Vikan - 17.09.1959, Síða 5
Tekið á móti fi/rstu græðlingunum á lóð skólans
Húsmæðrakennaraskóla íslands
Húsmæðrakennaraefni vinna að gróðursetningu A lóð skólans.
Nauðsyn nemendasambanda.
—• Af þeirri reynslu, sem ég hef fengið á
mörgum undanförnum árum, er mér augljós
nauðsyn, að nemendasambönd séu stofnuð við
hvern húsmæðraskóla fyrir sig alls staðar á
landinu. Aldrei hefur mér verið jafndýrmæt og
nú sú mikla ræktarsemi og tryggð nemenda-
sambands H. K. í. við skólann og mig og nú
sl. 2 ár. Þessi ræktarsemi hefur ekki aðeins
verið í orði, heldur einnig i verki.
Eitt af mörgu, sem hægt er að sýna í þessu
sambandi, er þessi klukka, sem hangir hér og
gefin var af 10 ára nemendum.skólans til minn-
ingar um frú Rósu Þorgeirsdóttur húsmæðra-
kennara. Það er um gjafir, sem gefnar eru af
slíkum huga, að við eiga orð Gunnars við Njál:
. „Góðar eru gjafir þínar, en meira þykir mér
vert vinfengi þitt og sona þinna.“
Sterk hönd við stjórnvölinn.
Þegar við, hinir óboðnu gestir, kveðjum og
þökkum ungfrú Helgu Sigurðardóttur skóla-
stjóra viðtökurnar, finnum við, að á þessari
stuttu stund, sem við áttum i þessum skóla,
höfum við lika lært dálítið. Það hefur eitthvað
ýtt við okkur þannig, að upp rifjast þessar
hendingar: Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vilj
búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa,
Líf og starf A Laugarvatni.
— Mér hefur skilizt það á ’sumum skólastúlk-
unum, að þær búist við ýmsu frekar en sól-
böðurn og sæluvist á Laugarvatni.
— Það er nú hvert mál sem það er virt. Ég
minnist gamallar konu, sem sagði eitt sinn við
mig: „Ég get ekki hugsað mér himnariki öðru-
vísi en að þar verði nóg að starfa“, — svo að
sæluvist hefur í hennar huga verið lif og starf.
Á Laugarvatni er einmitt líf og starf, — mikið
starf. Það er nauðsyn að læra að vinna, — vera
duglegur að vinna. Hver stúlka hefur sinn garð
að rækta, lærir auk þess skyrgerð og smjör-
gerð. Á Laugarvatni læra nemendur Húsmæðra-
kennaraskólans að stiga fyrstu spor sín sem
kennarar og fræðarar. Æfingin í þvi starfi hefst
með því, að 12 unglingsstúlkur koma til náms
til okkar að Laugarvatni og nemendurnir kenna
þeim. Þar verður svo kennt á námskeiðum. Á
hverju sumri, sem við dveljumst að Laugar-
Sýnishorn af jurtalitum athugað.
vatni, förum við upp á Hveravelli í grasaferð.
Þá ferð læt ég aldrei niður falla, þvi. að ég vil
í þvi sem öðru halda við því, sem er fornt og
þjóðlegt, eftir þvi sem hægt er, svo að það falli
ekki í gleymsku með komandi kynsióðum. Yfir
sumarið safna nemendur yfir 100 blómategund-
um, sem stúlkunum er kennt að gæta mikillar
vandvirkni og nákvæmni við. Þetta er einn af
hinum nauðsynlegu þáttum í starfsemi skól-
ans.
— Hvað telur þú mikilvægustu eiginleika
góðs húsmæðrakennara?
— Stjórnsemi, dugnað og sanngirni fyrir utan
góða menntun, því að hún er vitaskuld nauð-
synleg, segir Helga Sigurðardóttir.
— Hvenær var skólinn stofnaður?
— Árið 1942, en fluttist hingað i Háuhlíð 9
sl. haust. Tvö sl. ár hefur starfsemi skólans Íegið
niðri vegna húsnæðisskorts, og á þeim tíma hafa
risið þau vandræði, að nú vantar húsmæðra-
kennara á nokkrum stöðum, en aðalvandræðin
ve'rða þó á hausti komanda, þar sem skortur á
húsmæðrakennurum verður þá mestur. Skóla-
eldhúsum hér í Reykjavík fjölgar stöðugt, en
þar kenna vitanlega húsmæðrakennarar.
Skólinn hefur í vetur starfað með líku
fyrirkomulagi og undanfarna vetur. Aðalkenn-
ari er ungfrú Adda Geirsdóttir.