Vikan


Vikan - 09.07.1959, Síða 24

Vikan - 09.07.1959, Síða 24
 IMýjung: Chico Amerískar uppþvottavélar sjálfvirkar, án rafmagns. Enginn uppsetningarkostnaður, nota aðeins heitt vatn og sápulög. Nægj- anlegar fyrir fimm manna fjölskyldu og þvo upp á 5—6 mín. Eru léttar og hreyfanlegar og hægt með einu handtaki að tengja og losa við kranann. Hafa hlotið viðurkenningu og lof allra sem reynt hafa. Verð krónur 2600. Laugaveg 68 — Sími 18066 Jón á lilapparstígnum Framhald af bls. 21. en eitthvert dálítið fát hefur þá ver- ið komið á mig, því ég var töluverð- an tíma að bera lyklana saman, áð- ur en ég sá, að Brandur hafði verið með tvo lykla af sömu tegund á hringnum. 1 speglinum í mundlaug- inni sá ég að mér hafði hitnað tölu- vert við förina til Zimsens (eða við lyklabrenglið) og reyndi að leið- rétta það með köldu vatni, en mér sýndist það ekki takast. Mér fanst ég vera búinn að vera óratíma í burtu, en ég róaðist, er ég leit á klukkuna, og sá, að það voru aðeins átta mínútur. Þegar ég kom aftur inn til Brands, sagði ég. „Það urðu svei mér aukahafnir, sem ég kom á. Ég hitti mann hérna á götunni, og lenti með honum alveg ofan í Hafnarstræti". Ég hafði alveg á vörunum eitthvað um að ég hefði lent í skömmum við manninn, til skýringar því hvað mér hafði hitnað. En Brandur fór að tala við mig, án þess að líta við, svo ég þurfti aldrei til þess að taka. Klukk- an sex fórum við saman af skrif- stofunni, og var Brandur þá rétt bú- in að gleyma lykiakippunni á borð- inu. Ég keypti mér lyklahring hjá B. H. B. og setti á hann þá tvo lykla, sem ég vissi um að hverju gengu. Um nóttina reyndi ég hina lykl- ana í útihurð Pósthússtrætisstórhýs- isins, sem borgarstjóraskrifstofurn- ar eru í, og færði lykillinn, sem þar gekk að á hringinn til hinna tveggja. Daginn eftir náði ég mér i þjöl, og svarf skörð í lyklana til þess að auðkenna þá, skrifaði skýrslu um að hverju hver gengi, og lét þá í lokað umslag í skrifborðs-draghólf það, er nú var orðið póstkassi Jóns á Klapp- arstígnum, (og hafði leyst af hólmi steininn við Ástarbolla Reykjavik- ur). 12. Daginn eftir að þetta skeði, var n'.álunum lokið við John hinn vest- urheimska, og kom ég honum af stað með Lýru. Gekk ég þá upp á skrif- stofu, og fann þar þau skilaboð til mín, að ég ætti að vera kominn klukkan tvö um nóttina niður að Austurvelli, og vera þar við Austur- vallagirðinguna, fram undan úti- hurðinni, er ég hafði útvegað lykilinn að. Ég átti að vera að reykja vindil þar, og hafa lausar í vasa mínum þrjár hvellkúlur. Á slaginu tvö myndi maður koma og fara inn í Bíla- og búvélasa Idíl Baldursgötu 8. Höfum til sölu flestar gerðir bíla og landbún- aðarvéla, bæði notað og nýtt. — Unnt að fá góð tæki með hagstæðum kjörum. BÆNDUR, látið okkur sjá um sölu á jepp- ununi. — Reynið viðskiptin. L' Bíla- og Sími 23136 velasalan húsið, og átti ég að kveykja með vindlinum í hvellkúlu og henda á völlinn, ef ég yrði var við að annar maður færi inn á eftir honum, eða yrði var við annað tortryggilegt. Mér þótti satt að segja ótrúlegt, að þessa