gengi að ganginum, en ég fór ekki
inn á mundlaugina, heldur beina leið
út á götu, og niður í járnvörudeild
Zimsens. Á leiðinni náði ég öllum
Yale-lyklunum af hringnum, en ætl-
aði ekki að biðja um nema tvo þeirra,
(þá er nefndir hafa verið), ef margt
væri í búðinni, og ég þyrfti að bíða
eftir afgreið'slu. En engir voru þar
að verzla, er ég kom, svo ég bað því
um einn af hverri tegund þeirra.
Á leiðinni aftur lét ég lyklana á
hringinn. En þegar ég var kominn
upp að skrifstofudyrunum, varð ég
þess var að mér hafði orðið það á að
láta tvo lykla af sömu tegund á
hringinn. Fór ég þá inn á mundlaug-
ina, til þess að athuga þetta betur,
Framhald á bls. SJ/.
NY OG LETT
AÐFERÐ
Hreinsið og hlífið nýtízku
eldhúsum
(ALLT NEMA GÓLFIÐ)
/ . uu Duöingarn-
auðvelt er er a* Svo
etkiþarfInna?atTðaJ'á, -ð
hald pakkans C° *lra ra 'nni-
;“»<<■» .n ÍtST" H
nagðtegundir:
Súkkulaði . Vaníll
oo HiÍÓ" _
VIKAN
21