myndi þurfa við. En þarna skjátlaðist mér, eins og Jóni á Klapp- arstígnum skjátlaðist í því að velja einmitt þessa nótt til þessara fram- kvæmda. Klukkan fimm mínútur fyrir tvö var ég kominn á staðinn, með langan vindil uppi í mér, og annan til vara í vasanum. Þegar klukkan var að byrja að slá tvö, sá ég mann, sem var í svartri regnkápu og með sjóhatt, fara inn í húsið. Rétt á eftir sá ég dauft ljós á dráttstofu bæjarverk- fræðingsins, og þóttist ég vita, að maðurinn væri nú búinn að draga fram hólf það, sem stendur á Hol- iæsi„ og er hið sjötta að ofan, þar sem bæjarverkfræðingur geymir í hina ýmsu uppdrætti bæjarins, og væri maðurinn nú að gera eftirrit það, er J. vildi fá. Mér fannst tíminn heldur lengi að líða þarna. Ef til vill hef ég vegna taugaóstyrks tottað vindjlinn hraðar en venjulega er gert, því ég reykti hann upp allan, og kveykti í þeim, sem ég hafði til vara. Þegar ég var búinn að reykja þann vindil hálfan, fór ég að leita á mér, hvort ég hefði vindlinga, til þess að geta haldið á- fiam púinu, ef á þyrfti að halda, þvi ég vissi af gamalli reynslu, að oft er illt að kveykja í flugeldum, og þess- konar, með eldspítu. Ég fann fljót- lega, að ég var með Fílpakka, sem næstum var heill. En er ég var í þessum hugleiðingum, heyrði ég há- vaða og mannamál, og voru þar þá komnir fjórir menn; þekkti ég þar, þó dimmt væri, Brand Gislason. Sjálfur stóð ég þá undan dyrunum á Borg, en hékk fram á girðinguna á Austurvelli, eins og ég hafði séð fulla menn gera, og hafði ég brett upp yfirhafnarkragann. Ég lagði nú við hlustirnar, og heyrði að þeir voru •ao tala um ljósið á skrifstofunni, og að þar myndu þjófar á ferðinni. En allt í einu fóru þeir að tala lægra, og ég sá þá taka upp úrin sin. Síðan sá ég þá skifta sér, og datt mér í hug að þeir myndu ætla að fara tveir frá Pósthússtræti, og tveir frá Aust- urstræti, læðast upp að skrifstofu- dyrunum, og ráðast inn frá báðum áttum í einu. Allt þetta flaug mér i hug á svip- stundu, og varð mér afar órótt, því þó ég hefði enga hugmynd um hver væri upp á skrifstofunni, þá fannst mér það vera félagi minn. Ég skal ekki gera mig betri en ég er, með því að leyna því, að ég gerði hálf- vegis ráð fyrir að það væri Jón á Klapparstígnum sjálfur, sem þarna væri, og ég þóttist alveg vita, að at- vinna min, sem mér líkaði bara vel, Framhald í nœsta blaði. SKAMMVIN SÆLA Framliald af bls. 6, verið gripinn skelfingu, eða bein- línis martröð. Við vitum, að þannig geta draumar tíðum verið. Hvað hitt snertir, er örðugt að skýra þá atburði á nokkurn skyn- samlegan hátt. En er ekki trúlegt, að T.O. hafi með ósjálfráðum hugs- anaflutningi þrengt martröðinni inn í huga konu sinnar? Hugsanaflutning- ur milli maka er ekki óþekkt fyrir- bæri. En loks kemur enn ein lausnin: að T.O. hafi búið þetta allt saman til. Hið eina sem mælir á móti þessu er i rauninni andlit T.O. En hverju á maður að trúa ef ekki andlitum — sannari spegil hefur ekki þetta ó- ræða fyrirbæri, sem við köllum raun- veruleika! 24 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.